Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 17 Lítil árétting' um rit- hátt grískra orða eftír Sigurð A. Magnússon Um leið og ég þakka Helga Hálfdanarsyni ágæta og ögrandi grein í Morgunblaðinu 28da maí síðastliðinn í tilefni af greinarkorni eftir mig í vorhefti Skírnis, vil ég leiðrétta hugsanlegan misskilning sem leggja mætti í orð Helga, semsé þann að greinarkorninu hafi verið gegn honum stefnt. Fjarri fer því að ég skipi svo mætum lær- dómsmanni í flokk þeirra íslend- inga sem fákunnandi eru um grfsk- ar menntir, enda hafa þýðingaraf- rek hans og önnur skrif tekið af öll tvímæli um að hann er þaul- kunnugur grfskum menningar- heimi til forna. Ágreiningur okkar um rithátt einstakra grískra nafna og annarra orða stafar fremur af „sérvi.sku“ okkar beggja eða ólíku mati á fyrirliggjandi staðreyndum en mismunandi þekkingarstigi. Til- efni greinarstúfsins í Skírni var hinsvegar sú stórfróðlega bók Nöfn Islendinga (1991) þarsem ritstjór- arnir lenda í algerðum stafsetning- arógöngum þegar þeir skýra upp- runa íslenskra nafna sem úr grísku eru komin. Okkur Helga Hálfdanarson greinir meðal annars á um rithátt orða sem í grísku geyma bókstaf- inn þítu (þetu), en hann hefur und- angengin tæp tvö þúsund ár í munni Grikkja haft sama hljóðgildi og þ — ekki bara „Ný-Grikkja“ einsog Helgi orðar það. Enskumæl- andi þjóðir tákna þetta hljóð með th og halda gríska framburðinum, en á flestum öðrum tungum er t eða th látið koma fyrir þítu og þá fram borið t. Mér hefur ævinlega þótt hvimleiður sá hérlendi kækur að leita til þýskra eða skandínav- ískra fyrirmynda um rithátt þess- ara orða, úrþví við eigum bókstaf sem hefur nákvæmlega sama hljóðgildi og þíta, enda hefur sú hefð góðu heilli til skamms tíma verið ríkjandi hérlendis að virða gríska framburðinn: Agaþon, Amfíþea, Anþía, Areþýrea, Aþena, Aþos, íþaka, Kýþera, Malanþó, Pýþagóras, Tíþónos, Þalía, Þeba, Þemís, Þeseifur, Þessalía, Þessal- óníka, Þetís, Þrakía, Þýestes. Þessi nöfn er flest að finna í Hómersþýð- ingum Sveinbjamar Egilssonar og sóma sér að minni hyggju mun betur í sínum íslenska búningi en væri t eða th látið standa fyrir þ. Hinsvegar er Sveinbjörn ekki full- komlega sjálfum sér samkvæmur og á stöku stað hallur undir dansk- þýsku hefðina, til dæmis þegar Agasþenes er nefndur Agastenes og Egisþos verður Egistus (sem Helgi nefnir Ægistos), en slík frá- vik eru sárafá. Bókavarðan: Ný söluskrá er komin út BÓKAVARÐAN hefur gefið út nýja bókasöluskrá, og er hún sú 63. í röðinni. í skránni er að finna um 1500 bókatitla í margvísleg- um greinum fræða og fagur- fræða, og auk þess tímarit, rit- raðir aðrar, smáprent og ýmis handrit. í Bókavörðunni eru seldar ís- lenskar og erlendar bækur á öilum aldri, allt frá upphafi prentsögu til dagsins í dag. Einnig eru þar með- al annars til sölu handrit ýmisskon- ar, skjöl, gömul hlutabréf og íslensk og erlend póstkort. Bóksöluskráin er send öllum sem þess óska utan Stór-Reykjavíkursvæðisins, en af- hent öðrum í verslun Bókavörðunn- ar í Hafnarstræti 4 í Reykjavík. Vitaskuld er smekksatriði hvort betur fari á að rita þ en t (eða th) í orðum af grískum uppruna, en mér þykir þema tilkomumeira og „íslenskara" en tema og kaþólskur betra en katólskur, sem kannski stafar af grískættaðri sérvisku minni. Hitt liggur nánast í augum uppi, að rita beri grísk nöfn eftir réttum grískum framburði: Þeó- dóra, en ekki Theódóra, Þeódórak- is, en ekki Theódórakis eða Theo- dorakis. Hlálegt dæmi um þá áráttu ís- lendinga að setja th fyrir þ í grísk- ættuðum nöfnum birtist í DV 16da maí síðastliðinn þegar tölvusnill- ingurinn Mímir