Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 15 land, Noregur) hafi minnkað að þýðingu. Ognunin sem .. stafaði af kommúnismanum, einræðinu í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu, er liðin hjá en því miður fer víðs íjarri að friður og öryggi sé tryggt sem skyldi í Evrópu og Austurlönd- um nær. Nægir að benda á styrj- öldina í Júgóslavíu og átökin milli ísraela og araba. Enn ríkir mikil óvissa um stöðu og áform ýmissa ríkja sem áður tilheyrðu Sovétríkj- unum. Rússland er fjölmennt ríki með um 148 milljónir manna. Það stefnir að því að verða stórveldi og kemur til með að gera kröfur til áhrifa í samræmi vð það. Úkra- ína er einnig ijölrnennt ríki með um 50 milljónir íbúa. Þetta er til- tölulega auðugt ríki sem mun reyna að skapa sér sess meðal for- ystuþjóða heimsins. Þannig má lengi telja. Stórveldaátök og ágreiningur milli þjóða hættir ekki við fall kommúnismans í Sovétríkj- unum og Austur-Evrópu. Evrópu- bandalagið sem býr við grundvall- arágreining í stjómmálum, þótt það leitist við að standa þétt sam- an í efnahags- og viðskiptamálum, er ekki trúverðugur aðili sem sam- einingaraðili (eða tákn) í vamar- og öryggismálum. Þjóðaratkvæða- greiðslan í Danmörku nýverið stað- festir þetta. Afstaða Bandaríkjamanna Það væri mikil skammsýni eða ábyrgðarleysi að veikja vamar- hagsmuni Islands með því að fjar- lægjast öryggis- og vamarkerfí Norður-Ameríkuríkjanna og tengj- ast þess í stað ótryggu samstarfi Evrópuþjóðanna sérstaklega á þessu sviði. Það virðist vera stefna núverandi utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar. Hagsmunir Islands em á norður- hveli jarðar og eru landfræðilega nátengdir hagsmunum Norður- Ameríku. Það er meginmál að ís- lendingar átti sig á því að í þessum efnum hefur ekki átt sér stað nein gmndvallarbreyting, hvað sem líð- ur hmni Sovétríkjanna og efna- hagslegri sameiningu EB-ríkjanna. Þess er að vænta, að utanríks- ráðherra leiðrétti missögn sína um veikari stöðu Islands í vamar- og öryggismálum sem byggist á þátt- töku íslands í NATO og tvíhliða samningi íslands og Bandaríkj- anna í þessum efnum, þótt ísland standi utan EB eða að þess hlýtur að vera óskað að Bandaríkjamenn taki af öll tvímæli um afstöðu þeirra í þessum efnum. Höfundur var formaður Samtaka um vestræna samvinnu 1972-1981. BISKUPINN OG STRIKIÐ eftir Gunnar Þorsteinsson Það má ef til vill segja að ég sé að níðast á gestrisni Morgunblaðs- ins með því að eiga orðastað við herra Ólaf Skúlason biskup á síðum blaðsins, en ég má til að koma að örfáum orðum. Ég vil taka undir orð biskups er hann lýsir þeirri skoðun sinni að kristin kirkja sé með því dýrmæt- asta sem íslenska þjóðin á. Þessi gjöf Guðs er svo dýrmæt að menn hvarvetna verða að halda vöku sinni og snúa bökum saman til að vegur hennar verði sem mestur. Það sem er síðan kirkjunni dýrmætara er sá eilífi eini sem gaf kirkjunni sjálfan sig og er hennar líf, von og veru- leiki. I efahyggju og afsiðun nútím- ans er hart sótt að kirkjunni úr mörgum áttum í einu - og jafnvel innanfrá. Ég er þeirrar skoðunar að það sé kirkjunni hollt, að þess- ari miklu skonnortu sem hún er, verði ruggað ofurlítið til að kanna hvort allt sé klárt um borð. Það er ánægjulegt að biskup skuli storma fram á ritvöllinn og blanda sér í umræðuna. Ólafur Skúlason vann þrekvirki í Bústaðasókn á sínum tíma þegar hann tók við fátækum söfnuði sem ungur maður og byggði upp safnað- araðstöðu með hjálp góðra manna sem teljast verður afburða góð. Við vorum dugleg við að sækja mess- umar hjá honum og bárum sannar- lega virðingu bæði fyrir kirkjunni og prestinum okkar. Fermingar- undirbúningurinn var með þeim hætti að margir búa enn að því sem þar var kennt. Presturinn leyfði jafnvel „hamagang" í æskulýðs- starfínu. En tímamir eru breyttir. Það eru glefsandi vargar sem leit- ast við að hremma þá kynslóð sem er að vaxa úr grasi og okkur ber skylda til að leita allra kristilegra ráða til að missa ekki dýrmætar sálir á andlegan vergang. í Lúkasi segir fallega af glataða syninum er hann kom heim. Þegar frásögnin er lesin kemur í ljós að faðirinn hefur haft forgöngu um að menn slepptu fram af sér beisl- inu, því þar gat að heyra hljóðfæra- slátt og dans. Ólafur, heldur þú ekki að þetta sé í lagi? Ólafur telur að ég hafi gefíð mér Gunnar Þorsteinsson „ Við hér í Krossinum viljum líta á íslensku þjóðkirkjuna sem band- amann í andlegu stríði.