Morgunblaðið - 23.05.1992, Page 48
48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAI 1992
II
-1
Með
morgxinkaffínu
Maðurinn þinn er hér á spítal-
anum eftir bílslys, en bílinn
skemmdist ekkert...
*
Ast er...
\ ' '
y
1-22
... við sjóndeildarhringinn.
TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved
® 1992 Los Angeles Times Syndicate
Nei, hér er engin staða Iaus
nema ef væri við glugga-
þvottinn?
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Vaxtalaus
námslán
Frá Hclga Steingrímssyni:
í MORGUNBLAÐINU á þriðjudag-
inn var grein eftir Steingrím Ara
um námslán námsmanna.
Þar er fullyrt að rúmlega helm-
ingur námsmanna fái á þessu náms-
ári í hendur mikla vaxtalausa fjár-
muni sem þeir áttu ekki rétt á eða
með öðrum orðum, þeir misnota sér
skattpeninga okkar á fölskum for-
sendum og svindla á kerfínu.
Og þetta er fóikið sem hvað oft-
ast kemst til mestra metorða í okk-
ar þjóðféiagi og svo undrumst við
auðmjúkir hversvegna okkur gangi
ekki lífsbaráttan betur.
í þokkabót er þessu fóiki að stór-
um hluta alveg nákvæmlega sama
hvernig það nýtir þetta illa fengna
fé og skilar lélegum árangri í námi,
ef það stundar nám þá yfirleitt eft-
Frá GuðmundiH. Sigurðssyni:
í NÆSTA mánuði leggja 12 full-
trúar íslensku þjóðarinnar af stað
í tíu daga ferðalag til Suður-Amer-
íku, nánar tiltekið á Umhverfisráð-
stefnuna í Rio de Janero í Brasilíu.
Svo vill til að í síðasta mánuði
dvaldi ég k_ þessum slóðum ásamt
47 öðrum Islendingum í 16 daga
á vegum Heimsklúbbs Ingólfs.
Áður en við lögðum upp í förina
varð ég var við nokkra umfjöllun
í fjölmiðlum um verð ferða til þessa
heimshluta. Meðal annars kom það
fram að Ingólfur Guðbrandsson
teldi sig geta boðið upp á mun
ódýrari fargjöld og hótelgistingu
en ríkisstjórnin væri að kaupa
þarna suðureftir fyrir hreinan
tittlingaskít eins og blessaður um-
hverfisráðherrann okkar orðaði
það. Fyrir 16 daga ferð til þriggja
landa Suður-Ameríku, Chile, Arg-
entínu og Brasilíu, greiddum við
ferðafélagarnir tæpar 200 þús. kr.
á manninn. Innifalið í þessari tölu
var flug og gisting ásamt morgun-
verði á völdum gististöðum. Ekki
sakar að geta þess að siglingafróð-
ir að þessir vaxtalausu peningar eru
komnir í vasann hjá þeim.
Góðum vini mínum datt einu sinni
í hug, þegar fallprósenta í lögfræði-
deild var tii umræðu, hversvegna
hveijum þeim sem lyki við grunn-
skólamenntun, og hygði á frekara
nám, væri ekki afhent ávísun uppá
svona hálfa milljón króna og viðtak-
anda sagt, nú átt þú þessa peninga
og þú mátt gera við þá hvað sem
þú vilt.
En viljir þú fara í skóla þá verður
þú að borga fyrir þig sjálfur og
skilir þú góðri ástundun og árangri
í samræmi við það þá erum við
skattborgarar tilbúnir að fjárfesta
meira í þér þjóðfélaginu öllu til góðs.
Hinir sem létu þrýsting frá for-
eldrum og velunnurum sem vind um
eyrun þjóta og keyptu sér bíl eða
sófasett fyrir milljónina hálfu geta
bara stundað það sem þeim í upp-
hafi var ætlað, og gera allt annað
en að fara í skóla á annarra manna
kostnað.
HELGI STEINGRÍMSSON
Jöfrabakka 18, Reykjavík.
um ferðafélaga reiknaðist til að
alls hefðum við ferðast um 33
þús. km. Upplýst var í íjölmiðlum
að fargjald og gisting íslensku
sendinefndarinnar mundi kosta um
400 þúsund krónur á manninn fyr-
ir tíu daga ferð. Ég get ekki betur
séð en þarna hafi enn einu sinni
mistekist meðferð á fé okkar skatt-
borgaranna og ekki verið leitað til
réttra aðiia þegar ferðin var pönt-
uð. Rúsínan í pylsuendanum er svo
sú að í Ríó dvöldum við Heims-
klúbbsfarar í sjö nætur á sama
hóteli og ísienska sendinefndin
valdi til dvalar. Ég vil óska löndum
mínum til hamingju með að velja
Rio-Palace hótelið sem gististað,
það verðskuldar fyllilega allar
stjörnurnar fimm sem það skartar.
En vinsamlega pantið á réttum
stað og veljið ódýrasta kostinn
þegar þið leggið næst land undir
fót. Okkur líður öllum svo miklu
betur þegar við gerum góð kaup.
Góða ferð til Rio.
GUÐMUNDUR H. SIGURÐSSON
Kirkjuvegi 10
Hvammstanga
Hver er
tilgang-
urinn?
Frá Kristínu Óskarsdóttur:
EFTIR að hafa heyrt útvarpsfréttir
í morgun og hlustað á nákvæma
lýsingu af manni á Nýja-Sjálandi
sem gekk berserksgang heima hjá
sér og drap ættingja á báða bóga
fylltist mælirinn hjá mér. Hver er
tilgangurinn með svona fréttum?