Reynisson var ætt- færður. Þar var forfaðir okkar, Aþanasíus Bjamason, í tvígang nefndur Athanasíus (þarsem t- hljóð kemur fyrir þ-hljóð) og er vitaskuld forkastanleg fölsun á grísku nafni sem að því leyti er nálega einstætt í íslenskum ann- álum að það var rétt stafsett, að frátalinni latnesku endingunni -us. Á einum stað í grein sinni segir Helgi Hálfdanarson: „Nú hafa grískumenn sagt mér, að hinn forni gríski bókstafur þeta hafi alls ekki verið borinn fram með þ-hljóði, heldur hafi þar verið um að ræða áblásið t-hljóð, sem beinast Iægi við að láta t annast í íslenzkum tökuorðum." Þetta þykja mér satt að segja nýstárleg tíðindi, ekki síst með hliðsjón af annarri klausu í sömu grein: „Hér má því svo við hnýta, að örugg vitneskja um hljóðgildi grískra leturtákna að fo'rnu liggur ekki á lausu.“ Mun mála sannast að fátt verði með fullri vissu staðhæft um þau efni, og því affarasælast að taka mið af þeim framburði sem Grikkir hafa tamið sér á liðnum öldum. íslendingar og Grikkir hafa mátt sæta þeim sérkennilegu ör- lögum að evrópskir fræðimenn tóku sig til og sömdu framburðar- reglur fyrir bæði forngrísku og forníslensku með afleiðingum sem nútímamönnum af báðum þjóðum þykja heldur hjákátlegar, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Erasmus frá Rotterdam mun hafa átt drýgstan þátt í framburðarreglum fyrir fomgrísku sem kenndar voru hluta tillagna nefndarinnar sé rjall- að um úrgangsmál, í öðrum hlutan- um um mengun frá atvinnurekstri en í þeim þriðja um eyðingu hættu- legra efna. Fyrsti hlutinn hafi nú fyrir helgi verið afgreiddur til borg- arráðs, en frá hinum tillögunum verði gengið á næstu tveim vikum. Markmiðin sem nefndin setur fram eru í fyrsta lagi að uppsprett- um úrgangs verði fækkað og dreg- ið úr myndun hans. í öðru lagi er sett fram forgangsröð varðandi meðferð og eyðingu úrgangs, þar sem lögð er áhersla á að endurvinna þann úrgang sem hægt sé að endur- vinna, jarðgera það sem hægt sé að jarðgera, brenna það sem nauð- synlegt þyki að brenna og urða það sem eftir sé. Katrín Fjeldsted segir að til að við háskóla víðasthvar í álfunni frammá þessa öld. Þessi gervivís- indi, sem ég leyfi mér að kalla svo, gerðu þeim sem lögðu stund á grísku og íslensku fyrri alda óþarflega erfitt fyrir að tileinka sér nútíðartungutak Grikkja og íslendinga, enda hafa fjölmargir háskólar um heim allan lagt hinar annarlegu framburðarreglur á hill- una; að minnstakosti á það við um grískuna. Tvíhljóðar og einhljóðar Fyrir tæpum 2000 árum breytt- ist framburður grískrar tungu og einhljóðarnir e og í komu í stað tvíhljóðanna ai, ei og oi. Af þeim sökum er jafnan skrifað á Evrópu- tungum geologi en ekki gaiologi, demon en ekki daimon, eter en ekki aiter, hýena en ekki hýaina, kameijón en ekki kamailjón, elegía en ekki elegeia, íkon en ekki eikon, keramík en ekki kerameik, sírena en ekki seirena, ironi en ekki eir- oni, Alexandría en ekki Alexandr- eia, Dedalos en ekki Daidalos, ír- ena en ekki Eirena, Evklíð en ekki Evkleið, Delfi eða Delphi en ekki Delfoi eða Delphoi. (Á íslensku x sést þó orðmyndin Delfar annað veifíð og gefur til kynna fleirtölu- mynd gríska nafnsins Delfí = höfr- ungar.) Þessari reglu fylgdi Svein- björn Egilsson líka í Hómersþýð- ingum sínum og ritaði Hefestus en ekki Hefaistus, Pósídon en ekki Póseidon, Febus en ekki Foibus. Hvergi í þýðingum hans er að finna tvíhljóðana ai, ei eða oi og náttúr- lega ekki heldur æ. Helgi Hálfdan- arson telur sig standa nær upphaf- legum framburði á nafninu Aiský- los með því að rita það Æskílos, sem einsog fyrr segir er umdeilan- legt en má rétt