Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 Borgarráð: Kostnaður vegna framkvæmda við svartbletti 11,5 milljónir kr. TILLOGUR til úrbóta í umferðinni í Reykjavík hafa verið samþykktar í borgarráði að hluta. Gert var ráð fyrir 9 milljónum til framkvæmd- anna á þessu ári en samþykkt borgarráðs gerir ráð fyrir að 11,5 milljónum verði varið til verkefnisins í heild, að sögn Baldvins Bald- vinssonar, yfirverkfræðings umferðarnefndar. Samþykkt var sérstök bókun umferðarnefndar um að umferðarbrú á gatnamótum Miklu- brautar og Kringlúmýrarbrautar sé löngu tímabær. Gatnamótin flokk- ast undir þjóðvegi í þéttbýli og er framkvæmdin á vegum Vegagerðar Akraneskaup- staður 50 ára: Afmælis- dagskrá að hefjast AFMÆLISDAGSKRÁ vegna 50 ára afmælis Akraneskaupstaðar hefst í dag. Hátíðardagskráin verður formlega sett af for- manni Sambands íslenskra sveit- arfélaga, Vilhjálmi Þ. Vilhjálms- syni, kl. 10.00 í dag. Eftir hádegi verða opnaðar sýningar í tengsl- um við hátíðardagskrána. Samsýning myndlistarmanna á Akranesi verður opnuð í Tónlistar- skólanum í dag kl. 14.00. Að sýn- ingunni standa 15 mynd- og hand- listarmenn. Sýningin stendur 12. júní til 5. júlí og er opin alla daga frá kl. 14—21. Tvær aðrar sýningar verða einn- ig opnaðar í tengslum við afmælis- dagskrána. í Brekkuskóla er sýn- ing á verkum nemenda skólans vegna afmælis kaupstaðarins. Sýn- ingin er opin 12,—21. júní frá kl. 16—21. Jafnframt verður sýning á myndverkum leikskólabarna, er nefnist „Akranes, bærinn okkar“, opin í kjallara Bókhlöðunnar. Sýn- ingin er opin alla afmælisvikuna 12.-21. júnf frá kl. 16-21. ríkisins. Baldvin sagði að kostnaður vegna framkvæmda undir liðnum svart- blettir væri yfirleitt ekki hár fyrir hvem verkþátt, þar sem um minni háttar framkvæmdir sé að ræða. Lokun á umferðareyjum eða opnun, nýjar miðeyjar í götur, stöðvunar- skylda og umferðaröldur, svo dæmi séu tekin. Reyndar væri skilgrein- ingin á svartblettum villandi eins og ætti við um gatnamótin við Höfða- bakka og Bíldshöfða, sem áður voru talinn svartblettur en úrbætur þar kosta á annan tug milljóna. „Þegar skoðaðir eru þeir staðir í Reykjavík sem kallaðir eru svart- blettir vegna óhappatíðni koma fyrst upp gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar," sagði Baldvin. „Vandamálið þar er mun meira en gert var ráð fyrir. Þegar gatnamótin náðu þessari mettun kom í Ijós van- mat á fjölda óhappa en almennt er það svo í Reykjavík að menn virða ekki lengur umferðarlögin eins og til dæmis á þessum gatnamótum. Þar er algengt að ekið sé á móti rauðu ljósi,“ sagði Baldvin. Að sögn Rögnvaldar Jónssonar yfirverkfræðings eru endurbætur á þessum gatnamótum ekki á áætlun þau^tvö ár sem áætlun um þjóðvegi í þéttbýli nær til. Beiðni um slíka framkvæmd verður að koma frá við- komandi sveitarfélagi. Sveitarfélög- in á höfuðborgarsvæðinu hafa sam- einast um að gera umferðarspá fyr- ir svæðið og er ákvarðana ekki að vænta fyrr en hún liggur fyrir. Umferðarspáin er í vinnslu hjá um- ferðardeild Reykjavíkurborgar en áætlaður kostnaður vegna endur- bóta á gatnamótunum er um 400 milljónir. í borgarráði og umferðamefnd hefur verið bent á að þarna séu mislæg gatnamót eða umferðarbrú löngu tímabær. Jafnframt hefur ver- ið samþykkt að beina því til um- hverfismálaráðs að aðkoma norðan frá að undirgöngum undir Miklu- braut vestan Lönguhlíðar verði lag- færð. Einnig að sett verði girðing á miðeyjar á Miklubraut vestan og austan gatnamótanna. Tillögu um undirgöng undir Miklubraut og girð- ingu í miðeyju á móts við Rauða- gerði var vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar. Tillögu um að vegrið á Vesturlandsvegi í Árt- únsbrekku verði lengt um 565 metra eða meira var vísað til umsagnar umferðardeildar og gatnamála- stjóra. VEÐUR f DAG kl. 12.00 f Helmlld: Veðuretola Isianas (Byggt á vsðurapá kl. 16.1S I gær) VEÐURHORFUR I DAG, 12. JUNI YFIRLIT: Við Lófót er 1.029 mb hæð, en um 500 km suður af hvarfi er 987mb lægð, sem þokast norðaustan. 8PÁ: Suðaustankaldi eða stinningskaidi sunnanlands og vestan, en heldurhægari norðaustanlands. Þurrt að mestu norðaustanlands en rign- ing í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAGrSuðlæg átt. Rigning sunnanlands og vestan en þurrt norðaustanlands. Hlýtt verður í veðri, einkum norðaustan til. HORFUR Á SUNNUDAG: Suðlæg eða breytileg átt. Skúrir eða rigning sunnan og vestan til, en þurrt að mestu norðaustanlands. Heldur kóln- andi veður, einkum vestan til. Svarsími Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Alskýjað r r r * r * r r * r r r r r * r Rigning Slydda V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaörimar vindstyrk, heil fjööur er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V.v Súld = Þoka dstig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Allir helstu þjóðvegir landsins eru nú færir, utan einstaka vegakafla sem lokaðir eru vegna aurbleytu og sumstaðar eru sérstakar öxulþungatak- markanir. Nýr vegur og brú yfir Markarfljót voru opnuð í morgun. Klæð- ingaflokkar eru nú að störfum víða um landið og að gefnu tilefni eru ökumenn beðnir um að virða sórstakar hraðatakmarkanir til þess að forða tjóni af völdum steinkasts. Brúin ýfir Gilsá á Jökuldal á Austurlands- vegi verður lokuð vegna steypuviðgerða frá klukkan 22 00, 11. júnf til kl. 8.00, 12. júni. Allir hálendisvegir landsins eru lokaðir vegna aur- bleytu og snjóa. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma Akureyrl Reykjavfk hiti veöur 10 skýjað 10 léttskýjað 26 Helslrtki Kaupmannahöfn 21 NarssarsBuaq 3 Nuuk Ósló 28 Stokkhólmur 14 Þórshöfn 14 léttskýjað vantar léttskýjað þokaígrennd vantar léttskýjað skúr þoka Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Lúxemborg Madrid Malaga Mallorca Montreal NewYork Orlando Parfs Madelra Róm Vín Washington Winnipeg 26 19 19 16 19 18 18 19 21 18 19 21 27 23 15 22 19 18 skýjað léttskýjað skýjað skýjað vantar SÚId skýjað léttskýjað skýjað léttskýjað alskýjað skýjað léttskýjað hálfskýjað léttskýjað léttskýjað vantar vantar vantar vantar vantar skýjað skýjað iéttskýjað Edgar Guðmundsson verkfræðingur: Vaxandi áhugi á að kaupa íslenska raforku Hærra orkuverð fyrir útflutta orku en til álverksmiðja hérlendis „VÍÐA í Evrópu er mikill áhugi á orkukaupum frá íslandi sem hefur farið mjög vaxandi að undanförnu. Bæði vegna þess hversu hátt orku- verðið þar er og vegna þess að vatnsorka er mun betri fyrir umhverf- ið en t.d. kola-, gas- og kjamorka," segirÆdgar Guðmundsson verk- fræðingur sem er einn af