Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D 131. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Komu Bush mótmælt í Ríó og Panama Yfir 100 þjóðhöfðingjar eru nú komnir á umhverfisráðstefnuna í Rio de Janeiro eða eru á leið þangað, en varla hefur nokkur þeirra átt jafn erfítt ferðalag og George Bush Bandaríkjaforseti. Hann varð fyrir minni- háttar óþægindum af völdum táragass í Panama-borg í gær, þegar lögregla reyndi að tvístra þúsundum andófsmanna, sem mótmæltu íhlutun Bandaríkjanna í landinu. Bush, sem gerði stuttan stans í Panama á leið sinni til Ríó, var þó aldrei í neinni hættu, en öryggisverðir fluttu hann á brott í skyndi af útipalli þar sem hann átti að halda ræðu þegar ólætin brutust út. Þeir beindu byssum sínum að hópi manna næst pallinum, en hleyptu ekki af. Á myndinni sést hópur fólks ganga að bandarísku ræðismannsskrifstofunni í Ríó til að mótmæla stefnu Bush í umhverfismálum, en hann liggur undir ámæli frá mörgum fyrir að neita að skrifa undir sáttmála um verndun dýra og jurta. Bush heldur upp á 68 ára afmæli sitt í dag, en má búast við köldum afmæliskveðjum frá umhverfísverndarsinnum. Reuter Deilur Tékka og Slóvaka harðna Vladimir Meciar, leiðtogi stærsta flokks Slóvakíu (til hægri á mynd- inni), kom í gær til Prag til viðræðna við forystumenn Tékka um fram- tíð sambandsríkisins Tékkóslóvakíu. Á myndinni sést hann með Alex- ander Dubcek, forseta þings Tékkóslóvakíu, en hann ræddi einnig við Vaclav Klaus fjármálaráðherra sem hefur verið falin stjórnarmyndun. Lítil von virtist um að sættir næðust, en Klaus hefur hafnað hugmynd- um Meciars um laustengt samband Tékka og Slóvaka og segir að annaðhvort verði böndin treyst eða aðskilnaðurinn verði alger. Þúsund- ir Tékka skrifuðu undir yfírlýsingu fyrir utan þinghúsið í Prag í gær þar sem þess var krafíst að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla í tékkn- eska hlútanum um hvort lýsa ætti yfír sjálfstæði hans. Sveitir SÞ veija otíu- lindir fyrir Serbum Svíþjóð: Miðflokkurinn er tví- stígandi um EB-aðild Stokkhólmi. Reuter. EINN stjórnarflokkanna í Svfþjóð, Miðflokkurinn, hyggst bera umsókn Svía um aðild að Evrópubandalaginu (EB) undir flokksþing sitt á þriðju- dag. Mikil andstaða er við EB-aðild í Miðflokknum, en hvorki forystu- menn flokksins né Carl Bildt forsætisráðherra vildu í gær Ijá sig um hvaða áhrif það hefði ef andstæðingar EB hefðu sigur á flokksþinginu. Sergej Shakhraj sagði að Jeltsín hefði nýlega skipað nokkra harðlínu- kommúnista í stjórn sína til að af- stýra því að reynt yrði að koma honum frá. Áhrifamiklir hópar kommúnista héldu samt áfram að hindra efnahagsumbætur stjómar- innar. Ókyrrð í rússneskum iðnaði vegna mikils skorts á rúblum hefði styrkt stöðu þeirra mjög. Shakhraj sagði harðlínumenn inn- an hersins og landbúnaðarkerfisins, sem væru áhrifamiklir á rússneska þinginu, kynnu að reyna að koma Jeltsín frá völdum fyrir áramót. „Þar sem enginn þeirra er nógu sterkur leiðtogi til að geta tekið við forseta- embættinu kynnu þeir að stofna ráð, skipað fulltrúum hersins og háttsett- um mönnum innan löggjafar- og framkvæmdavaldsins, sem tæki við völdunum." Shakhrai var aðstoðarforsætis- ráðherra í rússnesku stjóminni þar til hann sagði af sér í síðasta mán- uði. í dag er ár liðið frá því Jeltsín Samkvæmt skoðanakönnunum eru 61 prósent stuðningsmanna Mið- flokksins andvíg aðild Svía að EB, en aðeins 11 prósent fylgjandi. Hins vegar em stuðningsmenn EB-aðildar í Svíþjóð ívið fleiri en hinir, eða 39 prósent á móti 38 prósentum. Miðflokkurinn studdi ákvörðun minnihlutastjórnar Carls Bildts um að sækja um aðild að EB, en sú ákvörðun hefur mælst illa fyrir í sveitum Svíþjóðar, þar sem stuðn- ingur við flokkinn er einna mestur. Bildt sagði í gær að ef Miðflokkur- inn breytti stefnu sinni varðandi umsóknina væri það brot á stjórnar- sáttmálanum. Sjá frekari fréttir um Evrópu- málin á bls. 22 Zagreb, Belgrad, Washington, Strassborg. Reuter. FRIÐARGÆSLUSVEITIR Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa