Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTT1R FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 47 KNATTSPYRNA Reuter Englendlngurlnn Paul Merson og Daninn Kim Vilfort berjast um knöttinn í Malmö í gær, í leik sem var vægast sagt lélegur. Aldrei þessu vant notuðu Englendingar ekki kantana, eins og þeir hafa verið þekktir fyrir. — ■ BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þjóðveija, var ekki hissa á úrslit- unum í leik Svía og Frakka. Hins vegar var hann mjög hissa yfir því hvað rússneski dómarinn, Alexej Spírín, leyfði mikla hörku í leikn- um. ■ MIÐJAN hjá Frökkum þótti með eindæmum döpur í leiknum á móti Svíum, og segja sparkfræð- ingar að það sem landsliðsþjálfar- ann Platini vanti á miðjuna, sé nýr Platini. ■ SAMVELDIN hafa skilað um helmingi þeirra miða sem þau fengu til að selja stuðningsmönnum sínum á leiki SSR í öðrum undanriðli Evrópukeppninnar. Miðarnir seld- ust illa í fyrrum Sovétríkjum og kenna menn slæmu efnahags- ástandi um. ■ ANDREAS Brehme gæti verið á leið til Spánar á næsta tímabili. Heyrst hefur að honum hafí verið boðinn tveggja ára samningur við topplið í spænska boltanum, og velta menn því nú fyrir sér, hvort það sé Barcelona eða Real Madrid. ■ ÞAÐ eina sem haft hefur verið eftir Brehme um málið, er að liðið sé með mjög vel þekktan þjálfara sem virkilega þekki til knattspyrnu. Þjálfari Barcelona er Johan Cru- yff, en þjálfari Real Madrid er Leo Beenhakker. Samningur Brehme við núverandi lið sitt, Inter á ítal- íu, rennur út í þessum mánuði. ■ SÆNSKA lögreglan hefur alls handtekið og sent heim sjö enskar knattspyrnubullur sem reynt hafa að komast til Svíþjóðar. Mörg hundruð enskar knattspyrnubullur voru sendar til baka frá Italiu meðan á HM 1990 stóð. H FRANK R\jkaard, varnarmað- ur Hollands, virðist hafa náð sér af meiðslum sem hafa verið að hijá hann undanfarið og ætti að öllu óbreyttu að leika við hlið félaga sinna úr AC Milan, Gullit og Marco van Basten. ■ SKOTAR leika nú í fyrsta sinn í úrslitum Evrópukeppni landsliða. Ally McCoist hjá Glasgow Ran- gers, er þeirra fremstur, en hann vann nýlega Gullskóinn, fyrir að hafa skorað flest mörk í deilda- keppni í Evrópu, alls 34 mörk. ■ EKKI er búist við að Jiirgen Klinsmann verði í byijunarliði Þjóðveija gegn SSR. Rudi Völler og Karl-heinz Riedle hafa náð ágætlega saman í sókninni, og lík- legt er að Vogts láti á samvinnu þeirra reyna, áður en kallað verður á Klinsmann. Líðsskipan í dag Líkleg byijunarlið hjá þjóðunum sem leika í dag í EM. Númer leik- manna, leikmenn og með hvaða félögum þeir leika: Holland 1. Hans van Breukelen, Eindhoven - 2. Berry van Aerle, Eindhoven, 4. Ronald Koeman, Barcelona, 3. Adri van Tiggelen, Eindhoven - 8. Frank Rijkaard, AC Milan, 10. Ruud Gullit, AC Milan, '6. Jan Wouters, Bayem Munchen, 7. Dennis Bergkamp, Ajax, 14. Rob Witschge, Feyenoord - 9. Marco van Basten, AC Milan, 20. Bryan Roy, Ajax. Skotland 1. Andy Goram, G. Rangers - 4. Maurice Malpas, Dundee Utd., 2. Ric- hard Gough, G. Rangers, 19. Alan McLaren, Hearts, 8. Dave McPher- son, G. Rangers, 15. Tom Boyd, Celtic - 3. Paul McStay, Celtic, 11. Gary McAllister, Leeds, 10. Stuart McCall, G. Rangers - 6. Brian McCla- ir, Man. Utd., 5. Ally McCoist, G. Rangers. Dómari: Bo Karlsson, Svíþjóð. Þýskaland 1. Bodo Illgner, Köln - 2. Stefan Reuter, Juventus, 3. Andreas Brehme, Inter Mólanó, 4. Jurgen Kohler, Juventus, 5. Manfred Binz, Frankfurt, 6. Gudio Buchwald, Stuttgart - 17. Stefan Effenberg, B. Munchen, 8. Thomas Hassler, AC