Er þetta virkilega mál sem kemur
mér og öðrum hlustendum við?
Persónulega finnst mér nógu mikið
af vandamálum hér heima fyrir til
að velta sér upp úr ef það er það
sem fréttamenn vilja gera. Mér
finnst hreinlega að tími sé kominn
til að þeir fari alvarlega að hug-
leiða hvað hægt er að bjóða fólki
að sjá og heyra.
Dag eftir dag fáum við að sjá
fréttir af sundurskotnu fólki og
heyra safaríkar lýsingar á því
hvernig það kvaldist áður en það
dó. Ég held að flestir sem fylgjast
með fréttum séu það vel gefnir að
ef sagt er frá því að svo og svo
margir hafi látist þá skilji þeir
meininguna á bak við það, það
þarf ekki að sýna þeim eða lýsa
því að smáatriðum hvernig þetta
fólk fór að því að deyja. Ég vil að
fréttamenn sýni áhorfendum sjón-
varps þá kurteisi að vara þá við
sérstaklega ógeðfelldum fréttum,
ekki síst vegna þess að á þeim tíma
sem fréttir eru sýndar eru börnin
á heimilunum oftast á ferli og þau
gera greinarmun á fréttum og bíó-
myndum. Ég er ekki tilbúin til að
láta bjóða mér upp á þennan hryll-
ing dag eftir dag og ég er viss um
að fleiri eru orðnir þreyttir á blóð-
ugum fréttum utan úr heimi.
Ég hef mikinn áhuga á að heyra
í öðru fólki og komast að því hvort
að fleiri eru að hugsa það sama
og ég. Þannig að ef þið eruð þarna
úti, foreldrar og aðrir, hafið þá
endilega samband og við gætum
reynt að breyta þessu í sameiningu.
KRISTÍN ÓSKARSDÓTTIR
Gyðufelli 8, Reykjavík.
Góða ferð til Ríó
HÖGNI HREKKVlSI
Víkverji skrifar
Kunningi Víkveija kom að máli
við hann og gagnrýndi ríkis-
útvarpið fyrir að þýða aðeins til
hálfs heiti „Eurovision". Nú væru
þulir famir að tala um „Evróvisi-
on“, þ.e.a.s. fyrri hluti orðsins væri
færður i átt til nafnsins Evrópa.
Hann stakk upp á því að þessi sam-
tök evrópskra sjónvarpsstöðva yrðu
einfaldlega þýdd með orðinu Evr-
ópusýn. Að minnsta kosti er það
snöggtum skárra en þessi útlenda
sletta.
xxx
Flestir líta á heimili sitt sem
griðastað, þar sem hægt er
að njóta lífsins og hvíla sig eftir
strangan vinnudag. Sumir fá ekki
notið slíkrar sælu vegna þess að
nágrannar telja sig eiga rétt á að
ijúfa svefnfriðinn hvenær sem er.
Kunningjakona Víkveija býr við
slíka ánauð og mætir oft lítt eða
ekkert sofin í vinnu á morgnana,
vegna þess að nágrannakona henn-
ar er mikil óreglumanneskja. Enn
verra er að tólf ára drengur á heim-
ilinu getur oft ekki sofið nema fáar
stundir á nóttu og er því úrvinda
þegar hann fer í skóla. Það hefur
lítt stoðað að tala blessaða konuna
til og ekki breyta heimsóknir lög-
reglunnar miklu. Nú ber ekki að
skilja þetta svo að lögreglan hafi
ekki reynt að liðsinna í hvívetna,
en hún fær bara ekki við mikið
ráðið. Þegar kvartað er undan há-
vaða og Iátum getur hún lítið annað
gert en tala við viðkomandi og biðja
þá að virða rétt nágrannanna til
nætursvefns. Stundum tekur fólkið
sönsum, stundum ekki. Kunningja-
kona Víkveija er að gefast upp og
þrautalendingin verður sú að safna
saman skýrslum lögreglunnar um
heimsóknir til óreglukonunnar, í
þeirri von að hægt verði að vísa
henni úr íbúðinni. Sumum kann að
þykja mjög harkalegt að freista
þess að fá fólk borið út úr eigin
íbúðum. Það virðist hins vegar eina
ráð þeirra sem verða að búa við
slíkt böl, sem er gróf árás á frið-
helgi heimilisins. Betur væri ef önn-
ur ráð fyndust.
að var vel til fundið hjá ríkis-
sjónvarpinu að sýna heimild-
armyndina um kuldavarnir, „í köld-
um sjó“, að kvöldi 1. maí. Ekki fer
milli mála, hversu mikilvægt er fyr-
ir íslendinga, ekki sízt sjómennina,
að öðlast fræðslu um rétt viðbrögð
við ofkælingu. Líf getur verið undir
því komið. Sjónvarpið á því þakkir
skildar fyrir framtakið og ástæða
er til að athuga endursýningu
myndarinnar i sumar, t.d. á sjó-
mannadaginn, því sá tími fer í hönd,
sem Islendingar sigla einna mest á
vötnum og ám landsins, að ekki sé
talað um sjóinn.
xxx
íkveija finnst hann í vaxandi
mæli heyra menn segja „frá
A til Z“ þegar þeir vilja spanna allt
í máli sínu og skjóta engu undan.
Þetta er auðvitað á enska vísu kveð-
ið, en á eftir Z koma stafirnir Þ, Æ
og O í okkar stafrófi. Á íslensku
segjum við auðvitað að í pistlum
sínum fjalli Víkveiji um allt milli
himins og jarðar, allt frá A til Ö.