Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
LAUGARDAGUR 23. MAI 1992
Vftum varia hvar við stöndum
- segirSigurðurJónsson,
FYRSTA deild íslandsmótsins
íknattspyrnu, Samskipadeild-
in, hefst í dag með þremur
leikjum; Þór, sem spáð er
neðsta sæti deildarinnar fær
Fram íheimsókn, en Frömur-
um er spáð efsta sætinu, ÍBV
og Valur mætast í Eyjum og
KR-ingar taka á móti Skaga-
mönnum, en nýliðunum er
spáð öðru sæti deildarinnar
strax á fyrsta ári. Fyrstu um-
ferðinni lýkur svo á morgun
með leikjum Vfkings og KA í
Stjörnugróf og FH og Breiða-
bliks í Hafnarfirði.
fyrirliði Skagamanna, en nýliðunum erspáð öðru sæti deildarinnar
raað vekur vissulega athygii að
nýliðum ÍA skuli vera spáð öðru
sæti deildarinnar, en þó ef til vill
enga furðu. Liðið er skipað góðum
leikmönnum; góðri blöndu ungra
stráka með reynslumikla leikmenn
inn á milli. Og Sigurður Jónsson
ætti að verða liðinu gífurlegur styrk-
ur. En hann er ekki sérlega hrifinn
af spánni. „Við höfum æft vel í vet-
ur og komum til leiks í góðu líkam-
legu ástandi. Við höfum verið að
spila í Litlu bikarkeppninni, yfírleitt
gegn liðum úr 2. deild, þannig að
við vitum varla alveg hvemig við
stöndum," sagði Sigurður við Morg-
unblaðið, en taldi nefnda spá út í
hött. „Við erum með ungt lið og
nýkomnir upp úr 2. deild. Og það
er varla hægt að hugsa sér erfiðari
byrjun; KR úti í fýrsta leik, síðan
Val úti og Fram heima — það getur
mikið oltið á því hvernig við byijum.
Mótið er bara 18 leikir, þannig að
þessir þrír skipta mjög miklu máli.“
Ágætiega undirbúnir
Fram er spáð Íslandsmeistaratitl-
inum. Pétur Ormslev, þjálfari, sagði
mótið leggjast vel í sig. „Við erum
ágætlega búnir undir átökin. Að visu
Atli Helgason, fyrirliði Víkings, og félagar hans hefja titilvörnina á morgun er þeir fá KA-menn í heimsókn. Atli skýtur hér að marki Stjörnunnar, og gerir
eitt glæsilegasta mark íslandsmótsins í fyrra. Stjaman féll í 2. deild, en fjórir leikmanna liðsins á myndinni eru enn í 1. deildinni: Sveinbjörn Hákonarson er kominn
til Þórs, Ingólfur Ingólfsson og Valdimar Kristófersson fóru í Fram og Bjarni Jónsson í KA.
eru sumir okkar sem ekki hafa getað
verið með í mörgum leikjum vegna
meiðsla. Fyrsti leikurinn þar sem
allir vom heilir var í úrslitum Reykja-
víkurmótsins gegn KR.
Við erum með mjög sterkan hóp
góðra leikmanna og það er því Ijóst
að einhveijir fá það hlutskipti að sitja
á bekknum. Ég hef að vísu þann
möguleika að geta skipt um leikmenn
milli leikja og það getur allt eins
farið svo að maður reyni það,“ sagði
Pétur.
Um leikinn gegn Þór í dag sagði
Pétur: „Þórsarar hafa alltaf verið
okkur erfíðir í gegnum tíðina, sér-
SUMAR
Sumir kalla það vorkomuna,
ekki síður en þann viðburð
er lóan lætur í sér heyra fyrsta
sinni á ári hveiju. Aðrir telja
sjálft sumarið komið, hvernig
svo sem viðrar. Þó menn þurfi
að kappklæðast til
að njóta þess þegar
„boltinn" byrjar að
rúlla telst það sum-
arbyrjun í margra
augum þegar fyrsta
spyrna Islandsmóts-
ins er framkvæmd.
Hvorki fyrr né síðar. Þúsundir;
leikmenn, forystumenn, dómar-
ar (bæði útlærðir og sjálfmennt-
aðir, á áhorfendapöllunum),
stuðningsmenn liðanna og aðrir
sem hlut eiga að múli mæta til
leiks. Ahangendur liðanna eru
margvíslegir og styðja liðin hver
á sinn hátt. Eg þekki einn —
fyrrum forystumann hjá einu.
1. deildarliðanna — sem fer ekki
oft á völlinn, einfaldlega vegna
þess að taugamar leyfa það
varla. Síminn er frekar notaður
til að kanna stöðuna, og ef vel
gengur hjá hans mönnum iná
stundum sjá hann á hjóli í
grennd við heimavöli liðsins,
laumast til að kíkja á leikinn...
Já, það er hægt að njóta þessar-
ar fögru íþróttar á margvíslegan
hátt.
