Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992
Fjölbreytt
dagskrá
sjómanna-
dagsins *
Sjómannadagurinn á Akureyri
verður haldinn hátíðlegur um
helgina, en dagskráin hefst á
morgun, laugardag.
Dagskráin hefst við Torfunefs-
bryggju kl. 13 á morgun með kapp-
róðri sveita skipshafna, kvenna og
fyrirtækja, en kl. 16 reyna skips-
hafnir með sér í knattspymu við
íþróttahús KA á Lundatúni.
Á sjómannadaginn verða fánar
dregnir að húni kl. 8, en síðan verða
sjómannamessur haldnar í kirkjun-
um, sr. Birgir Snæbjömsson annast
messu í Akureyrarkirkju og sr.
Gunnlaugur Garðarsson í Glerár-
kirkju, en messurnar hefjast kl.
10.30. Blómsveigur verður lagður
að minnisvarða um týnda og drukkn-
aða sjómenn kl. 13.
Við Sundlaug Akureyrar hefst
sjómannadagsdagskrá kl. 13.30.
Lúðrasveit Akureyrar leikur, flutt
verða ávörp fulltrúa sjómanna og
útgerða, sjómenn verða heiðraðir,
keppt verður í stakkasundi, björgun-
arsundi, koddaslag, reiptogi, neta-
bætingu, hnýtt fyrir poka og þá
verður kraftakeppni við DNG færa-
vindu. Verðlaunaafhending fer fram
við sundlaugina í öllum keppnis-
greinum, en Atlastöngin og Hálf-
síðubikarinn verða afhent á sjó-
mannadansleik um kvöldið.
Sjómannadansleikurinn verður í
íþróttahöllinni og verður húsið opnað
kl. 18.30. Veislustjóri verður Jakob
Frímann Magnússon. Boðið verður
upp á hlaðborð með heitum og köld-
um réttum. Hljómsveitin Stjómin
leikur fyrir dansi og Halli og Laddi
skemmta. Miðasala á dansleikinn er
hjá Sjómannafélagi Eyjafjarðar á
Skipagötu 14 á föstudag og laugar-
dag og einnig við innganginn.
Listaskálinn:
Þóra sýnir
ÞÓRA Sigurðardóttir opnar
sýningu á teikningum og mál-
verkum í Listaskálanum,
vinnustofu Guðmundar Ár-
manns í Grófargili á morgun,
laugardaginn 13. júní.
Þóra nam við Myndlista- og
handíðaskóla íslands, Myndlista-
skólann í Reykjavík og Det Jyske
Kunstakademi í Danmörku. Hún
kennir nú við Myndlistaskólann
í Reykjavík. Hún sýndi skúlptúra
og teikningar í Gallerí 11 við
Skólavörðustíg í janúar.
Sýning Þóru í Listaskálanum
verður opin daglega milli kl. 14
og 19, en sýningunni lýkur 21.
júní næstkomandi.
Lísa María ÓF 26 kemur til heimahafnar
Línuveiðiskipið Lísa María ÓF 26 kom í fyrsta sinn
til heimahafnar í Ólafsfirði miðvikudaginn 10. júní
sl. Útgerðarfélagið Sædís hf. keypti skipið af norsk-
um aðilum. Skipið sóttu Sædísarmenn til Seattle í
Bandaríkjunum þaðan sem það var gert út. Lísa
María ÓF 26 var byggð í Portúgal árið 1988 sem
skuttogari. Skipið er fullbúið til línuveiða og í því
búnaður til frystingar á heilum fiski og flökum.
Sæplast hefur framleitt
hundrað þúsund fiskker
Slysavarnaskóla sjómanna færð hálf
milljón í tilefni tímamótanna
SÆPLAST hf. á Dalvík hefur
framleitt 100 þúsund fiskiker og
af því tilefni var fulltrúum
stærstu kaupenda innanlands
boðið til Dalvíkur. Við athöfn
sem haldin var í verksmiðju Sæ-
plasts í gær af þessu tilefni færði
fyrirtækið Slysavarnaskóla sjó-
manna hálfa milljón króna að
gjöf.
Kristján Aðalsteinsson fram-
kvæmdastjóri Sæplasts sagði það
merkan áfanga sem fyrirtækið
hefði nú náð með framleiðslu 100
þúsundasta kersins og ætti það
velgengni sína m.a. þeim viðskipta-
vinum að þakka sem viðstaddir
voru þessi tímamót. Alls hafa 11
innlendir aðilar keypt 1.000 fiskiker
eða meira en samtals hafa þessir
aðilar keypt 22.500 ker frá upphafi
og er það rúmlega 20% af heildar-
framleiðslunni.
