Morgunblaðið - 23.05.1992, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992
29
Finnskuskóli
í Norræna
húsinu
íslenski fínnskuskólinn hóf
starfsemi í janúar sl. en hann er
starfræktur á vegum Suomi-
félagsins. Þetta er fyrsti finnsku-
skólinn á íslandi ætlaður börnum
á grunnskólaldri. Nemendur skól-
ans í vetur eru 15 talsins á aldrin-
um 6-15 ára. Nemendunum er
skipt í tvo hópa, yngri og eldri
hóp, og hittist hver hópur aðra
hveija viku í Norræna húsinu.
Flestir nemendur skólans eiga
finnska móður eða föður og hefur
þeim því gefist kjörið tækifæri til
að halda við finnskukunnáttu sinni
eða bæta við hana eftir aðstæðum.
Skólinn hefur hlotið styrk frá bæði
finnskum og íslenskum yfirvöldum.
Kennari í vetur hefur verið Juha
Niemela, grunnskólakennari frá
Finnlandi, en hann sést á myndinni
ásamt hluta eldri hópsins. Kennari
og nemendur á einu námskeiðanna,
f.v. Egill Kalevi Karlsson, Steinar
Orri Hannesson, Gréta Liisa Karls-
dóttir, Andrea Helgadóttir og Juha
Niemela kennari.
’ — 1' *■
««1
Morgunblaðið/RAX
ítölsk sýning opnuð á morgun
SENDIHERRA Ítalíu á íslandi, hr. Massimo Curcio, opnar mánudaginn
25. maí ítölsku farandsýninguna Padova; vagga menningar. Sýningin
er í Odda við Sturlugötu, húsinu beint upp af Norræna húsinu. Há-
skóli íslands og ítalska sendiráðið á íslandi standa að þessari sýningu
sem áður hefur verið í Boston í Bandaríkjunum og höfuðborgum Norð-
urlanda. Það er borgarstjórn Padova ásamt Menningar- og ferðamála-
ráði borgarinnar sem hafa veg og vanda af skipulagningu hennar.
Eitt verka Tryggva.
Hafnarborg:
Tryggvi Hansen
sýnir málverk
TRYGGVI Hansen heldur skyggn-
ulýsingafund á málverkum sínum
í Hafnarborg, menningarmiðstöð
Hafnarfjarðar, mánudaginn 25.
maí kl. 20.00.
Einnig verður á dagskrá Ijóðalest-
ur og dans við hljóðfæraslátt létt-
sveitarinnar Nýr vani (New habbit).
I fréttatilkynningu frá ítölsku að-
alræðisskrifstofunni í Reykjavík seg-
ir: „ Mikilvægi borgarinnar Padova
í sögu lista og vísinda kemur best
fram í hinum miklu menningarfjár-
sjóðum hennar er varðveist hafa full-
komlega fram til vorra daga. Rætur
nútíma vísinda má rekja til borgar-
innar og nýjar hugmyndir í myndlist
litu þar dagsins ljós. Padova er auð-
ug af markverðum sögulegum bygg-
ingum, svo sem Höll Skynseminnar,
sem reist var á dögum Snorra Sturlu-
sonar. Borgaryfn-völd vilja með þess-
ari sýningu kynna Padova um víða
veröld sem borg lista og vísinda.
Sýningin er ekki einungis ætluð þeim
er áhuga hafa á listum og vísindum
heldur öllum almenningi á Ítalíu,
Norðurlöndum, Bandaríkjunum og
víðar.
Aðal nýbreytni þessarar sýningar
er sú að borginni er ekki lýst einvörð-
ungu með myndum af minnismerkj-
um heldur eru það mennirnir sem
lögðu lóð sín á vogarskál sögunnar
sem segja frá. Á þennan hátt gerir
áhorfandinn sér betri grein fyrir því
að Padova er ekki einvörðungu borg
HINN árlegi kirkjudagur Kálfa-
tjarnarsóknar verður haldinn nk.
sunnudag og hefst með guðsþjón-
ustu í kirkjunni kl. 14.00.
Gestur safnaðarins að þessu sinni
er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir
og mun hún predika. Einnig verða
lista og vísinda heldur einnig miðstöð
manna eins og Giottos, Galileos og
Göthes er hafa haft mikii áhrif á
framgöngu sögu okkar og menning-
ar.
Öllu áhugafólki er bent á, að hér
er um einstæða og óvenjulega sýn-
ingu að ræða, sem veitir okkur inn-
sýn í merkan menningarheim einnar
af elstu háskólaborgum Evrópu."
Sýningin Padova; vagga menning-
ar, er í Odda og verður hún opin
daglega á opnunartíma hússins fram
til 10. júni. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill.
50 ára fermingaböm boðin velkom-
in. Söng annast kirkjukór Kálfa-
tjarnakirkju. Einsöng annast Sigrún
Ingadóttir. Stjómandi er Frank
Herlufsen, organisti. Að lokinni
kirkjuathöfninni verða seldar kaffi-
veitingar í Glaðheimum á vegum
kvenfélagsins Fjólu.
