Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAI 1992
elst, maður hennar var Þorvaldur
Helgason; Aðalheiður dvaldi lengst
af í Kaupmannahöfn og dó þar,
ógift og barnlaus; Ingunn átti Ág-
úst Jónsson, bónda á Hofi. Theo-
dóra, sem var yngst, giftist Stein-
grími Ingvarssyni frá Sólheimum í
Svínavatnshreppi. Foreldrar henn-
ar ólu einnig upp tvo fóstursyni,.
Björn Kristjánsson, síðast bifreið-
arstjóra í Reykjavík, og Guðmund
Jónasson, bónda að Ási í Vatnsdal.
Báðir höfðu misst feður sína í æsku
og heimili þeirra voru báglega
stödd.
Hallgrímur Hallgrímsson, faðir
Theodóru, var einn af merkustu
bændum landsins á öndverðri þess-
ari öld. „Athafnamaður mikill,
harðgerr og kappsfullur," segir í
íslenskum æviskrám Páls Eggerts
Ólasonar. Hann bjó í fyrstu á
nokkrum bæjum í sýslunni, leigu-
liði við kröpp kjör. Með sparnaði
og eljusemi tókst honum að festa
kaup á Snæringsstöðum í Svína-
dal, sem þótti lítil jörð og fremur
rýr (kaupverð var 2 þús. krónur).
Svo er að sjá sem þar hafi þeim
hjónum farnast ótrúlega vel þrátt
fyrir mikla ómegð. A Snærings-
stöðum bættist þeim Theodóra í
barnahópinn.
Það er einhvern tíma árs 1903,
að Hallgrímur ríður í hlað á höfð-
ingjasetrinu Hvammi í Vatnsdal.
Þar bjó þá Benedikt Blöndal, sem
tekið hafði við þessari miklu jörð
eftir föður sinn, Björn Blöndal sýsl-
umann. Þegar í stofu var komið
og þeir Benedikt og Hallgrímur
tóku tal saman, kom fljótlega í ljós
hvert erindi Hallgríms var. Hann
spurði Benedikt umbúðalaust hvort
hann vildi selja sér Hvamm. Bene-
dikt varð hvumsa við og sagði sem
svo að komið hefði til tals að selja
jörðina, en það væri óðs manns
æði fyrir efnalítinn mann eins og
hann að ráðast í slíkt stórræði.
Hallgrímur sagðist eiga orðið
Snæringsstaði svo til skuldlausa.
Benedikt brosti og kvað þá eign
aðeins dropa í hafið. Hvað svo sem
farið hefur fleira á milli þeirra urðu
lyktir þær að kaupin voru gerð.
Hallgrímur reyndist traustsins
verður og stóð ávallt í skiium með
greiðslur fyrir jörðina. Þegar aðeins
stóð þriðjungur eftir, fór Hallgrím-
ur fram á að fá að greiða meira á
gjalddaga en honum bar sam-
kvæmt samningi, til þess að létta
vaxtagreiðslur af eftirstöðvunum.
Benedikt hafnaði boðinu, kvaðst
ekki fá hærri vexti annars staðar.
Hallgrímur kom upp myndarlegu
búi í Hvammi á ótrúlega skömmum
tíma. Árið 1911 byggði hann
.... steinhús mikið, eitt hið fyrsta
í héraðinu" (ísl. æviskrár V). Stærð
hússins kom í góðar þarfir því að
hýsa þurfti á þriðja tug manna
þegar flest var í Hvammi og eru
þá börn með talin.
Það var um vorið árið 1915 að
ég var fyrst sendur í sveit og þá
til Hallgríms í Hvammi. Foreldrar
mínir fóru með mig og stóðu við
stutta stund. Fljótlega eftir að þau
voru farin beindist athygli mín í
fyrsta sinn að Theodóru. Sigurlaug
móðir hennar vatt sér að henni og
sagði eitthvað á þessa leið: „Theo-
dóra mín, nú verður þú að gera
stráknum skó í snatri. Hann eyði-
leggur alveg á sér fæturna á þess-
um bannsettu „dönsku skóm“.