Baráttan er jafnan hörð, og
það skemmtilega við knatt-
spyrnuna eins og aðrar íþróttir
er að inenn geta ætíð átt von á
því óvænta, eins og sannast
hefur. Það þarf ekki bijálaðan
mann til að spá því nú að Fram
Megi þeir bestu brosa
breiðast... laugardaginn
12. september
verði íslandsmeistari í ár. Safa-
mýrar-liðið státar af stórum
hópi góðra leikmanna, en önnur
lið koma einnig til álita. Skaga-
mönnum er spáð góðu gengi og
ekki að ósekju. Liðið lék vel í
fyrra og nú hefur Sigurður Jóns-
son bæst í hópinn. Komið í stað
Karls Þórðarsonar, sem lagði
skóna endanlega á hilluna eftir
glæsilegan feril. Valur er einnig
með sterkt Ijð, Víkingar hafa
ekki verið sannfærandi í vor en
enginn skyldi afskrifa þá og
KR-ingar eru með ungt lið en
gott. Og önnur lið gætu komið
á óvart þó þau séu ekki hátt
skrifuð ( spám.
Megi þeir bestu brosa breið-
ast stundarfjórðungi fyrir fjög-
ur, laugardaginn 12. september.
Skapti
Hallgrímsáon
staklega fyrir norðan. Þetta verður
örugglega mikill baráttuleikur því
Þórsarar eru komnir í deildina til að
sanna sig. Við ætlum okkur sigur
og þeir sjálfsagt líka.“
Miklar breytingar
Rúnar Kristinsson, fyrirliði KR,
sagði að íslandsmótið legðist vel í
sig. „Það eru miklar breytingar hjá
okkur frá því í fyrra. Við höfum
misst leikmenn með mikla reynslu.
Kjarninn í liðinu ( sumar verður úr
’69 árgangnum. Þetta gæti orðið
erfítt tímabil, en pressan verður ekki
eins mikil og í fyrra og það gæti
hjálpað. KR-ingar vita að það er
ekki búist við miklu af okkur með
þetta unga lið.
Við höfum æft mjög vel og komum
vel undirbúnir til leiks. Sem dæmi
um það segir Ragnar Margeirsson,
sem er búinn að vera í þessu í mörg
ár, að hann hafí aldrei æft eins mik-
ið á ferlinum. Það hefur einnig geng-
ið vel í æfingaieikjum og Reykjavík-
urmótinu. Eg held að þetta gæti
smoilið saman ef vel gengur í fyrstu
leikjunum."
Lýst vel á mótið
„Mér lýst vel á mótið. Það er al-
veg sama hvaða sæti okkur er spáð,
aðalatriðið er að ná að pússa hópinn
vel saman. Við erum með nýja leik-
menn, þannig að það gæti tekið tíma,
en okkur hefur gengið vel í vor, fyr-
ir utan leikinn gegn KR í Reykjavík-
urmótinu," sagði Sævar Jónsson,
fyrirliði Vals.
Sævar sagði liðin oft hálfgerð
spumingamerki í fjórum til fimm
fyrstu leikjum íslandsmótsins. „Þá
er baráttan kannski meira en spilið,
lið eru að þreyfa fyrir sér. En eftir
þennan tíma tel ég að verði komin
mynd á hvað liðin geta í raun. Menn
hafa verið að spila á gervigrasi og
möl — sumir ekki komið á gras siðan
í september, og það tekur tíma að
venjast grasinu."
Ekki lakarí en í fyrra
„Okkur var spáð fjórða sæti í fyrra
og urðum þá meistarar. Einhverra
hluta vegna höfðu menn meiri trú á
okkur í fyrra en þeir hafa núna. Við
verðum bara að koma enn frekar á
óvart í ár,“ sagði Logi Ólafsson þjálf-
ari íslandsmeistara Víkings, en
meisturunum er spáð fímmta sæti
nú.
„Við fómm alla leið í fyrra og ég
held við séum ekki með lakara lið
núna, heldur betra ef eitthvað er.
Við komum óhræddir til leiks og ég
sé ekkert því til fyrirstöðu að við
blöndum okkur í baráttuna á toppn-
um.
Spáin
Fyrirliðar, þjálfarar og for-
menn knattspyrnudeilda 1.
deildarfélaganna spáðu því að
röð liðanna yrði þannig í lok
móts í haust: 1. Fram, 2. ÍA,
3.-4. KR og Valur, 5. Víking-
ur, 6. Breiðablik, 7. ÍBV, 8.
FH, 9. KA og 10. Þór.
Mér lýst vel á sumarið og á von
á að keppnin verði spennandi og
skemmtileg. Okkur sé spáð fimmta
sæti en rétt er að hafa í huga að
þegar leikurinn hefst standa allir
jafnt að vígi,“ sagði Logi.
