Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992
Minning:
Vilhelm Steinsen
fyrrum bankafulltrúi
Fæddur 28. júlí 1903
Dáinn 4. júní 1992
Látinn er í Reykjavík tengdafað-
ir minn Vilhelm Steinsen fyrrum
bankafulltrúi í Landsbanka íslands.
Hann var fæddur í læknishúsinu í
Ólafsvík, einkabam foreldra sinna
Halldórs Steinsen læknis og konu
hans Guðrúnar Katrínar Jónsdóttur
frá Borgargarði við Djúpavog. Að
Vilhelm stóðu miklar ættir. Halldór
faðir hans var fæddur í Hvammi í
Dölum 31. ágúst 1873 þar sem fað-
ir hans séra Steinn Steinsen var
þjónandi prestur um 10 ára skeið.
Kona séra Steins og móðir Halldórs
var Vilhelmína Steinsen, f. Biering,
dóttir Mórits Biering kaupmanns í
Reykjavík sem ættaður var frá
Árósum og konu Mórits, Ingibjarg-
ar Robb af Robb-ættinni frá Liv-
erpool. Guðrún Katrín móðir Vil-
helms og kona Halldórs var af hinni
kunnu ætt frá Núpshjáleigu á Beru-
fjarðarströnd, bamabam Jóns Jóns-
sonar í Núpshjáleigu og Ásdísar
hinnar fögm. I bókinni „Faðir
minn“ skrifar Ríkharður Jónsson
'um föður sinn Jón Þórarinsson frá
Núpshjáleigu sem var systkinabam
við Guðrúnu frá Borgargarði. Þar
vitnar Ríkharður í séra Áma Þórar-
insson sem sagði um Guðrúnu:
„Hún var ægilega fögur, hún var
bara vansköpuð af fegurð, hún var
drottning, hún var gyðja, hún var
fegursta kona á jörðu“. Og svo
bætir Ríkharður við „svona geta
þeir sem mælskuna hafa sagt um
konur, en menn síður“. Þessi um-
mæli hæfa vel þeim myndum sem
Við höfum séð af Guðrúnu, enda
er allt þetta fólk mjög laglegt og
vel af Guði gert, án þess að lasta
aðra.
Halldór Steinsen tók við Ólafs-
víkurlæknishéraði aldamótaárið og
settust þau hjón að í læknisbústaðn-
um á staðnum. Þama ólst Vilhelm
upp í skjóli foreldra sinna og ætt-
ingja, þó hann væri einbimi ólust
upp að miklu leyti í læknishúsinu
tvö frændsystkini hans, þau Katrín
Lúðvíksdóttir systurdóttur frú Guð-
rúnar og Júllus Bernburg. Katrín
dvaldi hjá þeim frá 12 ára aldri og
lést hér í Reykjavík í október 1988.
Móðir Júlíusar, Anna, og Vilhelm-
ína, amma Vilhelms, vom systur.
Júlíus kom 11 ára gamall í læknis-
húsið og vom því flestar og bestar
bemskuminningar Vilhelms tengd-
ar Júlíusi, því það er eins og þær
sitji í fyrirrúmi í hugskotinu allt líf-
ið, ef til vill vegna þess að á því
aldursskeiði kann maðurinn að
njóta lífsins, ber aðeins ábyrgð á
sjálfum sér og er áhyggjulaus. En
alltaf þegar Vilhelm minntist æsku-
áranna í Ólafsvík byijuðu allar setn-
ingamar á því, þegar við Júlli gerð-
um þetta og þegar við Júlli gerðum
hitt og þá fóram við öll að hlæja.
Þessir tveir menn voru ekki aðeins
frændur og vinir allt lífíð, heldur
stór hluti af lífí hvors annars, þeir
áttu saman sínar veiðiferðir árlega
og góður samgangur var við heim-
ili Júlíusar og Hönnu konu hans
alla tíð. Þeim Bemburghjónum em
nú færðar þakkir frá sonum og íjöl-
skyldum þeirra fyrir ævilanga
tryggð og vináttu við Vilhelm og
Kristensu í þessu lífí. Megi góður
Guð vera með þeim á efri ámm.
Vilhelm fór til náms í Verslunar-
skólanum sem þá var tveggja vetra
skóli og lauk þar námi 1922 þá 19
ára gamall. Sama ár hóf hann störf
í Landsbanka íslands og þar átti
hann sína starfsævi í 51 ár eða þar
til hann lét af störfum 70 ára gam-
all samkvæmt lögum þar um.
