Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 48
 MORGVNBLADID, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMBRÉF SÍMI 691100, SÍ,I F 691181, PÚSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FOSTUDAGUR 12. JUNI 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Ávöxtunarmálið: Hæstiréttur stað- festi niðurstöðu sakadóms í flestu HÆSTIRÉTTUR staðfesti í meginatriðum dóm Sakadóms Reykjavíkur í Ávöxtunarmálinu svokallaða yfir Pétri Björnssyni og Armanni Reynis- syni, eigendum og fyrrum framkvæmdastjórum Ávöxtunar sf., en þeir voru dæmdir í 2 og 2Vi árs óskilorðsbundið fangelsi. Pétur hlaut þyngri dóminn og var ákvörðun héraðsdóms um að hann skuli sviptur leyfi til verðbréfamiðlunar staðfest. Hæstiréttur breytti sýknudómi yfir Reyni Ragnarssyni löggiltum endurskoðanda Ávöxtunar sf. í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Pétur og Ármann eru m.a. sak- felldir fyrir stórfelld auðgunarbrot, sem hafi m.a. bitnað á sparifé margra einstaklinga. í dómi Hæsta-' réttar segir að þeir hafi gerst sekir um ijársvik, brot á lögum um verð- lag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti. í dóminum segir að með auglýsingum í fjölmiðl- um hafí ákærðu haldið við röngum hugmyndum um hag fyrirtækja sinna og komið fólki til að fá þeim fé til ávöxtunar sem ekki skilaði sér nema að hluta til baka og gaf ekki ávöxtun í samræmi við auglýsingam- ar. Þar hafí ákærðu gerst sekir um stórfellt brot. Þeir eru einnig fundir sekir um að hafa rangfært ársreikn-. ing Ávöxtunar sf. fyrir árið 1987. Pétur og Ármann eru dæmdir fyrir draga fé úr sjóði Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf. og notað það í þágu Ávöxtunar sf. Þeir voru einnig sak- felldir fyrir að lána fé úr verðbréfa- sjóðnum til Kjötmiðstöðvarinnar, sem þeir áttu 45% í. Pétur og Ár- mann eru sakfelldir fyrir fjárdrátt sem nemur rúmum 63 milljónum kr. Pétri var gert að greiða 550 þús- und kr. vegna málsvamarlauna fyrir héraði og 80% af saksóknarlaunum. Þá var honum gert að greiða 400 þúsund kr. í málsvamarlaun fyrir Hæstarétti. Ármanni var gert að greiða sömu upphæðir og Pétur fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Sýknudómur héraðsdóms yfír Hrafni Bachmann, fyrrum fram- kvæmdastjóra Kjötmiðstöðvarinnar, var staðfestur en Hæstiréttur breytti sýknudómi yfír Reyni Ragnarssyni löggiltum endurskoðanda, í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fell- ur dómurinn niður að þremur ámm liðnum haldi hann almennt skilorð. Hann var jafnframt sviptur leyfí til að starfa sem löggiltur endurskoð- andi í 6 mánuði frá birtingú dómsins. Reynir var dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundins fangelsi fyr- ir að ganga frá ólöglegum ársreikn- ingi Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf. með áritun sinni, en með því gerðist hann brotlegur í nokkrum atriðum við lög um hlutafélög og löggilta endurskoðendur. Hann var einnig dæmdur til að greiða 500 þúsund kr. sekt til ríkissjóðs. Honum var jafnframt gert að greiða málsvamar- laun sín fyrir héraði, 450 þúsund kr. Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu að ósannað sé að kaupendur Veitingamannsins hafí verið leyndir því að meðal munanna sem seldir voru hafí verið tæki er háð voru eign- arétti tveggja kaupleigufyrirtælq'a. Hrafn Bachmann var ábyrgur fyrir efndum á kaupleigusamningnum og eftir söiuna hélt Kjötmiðstöðin áfram að greiða af samningunum fram á haust 1988. Ósannað er að með ákærðu liafí búið ásetningur til fjár- svika og voru þeir sýknaðir af þess- um ákærulið. Morgunblaðið/Róbert Schmidt Sopið úr svartfuglseggi Barði Sæmundsson sigmaður úr björgunarsveitinni Blakki frá Pat- reksfírði lét sér ekki muna um að svolgra úr nokkrum svartfuglseggj- um þegar félagar úr Blakki voru við eggjatínslu á Barði í Látra- bjargi fyrir skömmu. Það þykir víst gott að borða svartfuglsegg hrá á bjargbrúninni en eggin eru líka soðin í potti á staðnum fyrir þá sem vilja. R. Schmidt. Lán til skóla- gjalda og lán vegna ferða greidd í haust STJÓRN Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur ákveðið að nýta hluta af fjárlagaheimildum í haust til að greiða út lán vegna skólagjalda til námsmanna sem eiga rétt á þeim samkvæmt nýju úthlutunarreglum sjóðsins. Þá ákvað stjórnin einnig að greiða lán sem veitt eru vegna ferða- kostnaðar, þegar staðfesting hef- ur borist á að ferð námsmanns hafi verið farin. Samkvæmt upp- lýsingum Péturs Þ. Óskarssonar, fulltrúa námsmanna í stjórn LÍN, er talið að þetta muni kosta 250-300 miHjónir króna. Bæði atriðin eru frávik frá þeirri meg- inreglu að lán séu aðeins greidd eftir að námsárangur liggur fyr- ir. Stjórn LÍN hefur einnig fallist á þau tilmæli menntamálaráðherra að fresta framkvæmd ákvæða í úthlutunarreglum gagnvart náms- mönnum sem þegar hafa sótt um skólavist á. tilteknum brautum í sérnámi á íslandi skólaárið 1992- 1993. En þessi frestur gildir ein- ungis gagnvart þeim sem hefja nám á haustönn. I samþykkt stjórnar er lög áhersla á það sjónarmið ráð- herra að sú almenna stefna sé mörkuð fyrir skólaárið 1993-1994 að nám sem að stofni til sé undir- búningsnám til stúdentsprófs verði ekki lánshæft á því skólaári. Breytingar á fjármagnsmarkaði með EES-samningi: Verðbréfafyrirtækj um ekki heimilt að reka verðbréfasjóði Krafa um að þau fjárfesti að mestu leyti í skráðum verðbréfum VERÐBRÉFAFYRIRTÆKJUM- verður ekki heimilt að reka verð- bréfasjóði og krafa verður gerð um að þau fjárfesti að langmestu leyti í skráðum verðbréfum sam- kvæmt lagafrumvörpum sem sam- in hafa verið í viðskiptaráðuneyt- inu vegna samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið og lögð verða fram á Alþingi þegar það kemur saman síðar í sumar. Engar kröfur gilda nú um fjárfest- ingar verðbréfafyrirtækjanna en í Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins: Störfum hefur fækkað um 14 þúsund á 5 árum STÖRFUM á vinnumarkaðnum hefur fækkað um 14 þúsund á undan- förnum fimm árum, samkvæmt skýrslum um slysatryggðar vinnuvik- ur í formi mannára. Störf á vinnumarkaðnum voru talin 140 þúsund árið 1987 en í dag eru þau talin um 126 þúsund. Þetta kom fram í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins, á flokksþingi Alþýðuflokksins sem hófst í Kópavogi síðdegis í gær. Jón Baldvin benti á að hætta á viðvarandi atvinnuleysi væri vissu- lega fyrir hendi. Jón Baldvin sagði m.a. í ræðu sinni: „Það setur að okkur alvarleg- an ugg þegar lagðar eru á borðið skýrslur um það að slysatryggðum vinnuvikum í formi mannára hafi fækkað um 14 þúsund starfsígildi á þessum fímm árum. Það er engum blöðum um það að fletta, að það alvara á ferðum..." Jón Baldvin sagði að íslendingar væru á krossgötum. „Við hljótum að spyija okkur sjálf: Ætlum við að una því hlutskipti fyrir hönd ís- lensku ■ þjóðarinnar að hún verði áfram hráefnisframleiðandi handa fískvinnslu EB-ríkjanna, meðan fólk í vaxandi mæli gengur hér um atvinnulaust? Eða eigum við þann metnað fyrir hönd okkar þjóðar og þá kröfu á hendur sjálfum okkur að við ætlum að skipa íslandi í A-flokk meðal þjóða?