Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992
11
LISTAHÁTIÐ I REYKJAVIK 1992
Aukatónleikar Undrabarn-
anna fimm frá Rússlandi
Hestamót helgarinnar:
Opnar skeiðkappreiðar
Fimm mót haldin um helgina
AF ÞEIM fimm hestamótum sem haldin varða um helgina bera hæst
mót Harðar í Kjósarsýslu á Varmárbökkum, mót Geysis á Gaddstaða-
flötum þar sem einnig verður kynbótasýning og mót Mána á Suðurnesj-
Hjá Herði hefst mótið í dag kiukkan
17.00 föstudag með dómum á B-
flokki gæðinga og í beinu framhaldi
dómar á A-flokki. Á laugardag hefst
dagskráin klukkan 13.00 með úrslit-
um í gæðingakeppni, kappreiðar
hefjast klukkan fjögur. Verður skeið-
ið opið en mótinu lýkur á laugardag.
Hjá Geysi stendur sjálft mótið yfir
laugardag og sunnudag en kynbóta-
dómar hafa staðið yfir alla vikuna
og verður úrvalið væntanlega sýnt á
sunnudag. Sömuleiðis verður um
tveggja daga mót að ræða hjá Mána
en þeir halda sitt mót á Mánagrund
í Keflavík. Á morgun laugardag
verða Ljúfur í Hveragerði og Háfeti
í Þorlákshöfn með sameiginlegt mót
að Faxholti og íþrótadeild Smára
verður með íþróttamót sitt að Flúð-
um.
Þá verða skagfirðingar með kyn-
bótasýningu á Vindheimamelum á
sunnudag en dómar hófust í gær
fimmtudag.
Húsíð opnað kl. 19.00
Dagskrd: Pétur Sigurðsson, formaður sjómannadagsrdðs, setur hóftð.
Ingimar Eydal leikurfyrir matargesti.
Þorvaldur Halldórsson syngur sjómannalög.
| Model '79 sýna sjóstakkafrd MAX
Berglind Bjórk dsamt bldu sveiflunni.
Stórghesileg sýning d „ Can can “ dönsum.
__________Matseðill____________
Sjdvarréttasúpa
LambafiUe með Rósenpiparsósu
fs með jarðarberjakremi
Verð kr. 4.100
Hljómsveit Ingimars Eydalleikur jyrir dansi til kl. 03.00
Kyntiir kvöldsins:
Rósa Ingóljsdóttir
Miða- og borðapantanir á staðnum og í síma 687111.
HQTELiSLAffi)
Bónstöð
Höfum fengið í einkasölu mjög þekkta bónstöð
miðsvæðis í Reykjavík.
Góð viðskiptasambönd. Verð 1.2 millj.
VIÐSKIPTAÞJÓNUSTAN
Ráðgjöf ■ Bókhald ■ Skattaaðstoð ■ Kaup og sala fyrirtœkja
Síðumúli 31 ■ I0H Reykjavík ■ Sími 68 92 99 ■ Fax 68 1945
Kristinn B. Ragnarsson, viðskiptafrœðingur
TÓNLEIKAR Undrabarnanna fimm frá Rússlandi á Listahátíð verða
í Þjóðleikhúsinu 15. júní nk. Strax í upphafi Listahátíðar seldust
aðgöngumiðar að tónleikunum upp og hefur nú verið efnt til aukatón-
leika 16. júní í Þjóðleikhúsinu.
Auk þess leika Undrabömin á
tónleikum á ísafirði 13. júní og á
Akureyri 14. júní.
Rússnesku unglingamir fimm
eiga það sameiginlegt að teljast
undraböm í tónlist og hafa hvert
um sig haldið tónleika víða um lönd
og leikið inn á hljómplötur og -diska
Frá flutningi á óratóríunni Messías eftir Handel í Háskólabiói 5. júni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ORATORIAN MESSIAS
Tónlist
Soffía Guðmundsdóttir
Einsöngvarar:
Hanna Dóra Sturludóttir, sópran.
Þóra Einarsdóttir, sópran.
Þórunn Guðmundsdóttir, sópran.
Sigríður Elliðadóttir, alt.
Sigrún Jónsdóttir, alt.
Sverrir Guðjónsson, kontratenór.
Björn I. Jónsson, tenór.
Guðlaugur Viktorsson, tenór.
Jón Rúnar Arason, tenór.
Bjarni Thor Kristinsson, bassi.
Eiríkur Hreinn Helgason, bassi.
Ragnar Davíðsson, bassi.
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Stjórnandi: Jón Stefánsson.
Á þeirri Listahátíð, sem stendur
yfir þessa dagana, hefur hver
merkisviðburðurinn rekið annan.