Vilhelm var traustur starfsmaður
sem hvergi mátti vamm sitt vita.
Þvl var ekki að undra þó honum
væri snemma falið starf deildar-
stjóra I sparisjóðsdeild bankans og
því starfí gegndi hann af trú-
mennsku til starfsloka. Hann var
kröfuharður maður bæði við sjálfan
sig og starfsfólk sitt og er það víst
að þau ungmenni sem unnu undir
hans stjóm kunnu að meta trú-
mennsku hans gagnvart yfírmönn-
um sínum og dásömuðu hann sem
yfírmann. Margt af þessu fólki hef-
ur haldið tryggð við hann æ síðan
og em því hér færðar þakkir fyrir
það.
Það em til margar sögur af Vil-
helm sem ungum manni. Hann var
hraustur og sterkur á þeim ámm
vel á sig kominn og vílaði ekki fyr-
ir sér hlutina og margar sögur vom
af honum sagðar bæði við leik og
störf. í Fróðárhreppi utan við Ólafs-
vík vom margar hjáleigur, smábýli
frá höfuðbólunum. Hjáleigubændur
stunduðu fjárbúskap og útræði til
að framfleyta fjölskyldum slnum.
Ein af þessum hjáleigum var Gata
og þar bjuggu þau hjónin Steinunn
Vigfúsdóttir og Sigurgeir Árnason
sem áttu 5 dætur hveija annarri
glæsilegri. Yngsta Götusystirin
varð hamingja Vilhelms. Hann
kvæntist Kristensu Mörtu þann 13.
október 1928 og settu þau upp
heimili sitt I Reykjavík. Fyrst á
Freyjugötu, en byggðu síðan hús
með öðrum við Ásvallagötu 29 og
bjuggu þar til 1934 er þau fluttu I
nýtt einbýlishús að Sólvallagötu 55
sem þá hét Sellandsstígur 5. Þarna
lifði og hrærðist fjölskyldan I sam-
býli við leigjendur eins og þá var
títt, þau voru sjaldnast ein I húsinu
I þau tæpu 30 ár sem þau bjuggu
þar. Börnin lærðu því strax að taka
tillit til annarra I daglegri um-
gengni því oftast var þetta eldra
fólk. í stóra homherberginu á efri
hæðinni leigðu mæðgur 128 ár, þær
Pálína Pálsdóttir og dóttir hennar
Sigríður Einarsdóttir. Pálína lést
fyrir 1940, en Sigríður dóttir henn-
ar fylgdi fjölskyldunni þar til 1962
að hún fór á elliheimilið Gmnd. Það
þótti alltaf sjálfsagt þegar veislur
eða eitthvað álíka var hjá okkur
bömunum að Sissý (Sigríður) væri
alltaf tekin með, hún aldrei skilin
eftir ein heima. Langamma Stein-
unn, móðir Kristensu, dvaldi einnig
á heimili þeirra hjóna eftir lát
manns síns 1947. Það var kona sem
var hvers manns hugljúfí og alltaf
gleði I kringum hana og vom barna-
bömin henni sérstaklega góð. Stein-
unn langamma lést 1967 og var
jarðsett I Ólafsvíkurkirkjugarði, við
hlið manns síns. Ég er afar þakklát
fyrir það að hafa verið samferða
þeirri konu.
En árið 1963 byggja þau Vilhelm
og Kristensa sér hús I Hjálmholti 3
með Guðríði systur Kristensu og
Gunnlaugi manni hennar, þar
bjuggu þau uns Kristensa lést 19.
desember 1982.
Þau hjón eignuðust Ijögur yndis-
leg böm: Guðrúnu f. 9. maí 1929
d. 27. apríl 1953, Garðar f.19. nóv-
ember 1931, Önnu Katrínu f. 17.
febrúar 1935 d. 9. júní 1965, yngst-
ur er Öm f.ll. janúarl940.
En þau fóru heldur ekki varhluta
af sorginni því Guðrún lést úr
krabbameini 27. apríl 1953 eftir
erfíð veikindi aðeins 23 ára gömul.
Hún var gift Emil Ágústssyni borg-
ardómara f.ll. september 1926 d.