Stefnum hærra en í fyrra
„Við stefnum að sjálfsögðu að því
að gera betur en í fyrrasumar, en
þá urðum við í fímmta sæti, við hljót-
um að hafa metnað til þess,“ segir
Vignir Baldursson þjálfari Breiða-
bliks, en þetta er fyrsta árið hans
sem þjálfari liðs (1. deild. Blikum
var spáð sjötta sæti.
„Við misstum þijá leikmenn frá
síðasta keppnistímabili og höfum
fengið þrjá nýja auk þess sem tveir
leikmenn, sem voru meiddir lengst
af í fyrra, verða með núna þannig
að við höfum eiginlega fengið fímm
nýja frá því í fyrra.
Ég á von á að deildin verði góð
og jöfn og ég trúi að fleiri lið verði
í baráttunni, bæði á toppi deildarinn-
ar og botni. Við stefnun að sjálf-
sögðu á efri hlutann," sagði Vignir.
Hófiega bjartsýnn
„Keppnistímabilið leggst bara
nokkuð vel í mig, en ég er þó hóf-
lega bjartsýnn. Markmiðið hjá okkur
er að vera í efri hluta deildarinnar,“
sagði Sigurlás Þorleifsson þjálfari
Vestmanneyinga.
„Við höfum misst þrjá leikmenn
og einn er meiddur sem stendur og
óvíst að Ingi Sigurðsson geti leikið
með í fyrsta leik. En við höfum feng-
ið fleiri menn en við misstum og
munar þar ef til vill mest um Frirðik
[Friðriksson] í markinu og að Ómar
[Jóhannsson] er kominn heim aftur,
sagði Sigurlás.
Um fyrsta leik ÍBV, gegn Val, i
Eyjum sagði Sigurlás að leikir lið-
anna undanfarin ár hefðu oftast ver-
ið jafnir og skemmtilegir og endað
með sigri annars liðsins. „Það verður
sjaldan jafntefli þegar liðin leika
saman og það hefur meira að segja
loðað við að það lið sem vinnur fyrri
leikinn vinni einnig síðari leikinn. Það
eru því sex stig í pottinum á morgun
[í dag] ef þetta gengur eftir," sagði
Sigurlás.
Verður mjög erfitt
„Okkur hefur ekki gengið sérstak-
lega vel í vor, þannig að ég á vorf á
að þetta verði mjög erfítt hjá okkur
í sumar,“ sagði Ölafur Kristjánsson,
fyrirliði FH við Morgunblaðið. „Það
hafa orðið mannabreytingar hjá okk-
ur, fímm menn farnir og sex nýir
komnir og það tekur tíma að púsla
þessu saman.
Ólafur sagði spána eins og hann
bjóst við. „Samkvæmt henni lenduni
við í sama sæti og í fyrra [8. sæti],
en ætlum okkur auðvitað að gera
betur. Við tökum hvem leik fyrir sig
og teljum svo stigin í haust.“ Hann
sagðist gera ráð fyrir mjög jafnri
keppni, „og ef allir hjá okkur leggj-
ast á eitt og gera sitt besta þá er
ég viss um að við eigum eftir að
hnekkja þessari spá — og þá meinj^.
ég að við förum upp á við.“
KA-liðið betra en undanfarin ár
Gunnar Gíslason, þjálfari og leik-
maður KA, segir að liðið sé betra
en mörg undanfarin ár. „Það kom
mér á óvart er ég tók við, hversu
mikið er til af efnilegum leikmönnum
hjá félaginu. Við höfum æft mjög
vel frá áramótum og ég held að liðið
sé að komast í toppæfingu," sagði
þjáflarinn. „Ætli ég spili ekki ( vörn-
inni til að byija með og það er mögu-
leiki að ég skelli mér á miðjuna líka
en framar fer ég ekki,“ sagði Gunnar.
„Það er virkilega gaman að mæta
meisturunum í fyrsta leik. Ég veit
að það er erfítt að byija mótið sem
meistari. Við ætlum því að ganga á"*-
lagið og gera okkar besta og fá þau
þijú stig sem stefnt er að. En þeir
ætla sér örugglega að byija eins og
þeir enduðu í fyrra. Þetta verður því
hörkuleikur."
Markmiðið að halda sér uppi
Þór frá Akureyri leikur nú í 1.
deild eftir eins árs veru í 2. deild.
„Við erum bjartsýnir á sumarið.
Undirbúningurinn hefur verið nokk-
uð góður enda verið góð tíð fyrir
norðan í allan vetur. Það eru allir
heilir hjá okkur og við getum stillt
upp okkar sterkasta liði í fyrsta leik.
Okkar markmið er að halda okkur í
deildinni og síðan sjáum við til hvað
setur,“ sagði JúlíusTryggvason, leik-
maður Þórs.
„Ég held að það sé bara gott að
byija á Fram. Ég er sannfærður um
að þetta verður hörkuleikur. Við
ætlum okkur öll þijú stigin. Heima-
völlurinn er alltaf sterkur og við verð-
um að ná í sem flest stig heima.“
KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ
1. deild — Samskipadeildin — hefst með þremur leikjum í dag og umferðinni lýkur á morgun: