Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNf 1992 13 Voruhus Vesturlands »indala Vent-Axm. LOFTRÆSIVIFTUR Hörð gagnrýni á biivöinlögin ®93-71200 eftirBjörn Bjarnason Kannanir benda til þess að and- staða við evrópska efnahagssvæðið (EES) sé meiri á landsbyggðinni en annars staðar á landinu. Þegar samningurinn um evrópska efna- hagssvæðið er lesinn, kemur í ljós, að hann snertir þó lítið sem ekkert landbúnaðarhagsmuni. Strax í upp- hafí viðræðnanna um EES ákváðu samningsaðilar, að landbúnaðar- stefnu þeirra skyldi haldið utan samningsins, hann gildir því al- mennt ekki um landbúnaðarafurðir. Meðal þess sérstaka gildis, sem samningurinn um EES hefur, er, að hann hvetur aðildarríkin til að endurskoða lög sín á mörgum svið- um og færa þau til nútímalegra horfs. Röng löggjöf getur beinlínis leitt þjóðir á viiligötur og gert þeim ókleift að stunda eðlilega sam- keppni við aðra. Sorgleg dæmi um það blasa nú við í þeim ríkjum, þar sem sósíalismi og kommúnismi voru leiðarljósið til einræðis og fátæktar. Flókið regluverk Nýlega kom út ritið Stjórnkerfi búvöruframleiðslimnar og stjórn- skipan íslands eftir Sigurð Líndai, prófessor við lagadeild Háskóla ís- lands. Útgefandi bókarinnar, sem er 224 blaðsíður, er Úlfljótur, tíma- rit laganema, í samvinnu við Röst, samtök um eflingu landbúnaðar og byggða í landinu. Upphaf þess að ritið var samið má, að sögn höfund- ar, rekja til þess, að á árinu 1988 falaðist Ámundi Loftsson, Lautum í Reykdælahreppi, eftir fróðleik frá honum um það, hvernig regiur um stjórn búvöruframleiðslunnar sam- rýmdust stjórnskipan íslands. Sneru síðan fleiri bændur sér tii Sigurðar með fyrirspurnum um efn- ið og er ritið svar prófessorsins við þeim. Umræðurnar um EES-samning- inn hafa að nokkru snúist um, hve mikill hann og fylgiskjöl hans eru að vöxtum og að ýmsu leyti torskil- in. Mér segir svo hugur, að búvöru- lögin og þær reglur, sem þeim fylgja, séu jafnvel seigari undirtönn en EES- samningurinn. í formála að riti sínu segir Sig- Fjölskyldu- dagar í Laugarnesi NÚ FER í hönd síðasta helgi Fjöl- skyldudaganna sem er framlag Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Árbæjarsafns til Listahátíðar. Laugardaginn 13. júní kl. 17 verða tónleikar í Siguijónssafni, en þar kemur fram strengjasveit nem- enda úr Suzukiskólanum og Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar. Sama dag lýkur ratleikjum um Laugarnes fyrir börn og unglinga en síðan verður dregið meðal úr- lausna og verðlaun afhent í safninu sunnudaginn kl. 17. Sunnudaginn 14. júní mun Mar- grét Hallgrímsdóttir borgarminja- vörður leiða gesti í skoðunarferð um söguslóðir Laugarness og verð- ur lagt upp frá Siguijónssafni kl. 14. Flugdrekahátíð verður sett kl. 15 á bæjarhól Laugarness og er öllu áhugafólki um flugdrekagerð boðið að koma með_ flugdreka sína á Laugarnestúnið. í föndurtjaldinu hjá Siguijónssafni eru á boðstólum ýmsar gerðir af tilbúnum flugdrek- um. Mánudaginn 15. júní heimsækir Gestur Þorgrímsson æskuslóðir sín- ar og fer í gönguferð um Laugar- nes. Þeir sem áhuga hafa á að slást. í för með honum mæti við Sigur- jónssafn kl. 15. Fjölskyldudögum lýkur 16. júní með sýningu Jóns E. Guðmundsson- ar á íslenska brúðuleikhúsinu kl. 15 í Siguijönssafni. CLUGGAVIFTUR - VEGGVIFTUR BORÐVIFTUR - LOFTVIFTUR Ensk og hollensk gæðavara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á loftræsiviftum. Það borgar sig að * nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta (FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 814670 urður Líndal meðal annars um lög- in og reglugerðirnar, sem hann rannsakaði, að það sé „óljóst hvaða veruleiki býr að baki þessum rúmu, teygjanlegu, torskiljanlegu og sí- breytilegu reglum, t.d. hversu mikl- um fjármunum hafi verið ráðstafað í skjóli þeirra, hvernig það hafi ver- ið gert, hvaða áhrif þær hafí haft á eignir og afkomu einstakra bænda, hvort þær hafi raskað eignaskiptingu og að hve miklu leyti þær hafi stuðlað að því að draga úr búvöruframleiðslu.“ Þetta er þungur áfellisdómur yfir löggjöf, sem hefur að geyma fyrirmæli um framvindu íslensks landbúnaðar og afkomu þeirra, sem hann stunda. Framsal á valdi í úttekt sinni á landbúnaðarlög- gjöfinni grípur Sigurður Líndal á mörgum kýlum. Gagnrýni hans á starfshætti við lagasetningu hefur almennt gildi, þótt hér beini hann athygli sinni að einni atvinnugrein. Hann telur, að mesta veila upphaf- legrar löggjafar um framleiðslu- stjórn í landbúnaði sé sú, að Al- þingi hafi ekki tekist á við þann vanda að setja reglur sem full- nægja þeim áskilnaði, að lög þurfí til að hrófla við eignarrétti, en í þess stað framselt valdið ekki ein- ungis til ráðherra og stjórnvalda, sem lúta valdi hans, heldur einnig til stjórnvalda, sem lúta hagsmuna- aðilum. Höfundur dregur þá ályktun af umræðum á Alþingi, að meðal þing- manna sé nokkuð almenn samstaða um að stjóm búvöruframleiðslunnar sé nánast einkamál bændasamtak- anna. Síðan segir hann orðrétt: „Þó liggur í augum uppi að svo er ekki. Hún er engu síður mál neytenda og skattgreiðenda, hún varðar byggð og búsetu í landinu, meðferð þess og nýtingu. Stjóm búvöru- framleiðslunnar varðar í reynd alla þjóðina og telst þannig til þjóðmála í bókstaflegri merkingu þess orðs. Alþingismenn hafa boðið sig fram til að ráða slíkum málum til lykta og verið til þess kjörnir. Eðli máls- ins samkvæmt geta þeir ekki vikizt undan þeirri skyldu með því að vísa þeim til hagsmunasamtaka einnar stéttar sem hlut á að máli.“ Gegn grundvallarreglum í bók sinni kannar Sigurður Lín- dal, hvort lög og regluverk um stjórn búvöruframleiðslunnar sam- ræmist grundvallarreglum íslenskr- ar stjórnskipunar, hvort reglurnar fullnægi þeim kröfum, sem gera verði til réttarskipunar í ríki, sem lýtur þingbundinni lýðræðisstjóm og getur af þeim sökum kallast réttarríki. Niðurstaða hans er sú, að lögin skerði tæplega atvinnufrelsi, sem er verndað með 69. gr. stjórnar- skrárinnar. Hins vegar telur hann, að þau standist ekki kröfur, sem Björn Bjarnason „Umræðurnar um EES- samninginn hafa að nokkru snúist um, hve mikill hann og fylgi- skjöl hans eru að vöxt- um og að ýmsu leyti torskilin. Mér segir svo hugur, að búvörulögin og þær reglur, sem þeim fylgja, séu jafnvel seigari undir tönn en EES-samningurinn. “ gera verði á grundvelli 2. gr. stjórn- arskrárinnar um skiptingu valds og 67. gr. um vernd eignarréttar. Ef lögin bijóti