“ að Heilagan Anda væri ekki að fínna innan ríkiskirkjunnar, en það sagði ég ekki, heldur sagði ég orð- rétt: „Eg veit að úthelling Heilags Anda með tungutali og öðrum tákn- um um nærveru Guðs hefur ekki átt stað nema í mjög óverulegum mæli innan ríkiskirkjunqar." Ég geri mér fulla grein fýrir því að Heilagur Andi starfar allstaðar þar sem orð Guðs er haft um hönd, hvort sem viðkomandi kirkja er rík- isrekin eður ei. Við hér í Krossinum viljum líta á íslensku þjóðkirkjuna sem banda- mann í andlegu stríði, en á sama tíma er nokkuð ljóst að ferskir vind- ar endurnýjunar Guðs er nokkuð sem kirkjan ætti að íhuga af fullri alvöru hvort ekki sé tímabær. Með von um vaxandi kirkjusókn. Höfundur er forstöðumaður Krossins í Kópavogi. Raðganga: Kjalarnes - Borgarnes, 4. ferð: Reynivallaháls - Þrándarstaðafjall eftir Sigurð Kristinsson Gangan hefst á Hálsnesi og er gengið upp á vesturenda Reyni- vallaháls. Alls mun þarna vera rúmlega 200 m hækkun, greið leið en nokkuð á fótinn en auðveld hveijum frískum manni. Sléttlent er uppi. Þar er rétt að ganga fyrst fram á suðurbrún hálsins. Býður það upp á góða sýn yfir Kjósardal og norðurhlíðar Esju með innskotum sínum, sem enn geyma mikar fannir í botnum. Það eru Eilífsdal- ur, Flekkudalur, Eyjadalur og Svínadalur. Síðan ætti að ganga yfir á norðurbrún hálsins og fylgja henni inn á móts við Hvítanes til að njóta frábærrar útsýnar yfir Hvalfjörð frá Akrafjalli til Mið- fellsmúla og Skarðsheiðar og það- an allt til Brekkufjalls, Þyrils og Múlafjalls með Hvalfell og Botnss- úlur innað. Eru þó örfá örnefni nefnd. Frá brún ofan Hvítaness mætti ganga suður á brún fyrir ofan Reynivelli til að líta yfír inn- anverða Kjósina. Verður þá fyrir manni Kirkjustígur, sem er gömul leið frá innanverðum Hvalfírði til Reynivalla. Síðan er rétt að halda austur nokkuð fyrir norðan Sand- fell og niður í innanverðan Fossár- dal og er það að vísu dálítil lækk- un. Austan ár eru rústir býlis, er Seljadalur nefndist og var í raun réttri heiðarbýli. Lengst bjó þar Gísli Einarsson frá 1897-1921. Sjálfsagt er að hvíla sig í rústunum og rifja upp örlög slíkra býla. Þau risu upp víða um landið frá 1840 fram til síðustu alda- móta, fóru þá að týna tölunni og voru flest fallin í auðn um 1950. Eftir góða hvíld í rústum Selja- dals þarf að fara austur yfir Hjaltadalsá en síðan að hækka sig norður á Þrándarstaðafjall. Af brúnum þess sér vel yfír Brynjud- al, sem nú er í sumarskrúða. Ef þá verður tími aflögu, er sjálfsagt að ganga dálítið austur eftir brún- inni. Að síðustu þarf að halda norðvestur eftir fjallinu og niður að vegi innan við Fossá. Þetta er dijúg gönguleið, skemmtileg og hvergi erfíð. Þetta verður stutt lýsing á fjallaleið 4. ferðar í raðgöngunni 1992. Einnig er í boði strandganga og er 4. ferðin um ströndina frá Búðars- andi að Hvammsvík. Brottför í fjallgönguna er kl. 10.30 nú sunnudaginn 14. júní og kl. 13 í strandgönguna. Höfundur er fyrrverandi kennari. • Black line myndlampi • Islenskt textavarp Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 spennandi og öðruvísi gallafatnaður; olíubornir síöir frakkar, kúrekahattar o.fl. VersluninTöfrar, Borgarkringlunni (við hliðina á Eymundsson), sími 685911 Einkaleyfi á íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.