20. október 1983. Höfðu þau verið
gift I átta mánuði er hún lést. Síðan
liðu aðeins tólf ár en þá var Anna
Katrín, yngri dóttirin, hrifín burt
frá manni og tveimur ungum dætr-
um, þar var sami vágesturinn á
ferð. Hún var gift Þorvaldi Jónssyni
skipamiðlara f.17. júní 1936. Það
var mikill harmur að horfa á dætur
sínar vaxa upp, sjá þær blómstra
og verða að mætum borgumm, sem
svo em felldar sem strá á engi.
Þessi sorg var þeim þung að ekki
sé meira sagt, en þau létu ekki
bugast en beygðu sig fyrir þeim sem
öllu ræður, því allt hlýtur þetta að
hafa einhvem tilgang.
Vilhelm var mikill heimilisfaðir
og það má segja að heimilið og vinn-
an hafí verið honum allt, sem svo
var um flesta af hans kynslóð.
Hann var alltaf að og ekki kominn
fyrr heim en hann fór I heimafötin
og var á augabragði kominn út I
garð eða niður I geymslu til að lag-
færa eða ditta að einhveiju. Hann
var mikill garðræktarmaður og
hafði svo sannarlega „græna fíng-
ur“, dúllaði við ýmislegt smávegis
sem okkur fannst kannski ekki allt-
af vera aðalmálið. Mér er minnis-
stætt þegar við Garðar giftum okk-
ur þá tók hann upp kampavíns-
flösku og skálaði við okkur, en svo
hellti hann úr annarri flösku I glös-
in, það var heimalagað rabarbara-
vín, sem hann hafði sjálfur lagað
og kelað við I heil fimmtán ár.
Okkur fannst öllum vínið hans betra
og það vom þau laun sem hann
vildi. Þökk sé honum fyrir þessa
kvöldstund.
Þó hann væri mikið heima við
og sinnti heimili sínu tók hann þátt
I félagsstörfum meðal bankamanna
og var einn af stofnendum starfs-
mannafélags Landsbanka íslands
og síðan heiðursfélagi þess. Hann
var einnig lengi I stjórn átthagafé-
lags Snæfellinga og Hnappdæla og
formaður þess um árabil. Vilhelm
kunni vel að vera meðal vina og
gleðjast á góðri stund, alltaf kátur
og hress, mikill veitandi enda höfð-
ingi I lund. Þau hjón áttu sinn fasta
vinahóp, fólk sem við börnin kynnt-
umst og tókum sem sjálfsagða við-
bót við okkar kunningja og vini,
öllu því fólki eru hér færðar þakkir
fyrir tryggð og vináttu liðinna ára.
Vinunum fækkaði og skólasystk-
inahópurinn frá 1922 er orðinn
ansi rýr, en þetta er víst eins og
það á að vera „því eigi má sköpum
renna“. Nú er hann farinn I ferðina
löngu, þessa sem við öll fömm að
lokum, síðustu árin vom honum
dimm, hann var aldrei samur maður
eftir að kona hans lést, því hún var
ekki bara eina ástin I lífí hans, held-
ur var hún honum lífíð sjálft. Nú
er hann laus við íjötrana og nú
man hann, sér og skilur allt, því
nú er myrkrinu aflétt. Ef við skiljum
tilgang Iífsins rétt, þá hefur verið
mikill fagnaðarfundur hjá eigin-
konu og dætrunum tveimur er þær
tóku á móti honum á ókunnri
strönd. Hann var hvíldinni feginn
og honum sé þökk fyrir samfylgdina
I rúmlega fjörtíu ár. Góður maður
er genginn, minning hans lifír með-
al niðja hans.
Synir Vilhelms og fjölskyídur
þeirra senda starfsfólki Hrafnistu I
Reykjavík kærar þakkir fyrir þá
umhyggju og ástúð er Vilhelm naut
I þau níu ár sem hann dvaldi þar.
Því fólki verður aldrei fullþakkað.
Ásthildur G. Steinsen.
Ég get ekki skrifað um afa án
þess að minnast á ömmu mína,
Kristensu Mörtu, sem lést árið
1982. Ég var I útlöndum við nám
þegar amma mín dó. Hún kvaddi
mig um haustið þegar ég fór utan
með miklum trega og sagði þetta
vera síðasta skiptið sem hún sæi
mig. Mér fannst það óþarfa svart-
sýni og sló á létta strengi, sagði
að áður en hún vissi af yrði komið
vor og hún skyldi ekki verða hissa
þó að ég kæmi heim með útlenska
konu. Amma hristi höfuðið og
faðmaði mig að skilnaði. Minningin
um tár hennar þann dag hefur fylgt
mér síðan. Hún lést I desember
sama ár. Ég vildi óska að ég hefði
fengið annað tækifæri að kveðja
ömmu mina og þakka henni fyrir
Bjöm Hjartarson
Samstarf okkar við Bjöm hófst
á haustmánuðum 1990 þegar tekin
var ákvörðun um sameiningu útibú-
anna á Laugavegi 105 og I Banka-
stræti 5.
