Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 42
.42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 Gestirnir fælast ekki verðið, heldur þig ... gæti verið skýringin. vel í hvaða kirkju þú átt að koma! HÖGNI HREKKVfSI /, OG éG LfiET pESSA AM/UN/NGU NÆGTA." BRÉF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Kaupfélag Svalbarðseyrar og stofnim Sambandsins Frá Frá Guðmundi Benediktssyni: SNEMMA beittu forystumenn Kaup- félags Þingeyinga sér fyrir því að örva menn til samvinnuverslunar í innsveitum Þingeyjarsýslu og vestan Eyjafjarðar. Til þess fór Jón Jónsson í Múla um nefnt svæði á Þorranum 1885. Hann hélt fundi með bændum og kynnti kaupfélagsstarfíð og hvatti til stofnunar pöntunarfélaga. Oft voru félögin nefnd „pöntunarfélög", dregið af því að þau létu prenta pönt- unarlista með nöfnum þeirrar vöru, sem fáanleg var. Hver félagsmaður setti á listann það magn vöru sem hann pantaði, og loforð gjaldeyris vöru eða greiðslu á móti. Gerð var skiptiskýrsla eftir pöntunum manna og þegar „pöntunarskip" kom, var vörum skipt eftir þeim. Árangurinn af fýrirlestraferð Jóns í Múla varð sá að stofnaðar voru deildir við Eyjafjörð snemma árs 1885. Þær voru í samvinnu við KÞ um sauðasölu til Englands og vöru- innflutning, aðallega til þess að fá heila skipsfarma hvetju sinni. Deild- imar störfuðu út af fyrir sig og fengu vörur til Svalbarðseyrar. Fyrstu pöntunardeildimar fengu brátt samnefnið „Stórdeild" Magnús Sigurðsson á Grund, var fulltrúi og umsjónarmaður deildanna gagnvart Kaupfélagi Þingeyinga fyrsta árið. Má því segja að upphaf Kaupfélags Svalbarðseyrar væri 5 árum fyrr en aldur þess er talinn. Eftir að Magnús hætti tók við starfinu Baldvin Gunnarsson í Höfða. Hann varð svo fyrsti formaður Kaup- félags Svalbarðseyrar, sem telst stofnað 17. des., 1889 í Tungu á Svalbarðsströnd. í fyrstu voru deildir félagsins aðeins þrjár, Höfða-, Háls og Svalbarðsdeild, en urðu brátt tólf. - Starfsvæði KSÞ var innsveitir Þingeyjarsýslu ásamt fjölmennum byggðum vestan Eyjafjarðar. Nöfn deildanna voru: 1. Svalbarðsdeild, 2. Hálsdeild, 3. Höfðadeild, 4. Draflastaðadeild, 5. Illugastaðadeild, 6. Djúpárd. — Ljósavatnsdeild, 7. Fjarðardeild, 8. Ósdeild, 9. Möðruvalladeild, 10. Galmarsstrandardeild, 11. Árskógs- deild, 12. Svarfdæladeild. Deildimar vestan Eyjafjarðar voru í KSÞ til 1905. Þá var félaginu með samþykki aðalfundar skipt, þannig að deildir Eyjaíjarðar gengu úr Kaupfélagi Svalbarðseyrar og stofn- uðu Kaupfélag Eyjafjarðar. Nokkr- um árum seinna fengu félgsmenn þess í Kaupfélag Eyfirðinga á Akur- eyri. Þó héldu Svarfdælingar áfram með sitt félag, sem nefndist Kaupfé- lag Svarfdæla. Samskipti Eyfírðinga við KSÞ voru góð og umsetning þeirra mikil. Eðlilega var það KSÞ mikill hnekkir að missa þessar góðu deildir, en jafnframt styrkur fyrir KEA að hljóta viðskipti þeirra. Þegar Kaupfélagi Svalbarðseyrar var skipt, hlutu deildirnar vestan- fjarðar réttmætan eignarhlut sinn úr félaginu, sem var tveir þriðju hlut- ar eigna þess. Eftir það voru deildir félagsins aðeins sjö, en það verður að viður- kenna að félagið kom mörgu góðu til leiðar á löngum starfstíma sínum. Líklega hafa SÍS og bankamir verið helst til öriátir á lánsfé, án þess að von væri um að fjárfesting félagsins skilaði tekjum til þess að standa í skilum á vaxandi tilkostn- aði. Það fór líka svo að Kaupfélag Svalbarðseyrar varð gjaldþrota þann 28. ágúst 1986. og breitt um landið orðið gjaldþrota og lánastofnanir orðið að.afskrifa eða fella niður skuldir hjá fyrirtækjum, sem komist hafa í þrot. Ennþá er allt í óvissu um endalok uppgjörs þrota- bús Kaupfélags Svalbarðseyrar. Kaupfélag Svalbarðseyrar hafði forustu um stofnun Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Undirbún- ingsfundur var haldinn að Drafla- stöðum 19. nóvember 1901. Þar var