Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þetta er góður dagur til að njóta lífsins og láta eitthvað eftir sér. Ástin ætti að blómstra, en þú þarft að vara þig á að láta ekki geðvonskuna bitna á röngum aðila. Naut (20. apríl - 20. maí) irfö Fjármálin hafa valdið þér áhyggjum, enda ástæða til að varast alla óþarfa eyðslu. Leit- aðu þér að ódýru áhugamáli. Tvíburar (21. maí - 20. júni) Einhver kann að koma þér í uppnám fyrri hluta dags, og hugsanlega hafa þig fyrir rangri sök. Láttu ekki koma þér úr jafnvægi. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Vinnan ætti að ganga vel hjá þér, sérstaklega síðari hluta aagsins. Farðu gætilega í umferðinni og vertu varkár ef þú ert á ferðalagi. Ljón (23. júlf - 22. ágúst) Þú færð langþráðar fréttir í dag og þér ætti að létta við þær. Kvöldinu verður best varið heima fyrir í faðmi fjöl- skyldunnar. Meyja (23. ágúst - 22. september) Ef þig langar að hafa hreint í kringum þig, skaltu taka til í dag. Skipulagshæfileikar þínir hafa sjaldan verið meiri. Upplagt að raða í skápana. V°g (23. sept. - 22. október) Einhveijir kvillar hafa verið að angra þig og hugsanlega getur þú sjálfur unnið á þeim. Passaðu mataræðið. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Ef þú stendur í stórræðum og hyggst taka fjárhagslegar skuldbindingar, skaltu kanna vel að allt sé með felldu. Kvöldið ætti að verða skemmtilegt. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) & Þú vekur mikla athygli og aðdáun í dag. Á næsta Ieiti eru breytingar á tilfinningalíf- inu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Hinir einhleypu hitta hugsan- lega nýjan vin í dag. Kvöldið lítur út fyrir að verða fjöl- breytt og skemmtilegt. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Brosið gefur lífinu gildi. Stundum ættir þú að hugsa minna og gera meira. í dag verða gerðar kröfur til þín. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) «£* Ástfangnir fiskar eiga góðan dag í vændum. Óvænt uppá- koma er í aðsigi. Stj'órnuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vt'sindalegra staðreynda. DÝRAGLENS nr pVt'MpOfH U( MFSPO É6 fs VBIZP © C A€> TAKA UNDIR. pAE> TOMMI OG JENNI 1 iíSqrú LJUOIxM FERDINAND SMÁFÓLK Jæja þá, hér er samningurinn. YOU GIVE ME THE 0LANKET, ANPI GIVEY0UTHE C00KIE.. % y \ A Þú lætur mig fá teppið og ég gef þér smáköku. PIACE TWE COOKIE ON THE FLOOK, ANP 5TEP BACK TEN PACE5.' Láttu kökuna á gólfið og gakktu tíu skref afturábak! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Hjartaásinn, tólfti slagurinn, er í blindum, en það er hægara sagt en gert að nálgast hann. Suður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ 109 VKG73 ♦ K854 ♦ G72 Norður ♦ 763 VÁ1085 ♦ D762 ♦ D3 Austur ♦ 854 ♦ D9642 ♦ G103 ♦ K4 Suður ♦ÁKDG2 ¥- ♦ Á9 ♦ Á109865 Vestur Norður Austur Suður _ _ — 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Utspil: spaðatía. Til að byrja með er sjálfsagt að drepa á spaðaás og spila lauf- áttu. Þegar vestur setur lítið lauf án þess að depla auga er þristurinn látinn duga í blindum. Drepi austur á kóng, kemst sagnhafi inn í borðið á lauf- drottningu, svo austur verður að dúkka. Falleg vöm, en spilið er ekki búið. Nú koma tvær leiðirtil greina: (1) Taka tvisvar tromp og spila svo laufás og meira laufi. Vestur lendir inni og verður að spila hjarta eða tígli frá kóngum. (2) Taka eitt tromp í viðbót og spila svo laufás og trompa lauf. Þessi spilamennska gengur upp ef vestur á þrílitinn í spaða og enn- fremur þótt austur yfirtrompi ef hann á tígulkóng. Eins og sést vinnst spilið ef fyrmefnda leiðin er farin, en hún verður þó að teljast heldur lak- ari. Umsjón Margeir Pétursson í Panamerísku landsliðakeppn- inni í ár kom þessi staða upp í viðureign stórmeistarans Amador Rodriguez (2.500), Kúbu, sem hafði hvítt og átti leik, og alþjpð- lega meistarans G. Soppe (2.440), Argentínu. Svartur lék síðast 23. - He8-e6? 24. Hxf7! - Rxf7 (hvítur vinnur hrókinn einnig til baka eftir 24. - Kxf7, 25. Hfl+) 25. Dxe6 - Df2, 26. Dd5 - Kh8, 27. Dd2 og með peð yfir og yfirburðastöðu vann hvítur skákina. Átta landslið tóku þátt í keppninni. Þrátt fyrir að Kúbumenn væru með langsterk- asta liðið á pappírnum urðu þeir að deila efsta sætinu með Brasilíu- mönnum. Sveitirnar hlutu 19 v. af 28 mögulegum. 3. Kólumbía 17‘/2 v., 4.-5. Chile og Argentína 1472 v., 6. Mexíkó 13 v., 7. Para- guay 8 v., 8. Uruguay 6‘/2 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.