vera. Hinsvegar hefur nafnið undanfarin tvö þús- und ár hvarvetna verið borið fram Eskýlos, einfaldlega vegna þess að á Evróputungum eru tvíhljóð- arnir ai og æ bomir fram einsog e. Við erum því einir Evrópuþjóða með æ-hljóð í nafninu ef við höld- um fast við „sérvisku" hins mæta þýðanda, og er í sjálfu sér þarf- laust að amast við því, ef menn vilja endiiega hafa það svo. Hitt er afturámóti kynlegra að Helgi gerð verði umhverfisúttekt í nokkr- um fyrirtækjum í borginni og þau aðstoðuð við að draga úr myndun úrgangs. Einnig að borgarráð hvetji stofnanir og fyrirtæki borgarinnar til að láta slíka úttekt fara fram hjá sér og að þau setji sér umhverf- isstefnu í framhaldi af því. Þá veiti Reykjavíkurborg árlega verðlaun til þess fyrirtækis, sem teljist hafa skarað fram úr á sviði mengunar- varna. Meðal tillagnanna sem Katrín nefnir er einnig að umhverfíseftir- litsdeild Heilbrigðiseftirlits Reykja- víkur verði efld cg Sorpu verði fal- ið að gangast fyrir kynningarher- ferðum meðal almennings og stjórn- enda fyrirtækja, þar sem lögð verði áhersla á hvernig þeir geti dregið Sigurður A. Magnússon * „Eg er hjartanlega sammála Helga Hálf- danarsyni um meinleysi þess að hver fari sínu fram og fái að halda sinni sérvisku jafnt í stafsetningu sem orð- færi, en viss staðfesta í stafsetningu sé eiaðsíð- ur af hinu góða.“ Hálfdanarson er ekki sjálfum sér samkvæmur í þessu efni fremuren fyrirrennari hans. Þannig tekur hann hispurslaust Hefestos frammyfír Hefaistos (Hefæstos), Egínu frammyfir Aigínu (Ægínu), Eigef (Egefs) frammyfír Aigef (Ægef), Eneas frammyfir Aineas (Æneas) og Hömon frammyfír Haimon (Hæmon). Hvað því veldur er á huldu. Sömu ósamkvæmni gætir þegar um tvíhljóðann ei ræðir. Þannig ritar hann Póseidon en ekki Pósídon að hætti Svein- bjamar, en á hinn bóginn Asklepí- os en ekki Asklepeios. Hér er semsé á ferðinni leyndardómur sem ekki er á mínu færi að ráða í. Önnur atriði í grein Helga Hálf- danarsonar eru vissulega matsatr- iði og tjáir ekki að pexa um persón- ulegan smekk. Hann hefur mikla skömm á y og ý i orðum af erlend- um uppruna, og skrifar því Egipta- land fyrir Egyptaland, Æskílos fyrir Æskýlos eða Eskýlos. Um þetta er það eitt að segja að grísk- unni er í þeim punkti sama veg farið og íslenskunni, að gríska táknið y (ypsílon) hefur nákvæm- úr myndun úrgangs. Enn fremur er lagt til, að Reykjavíkurborg taki upp sérstakt sorphirðugjald fyrir heimili en á móti verði fasteigna- gjöld íbúðarhúsnæðis lækkuð. Nefndin leggUr einnig til að borg- arráð beiti sér fyrir því að stjórn Sorpu setji sér langtímamarkmið, meðal annars varðandi hlutfall end- urvinnslu hjá fyrirtækinu. Fyrir- tækinu verði líka gert að útvega og starfrækja stað til jarðgerðar úr garðaúrgangi, húsdýraskít, sagi, spænum og seyru og starfræksla hefjist eigi síðar en 1993. Þá láti fyrirtækið fara fram athugun á möguleikum þess að taka upp brennslu úrgangs, hugsanlega í samstarfi við aðra aðila. Auk þessa skuli fyrirtækið koma upp í tilraun- askyni gámum til söfnunar á endur- vinnanlegum úrgangi. Gámarnir eigi að vera þannig staðsettir að sem flestir komist að þeim og ef tilraunin skili góðum árangri verði þeim komið upp víðar. Þessi tilraun eigi að taka til dagblaða, fatnaðar og einnota drykkjaríláta úr plasti, gleri og áli. Þá segir Katrín að nefndin leggi lega sama hljóðgildi og i (jóta), þannig að það erí rauninni einung- is ásýnd orðsins í textanum sem ræður því að ritað er y en ekki i, og verður í því efni hver og einn að fara að sínum smekk. Vissulega er það rétt athugað hjá Helga Hálfdanarsyni að mörg orð af grískum uppruna eru ekki