Morgunblaðið - 23.05.1992, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992
Vordögrim að ljúka í
Ólafsfjarðarkirkju
VORDÖGUM Ólafsfjarðarkirkju lýkur ura helgina, fjölskyldudagur
verður haldin í dag, laugardag með fjölbreyttri dagskrá og á sunnu-
dag verður guðsþjónusta í kirkjunni og píanótónleikar um kvöldið.
Dr. Bjöm Björnsson yfirmaður
fræðsludeildar Þjóðkirkjunnar flyt-
ur erindi um velferðarsamfélagið
og þjóðfélagslega ábyrgð kirkjunn-
ar kl. 10.30, en eftir hádegi fylgj-
ast heimamenn með knattspyrn-
uliði sínu Leiftri etja kappi við ÍR,
en síðan verða útileikir fyrir fjöl-
skylduna og um kl. 18 verður grill-
veisla. Um kvöldið syngja eldri
félagar í Geysi og Fóstbræðrum á
tónleikum í Tjarnarborg.
Myndlist á
Á FYRSTU íslensku píanóhátíð-
inni sem verður haldin um helg-
ina í Safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju munu tveir mynd-
listarmenn frá Akureyri sýna
verk sín, þau Dröfn Friðfinns-
dóttir og Örn Ingi Gíslason.
Dr. Pétur Pétursson lektor við
guðfræðideild Háskóla íslands
predikar og Kirkjukór Ólafs-
fjarðarkirkju frumflytur sálm eftir
Svavar A. Jónsson við lag Áskels
Jónssonar undir stjórn Jakobs Kov-
osavskys. Kaffisala og sýning á
hannyrðavörum eldri borgara verð-
ur í Tjarnarborg á eftir.
Örn Magnússon píanóleikari
leikur síðan á tónleikum sem hefj-
ast kl. 21 á sunnudagkvöld.
píanóhátíð
verða opnaðar formlega kl. 15. á
laugardag, en strax á eftir mun
Guðríður St. Sigurðardóttir leika
stutt verk á píanó. Sýningarnar
verða aðeins opnar þessa þrjá
daga, frá laugardegi til mánudags.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Einn á sjúkrahús eftir þriggja bíla árekstur
Eldri maður var fluttur á sjúkrahús eftir harðan
árekstur á gatnamótum Þingvallastrætis og Mýrar-
vegar nokkru fyrir hádegi í gær. Slysið varð með
þeim hætti, að fólksbíl var ekið gegn rauðu ljósi
vestur Þingvallastræti og lenti á bifreið gamla
mannsins sem var að fara yfir gatnamótin og suður
Mýrarveg. Við áreksturinn valt bíll hans og lenti á
þriðja bilnum sem var kyrrstæður. Gamli maðurinn
var fluttur á sjúkrahús rifbeinsbrotinn og með höf-
uðáverka, en aðra sakaði ekki. Allir bílarnir eru
mikið skemmdir og voru þeir fluttir af vettvangi
með kranabíl. Að sögn varðstjóra var ökumaðurinn
sem árekstrinum olli ungur og er talið að hann
hafi ekið heldur greitt.
Umsókn Hagvirkis-Kletts um lóð fyrir íbúðir aldraðra:
Gott ef fyrirtæki utan bæjarins
vill standa að framkvæmdum hér
- segir Sigurður Hannesson formaður bygginganefndar
Báðir þessir myndlistarmenn
héldu sýningar á höfuðborgar-
svæðinu í mars sl. og gefst þeim
sem sækja safnaðarheimilið um
helgina kostur á að sjá hluta þeirra
verka sem voru á þeim sýningum.
í hléum á dagskrá píanóhátíðar
verða sýndar stuttmyndir, sem
þeir Christopher Thornton tónlist-
arkennari og Örn Ingi myndlistar-
maður hafa gert. Sýningarnar
verða kl. 16. á laugardag, kl. 18.
á sunnudag og kl. 17. á mánudag.