Stjóm Sæplasts ákvað í tilefni
af þessum tímamótum að færa
Slysavamaskóla sjómanna 500 þús-
und krónur að gjöf og tók Þórir
m
mm
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Gissur Krisljánsson starfsmaður
Sæplasts merkir 100 þúsundasta
fiskkerið sem framleitt er hjá
fyrirtækinu.
Gunnarsson skólastjóri við henni.
Hann sagði þessa höfðinglegu gjöf
koma á hárréttum tíma, á vegum
skólans væri verið að undirbúa ný-
liðanámskeið, nýtt námskeið sem
ætlað er fólki sem er að hefja sjó-
mennsku og yrðu peningarnir not-
aðir til að koma þessu námi af stað.
Sæplast hefur verið rekið á Dal-
vík síðustu átta ár og í júní árið
1989 framleiddi Sæplast 50 þús-
undasta fískikerið þannig að á síð-
ustu þremur árum hafa verið fram-
leidd hjá fyrirtækinu 50 þúsund
ker, en þar af hafa tæplega 22
þúsund verið flutt út.
Fulltrúar stærstu kaupendanna
sem viðstaddir voru athöfnina í gær
eru frá Fiskmarkaði Hafnarfjarðar,
Fiskmarkaði Suðumesja, Fosta hf.
á Súðavík, Norðurtanganum á
ísafirði, ísfélagi Vestmannaeyja,
Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum,
Síldarvinnslunni í Neskaupstað og
Jón Ásbjömsson, en fulltrúar
þriggja fyrirtækja, Hrannar á
Isafirði, Hraðfrystihúss Hnífsdals
og Fiskmarkaðs Breiðafjarðar vom
ekki viðstaddir athöfnina.
Ákveðið var að gefa einum kaup-
endanna 100 þúsundasta kerið og
var dregið um hver það hlyti. Niður-
staðan var sú að kerið fer til Isfé-
lags Vestmannaeyja og mun vænt-
anlega prýða húsakynni þar.
Skólaslit Framhaldsskólans á Laugum:
Vaxandi aðsókn að skólanum
Laugum.
FRÁMHALDSSKÓLANUM á Laugum, Suður-Þingeyjarsýslu, var slitið
við hátíðlega athöfn í hátíðarsal skólans. Þetta var 67. starfsár skól-
ans. Alls stunduðu 130 nemendur nám við skólann í vetur, auk 10
nemenda í öldungadeild. 24 nemendur luku grunnskólaprófi, 12 for-
námi og 3 nemendur luku verslunarprófi með ágætum.
Bestum námsárangri náði Sigur-
bjöm Amgrímsson, nemandi á
þriggja ára íþróttabraut, 9,65. Kennt
var á fjórum brautum framhalds-
náms; ferðamálabraut, íþróttabraut,
bóknámsbraut og viðskiptabraut.
20 ára afmælisárgangur skólans
kom og hélt upp á útskriftarafmælið
á staðnum og færði skólanum veg-
lega gjöf til viðhalds nemendaspjöld-
um skólans.
Félagsstarf nemenda var blómlegt
í vetur. Sett var upp leikrit í leik-
stjóm Harðar og Jóns Benónýssona,
sem sýnt var á staðnum og farin
var leikferð í Mývatnssveit. Haldnar
voru veglegar hátíðir; 1. desember,
þorrablót og á árshátíð skólans.
Nemendur fóru í ferðalög innan-
lands og utan. Íþróttalíf nemenda
var einnig blómlegt. Gengið hefur
verið frá ráðningu allra kennara fyr-
ir næsta vetur og er allt kennaralið
skólans vel menntað og reynt.
Unnið hefur verið að því í vetur
að gera skólann að fjögurra ára
skóla og hillir undir það, því á næsta
ári verður kennt á þriðja ári bæði á
íþrótta- og ferðamálabraut sem eru
vaxandi brautir innan skólans. Einn-
ig er bóknámsbraut, mála- og nátt-
úrufræðibraut til tveggja ára auk
10. bekkjar. Aðsókn að skólanum
er mikil og vaxandi.
Hannes Hilmarsson skólameistari
sagði við skólaslit að vel hefði tekist
til í vetur og sterkar stoðir væru
undir skólahaldi á Laugum. Starfs-
fólk, sterkur og samheldinn hópur
og grundvöllur náms og þroska væru
sérlega sterkir á Laugum.
U.V.
Dalvíkurkirkja:
Minningar-
tónleikar
Minningartónleikar verða í
Dalvíkurkirkju laugardaginn
13. júní klukkan 17. Halla S.