áhugamönnum um byggingu sæstrengsverk- smiðju hérlendis. „Hátt verð á orkunni t.d. í Hollandi gerir það fýsi- legra fyrir okkur að selja þangað því vera innan hagkvæmnismarka „Ef borið er saman það verð sem við getum t.d. fengið fyrir okkar orku er kaupverð orku í Hollandi 47 mills. En talað er um að selja orku til álvers fyrir um 15-20 mills," seg- ir Edgar Guðmundsson. I Morgunblaðinu á miðvikudag kom fram sú hugmynd Guðmundar Magnússonar prófessors að arðbær- ara væri að flyta álverksmiðjur Norð- manna til íslands en að selja raforku til Bretlands. í því sambandi sagði Edgar ekki efast um að útreikningar Guðmundar væru mjög vel útfærðir og sagði hann að allar svona hug- myndir væru af hinu góða. „Hins vegar er spuming hvort Evrópubúar hafi ekki bæði þörf fyrir raforku frá íslandi og Noregi. Útflutningur á raforku og álver er ekkert sem við þurfum að gera upp á milli, það eru engin tengsl þar á milli. Þó að við byggðum 2-3 álver tel ég að við ættum samt sem áður eftir töluverða orku til að selja um sæstreng eins og virkjanir eru nú skipulagðar. Nú er raunhæft að sæstrengur geti ver- ið kominn í gagnið árið 2005 þar sem um 10-12 ár getur tekið að koma virkjunum í gang. Útflutningur á raforku gæti hins vegar skilað sér inn í íslenskt efnahagslíf tiltölulega fljótt. Velta sæstrengsverksmiðju hérlendis gæti numið allt að 7-10 milljörðum króna á ári,“ segir Edgar. „Ef Norðmenn ætla að flytja sín álver er spuming hvort ísland sé eina landið sem kemur til greina, t.d. má néfna Kanada í því sambandi. Ekki raforku um sæstreng. Það virðist að leggja sæstreng til Evrópu.“ er hins vegar víst hvort Norðmenn hafi áhuga á að flytja þau þar sem álverin eru víða þar sem lítil atvinna er i boði í Noregi." ♦ ♦ ♦----- Framfærsluvísitalan: 0,4% hækkun frá maímánuði VÍSITALA framfærslukostnaðar í júní hefur hækkað um 0,4% frá síðasta mánuði samkvæmt út- reikningum kauplagsnefndar sem miðast við verðlag í júníbyijun. Síðastliðna tólf mánuði hefur framfærsluvísitalan hækkað um 4%. Undanfarna þijá mánuði hef- ur vísitalan hækkað um 0,3% og jafngildir sú hækkun ríflega 1,2% verðbólgu á heilu ári. I frétt frá Hagstofunni segir að af einstökum liðum hafí bensín hækkað um 4,6%, sem olli um 0,19% hækkun framfærsluvísitölunnar. Hækkun innritunargjalda í Háskóla íslands hafi valdið um 0,12% hækk- un vísitölunnar og breyting ýmissa annarra vöru- og þjónustuliða hafi leitt til 0,13% hækkunar vísitölunn- ar. Á móti hafi hins vegar vegið lækkun á mat- og drykkjarvörum um 0,4%, sem hafði í för með sér 0,08% lækkun vísitölunnar. tslendingar orðnir 259.577: Landsmönnum fjölgaði um 3.869 á síðasta ári ÍSLENDINGAR voru orðnir 259.577 1. desember 1991 sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofu Islands. Landsmenn voru 255.708 1. desember 1990 og fjölgaði því milli ára um 3.869 eða 1,51%. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar var fjölgunin meiri á milli áranna 1990 og 1991 en árið þar á undan. Þá ljölgaði landsmönnum úr 253.500 í 255.708 og nam fjölgunin því aðeins um 0,87%. Ef litið er til skiptingar eftir kynj- um kemur í ljós að karlar í landinu voru 1. desember 130.164 en konur 129.413. Karlar eru því 751 fleiri en konur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.