Auk málverkasýninganna verð-
ur einnig sýning í safnaðarheimil-
inu á vegum íslensku tónverkamið-
stöðvarinnar. Allar sýningarnar
í Nettó-versluninni er markmiðið
að bjóða lágt vöruverð, takmarkað
vöruval og þjónustu, en slíkt fyrir-
komulag hefur reynst vel. í nýju
versluninni verður meira vöruval
en var í þeirri við Höfðahlíð, svo
sem fatnaður og búsáhöld, fjöl-
breyttara úrval matvöru, auk betri
aðkomu og fleiri bílastæði.
Tekið verður við greiðslukortum
SIGURÐUR Hannesson formað-
ur bygginganefndar Akureyrar
segir það jákvætt ef fyrirtæki
utan bæjarins vilji standa að
framkvæmdum hér í bænum og
í versluninni og einnig verður þeim
sem leyfi hafa til að iáta skuldfæra
á viðskiptareikning veitt heimild til
slíks.
Verslunin verður opin frá kl. 12
til 18.30 virka daga og á laugardög-
um frá 10 til 14. Verslunarstjóri
er Júlíus Guðmundsson, en reiknað
er með að sjö starfsmenn vinni í
versluninni.
að vel verði tekið í erindi frá
Hagvirki-KIetti, sem sótt hefur
-um lóð á Akureyri til að byggja
á 40 til 50 íbúðir fyrir aldraða.
Formaður framkvæmdanefndar
um byggingar íbúða fyrir aldr-
aða við Lindarsíðu býst ekki við
að umsókn hafnfirska verktaka-
fyrirtækisins hafi áhrif á sölu
þeirra íbúða sem eftir er að selja
í fjölbýlishúsunum sem þar munu
rísa.
Hjá skipulagsdeild Akureyrar-
bæjar fengust þær upplýsingar í
gær, að til væri fullskipulagt fjöl-
býlishúsahverfi í Giljahverfi III og
yrðu lóðir þar byggingarhæfar í
sumar, en í erindi frá Hagvirki-
Kletti er óskað eftir lóð sem stað-
sett sé í samræmi við þarfir aldr-
aðra.
Sigurður Hannesson sagði að
fundur yrði í bygginganefnd næsta
miðvikudag, hann hefði ekki séð
erindi Hagvirkis-Kletts, en það yrði
eflaust til umræðu á fundinum hefði
það borist byggingafulltrúa fyrir
þann tíma. Ekki átti Sigurður von
á öðru en vel yrði tekið í erindi
Hagvirkis-Kletts um lóð fyrir íbúð-
irnar og sjálfur kvaðst hann fagna
því að fyrirtæki utan Akureyrar
hefði hug á að fara út í framkvæmd-
ir í bænum.
„Það er af hinu góða ef af þess-
um framkvæmdum verður, sérstak-
lega ef í Ijós kemur að íbúðirnar
verði ódýrari en þær sem nú er
verið að byija á,“ sagði Sigurður.
Hann sagði að til væri nægur mann-
skapur á Akureyri til að vinna að
verkinu ef af yrði, en sennilega
yrði ekki um hreina viðbót verkefna
að ræða. Menn myndu sjálfsagt
frekar hægja á öðrum verkefnum.
Hann sagði að útlitið í byggingar-
iðnaði á Akureyri í sumar væri yfir
meðallagi gott, þegar væri byrjað
á byggingu 70 íbúða fyrir aldraða
við Lindarsíðu og þá væri búið að
semja um byggingu 60 til 70 íbúða
í félagslega kerfinu.
Aðalsteinn Óskarsson formaður
framkvæmdanefndar um byggingu
íbúða fyrir aldraða sagði að ekki
væri að vænta viðbragða frá nefnd-
inni við útspili Hagvirkis-Kletts að
svo komnu, en fundur yrði haldinn
í framkvæmdanefndinni eftir helgi.
„Þetta er alveg nýtt mál, við ætlum
að bíða og sjá til hvað verður úr
þessu, hvort einhver alvara er á bak
við þetta,“ sagði Aðalsteinn.