Róma, 10. Thomas Doll, Lazio - 9. Rudi Völler, AC Róma, 11. Karl-heinz Riedle, Lazio. Samveldið 1. Dmiri Kharin, CSKA Moskva - 2. Andrei Chernychov, Spartak Moskva, 5. Oleg Kuznetsov, G. Rangers, 4. Akhrik Tsveiba, Dynamo Kiev, 3. Kakhaber Tskhadadze, Spartak Moskva - 8. Andrej Kanchelski, Man. Utd., 9. Sergei Aleikov, Lecce, 7. Alexei Mikhailichenko, G. Rangers, 6. Igor Shalimov, lnter Mílanó - 10. Igor Dobrovolski, Servette, 11. Sergei Juran, Benfica. • Dómari: Gerard Biguet, Frakklandi. Smá heppni- hefðifært okkur sigur - sagði þjálfari Dana eftir jafnteflis- leik gegn Englendingum „ÞAÐ er alveg Ijóst að Englend- ingar voru betri í fyrri hálfleik, en ég held að við höfum verið mun betri í þeim síðari. Leikað- ferð okkar reyndist mun betur og með örlítilli heppni hefðum við geta skorað eitt mark eða tvö.“ Þetta sagði Richard Möll- er Nielsen, þjálfari Dana, eftir mjög svo dapran jaf nteflisleik gegn Englendingum, 0:0, en þjóðirnar léku sinn fyrsta leik í 1. riðli Evrópukeppninnar í gær. Þjálfari Englendinga, Gra- ham Taylor, sagði að miðað við aðstæður væri hann ánægður URSLIT EM f Svíþjóð Evrópukeppni landsliða, 1. riðill: Danmörk — England................0:0 Áhorfendur: 26.385 England: Chris Woods, Keith Curle (Tony Daley 61.), Stuart Pearce, Martin Keown, Des Walker, David Platt, Trevor Steven, Carlton Palmer, Paul Merson (Neil Webb 70.), Alan Smith, Gary Lineker. Danmörk: Peter Schmeichel, John Siveba- ek, Kent Nielsen, Lars Olsen, Henrik And- ersen, Kim Christofte, John Faxe Jensen, Kim Vilfort, Brian Laudrup, Flemming Povlsen, Bent Christensen. Staðan í 1. riðli: Frakkland...........1 0 1 0 1:1 1 Svíþjóð.............1 0 1 0 1:1 1 Danmörk.............10 10 0:0 1 England.............1 0 1 0 0:0 1 ■Leikir sem eftir eru: Sunnudaginn 14. júní, Frakkland - England, Svíþjóð - Dan- mörk. Miðvikudaginn 17. júni, Sviþjóð - England, Frakkland - Danmörk 2. DEILD KVENNA C K.S.H. — Austri..................4:0 Liliý Viðarsdóttir 2, Hólmfríður Einarsdótt- ir, Halldóra Hafþórsdóttir. BIKARDRÁTTUR: Dregði var í gær í 8-liða úrslit bikarkeppni kvenna: Þór Ak. - Stjarnan, KS - Breiða- blik, Haukar - Akranes, KR - Þróttur Nes. með hvernig óreynt lið hans hefði staðið sig. Englendingar byijuðu leikinn með látum og virtust ætla að valta yfír illa undirbúið lið Dana. Danir náðu þó fljótlega að róa leik- inn og þegar á leið voru það þeir sem fengu hættulegustu færin. Á 66. mínútu skaut John Jensen í innanverða stöng enska marksins og 13 mínútum fyrir leikslok fékk Brian Laudrup boltann fyrir framan markið, en mistókst illilega og skaut framhjá. Liðsuppstilling Gra- hams Taylors, þjálfara Englend- inga, kom mörgym spánskt fyrir sjónir. Hann ætlaði sér greinilega sigur í leiknum, og hann stóran, því á tímabili var hann með fjóra hreinræktaða sóknarmenn inn á. Dæmið gekk hins vegar ekki upp þjá Taylor, menn hans náðu varla að skapa sér nema hálffæri í ieikn- um. Danir aftur á móti sýndu góða baráttu. Vömin, sem fyrirfram var búist við að yrði slök, stóð sig giska vel og sóknarmennirnir vora spræk- ir. Hins vegar vantaði talsvert upp á að dönsku leikmennimir réðu yfír jafn miklum hraða og þeir ensku, en það kom ekki að sök því Eng- lendingar gerðu lítið í því að nýta sér það. Englendingar voru afskap- lega óframlegir, og söknuðu greini- lega John Barnes, sem meiddist alvarlega í síðasta Ieik landsliðsins fyrir Evrópukeppnina. Graham Ta- ylor verður að gera róttækar breyt- ingar á Iiði sínu fyrir næstu leiki, sem eru gegn Svíum