Kirkjudagur að Kálfatjörn
Kammer-
tónleikar í
Hafnarborg
TÓNLEIKAR verða í Hafnarborg,
menningar- og listastofnun Hafn-
arfjarðar, næstkomandi sunnu-
dagskvöld, 24. maí, kl. 20. Þetta
eru fjórðu tónleikar í tónleikaröð
Tríós Reykjavíkur og Hafnar-
borgar á þessu starfsári. Á þessum
tónleikuin verða strengjaverk í
brennidepli. Flyljendur verða Sig-
rún Eðvaldsdóttir og Rolan
Hartwell á fiðlur, Guðný Guð-
mundsdóttir og Graham Tag á
lágfiðlur, Michael Rudiakov,
Gunnar Kvaran og Bryndís Halla
Gylfadóttir á selló og Steinunn
Birna Ragnarsdóttir á píanó.
Michael Rudiakov er vel þekktur
í heimalandi sínu, Bandaríkjunum,
fyrir flutning kammertónlistar og
hefur leikið inn á ijölda hljómplatna
með hinum ýmsu kammerhópum.
Hann hefur komið fram víða í Evr-
ópu og austurlöndum nær og fjær.
Hann kemur sérstaklega ti! Islands
til þess að taka þátt í þessum tónleik-
um á leið sinni heim úr tónleikaferð
um Þýskaland.
Roland Hartwell og Graham Tagg
hafa báðir starfað með Sinfón-
íuhljómsveit íslands í vetur.
Á efnisskrá tónleikanna verður
sónata fyrir tvö selló og píanó eftir
G.F. Handel, Strengjakvintett nr. 1
í C-dúr eftir L. Boccerini, fluttur í
fyrsta sinn á Islandi í nýfundinni
frumútgáfu sinni, og að lokum
strengjasextett op. 18 í B-dúr eftir
J. Brahms.
Þess má geta að tónleikar þessir
verða ekki endurteknir á Reykjavík-
ursvæðinu.
-----» ♦ ♦
Fyrirlestur
um samskipti
við sjúklinga
MÁLSTOFA í hjúkrunarfræði efn-
ir til fyrirlestrar um Samskipti við
sjúklinga með skert hugarstarf
sem Margrét Gústafsdóttir hjúkr-
unarfræðingur flytur.
Málstofan verður haldin mánudag-
inn 25. maí 1992 kl. 12.15 í setu-
stofu á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu
34. Málstofan er öllum opin.
Norðurlönd í Evr-
ópu breytinganna
JAAKKO Ilioniemi, formaður
vinnuhóps fulltrúa forsætisráð-
herra Norðurlanda um endurmat
á norrænu samstarfi flutur erindi
mánudaginn 25. inaí nk. á sameig-
inlcgum síðdegisfundi Samtaka
um vestræna samvinnu og Varð-
bergs í Átthagasal -Hótels Sögu.
Salurinn verður opnaður kl. 17.15
og erindið hefst kl. 17.30.
Mikil umræða hefur átt sér stað
á Norðurlöndunum á undanförnum
misserum um hlutverk og framtíð
norræns samstarfs með hliðsjón af
þeim öru og byltingarkenndu breyt-
ingum sem eru að eiga sér stað í
álfunni allri. Sovétríkin eru hrunin
og Austur-Evrópa er laus við múra
kommúnismans. Efnahagsbandalag
Evrópu færir nú út kvíamar og
EES-samningur EFTA og EB hefur
verið undirritaður. Varsjárbandalag-
ið er horfið á spjöld sögunnar og
eftir er að marka nýja framtíðar-
stefnu um hlutverk Atlantshafsband-
alagsins. Öll þessi mál snerta tilveru
og framtíð íslensku þjóðarinnar.
Ræðumaður dagsins, Jaakko Ilion-
iemi, formaður nefndarinnar, er nú
formaður Ráðs atvinnulífsins (EVA)
í Finnlandi. Hann er mjög kunnur
maður í finnsku þjóðlífi og hefur
m.a verið sendiherra Finnlands í
Bandaríkjunum og Sviss. Á náms-
árum sínum var hann virkur í félags-
málum stúdenta. Ilioniemi hefur tek-
Jaakko Ilioniemi
ið þátt í störfum SÞ og samningum
um öryggismál Evrópu fyrir Finn-
land. Jaakko Ilioniemi hefur undan-
farin ár ritað greinar í Morgunblaðið
um stjómmálaþróunina í Finnlandi.
Hann mun flytja erindi sitt á ensku
og nefnist það „Nordic Countries in
Europe og Change“.
Þeim sem sitja í vinnuhópi fulltrúa
forsætisráðherra á Norðurlöndum
um endurmat á norrænu samstarfi
er boðið á fundinn. Matthías Á.
Mathiesen, fyrrv. utanríkisráðherra,
situr í nefndinni fyrir íslands hönd
og mun hann kynna ræðumanninn.
(Fréttatilkynning)
Glæsileg húsgagnasýning
um helgina frá hinu þekkta
ítalska fyrirtæki
Vegna hagstæára samninga
bjóðum viá
20% kynningarafslátt.
Opið laugardag kl. 10-17
Opið sunnudag kl. 13-17.
Borgartúni 29
sími 620640.
i