Jónsdóttir og Fríður Sigurð-
ardóttir ásamt Kára Gests-
syni flytja íslensk einsöngs-
og tvísöngslög. Ágóði tón-
Ieikanna rennur í orgelsjóð
Dalvíkurkirkju til minning-
ingar um Ara Kr. Gunnars-
son og bræðurna Jónas
Björgvin og Egil Antonssyni.
Þann 17. júní 1978 fórust
ásamt Agli þrír ungir piltar frá
Dalvík. Við upphaf tónleikanna
mun sóknarpresturinn séra Jón
Helgi Þórarinsson minnast
þeirra félaga svo og allra ungra
Dalvíkinga, sem látist hafa á
undanförnum árum.
Stjórnin ferð-
ast um landið
STJÓRNIN hefur verið á ferð
um landið að undanförnu undir
slagorðinu „Allt í einu“ og hing-
að til hefur hljómsveitin troðið
upp á Vesturlandi, Vestfjörðum
og Norðurlandi.
Á næstu vikum verður Stjómin
meðal annars á ferðinni á Suður-
og Norðurlandi og leikur fyrir dansi
á eftirtöldum stöðum: Laugardag-
inn 13. júní, Njálsbúð, sunnudaginn
(sjómannadag) 14. júní, Akureyri,
þriðjudaginn 16. júní, Siglufirði,
miðvikudaginn 17. júní, Reykja-
vík/Kópavogi/Garðabæ, föstudag-
inn 19. júní, Keflavík, laugardaginn
20. júní, Akranesi. Síðar í sumar
verða meðlimir Stjórnarinnar á
ferðinni á Austfjörðum, enda mun
hljómsveitin fara hringinn í kring-
um landið í sumar.
-----» ♦ ♦----
Skálholtssýn-
ingu að ljúka
NÚ FER í hönd síðasta sýningar-
helgi í Bogasal Þjóðminjasafns-
ins á sýningunni Skálholt Skrúði
og áhöld.
Þar getur að líta marga þá gripi,
sem varðveittir eru í Þjóðminjasafni
frá Skálholti. Flestir eru þeir úr
kirkjum þar, s.s. altaris- og messu-
klæði, höklar, leifar altarisbríkur,
skírnarfontur Brynjólfs biskups
Sveinssonar svo tekin séu nokkur
dæmi. Einnig eru þar til sýnis vald-
ir gripir, sem fundust við fornleifa-
rannsóknir í Skálholti 1954-6,
nokkur handrit, málverk og mynd-
ir. Þá var fengið að láni á sýning-
una úr Skálholtskirkju altari Brynj-
ólfs biskups.
Efnt var til sýningarinnar í til-
efni af útkomu bókarinnar Skálholt
Skrúði og áhöld eftir Hörð Ágústs-
son og Kristján Eldjám, en hún er
þriðja bók í ritröð Hins íslenska
bókmenntafélags og Þjóðminja-
safns Islands um Skálholtsstað.
Sýningin er opin kl. 11-16 og er
síðasti dagur hennar sunnudagur-
inn 14.júní.
-----».» ♦----
Sýning arki-
tektafélagsins
í Ásmundarsal
LAUGARDAGINN 6. júní var
opnuð í Ásmundarsal, húsi Arki-
tektafélags Islands, sýning í
tengslum við Listahátíð sem ber
yfirskriftina „Arkitektinn sem
hönnuður“.
í huga almennings er starf arki-
tektsins nær eingöngu tengt hús-
byggingum en lítið hefur borið á
þeim þætti er lýtur að hönnun ann-
arra nytjahluta. Tilgangur sýning-
arinnar er að kynna framlag ís-
lenskra arkitekta til hinna ýmsu
greina hönnunar - allt frá hús-
gagnahönnun til umbúðahönnunar.
Á sýningunni getur að líta hús-
gögn, lampa og auglýsingar auk
ýmissa annarra daglegra nytja-
hluta, frá upphafi módernismans á
íslandi til vorra daga.
Sýningin er í Asmundarsal að
Freyjugötu 41 og stendur til sunnu-
dagsins 21. júní. Opnunartími er frá
13-17 á virkum dögum og kl. 14-18
um helgar.
(Fréttatilkynning)
-----» ■ -----
Dansstaðurinn Jazz:
Suðuramerísk
danstónlist
BOGOMIL og milljónamæringarnir
leika á sérstakri uppákomu á Jazz
í Ármúla í kvöld, 12. júní. Á dag-
skrá eru mambo, sömbur og rúmb-
ur. Hljómsveitin lék fyrir fullu húsi
í Hressingarskálanum síðastliðinn
föstudag.