lengur rituð með y eða ý, svosem biskup, kristall, kirkja, sinfónn, pappír og stíll, en það er ekki fyrir þá sök að verið sé að sneiða hjá að „minna á tiltekið grískt hljóð með bókstaf sem táknar annað hljóð á ís- lenzku“. Bókstafírnir tákna ná- kvæmlega sama hljóð á báðum tungum. Helgi Hálfdanarson hefur meðal annars það við ritháttinn kaþólskur að athuga, að þeir sem játa kaþólska trú séu einatt nefndir kaþólikkar, sem sé með afbrigðum kauðalegt orð og óvirðulegt. Telur hann eðlilegast að katólskir menn séu nefndir katólar. Nú veit ég ekki hvað menn sem ganga undir gælunöfnunum Frikki eða Rikki hafa um það mál að segja né hvort Grikkjum er óvirðing sýnd með því að hafa tvöfalt k í íslensku þjóðar- heiti þeirra, en ég segi fyrir mína parta, að ekki þykir mér katóli björgulegra heiti eða virðulegra en kaþólikki, og væri þá að mínu mati kaþóli að skömminni til skárra. Ég er hjartanlega sammála Helga Hálfdanarsyni um meinleysi þess að hver fari sínu fram og fái að halda sinni sérvisku jafnt í staf- setningu sem orðfæri, en viss stað- festa í stafsetningu sé eiaðsíður af hinu góða. Ljóst er að seinlegt verður og kannski ófært að sam- ræma að fullu rithátt grískra nafna og annarra orða, en hitt væri óneit- anlega æskilegt að við kæmum okkur saman um að fylgja í megin- dráttum þeim reglum sem málsnill- ingurinn Sveinbjöm Egilsson setti sér fyrir rúmri hálfri annarri öld — með þeirri undantekningu þó að losa okkur við latnesku endinguna -us á grískum orðum og halda okkur við -os að fordæmi Helga Hálfdanarsonar. Að endingu vil ég ítreka þakk- læti mitt til Helga fyrir marghátt- uð og sískemmtileg skrif hans og þá einkanlega fyrir það þrekvirki að færa okkur öll varðveitt verk fomgrísku harmleikaskáldanna í búningi sem er seiðmagnaður, hvort heldur þau em lesin eða leik- in á sviði. að lokum til að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tryggi sjúkl- ingum, öldmðum og fötluðum að- stoð við að losna við flokkaðan end- urvinnanlegan úrgang og að þau beiti sér fyrir skipulagðri flokkun og söfnun á endurvinnanlegum pappír hjá stofnunum sínum og fyr- irtækjum. Katrín segir að mengunarmál séu nú vaxandi þáttur í störfum heil- brigðisnefndar. Reykvíkingar eigi að mörgu leyti við svipuð umhverf- isvandamál að stríða og séu fyrir hendi erlendis og það sé skylda borgaryfírvalda að benda á lausnir á þeim og helst að koma í veg fyr- ir mengun. „Við búum í litlu samfé- lagi, þar sem hægt á að vera að koma meiru til leiðar í þessum efn- um en víða annars staðar,“ segir hún, „sérstaklega ef við njótum stuðnings almennings og fyrir- tækja. En til að hægt sé að ná árangri þurfum við að fá yfirsýn yfir mengandi fyrirtæki í borginni og hvernig almenningur losar sig við mengandi efni. Við teljum að þessar tillögur okkar nú geti komið að gagni í þeirri vinnu.“ Höfundur er rithöfundur. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur: Lagt til aðsýnatökubúnaði verði komið fyrir í holræsakerfinu HEILBRIGÐISNEFND Reykjavíkur hefur lagt til við borgarráð, að gatnamálastjóra verði falið að setja upp skynjunar- og sýnatökubún- að á völdum stöðum í holræsakerfi borgarinnar. Þannig er ætlunin að fylgjast með hvenær umhverfismengandi efni eru losuð í frá- rennsli og að rekja uppruna þeirra til einstakra hverfa eða fyrir- tækja. Þetta er meðal tillagna, sem nefndin hefur iagt fram um æskileg markmið og leiðir í úrgangsmálum á höfuðborgarsvæðinu. Katrín Fjeldsted, formaður heil- ná fyrra markmiðinu leggi heil- brigðisnefndar, segir að í fyrsta brigðisnefnd meðal annars til, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.