komið í veg fyrir að Serbar fái aðgang að olíulindum í austanverðri Króatíu til að bæta úr eldsneytisskorti í Serbíu. Bílalest á vegum samtakanna komst loks við illan leik til Sarajevo í gær eftir að sveitir Serba höfðu skotið á hana og tafið í sólarhring við borgarmörkin. Króatískir embættismenn sögðu að gæslusveitir SÞ gættu þess að enginn kæmist að Djeletovci-olíulind- unum, sem eru þær einu í Króatíu sem Serbar ráða yfir. Þeir sögðust ekki vita hvort Serbar hefðu nýtt sér lindimar í þá sex mánuði sem sveitir þeiira og sambandshersins réðu svæðinu áður en gæsluliðar SÞ komu á vettvang. Talsmenn SÞ sem Reut- ers-fréttastofan ræddi við gátu ekki staðfest þessar fréttir í gær. Bílalestin, sem flutti mat og vistir frá Belgrad til 100 friðargæsluliða SÞ í Sarajevo, beið í sólarhring í úthverfi borgarinnar á meðan reynt var að semja við sveitir Serba, sem Hvalur hvolf- ir fiskibáti St. John's, Nýfundnalandi. Reuter. ÞRÍR sjómenn frá Nýfundnalandi björguðust naumlega eftir að hvalur réðst á bát þeirra og hvolfdi honum. Einn sjómannanna, Peter Jones, sagði að hann og tveir bræður hans hefðu verið að gera að físki á bát sínum undan Baine Harbour á Ný- fundnalandi, þegar hvalur hefði risið upp úr sjónum og lent á bátnum, sem er sjö metra langur. Honum hvolfdi, en mennirair þrír komust á kjöl og voru þar í sjö klukkustundir áður en þeim var bjargað. Jones sagði að tannaför hefðu verið á bátnum, sem bendir til að um búrhval hafi verið að ræða. Sagn- ir eru um að búrhvalir hafí ráðist á báta, en vísindamenn telja að einnig gæti verið um hnúfubak að ræða, sem hafí óvart rekist á bátinn þegar hann kom upp á yfirborðið. halda borginni í herkví. Einnig flutti hún sendinefnd á vegum samtak- anna, sem á að reyna að semja um vopnahlé á milli hinna stríðandi fylk- inga í Sarajevo og opna flugvöllinn þar til að koma vistum til 300.000 íbúa borgarinnar. Franskur hermað- ur í hópi gæsiuliða sem komu á móti bílalestinni særðist þegar skotið var þá. George Bush Bandaríkjaforseti sagðist í gær vera tregur til að senda herlið til Júgóslavíu — Bandaríkin væru „ekki lögregla heimsbyggðar- innar“. Hann útilokaði þó ekki mögu- leikann á hernaðaríhlutun. Blaðið The Washington Post sagði í gær að stjórn Bush væri að íhuga hvort nota ætti hersveitir til að aðstoða við flutning hjálpargagna í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu, en slíkar hug- myndir mættu þó mikilli andspymu í vamarmálaráðuneytinu, Pentagon. Tillögur um hernaðaríhlutun hlutu ekki hljómgrunn á Evrópuþinginu í Strassborg í gær, en í ályktun þess var krafíst að sambandsherinn yrði leystur upp og að hinar stríðandi fylkingar afvopnuðust undir eftirliti SÞ. Ottast að kommúnistar reyni að koma Jeltsín frá völdum Embættismenn í höfuðstöðvum NATO í Brussel sögðu að ýmislegt benti til þess að rússneskir harðlínu- menn væru að sækja í sig veðrið. Borís Jeltsín hefði til að mynda skip- að harðlínumenn og hershöfðingja í sovéthernum fyrrverandi í yfírstjórn rússneska hersins á miðvikudag. Forsetinn skipaði einnig harðlínu- manninn Pavel Gratsjev í embætti vamarmálaráðherra í síðasta mán- uði. Moskvu, Brussel. Reuter. SERGEJ Shakhraj, einn af nán- I ustu samstarfsmönnum Borísar | Jeltsíns Rússlandsforseta á und- anförnum árum, sagði í gær að hætta væri á að harðlínukommún- istar reyndu að koma honum frá völdum fyrir árslok. Embættis- menn Átlantshafsbandalagsins (NATO) hafa einnig vaxandi áhyggjur af því að harðlínu- kommúnistar séu að endurheimta fyrri völd sín innan hersins og geti komið í veg fyrir efnahags- legar umbætur. var kjörinn forseti Rússlands. Sendiherrar nokkurra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins vöktu máls á auknum áhrifum harðlínukomm- únista í Rússlandi á fundi í Brussel í gær. Þótt þeir telji aðra valdaráns- tilraun óhugsandi óttast þeir að „nómenklatúran", embættismenn- irnir sem nutu forréttinda á valda- tíma kommúnista, geti komið í veg fyrir nauðsynlegar efnahagsumbæt- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.