Venjulegir leðurskór þekktust þá
varla í sveitum landsins. Það var
síðan árvisst tilhlökkunarefni að
fara að Hvammi á sumrin þar til
foreldrar mínir fluttu til Seyðis-
fjarðar 1918 að nokkurt hlé varð
þar á.
Talið er að Hallgrímur í Hvammi
hafi verið auðugastur maður Hún-
vetninga áður en hann greiddi út
móðurarf barna sinna. Hann lánaði
mörgum fé, ekki síður þeim sem
minna máttu sín eða voru í nauð.
Illar tungur gáfu í skyn að hann
krefðist hárra vaxta. Það var al-
rangt og ómaklegt. Einnig hef ég
heimildir fyrir því frá föður mínum
að í sýslumannstíð hans á Blöndu-
ósi hafi Hallgrímur aldrei gengið
að nokkrum manni eða staðið í
málaferlum. Þegar hann lést árið
1927 átti dánarbúið útistandandi
skuldir víða um héraðið. Guðjón
39
sonur hans var fenginn til að inn-
heimta þær en gekk misjafnlega.
Bæði var að efnahagur fólks fór
þá sífellt versnandi uns botninum
var náð á kreppuárunum og að
Guðjón var mikið góðmenni og við-
kvæmur, þótt hann bæri það ekki
utan á sér.
Hallgrímur minnkaði við sig búið
eftir að hann missti konu sína 1921.
Theodóra og Steingrímur giftu sig
5. júní 1920. Þau bjuggu eitt ár í
Sólheimum, en fiuttu þá í Hvamm
og tóku fljótlega við öðrum helm-
ingi jarðarinnar. Guðjón og Rósa
Níelsdóttir kona hans bjuggu á hin-
um helmingnum og síðar Hallgrím-
ur sonur þeirra eftir að þau fluttu
að Marðarnúpi. Það var því til
Theodóru og Steingríms sem ég fór
aftur til sumardvalar í Hvammi,
árið 1922, og seinna synir mínir
hver eftir annan. Ég var látinn
vaka yfir túninu og Theodóra tók
jafnan til handa mér góðgæti á
kvöldin til að hressa mig á ein-
hvern tíma nætur. Steingrímur
laumaði því hins vegar að mér svo
lítið bar á að ég skyldi skreppa á
bak þeim gráa. „Sá grái“ var for-
láta gæðingur sem Hallgrímur átti
og var aldrei hreyfður, samkvæmt
skipun hans, þó að hesturinn væri
stríðalinn allan veturinn. Hallgrím-
ur fór jafnan fyrstur á fætur á
morgnana og gáði þá til veðurs og
að því hve vel væri rekið frá. Stund-
um hraut króna í vasa minn í viður-
kenningarskyni.
Mig langar að rifja hér upp at-
vik sem mér er sérstaklega minnis-
stætt frá þessum árum í Vatnsdaln-
um. Þá stóð ritdeilan sem hæst á
milli Sigurðar Nordal og Einars
H. Kvaran, sem var afi minn og
mér þótti afar vænt um. Þessir
tveir menn voru þá þekktastir
þeirra sem alist höfðu upp í dalnum
og töldu Vatnsdælingar sig full-
sæmda af því framlagi til menning-
arinnar. Það má segja að megnið
af þjóðinni fylgdist með þessari
deilu, sem stóð í hálft annað ár.
Svo ritfimir voru þessir tveir menn,
að lesendum fannst eftir hveija
grein að sá hefði betur sem síðast
hafði orðið. í Vatnsdalnum var
þessu örlítið á annan veg farið. Þar
réðu ættartengsl eða vinátta af-
stöðu manna. Það gekk svo langt
að hundinum á einum bænum var
gefið nafnið Kvaran en Nordal á
öðrum. Ég var eitt sinn staddur
þar sem menn voru við skál í rétt-
um. Allt í einu laust hundum þar
saman í harkalegum áflogum.