ekki beint í bága við þessar tvær greinar stjórnarskrár- innar, samrýmist þau að minnsta kosti ekki þeim grunnhugmyndum, sem að baki þeim búa. í bók sinni minnir lagaprófessor- inn á, að þeirri skoðun vaxi fylgi, að í réttarríki verði lög að full- nægja ákveðnum kröfum, nánar til- tekið verði þau að vera almenn; stöðug; aðgengileg og skynsamleg. Telur hann, að búvörulöggjöfín full- nægi ekki þessum skilyrðum og segir í lok úttektar sinnar á þessum þætti: „Regluverk um framleiðslu- stjórn í landbúnaði er afar óskýrt og ruglingslegt, eitt helzta einkenni þess eru óljós, teygjanleg og marg- ræð heimildarákvæði. Afleiðingin er í ráun mikil óvissa um réttar- stöðu manna sem reglunum eiga að lúta.“ Enginn ábyrgur Fyrir alla, sem vilja veija lýðræð- islega stjómarhætti, hlýtur að vera töluvert áhyggjuefni að lesa hina harkalegu gagnrýni Sigurðar Lín- dals á það, hvernig staðið hefur verið að setningu laga og reglna um einn af höfuðatvinnuvegunum. Innan veggja Alþingis er málsvöm- in líklega á.þann veg, að með hinni opnu löggjöf hafí bændum sjálfum verið gefið tækifæri til að koma skynsamlegri stjórn á framleiðslu sína. Það em hins vegar bændur, sem fóm þess á leit við Sigurð Lín- dal, að hann kannaði stjórnskipu- legt gildi löggjafarinnar og regln- anna, sem settar voru með vísan til hennar. Þeir óttuðust um réttar- stöðu sína. Andmælendur Sigurðar telja vafalaust, að hann sé hallur undir sjónarmið umbjóðenda sinna. Er þá röksemdafærslan komin í þann hring, að bændur geti sjálfum sér um kennt. Hvernig sem á málið er litið blas- ir sú staðreynd við, að þeir, sem lúta lögunum um framleiðslustjórn í landbúnaði eiga ákaflega erfitt með að kalla einhvern til ábyrgðar vegna laganna' og regluverksins. Sífellt er verið að breyta reglunum, sem að mati Sigurðar Líndals „veita enga leiðsögn, ekkert aðhald og enga vernd — staða mála í landbún- aði verður áþekk og í umferð án markvissra umferðarreglna.“ Ný búvörulög Á liðnum vetri boðaði Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra heild- arendurskoðun á búvöralögunum. Sagði ráðherra, að stefnt væri að því að fmmvarp að nýjum búvöru- lögum yrði lagt fyrir Álþingi haust- ið 1992. Það kann því að gefast tækifæri til þess að samþykkja endurbætt lög um framleiðslu á landbúnaðarvörum um svipað leyti og lög um aðra atvinnustarfsemi er færð í nútímalegt horf með samningum um evrópska efnahags- svæðið og fylgifrumvörpum hans. Vonandi verður staðið af jafnmikilli nákvæmni að setningu nýrra bú- vörulaga og að meðferð á samn- ingnum um EES. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Hcykjuvík. ♦ ♦ ♦---- Rokktónleikar LAUGARDAGINN 13. júní gang- ast Klúbbur Listahátíðar og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur fyrir tónleikum á Lækjartorgi. Þar munu ungir og efnilegir tónlistarmenn leika frá kl. 15-20. Eftirtaldar hljómsveitir koma fram: Sororicide, Kolrassa krókríð- andi, In Memoriam, Lipstick Lov- ers, íslenskir tónar, Gor, Cremati- on, Cranium og Extermination. Á þessum tónleikum gefst gott tæki- færi til að kynnast þeirri tónlist sem yngri kynslóð tónlistarmanna er að fást við. Góóandoginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.