Það var óneitanlega ákveðinn
kvíði sem fylgdi þessari sameiningu
eins og ávallt þegar ókunnir aðilar
hefja samstarf. En það reyndist
ástæðulaust að hafa miklar áhyggj-
ur af samstarfí við Bjöm, hér var
á ferðinni maður sem tók á öllum
vandamálum með sínum einstaka
léttleika og kímni. Bjöm var sér-
staklega samvinnuþýður á öllum
sviðum og ótrúlega jákvæður gagn-
vart öllum breytingum. í gegnum
tíðina hafa persónutöfrar Bjöms
heillað fleiri en okkur I Banka-
stræti, um það geta vitnað ánægðir
viðskiptavinir hans síðustu 35 árin.
Því miður nutum við samstarfsins
aðeins I tæp tvö ár, en eitt er víst,
að andi Bjöms mun fylgja útibúinu
um ókomna framtíð.
Við þökkum ánægjulega sam-
fylgd og vottum fjölskyldunni okkar
dýpstu samúð.
Samstarfsfólk í Bankastræti 5.
Það eina sem hægt er að ganga
að sem vísu I þessu jarðneska lífi
er að það endar alltaf á einn veg.
Líkt og eftir sólríkan sumardag þá
húmar að kvöldi. En ólíkt daganna
eilífu hringrás þá vitum við ekki
hvenær eða hvemig.
Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis
barið,
' ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið,
ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið:
Hér kvaddi lífíð sér dyra, og nú er það farið.
(Jón Helgason)
Auðvitað er það fráleitt að betra
sé að vita hvenær kallið kemur því
nóg er kapphlaupið samt. Hjá Birni
Hjartarsyni skein lífssólin skært og
hann naut þess að baða sig I henni.
Kynni okkar Björns hófust fyrir
um 7 ámm þegar ég hnípinn reyndi
að komast óséður inní herbergi
Ástu dóttur hans. En ég var gripinn
glóðvolgur af verðandi tengdaföður
og settur á stól inn I stofu. Þar
tókust með okkur slík kynni að mér
fannst ég hafa þekkt hann I mörg
ár.
Okkar bönd áttu eftir að styrkj-
ast betur og varð hann lærifaðir
minn I svo mörgu sem mun gagn-
ast mér um ókomna tíð. Hjá tengda-
föður mínum lærði ég það lífs-
mynstur sem eiginmaður ballet-
kennara þarf að tileinka sér, hann
kenndi mér mikilvægi þess að ég
kynni eitthvað fyrir mér I elda-
mennsku því matmálstíminn getur
verið óreglulegur, þar vantaði svo
sannarlega herslumuninn. Bjöm
var frábær kokkur og fara fáir I
hans spor I þeim efnum. Bjöm
kenndi mér líka að veiða lax en
laxveiðin var eitt af hans aðal
áhugamálum. Um sumartímann
átti Borgarfjörðurinn hug hans all-
an og var oft unun að fylgjast með
honum við gróðursetningu I landinu
þar sem þau Sigríður byggðu sum-
arhús fyrir um 30 ámm. Þar hafði
Bjöm verið I sveit I mörg sumur
sem ungur maður. Bjöm þekkti
Borgarfjörðinn orðið mjög vel og
kunni skil á flestu því fegursta sem
Borgarfjörðurinn skartar. Þar bera
gróðursælir reitir fagurt vitni manni
sem mat svo mikils græðingu lands-
ins. í sumarbústaðinn sótti Björn
orku sem hann nýtti I daglegu líi.