Öskraði þá sá sem á flöskunni hélt:
„Þegi þú Kvaran og snautaðu
burtu.“ Ég gerði mér fljótlega ljóst
hvaðan nafngiftin væri runnin og
var mjög miður mín í marga daga.
Theodóra varð þess vör og komst
að hinu sanna. Það gustaði svolítið
af henni fyrst í stað, en hundarnir
urðu að sætta sig við að gegna
óvirðulegri nöfnum eftir þetta og
þóttu setja nokkuð niður.
Theodóra líktist föður sínum í
mörgu. Hún var kappsfull og fork-
ur dugleg og lét vel að stjórna fólki,
en jafnframt hafði hún erft við-
kvæmt geð móður sinnar. Stein-
grímur var hæggerðari að eðlisfari
en framfarasinnaður og ekki ör-
grannt um að gamla manninum,
tengdaföður hans, þætti hann
stundum fullnýtískulegur í búskap-
arháttum. En þeim Theodóru bún-
aðist vel. Steingrímur var einstakt
ljúfmenni og dagleg samskipti
þeirra hjóna báru vott um gagn-
kvæma tillitssemi, ást og virðingu.
Það var Theodóru þungt áfall er
Steingrímur féll frá á besta aldri
eftir uppskurð á sjúkrahúsi í
Reykjavík árið 1947.
Theodóra hélt áfram búskap í
Hvammi af höfðinglegri reisn með
aðstoð barna sinna. Ingvar er
þeirra elstur, nú bóndi á Eyjólfs-
stöðum, kvæntur annarri heima-
sætunni þar, Ingibjörgu Bjarna-
dóttur, og þau eiga fjögur börn.
Heiðar fluttist til Reykjavíkur og
var kunnur langferðabílstjóri þar
til hann gekk svo fram af sér við
björgun fólks úr lífsháska á Fimm-
vörðuhálsi að heilsa hans beið af
varanlegt tjón. Reynir gekk að eiga
Salóme Jónsdóttur frá Akri og þau
bjuggu í góðu sambýli við Theod-
óru í Hvammi í nokkurn tíma áður
en þau tóku alveg við búinu. Reyn-
ir var mannkostamaður sem lést
langt um aldur fram árið 1989.
Þau eignuðust tvær dætur. Sigur-
laug, sem er yngst systkinanna,
er gift Hauki Pálssyni mjólkur-
fræðingi og ostameistara á Sauðár-
króki. Þau eiga tvö börn.
Þegar Theodóra fluttist til
Reykjavíkur 1962, réðist hún um
haustið ráðskona til Halldórs Jóns-
sonar frá Arngerðareyri. Þau áttu
vel skap saman því Theodóra kunni
að meta glettni Halldórs og frá-
sagnargáfu. Hún annaðist um hann
í nokkur ár. Eftir það bjó hún ein
í leiguhúsnæði þar til hún vegna
heilsubrests fluttist á Héraðshælið
á Blönduósi 1984.
Það orð hefur farið af Austur-
Húnvetningum að þeir væru stór-
bokkar og sætu ekki ávallt á sárs
höfði heima í héraði. Þess virðist
ekki gæta eftir að þeir eru fluttir
á mölina. Theodóra hafði bundið
tryggð við sveitunga sína og hélt
góðu sambandi við þá hér fyrir
sunnan. Einkum var kært með
henni og Stefaníu frænku hennar
Eðvarðsdóttur frá Helgavatni, sem
sýndi henni mikla ræktarsemi.
Jafnframt eignaðist hún fjölmarga
nýja vini sem löðuðust að henni
vegna glaðværðar hennar og heil-
steyptrar skapgerðar. Theodóra
var sköruleg kona og fijálsmannleg
í fasi og ekki fór hjá því að eftir
henni væri tekið á mannamótum,
einkum er hún klæddist íslenska
búningnum, sem hún bar einstak-
lega vel.