samþykkt að halda Sambands stofn- fund að Ystafelli í Ljósavatnshreppi 20. febrúar 1902. Þá stofnuðu Þing- eysku félögin þijú: Kaupfélag Norður-Þingeyinga, Kaupfélag Þingeyinga og Kaupfélag Svalbarðseyrar „Sambandskaupfé- lag Þingeyinga". Framkvæmdastjóri Sambandsins fyrstu þijú árin var Pétur Jónsson alþingismaður á Gaut- löndum, en síðar Steingrímur sýslu- maður Jónsson á Húsavík. Þetta nafn hélst frá 1902 til 1907 að félögum fjölgaði var nafninu breytt í „Sambandskaupfélag ís- lands“ og stóð það til 1910, en síðan hefur það heitið Samband íslenskra samvinnufélaga. Ekki ætti það að veíjast fyrir neinum að kaupfélögin eiga SÍS. GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON frá Breiðabóli, Hörg., Svalbarðseyri. Síðan hefur fjöldi fyrirtækja vítt VATNIÐ er VARASAMT! ER BATURINNILAGI? BJARGVESTIÁ ALLA VARIST 0FHLEÐSLU FYLGIST MEÐ VEÐRI LÁTIÐ VITA UM FERÐIR YKKAR ALDREIAFENGIIBATSFERÐ Víkveiji skrifar Mikið magn prentaðs máls fer um skrifborð Víkveija dag hvern og er honum oft undrunarefni hversu fjölskrúðug fjölmiðlaflóran íslenzka er. Þarna fer allt saman, frá einföldum einblöðungum til tíma- rita, sem telja margar blaðsíður, og efnið er eins mismunandi og útlitið. Þarna á meðal er fjölmiðlaskrá, Is- lenskir fjölmiðlar 1992, sem Miðlun hf. hefur gefið út. Þar eru talin upp fímm dagblöð, 26 héraðsfréttablöð, 5 „önnur fréttablöð", 48 tímarit, 9 fréttabréf, tvær sjónvarpsstöðvar og átta útvarpsstöðvar. En ekki er nú öll útgáfa landsmanna þarna saman komin, því Víkveiji saknar strax Regins, blaðs bindindismanna, svo dæmi sé tekið. xxx En íslendingar í útlöndum eru líka að gefa út blöð. Tvö þeirra eru samferða að þessu sinni: Nýr Hafnarpóstur, sem íslendingafélagið í Kaupmannahöfn og Félag íslenskra námsmanna þar í borg gefa út og Islandspóstur, sem Landsamband íslendingafélaga í Svíþjóð gefur út. Það fyrrnefnda er prentað í 1.200 eintökum og það síðarnefnda er gef- ið út í 2.700 eintökum. í þessum ritum má lesa margt um félagslíf íslendinganna erlendiS; en auk slíks efnis eru meiri tilþrif í Islandspóstin- um, m.a. með ljósmyndum frá Borg- arfirði eystri og bókmenntakynn- ingu. Sú kynning er eina efni blaðs- ins á sænsku, og kemur þar fram, að Islandspósturinn kynnir reglulega íslenzkar bókmenntir með því að birta stutta kafla úr íslenzkum bók- um, sem þýddar hafa verið á saönska tungu. XXX Níu réttabréf voru í fjölmiðlaskrá Miðlunar. Snöggtum fleiri fara um borð Víkveija, m.a. frétta- bréf Eimskips, sem segir m.a. frá því, að Bingóvinningur hafi loksins verið nýttur 25 árum eftir að bingó- ið fór fram. Þessi saga er svohljóðandi: „Árið var 1967 og Bingóið átti sér stað á Hótel Sögu. Anna Matthildur Þórð- ardóttir var með allar tölurnar réttar en þorði ekki upp og sendi kærasta sinn, Ágúst Stefánsson, til þess að taka á móti vinningnum, sem var hringferð með Gullfossi. En þau voru ung og blönk og höfðu ekki efni á að nýta sér vinninginn. Anna Matthildur gaf því tilvonandi tengdaforeldrum sínum vinninginn. Tengdamóðir hennar lést nokkru seinna og vinningurinn féll í gleymsku. Þar til í fyrrahaust. Anna og Ágúst, nú gift og foreldrar þriggja barna, ákváðu þá að kanna hvort vinningurinn væri enn í gildi þrátt fyrir háan aldur og að Gullfoss væri löngu allur. Á vinningsskjalinu var hvergi tekið fram hve lengi vinn- ingurinn stæði til boða. Það er skemmst frá því að segja að starfs- menn Eimskips litu svo á að vinning- urinn væri í fullu gildi, en í stað hringferðar með Gullfossi kæmi sigl- ing með Brúarfossi. Hjónin ákváðu að nýta loks vinninginn og fara í silfurbrúðkaupsferð ... og með Brú- arfossi sigldu þau af landi brott í byijun maí. Meðferðis höfðu þau bíl og tjaldvagn og hyggjast þau eyða maí og júní á ferðalagi um Evrópu." : « « « « « « « « « «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.