Björn var listelskur maður. Þar var
sama hvort um varð að ræða mynd-
list, ritlist, eða dans. Hann tók af
lífi og sál þátt I skólastarfí Sigríðar
konu sinnar og rekstri balletskólans
sem nú I vor hélt uppá 40 ára af-
mæli sitt. Á afmælissýningunni
mátti sjá mann sem lék á als oddi,
stoltan og glaðan. Bjöm var mikill
fjölskyldumaður og var ævinlega
hrókur alls fagnaðar hvort sem I
hlut áttu ungir eða aldnir. Ég veit
að hans verður sárt saknað af
bamabörnunum á Lundum, þeim
Sigríði Theódóru og Sigurði Gísla,
en þeir höfðu bundist sterkum vin-
áttuböndum. Starfsferil Bjöms ætla
ég mér ekki að rekja hér enda var
það ekki sú hlið sem ég þekkti. En
það sem ég greindi var að hann var
nýjungagjam og tók öllum breyt-
ingum sem áttu sér stað með ein-
staklega jákvæðu hugarfari. Ef ég
ætti að lýsa Bimi sem best I einni
setningu þá myndi ég gera það
þannig: „Hann var lifsglaður
húmoristi með alvarlegu ívafí.“
Ég vil þakka samfylgdina þennan
allt of stutta tíma. Hans er sárt
saknað. Blessuð sé .minning hans.
Guðni B. Guðnason.
Stundum verður maður svo lán-
samur á lífsleiðinni að kynnast fólki,
sem gefur manni meiri trú á lífíð
en flestir aðrir gera. Það er svipað
og verða fyrir andlegri reynslu.
Björn Hjartarson var einn þeirra,
sem gaf slíka trú. Hann flutti já-
kvæðan lífsblæ og andlegan þrifn-
að, sem hafði þau áhrif, að það
vakti virðingu gagnvart tilverunni.
Hann var yfírlætislaus maður, en
fyrirmennskan leyndi sér ekki I fasi
og viðmóti, sem endurspeglaði
ákveðna reisn.
Kynni af honum voru ekki ýkja
löng, en urðu æ nánari. Hann var
I þeirri vandasömu stöðu að stýra
peningastofnun. Slíkt hlýtur að
hafa verið örðugt hlutverk fyrir
mann góðleika og mannlegheita
eins og hann var. Bjöm var borinn
og bamfæddur Reykvíkingur, Vest-
urbæingur og dæmigerður sem slík-
ur. Þegar undirskráður kom alfar-
inn að norðan síðla árs 1960 varð
hann fyrir því happi að kynnast
nokkmm fjölskyldum úr gamla
Vesturbænum I Reykjavík. Hann
komst fljótt að raun um, að þetta
fólk og þessi heimili I Vesturbænum
vom gædd góðum hefðum, fast-
heldni og tryggð og eðalíhaldssemi,
sém kom fram I ýmsum myndum.
Þetta fólk varð eins og stundum
er sagt „beztu vinir í heimi", sem
glöddust yfír velgengni vina og
kunningja, vom lausir við öfund og
illyrmisslúður og urðu harmi slegn-
ir, ef eitthvað dapurlegt henti vini
þeirra. Svona var sumstaðar mórall-
inn I Vesturbænum I gamla daga,
og trúlega þrífst þessi andi þar
enn, þessi sami andi og var, þrátt
fyrir breytta sálfræði I samfélaginu.
Að hitta Björn Hjartarson að
máli, að tala við hann augliti til
auglitis eða bara I síma, þá var eins
og hversdagsleikinn fengi á sig
geðslegan blæ, sem minnti á and-
ann, sem sá, er þetta ritar, kynnt-
ist hjá góðu fólki I Vesturbænum
fyrir rúmum þrjátíu árum. Björn
var einn þessara húmorista, sem
undir niðri em alvörumenn, en
bjóða hins vegar ekki upp á neitt
neikvætt I mannlegum samskiptum.
Hann var einn þeirra, sem vinir og
kunningjar og ókunnugir virtu að
bragði vegna persónuleika hans.
Hann var granni undirskráðs I
Seljahverfí, bjó töluvert ofar snjó-
línu en fyrrgreindur, sem einhvem
sinni varð að gamanmáli milli okk-
ar. Oftast var slegið á létta strengi,
þegar hitzt var. Meira að segja var
eitt sinn rifjuð upp minning um
próf I forspjallsvísindum I Háskól-
anum vorið ’49, sem báðir þreyttu
sama daginn, og annar kom upp I
reiðinni, sem náttúrlega þurfti að
vera greinarhöfundur. Mig minnir
að Bjöm hafi hins vegar komið upp
I kurteisinni.
Stundum talaði hann um fegurð
íslands og náttúrutöfra landsins.
Hann var hrifínn af Borgarfirði eins
og fleiri. Þar átti hann dýrlegar
stundir. Hvemig sem á því stendur,
er einhver blær þar ríkjandi sem