og Frökkum, ef Englendingar eiga að komast í undanúrslit keppninnar. Danir koma líka til með að eiga erfitt uppdráttar gegn sömu liðum, en gætu líkt og gegn Englendingum í gær, velgt þeim undir uggum. Félagaskiptum Trausta í Selfoss hafnað - á stjórnarfundi Knattspyrnusambandsins í gær. Stjómarmaður sagði af sér í kjölfarið STJÓRN KSÍ fjallaði í gær á fundi sínum um félagaskipti Trausta Ómarssonar úr Víkingi yfir í Selfoss. Stjórnin hafnaði félagaskiptunum á þeim forsendum að dagsetning á félaga- skiptunum væri röng. Trausti telst því enn félágsbundinn Vík- ingi og þvf ólöglegur með Selfyssingum í leiknum gegn Grinda- vík á mánudagskvöld. Sigmundur Stefánsson, stjórnarmaður KSÍ frá Selfossi, sem tók við félagaskiptunum sagði sig úr stjórninni þar sem um trúnaðarbrest var að ræða í sambandi við umrædd félagaskipti. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær lék Trausti með Víkingi í Reykjavíkurmótinu fímmtudaginn 4. júní og síðan með Selfossi í 2. deíld mánudag- inn 8. júní. Félagaskipti Trausta voru dagsett 31. maí en Víkingar skrifuðu ekki undir félagaskiptin fyrr en föstudaginn 5. júní, eða daginn eftir að hann lék með 1. flokki félagsins í Iíeykjavíkunnót- inu. „Gunnar Örn Kristjánsson, formaður, hringdi í mig á föstu- daginn og bað mig að skrifa und- ir félagaskiptin fyrir hönd Vík- ings, sem ég gerði sama dag,“ sagði Magnús R. Guðmundsson, franikvæmdastjóri knattspyrnu- deilar Víkings. Félagaskiptin bár- usttil skrifstofu KSI þriðjudaginn 9. júní, eða daginn efUr að Trausti lék með 2. deildarliði Selfoss gegn Grindavík. Sjórn KSÍ samþykkti einnig þá vinnureglu innan stjórnar KSÍ vegna félagaskipta sem hljóðar þannig: „Stjórn KSÍ álítur að það sé ekki í verkahring einstakra stjórnarmanna að taka við félaga- skiptum. Þau skuli send beint á skrifstofu KSÍ enda gildi dagsetn- ing á póststimpli varðandi póst- sendingar og á símbréfum kemur fram tími og dagsetning. Skrif- stofa KSÍ er framkvæmdaraðili stjómar varðandi félagaskipti leikmanna." Gunnar Vilbergsson, formaður knattspymudeilar UMFG, sagði að í gær að það væri ljóst eftir þessa niðurstöðu KSf að Grindvík- ingar myndu leggja inn kæru strax eftir helgina. Mórgunblaðið liafði samband við Sigmund Stefánsson í gær- kvöldi og vildi hann segja eftirfar- andi um málið: „Ég kvittaði fyrir móttöku félagaskipta Trausta Ómai-ssonar úr Víkingi í Selfoss, dagsettum 31.05. 1992, sem ég dagsetti þann dag, en voru mót- tekin 5.06.92. Með móttöku á þessari dagsetningu var ég í góðri trú um að ég væri að staðfesta samkomulag milli umræddra fé- laga, enda kom fram á félaga- skiptunum að dagsetning á undir- skrift framkvæmdastjóra Víkings, var þann 31.05. sl. Að framan- greindu var umraídd dagsetning gefin fyrir móttöku féiagaskipt- ana. Ég harma að það hafi ekki verið farið rétt með, og í fram- haldi af þessu þá ákvað ég að segja af mér þeim trúnaðarstörf- um sem ég hef gegnt innan knatt- spyrnusanibandsins." Sigmundur sagði að sér hefði ekki verið kunnugt um að Trausti hefði deginum áður en liann tók við félagaskiptunum leikið með Víkingi í 1. flokki á Reykjavíkur- mótinu. „Ég tók við félagaskipt- unum í þeirri trú að samkomulag hefði verið milli félaganna um að þau hefðu fai-ið fram 31. maí síð- astliðinn, og ég væri að staðfesta það samkomuiag. Svo kemur í ljós að það er ekki rétt dagsetning," sagði Sigmundur. Guðmundur Haraldsson er fyrsti varamaður í stjórn KSÍ og inun taka sæti Sigmundar í stjórn- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.