STARFSÁRI Kammerhljóm-
sveitar Akureyrar lýkur með tón-
leikum í Safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju mánudaginn 25. maí
kl. 20.30, en þessir tónleikar
verða jafnframt lokaatriði fyrstu
íslensku píanóhátíðarinnar sem
Tónlistarskólinn á Akureyri efn-
ir til um helgina.
Píanóleikarar með hljómsveitinni
verða Akureyringarnir Kristinn Örn
Kristinsson og Þórarinn Stefánsson,
en hljómsveitarstjóri er Guðmundur
Óli Gunnarsson, sem nýverið var
Hann sagðist ekki hafa ástæðu
til að óttast að þær íbúðir sem óseld-
ar eru í fjölbýlishúsunum tveimur
sem verið er að hefja byggingu á,
myndu ekki ganga út. Þrátt fyrir
fréttir af umsókn Hagvirkis-Kletts
um lóð hefðu fjórir aðilar hringt í
gær til að afla sér upplýsinga um
íbúðirnar við Lindarsíðu. „Eg hef
enga trú á að þetta breyti neinu
hjá okkur,“ sagði Aðalsteinn.
ráðinn skólastjóri Tónlistarskólans
á Akureyri.
Á tónleikunum verða flutt íslensk
verk. Alls taka 35 hljóðfæraleikarar
og söngvarar þátt í flutningnum
og eru verkin í senn bæði nýstárleg
og skemmtileg. Með þessum tón-
leikum ætlar Kammerhljómsveit
Akureyrar að ná nýjum áfanga í
sínu starfi og gefa áheyrendum sín-
um tækifæri til að kynnast fjöl-
breytni í íslenskri nútímatónsköpum
um leið og hún leikur eina vanda-
sömustu efnisskrá sem hún hefur
flutt til þessa. (Fréttatilkynning)
Mývatnssveit;
Jón Þorláksson áttræður
Björk, Mývatnssveit.
JÓN Þorláksson á Skútustöðum
varð áttræður 17. maí síðastlið-
inn. Jón bauð sveitungum sín-
um, frændum og vinum til veg-
legs afmælisfagnaðar á heimili
sínu síðastliðinn sunnudag.
Foreldrar Jóns voru Þorlákur
Jónsson, Hinrikssonar frá Hellu-
vaði og Arnfríður Sigurgeirsdótt-
ir, skáldkona. Þau bjuggu á einum
fjórða hluta Skútustaða. Jón tók
þar við búskap ásamt bróður sín-
um Geirfinni með móður sinni
þegar faðir hans lést 1930. Jón
hefur gegnt ýmsum trúnaðar-
störfum hér í sveitinni, m.a. í
sveitarstjórn og fleiri stjórnum og
verið stefnuvottur í Skútustaða-
hreppi um áratugaskeið. Eigin-
kona Jóns er Gerður Benedikts-
dóttir frá Höskuldsstöðum í
Reykjadal. Þau eignuðust tvö
börn sem bæði eru búsett í Mý-
vatnssveit. Mývetningar senda
Jóni Þorlákssyni og fjölskyldu
bestu árnaðaróskir.
Kristján.
Sigurður Jóhannesson, aðalfulltrúi, Hannes Karlsson, deildarstjóri
matvörudeildar, Magnús Gauti Gautason, kaupfélagssljóri, og Júlíus
Guðmundsson, verslunrstjóri í hinni nýju Nettó-verslun við Oseyri.
Ný Nettó-verslun opnuð;
Markmiðið er lægsta verðið
NÝ Nettó-verslun í eigu Kaupfélags Eyfirðinga var opnuð í gær á
Óseyri 1 á AJkureyri. Stefnt er að því að bjóða í versluninni lægsta
vöruverð á matvöru í bænum. Verslunin er í um 900 fermetra hús-
næði og rými er fyrir um 130 bíla á lóðinni. Kaupfélagið rekur nú
fjórar matvöruverslanir á Akureyri, en nýlega var tveimur verslun-
um lokað, í Brekkugötu 1 og Nettóversluninni við Höfðahlíð.
Kammerhljómsveit Akureyrar;
Islensk nútímaverk á
lokatónleikum vetrarins