“ „Ef þjóðarframleiðsla okkar hefði sl. fímm ár vaxið að meðaltali um 3% á ári til jafnaðar, eins og í grann- löndum, hefðum við nú úr að spila 18 milljörðum króna í hærri þjóðar- tekjur. Það eru tæpar 300 þúsund krónur á hveija fjögurra manna fjölskyldu ... Það eru allar horfur á því að þjóðarframleiðsla okkar í raunverulegum sambærilegum verðmætum árið 1992 verði ekki nema 87% af því sem hún var 1987,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson. Sjá ennfremur fréttir á bls. 20. frumvörpunum er gert ráð fyrir að þau verði að fjárfesta að minnsta kosti 90% af eignum sínum í skráðum verðbréfum. Einnig eru þar ítarlegri ákvæði, en nú gilda, um hversu stór hluti eigna fyrirtækjanna megi vera bundinn í verðbréfum sem gefín eru út af einum aðila. Samkvæmt upplýsingum úr við- skiptaráðuneytinu fjárfesta einhver af verðbréfafyrirtækjunum aðallega í ríkisskuldabréfum sem eru skráð á verðbréfaþingi, og fyrir þau felist ekki miklar breytingar í þessu ákvæði. Hins vegar hafi þetta ákvæði talsverða breytingu í för með sér hjá fyrirtækjum sem fjárfesta í öðrum verðbréfum, svo sem hlutabréfum sem ekki eru skráð á verðbréfa- þingi, greiðslukortanótum o.þ.h. Þá er gert ráð fyrir í frumvörpun- um að verðbréfafyrirtæki megi ekki reka verðbréfasjóði en þeim er það heimilt samkvæmt núgildandi lögum. Stofna verður sérstök rekstrarfélög um verðbréfasjóði sem mega ekki hafa aðra starfsemi með höndum. Þá verður, samkvæmt frumvörpun- um, að fela sérstöku vörslufyrirtæki, banka í flestum tilfellum, vörslu eigna verðbréfasjóðanna. Þetta þýðir að þeir sem taka ákvarðanir um ráð- stöfun fjármuna sjóðanna sjá ekki um að varðveita sjóðinn og reikna út virði hlutdeildar. Er tilgangurinn að veita þeim aukna vemd, sem leggja fjármuni í þessa sjóði. Einnig verða gerðar kröfur til verðbréfafyr- irtækja um hærra hlutafé en nú er, Erlendis hefur færst í vöxt, að bankar hafí mjög viðtæka starfsemi og veiti m.a. ýmsa þjónustu á verð- bréfasviði. Slíkir erlendir bankar mættu starfa hér á landi eftir gildis- töku EES, og hafa vaknað spuming- ar um hvort íslensk stjómvöld verði ekki einnig að veita íslenskum bönk- um jafn víðtækar heimildir til starf- semi. Það fæli í sér að bankar gætu sjálfír stundað þá starfsemi sem dótt- urfyrirtæki þeirra, verðbréfafyrir- tæki og eignaleigufyrirtæki, stunda nú. Ekki hefur verið gengið frá frum- vörpum um þetta efni, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytisins. ♦ ♦ ♦--------- Færri erlend- ir ferðamenn en í fyrra FÆRRI erlendir ferðamenn komu hingað til lands i maí held- ur en í sama mánuði í fyrra. í maí kom hingað 10.851 útlend- ingur en árið áður voru þeir um 700 fleiri. Fækkunin milli áranna 1991 og 1992 var 6,16% en milli áranna 1990 og 1991 stóð fjöldi erlendra ferðamanna í maí nokkurn veginn í stað. Milli áranna 1985 og 1987 fjölgaði þeim hins vegar úr tæplega sjö þúsund í 10.248. Fjölgunin hélt áfram árið 1988 og 1989 og árið 1990 voru þeir orðnir 11.569. Sjá nánar bls. B-1 í ferðablaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.