Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 Reuter Börn að leik í Beirút Á þessarri friðsælu mynd má sjá börn skemmta sér á frumstæðu Parísarhjóli í skemmtigarði í Beirút í Líbanon. Víða um hinn íslamska heim gerðu menn sér dagamun í gær í tilefni af fórnarhátíð músl- ima, Adha. Friður ríkir nú að mestu í Beirút eftir 15 ára blóðuga borgarastyijöld. Fjarlægar plánetur fundnar? Pasadena, Kaliforníu. Reuter. VÍSINDAMENN við Bandarísku geimrannsóknastofnunina, NASA, hafa fundið merki um fylgihnetti í kringum átta stjörnur í 450 ljós- ára fjarlægð, sem þeir telja hugs- anlegt að séu plánetur. Stjörnumar eru í sömu vetrar- braut og okkar sólkerfí, á einu af tveimur svæðum í „nágrenni" jarðar þar sem stjömumyndun á sér stað. Aðstæður þar eru taldar líkar því sem var þegar jörðin og aðrar plánetur mynduðust fyrir um fjórum milljörð- um ára úr gasdiski umhverfís sólina. Vísindamennimir fundu eyður í gas- diskunum umhverfis stjömurnar með mælingum á innrauðum geislum, en það telja þeir merki um að gasið sé farið að þéttast í fylgihnetti. Enn sem komið er telja þeir sig þó ekki geta sagt hvort hnettimir séu daufar stjörnur, svokallaðir brúnir dvergar, eða plánetur á borð við jörðina eða Júpiter. Stjörnufræðingum hefur gengið erfíðlega að fínna ábyggilegar sann- anir fyrir tilvist pláneta utan okkar sólkerfis, en slíkur fundur myndi ekki einungis auka skilning á mynd- un sólkerfisins, heldur eflatrú manna á því að líf fyndist á öðmm stöðum en jörðinni. Vaxandi andstaða við Maast- richt-samninginn í Evrópu Bonn, Brussel, Dyflinni, París. Reuter. ANDSTAÐA við Maastricht-samkomulagið hefur vaxið í mörgum ríkjum Evrópubandalagsins eftir að Danir höfnuðu því í þjóðarat- kvæðagreiðslu í síðustu viku. Hópur þýskra hagfræðinga fordæmir - samninginn í sérstakri yfirlýsingu og aukinnar tortryggni gætir gagnvart honum á meðal franskra og þýskra þingmanna. í yfirlýsingu 62 virtra hagfræð- inga í Þýskalandi, sem birt var í gær, er Maastricht-samkomulagið fordæmt og því lýst sem óþörfu skrefí, sem sé líklegt til að stefna frekari samrunaþróun í Evrópu í voða. Hópurinn er hlynntur evr- ópsku myntbandalagi og frekara efnahagssamstarfi Evrópubanda- lagsins (EB) en telur að Maastricht- samkomulagið sé byggt á veikum gmnni og að hroðvirknislega hafi verið að því staðið. „Það em niður- stöður Maastricht-fundarins, en ekki andstaðan við þær, sem stefna sammna Evrópuríkja, án átaka, í hættu,“ segir í yfirlýsingunni. Masastricht-samkomulagið gerir ráð fyrir að myntbandalagi EB-ríkj- anna og efnahagssamruna þeirra verði komið á í síðasta lagi árið 1999. Hagfræðingamir segja að slíkt verði mörgum ríkjum erfítt, ef ekki ókleift, á svo stuttum tíma og benda einkum á ströng skilyrði samkomulagsins gagnvart verð- bólgu og fjárlagahalla, sem erfítt verði að fullnægja. „Það fínnast engin sannfærandi rök fyrir því, að koma á sameiginlegu myntbanda- lagi Evrópu á meðan álfan er ekki sameinuð í efnahagslegum, félags- legum eða pólitískum skilningi," segja hagfræðingamir í niðurstöð- um sínum. Hingað til hefur ekki borið á mikilli andstöðu í Þýskalandi gegn hinni evrópsku sammnaþróun og hefur gagmýnendum