Við hjónin erum þakklát fyrir
að hafa átt vináttu Theodóru, sem
stofnað var til með sumardvöl
minni í Hvammi fyrir nærri 80
árum og ég og fjölskylda mín hafa
notið æ síðan. Nú, þegar lífssól
Theodóru er hnigin til viðar, óska
ég þess að í nýrri tilvist, sem hún
trúði að tæki við, njóti hún þess
að hrífast jafnmikið og þegar hún
sat við norðurgluggann í Hvammi
og horfði hugfangin á miðnætur-
sólina lýsa upp dalinn sinn.
Sigurður Arnalds.
Mig langar að kveðja með nokkr-
um orðum aldraða heiðurskonu,
Theodóru Hallgrímsdóttur frá
Hvammi í Vatnsdal, sem í dag er
til moldar borin frá Undirfells-
kirkju. Hún lést á Blönduósi 13.
þessa mánaðar. Ævin var orðin
býsna löng og að hvíldinni komið,
hún varð 96 ára gömul síðastliðið
haust.
Nú í vor eru rétt 40 ár liðin síð-
an fundum okkar bar fyrst saman,
en vorið 1952 kom ég í fyrsta skipti
í Hvamm, aðeins fimm ára gamall,
til sumardvalar hjá Theodóru. Theo-
dóra var þá ekkja og bjó myndar-
búi í Hvammi með aðstoð fjögurra
barna sinna. Eiginmaður hennar,
Steingrímur Ingvarsson, en undir-
ritaður ber nafn hans, lést fyrir
aldur fram árið 1947. Vinskapur
ijölskyldna okkar stóð á gömlum
merg. Faðir minn, Sigurður, hafði
verið í sveit í Hvammi, og síðan
eldri bræður nn'nir, Jón og Ragnar.
Þarna var mér tekið opnum örmum,
og Theodóra varð mér eins og önn-
ur móðir fyrstu árin í sveitinni,
meðan hún bjó í Hvammi.
Heimili Theodóru í Hvammi var
sérlega myndarlegt, og vel var
fylgst með framförum í búskapar-
háttum. Hún var skörungur, sem
allir báru mikla virðingu fyrir, hafði
talsvert skap en var um leið hrein-
skiptin, en fyrst og fremst var hún
félagslynd, gestrisin og' glaðlynd.
Ég minnist þess einnig hye grunnt
var á viðkvæma strengi. Á skilnað-
arstundu á haustin í sveitinni, og
löngu síðar þegar framundan voru
langar fjai"vistir í öðrum löndum,
klökknaði hún og mátti ekki mæla,
tár voru í hvörmum, og umhyggju
og hlýju stafaði frá þessari konu,
sem annars var svo æðrulaus.
Á tyllidögum klæddist Theodóra
betri fötum þess tíma, peysufötun-
um, og ég man hve mikil reisn var
yfir henni við slík tækifæri. Betri
stofan á heimilinu var mjög vel
búin og yfirleitt ekki notuð nema
við gestakomur og hátíðleg tæki-
færi, en þaðan mátti þó stundum
heyra í húsfreyjunni þegar tóm
gafst frá miklum önnum. Þá spilaði
hún á orgelið sér til upplyftingar
og raulaði undir.
í Hvammi var margt í heimili og
í mörgu að snúast, líklega var ekki
á það bætandi að sjá einnig um
fimm ára snáða að sunnan. Ekki
var þó að sjá að munaði mikið um
einn strákling og Theodóra skrúbb-
aði hann með sonardætrum sínum
í bala á eldhúsgólfinu, allir fengu
sinn skammt af stríðni og mikið var
hlegið. Stráklingurinn varð svo
smám saman að einhveiju gagni,
fyrst við kúareksturinn og síðan
heyskap og önnur sumarstörf.
Sonur Theodóru, Reynir, og kona
hans, Salóme Jónsdóttir frá Akri,
tóku við búinu nokkrum árum síð-
ar, og ég varð sumarmaður þeirra.
Theodóra dvaldist um sinn áfram í
Hvammi, en árið 1962, þegar hún
var 67 ára, fluttist hún til Reykja-
víkur og réðst þar til Halldórs Jóns-
sonar frá Arngerðareyri við Djúp.