Erlendir listamenn hafa borið okkur
andblæ af ýmsum sviðum heimslist-
arinnar eins og hún gerist vegleg-
ust, og íslenzkir listamenn láta ekki
sinn hlut eftir liggja. Þetta tvennt
hlýtur ævinlega að vera megininn-
tak og tilgangur, þegar efnt er til
Listahátíðar; að opna sýn til um-
heimsins og jafnframt njóta þess
sem okkar eigin listamenn hafa
unnið og eru að vinna að, íslenzkri
menningu til eflingar.
Tónleikarnir í Háskólabíó, er 250
manna kór, einsöngvarar og Sinfón-
íuhljómsveit íslands fluttu óratór-
íuna Messías eftir Handel undir
stjórn Jóns Stefánssonar, báru
ágætt vitni þvi starfí, sem innt hef-
ur verið af hendi hina síðari áratugi
á sviði söng- og tónmenntar hér á
landi. Sú var tíðin, að það var ein-
stakur merkisviðburður, er fullhug-
ar í hópi tónlistarmanna stóðu fyrir
flutningi öndvegisverka tónbók-
mennta. Þótti oft í mikið ráðizt og
sætti tíðindum. Æft var af kappi
mánuðum saman. Mér telst svo til,
að rúmlega hálf öld sé liðin frá því
að Páll ísólfsson stjórnaði flutningi
á Sköpuninni eftir Haydn, og ári
síðar var Messías Handels fluttur
undir stjórn Viktors Urbancic. Síð-
an hefur margt gerzt. Nú er hóað
saman fólki héðan og þaðan, haldn-
ar eru örfáar æfingar, söngfólkið
kemur með sína bók og syngur
Messías. Einsöngvarar, að þessu
sinni tólf talsins, eru til kvaddir,
ungir söngvarar, sem eru að hefja
flugið „á vængjum söngsins". Þeir
stóðu sig vel, sumir ágætlega, voru
sjálfum sér til sóma svo og þeim,
sem staðið hafa að þeirra skólun
og músíkuppeldi. Og það var meira
að segja kontratenór í þeirra hópi
Sverrir Guðjónsson, sem söng fag-
urlega altaríuna O thou that tel-
lest. Við stjórnvölinn var Jón Stef-
ánsson, og er skemmst frá að segja,
að þetta var svipmikill flutningur
og stór í sniðum. Undir frábærri
stjórn Jóns náðist einmitt sá upp-
lyfti fagnaðarríki blær, sem er svo
einkennandi fyrir Messías Handels
þar sem hið stórfenglega birtist
með yfirburðum einfaldleikans. Það
ríkti mikil stemmning í Háskólabíó
á þessum tónleikum og áheyrendur
þökkuðu flytjendum og stjórnanda
innilega. Hallelújakórinn var svo
endurtekinn í lokin svo sem vera
ber, við mikinn fögnuð viðstaddra.
Bandamanna-
saga fær góð-
ar viðtökur
SÝNINGUM á leikgerð
Sveins Einarssonar á
Bandamannasögu hefur
verið vel tekið. Tvær síð-
ustu sýningar í Norræna
húsinu verða um næstu
helgi, laugardaginn 13. júní
kl. 17 og sunnudaginn 14.
júní kl. 15. Ekki verða fleiri
sýningar á verkinu á Lista-
hátíð.
Bandamannasaga er sam-
vinnuverkefni milli Norræna
hússins og leikhópsins, og var
sérstakt framlag þessara aðila
til Norrænna leiklistardaga
sem fóru fram um hvítasunn-
una. Höfundur leikgerðarinn-
ar og leikstjóri er Sveinn Ein-
arsson.
frá unga aldri. Þau koma hingað á
vegum samtaka er nefna sig New
Names sem voru stofnuð í Rúss-
landi 1989.
Þeir sem fram koma á tónleikun-
um eru Grígoríj Goijatsjov, 15 ára
gítarleikari frá Pétursborg, Alex-
ander Kobrin, 12 ára píanóleikari
og nemandi við Tónlistarakadem-
íuna í Moskvu, Ilja Konovalov, 15
ára fíðluleikari og nemandi við Tón-
listarakademíuna í Novosibrisk,
Olga Pushetsnikova, 15 ára píanó-
leikari frá Moskvu sem stundar nám
við Central Musical School og Vlad-
ímir Pushetsnikov, 14 ára trompet-
leikari, nemandi við Tónlistaraka-
demíuna í Moskvu og bróðir Olgu.
DAGSKRAIN
ÍDAG
Borgarleikhús: Súkkul-
aði-Mozart, (Mozart au
Chocolat), kl. 20.
Háskólabíó, salur 2:
Opnun Halldórsstefnu
kl. 21.
Klúbbur Listahátíðar,
Hressó
Hljómsveitin Todmobile,
kl. 22.