hennar hing- að til oft verið brigslað um dulda þjóðemishyggju. Talið er að niður- stöður dönsku þjóðaratkvæða- greiðslunnar hafí breytt þessu en yfírlýsing hagfræðinganna er þung- vægasta gagnrýnin, sem hefur komið fram á samkomulagið í Þýskalandi. Leiðtogar, þýsku sambandsland- anna óttast að Maastricht-samkom- ulagið muni flytja völd úr höndum þeirra til sambandsstjómarinnar í Bonn eða til stofnana EB í Bmss- el. Ráðherra Evrópumála í Rhein- land-Pfalz, Florian Gerst, sagði í gær að ef um víðtækt valdaafsal yrði að ræða kynni að fara svo, að samningurinn yrði felldur á þingum landanna. Tæp vika er nú til þjóðarat- kvæðagreiðslu um Maastricht- samninginn í írlandi og samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem birtar vom í gær, em 57% íra fylgjandi honum, 28% á móti en 15% tóku ekki afstöðu. Benda má á, að þessi niðurstaða er svipuð mörgum niðurstöðum úr mörgum skoðana- könnunum, sem vom gerðar í Dan- mörku áður en samningurinn var felldur þar í síðustu viku. Séu niður- stöður könnunarinnar marktækar er ljóst að andstæðingar samnings- ins hafa unnið mjög á síðastliðnar vikur en í sambærilegri könnun í síðasta mánuði vom sex af hveijum sjö, af þeim sem tóku afstöðu, hiynntir honum. Fjórir stærstu stjómmálaflokkar írlands styðja samkomulagið. Efri deild franska þingsins sam- þykkti í gær breytingartillögu við Maastricht-samkomulagið sem fel- ur í sér takmörkun á lagasetningar- valdi EB. Þetta er áfangasigur fyr- ir andstæðinga samningsins en þó er talið líklegt að samningurinn verði á endanum samþykktur óbreyttur á sameiginlegum þing- fundi beggja deilda. Eigi að síður hefur frönsku stjóminni mistekist að hraða afgreiðslu samningsins í þinginu eins og hún ætlaði sér. Francois Mitterrand Frakklandsfor- seti útilokar ekki þjóðaratkvæða- greiðslu um samninginn í heild síð- ar á árinu. Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar EB. Evrópubandalagið: Breytingartillögum Breta við Maastricht fremur fálega tekið London. The Daily Telegraph. STJÓRNVÖLD í Danmörku og fleiri Evrópubandalagsríkjum hafa vísað á bug tillögum og tilraunum Breta til að bjarga Maastricht-sam- komulaginu. Þykja þær fremur yfirborðskenndar og jafnvel líklegar til að hafa þveröfug áhríf við það, sem ætlast er. Þjóðveijar hafa þó lýst yfir efnislegum stuðningi við þær þótt þeir vilji ekki breyta samkomulaginu. John Major, forsætisráðherra Breta, sagði í gær að samkomulagið yrði ekki borið undir breska þingið fyrr en í októ- ber, en mikil óánægja hefur verið um það meðal flokksmanna hans. Bretar vilja breyta einu megin- atriði Maastricht-samkomulagsins þannig að það ýti undir að ákvörð- unarvaldið flytjist að nokkru frá Brussel og heim í hérað eða til þjóð- þinga aðildarríkjanna. Anders Fogh Rasmussen, fiármálaráðherra Dan- merkur, hafnaði þessum tillögum á miðvikudag með þeim orðum, að þser breyttu engu um skoðun dan- skra kjósenda, sem felldu Maastric- ht-samkomulagið í síðustu viku. Tillögur Breta um breytingar á Maastricht-samkomulaginu eru ekki aðeins tilkomnar vegna um- hyggju fyrir stöðu Dana innan Evr- ópubandalagsins, heldur ekki síður vegna ástandsins á breska þinginu og