Hann bjó við Rauðarárstíg, og þar
átti Theodóra allmörg mjög góð ár
sem ráðskona, því afar vel fór á
með þeim Halldóri. Heimsóknir á
Rauðarárstíginn voru skemmtileg-
ar, þar ríkti glaðværð og gott and-
rúmsloft, og á góðum stundum sett-
ist Theodóra við orgelið og tók lag-
ið. Síðar bjó Theodóra í nokkur ár
í Eskihlíð, en árið 1984, á áttug-
asta og níunda aldursárinu, flutti
hún aftur norður í Húnavatnssýslu,
á Héraðshælið á Blönduósi.
Með fjölskyldum okkar voru náin
tengsl eftir að Theodóra flutti suð-
ur. Hún var eins og ein af fjölskyld-
unni í jólaboðunum hjá foreldrum
mínum og við önnur tækifæri, þeg-
ar íjölskyldan kom saman. Og þeg-
ar börnin mín voru skírð voru ekki
vandræði með forsöngvara.
Theodóra eignaðist fjögur börn,
Ingvar bónda á Eyjólfsstöðum,
Heiðar bílstjóra í Reykjavík, Reyni
bónda í Hvammi og Sigurlaugu
húsmóður á Sauðárkróki. Reynir,
húsbóndi minn i Hvammi og vinur,
lést árið 1989. Það var gömlu kon-
unni mikill harmur, hún átti þess
síst von að lifa yngsta son sinn.
Margra ára sumardvö! í sveit hjá
góðu fólki var ómetanlegur hluti
af uppvexti og uppeldi ungs manns,
sem lengi er búið að. Fyrir það og
áframhaldandi vináttu á fullorðins
árum minnist ég Theodóru Hall-
grímsdóttur með þakklæti og virð-
ingu.
Siguróur Steingrímur Arnalds.
Fleiri minningargreinar um
Theodóru Hallgrímsdóttur
bíða birtingar og birtast
næstu daga.
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
HÓLMFRÍÐUR SIGHVATSDÓTTIR
frá Ragnheiðarstöðum,
lést í Landspítalanum 21. maí.
Kjartan Guðmundsson,
Guðmundur Kjartansson,
Sighvatur Kjartansson.
t
Útför systur minnar,
GUIMNÞÓRU BJÖRNSDÓTTUR,
áðurtil heimilis á
Selvogsgötu 17, Hafnarfirði,
sem andaðist að Sólvangi í Hafnarfirði 18. þ.m., fer fram frá
kirkju Hvítasunnusafnaðarins í Reykjavík mánudaginn 25. maí nk.
kl. 13.30.
Kristin Björnsdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, amma og langamma,
LILI HJÖRDI'S AUÐUNSSON,
Tunguvegi 6,
Hafnarfirði,
lést föstudaginn 22. maí sl.
Útför verður auglýst síðar.
Þorsteinn Auðunsson,
Þorsteinn Auðunn Pétursson, Ingunn St. Einarsdóttir,
Hjálmar Þ. Pétursson, Lovísa Þórðardóttir,
Róbert Einar Pétursson,
Mikael Árni Bergmann Þorsteinsson.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ANTON S. ÓLASON
frá Hauganesi, Árskógsströnd,
lést að kvöldi 21. mai í Fjórðungssjúkrahúsinu á (safirði. '
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Selma Antonsdóttir,
Halldór Antonsson,
Anna Marfa Antonsdóttir,
Óli Vernharður Antonsson,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabarn.
t
Ástkær eiginkona mín , móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÓHANNA SVAVA INGVARSDÓTTIR,
Strembugötu 4,
verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, ídag, laugar-
daginn 23. maí, kl. 14.00.
Ögmundur Sigurðsson,
Sigurður Þór Ögmundsson, Ingibjörg Ólafsdóttir,
Ingvi Björgvin Ógmundsson, Hafdís Danfelsdóttir,
Oddný Ögmundsdóttir, Halldór B. Árnason,
Guðbjörg Ögmundsdóttir, Þórir Tello,
barnabörn og barnabarnabörn.