andstöðu margra þingmanna íhaldsflokksins við Maastricht. Do- uglas Hurd utanríkisráðherra vill umfram allt komast hjá því, að sam- komulagið verði allt tekið til endur- skoðunar en við það myndu vakna upp aftur í Bretlandi óánægjan með of mikið miðstjómarvald í Bmssel. Þess vegna vill hann reyna að „snyrta" Maastricht-samkomulagið þannig, að unnt verði að bera það aftur undir danska kjósendur. Andi laganna borinn ofurliði í samkomulagsgreininni, sem Bretar vilja breyta segir að megin- reglan sé sú að ákvarðanir séu tekn- ar í aðildaríkjunum sjálfum nema þegar um sé að ræða mál, sem eru svo viðamikil og afdrifarík að þau missi marks nema Evrópubandalag: ið sjálft taki um þau ákvörðun. í sjálfu sér em allir sáttir við þessa reglu, heimastjórnaregluna svo- nefndu, en það hefur sýnt sig í gegnum árin, að embættismennirn- ir í Brussel eru glúmir við að rétt- læta það með tilvísan til Rómar- samningsins að ákvörðunarvaldið í hinum ólíklegustu málum skuli vera í Brussel. Breyting á ákvæðinu væri því marklaus nema nákvæm- lega væri tilgreint hvað væri á vald- sviði ríkisstjórnanna og hvað ekki. Verkamaður kannar skemmdir á byggingu í mið- borg London eftir sprengjut- ilræði í gær. Sprenging í miðborg London TJÓN varð á byggingum í Vikt- oríustræti í miðborg London í fyrrinótt er sprengja írskra hryðjuverkamanna sprakk í ruslatunnu. Atvikið átti sér stað skammt frá aðalstöðvum bresku lögreglunnar og þing- húsinu. Þingið hafði 20 mínút- um áður en sprengingin varð framlengt neyðarlög bresku stjómarinnar á Norður-írlandi. Talið er að í sprengjunni hafí verið um eitt kíló af semtex- sprengiefni. Japanir and- mæla hval- veiðibanni MASAMI Tanabu, landbúnað- ar- og sjávarútvegsráðherra Japans, sagði í gær að sam- þykkti Alþjóðahvalveiðiráðið (IWC) á fundi sínum í Glasgow 28. júní nk. tillögu Frakka um algjört hvalveiðibann við Suð- urskautið gæti það orðið Japön- um tilefni til að yfirgefa hval- veiðiráðið. Lét hann þessi um- mæli falla á mikilli hvalkjötshá- tíð í Tókíó þar sem hundruð stjórnmálamanna, embættis- manna og frægra Japana snæddu ýmsa hvalkjötsrétti til þess að sýna stuðning við að Japanir héldu í fornar matar- og lífsvenjur. Líbýu- menn kaupa hótel í London BRESKA stjórnin veitti í gær leyfí fyrir því að ríkisfyrirtæki í Líbýu fengi að kaupa þriðjung í Metropole-hótelkeðjunni fyrir 177,5 milljónir punda, jafnvirði 18,7 milljarða ISK. Fyrirhuguð kaup Líbýumanna á hótelunum fimm vakti miklar deilur vegna Lockerbie-málsins. Tveimur dögum fyrir ákvörðun bresku stjómarinnar afhentu líbýskir embættismenn breskum stjórn- arerindreka í Genf upplýsingar um samskipti írska lýðveldis- hersins (IRA) og Líbýumanna. S-Týról fær sjálfsforræði ÞRJÁTÍU ára deilu yfírvalda í Vínarborg og Róm um Alto Adige héraðið (Suður-Týról) á Norður-Ítalíu lauk í gær er Austurríkismenn samþykktu áætlanir um sjálfsforræði hér- aðsins, sem ítalska þingið sam- þykkti í ársbyrjun. Þar er með- al annars kveðið á um að opin- berir embættismenn verði að geta mælt bæði á þýsku og ít- ölsku. Ennfremur að skólar verði starfræktir þar sem kennsla fer fram á þýsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.