Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 29 NÁMSKEIÐ í umhverfistúlkun verður haldið í Alviðru dagana 21.-25. ágúst nk. Námskeiðið er einkum ætlað kennurum og fóstrum eða öðrum þeim er vinna að fræðslu og uppeldis- störfum. Á námskeiðinu verður gerð grein fyrir þeirri hugmyndafræði sem liggur að baki umhverfistúlk- un sem hluta af umhverfisfræðslu og leitast verður við að skýra umhverfístúlkun með verklegum dæmum, s.s. gönguferðum. Farið verður í helstu aðferðir við um- hverfistúlkun og bent á leiðir til að tengja hána öðrum þáttum. Lögð er áhersla á virkni þátttak- enda og verkefni sem nýtast þeim í starfí. Efni námskeiðsins er skipt í fjóra hluta: Hugmyndafræði, tengsl við ýmsa þætti fræðslu, helstu aðferðir við umhverfístúlk- un og umræður. Fyrri hluti nám- skeiðsins felst að mestu í fyrir- lestrum og æfíngum þar sem umhverfístúlkun er skilgeind svo og umræðum. Á síðari hluta nám- skeiðsins verður þátttakendum skipt í fjóra hópa og spreyta þeir sig í umhverfístúlkun út frá ýms- um sjónarhomum. Námskeiðinu lýkur með gerð hópverkefna. Fermingar á landsbyggðinni Ferming í Víðidalstungukirkju 14. júní kl. 11. Prestur sr. Guðni Þór Ólafsson. Fermd verða: Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, Víðidalstungu. Harpa Ragnarsdóttir, Hrísum. Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, Dæli. ísólfur Líndal Þórisson, Lækjamóti. Jón Hilmar Karlsson, Hvammstanga. Leó Viðar Bjömsson, Litlu-Ásgeirsá. Ólafur Sigfús Benediktsson, Gröf n. Ferming í Tjarnarkirkju, Vatns- nesi, Húnavatnsprófastsdæmi, 14. júní kl. 14. Prestur sr. Krist- ján Björnsson. Fermdur verður: Öm Steinar Ásbjamarson, Þorgrímsstöðum. Loftárás á Seyðisfjörð að hefjast DAGANA 13.-28. júní næstkom- andi verður haldin óháð listahá- tíð í Reykjavík og hefur hún hlot- ið nafnið „Loftárás á Seyðis- fjörð“. Á hátiðinni koma fram u.þ.b. 500 listamenn úr öllum list- greinum. í Héðinshúsinu, vestast á Vesturgötunni, verður dagskrá alla dagana nema 22. og 23. Þar verða sex stórir rokktónleikar, um 50 hljómsveitir, leikinn blús, flutt ljóð og gjörningar auk þess sem fjöldi leikliópa af öllum stærðum og gerðum kemur fram. Sýndar kvikmyndir og vídeó- verk, fram koma kórar og söng- hópar auk danshópa og margt fleira óvænt og skemmtilegt bæði fyrir börn og fullorðna. Myndlist verður sýnd á Bergstöð- um, bílastæðahúsi við Bergstaða- stræti, í Djúpinu, auk þess sem þar verður leikin jass- og gospeltónlist, á 22 við Laugaveg, í Geysishúsinu við Vesturgötu, Galleríi einn einn við Skólavörðustíg, í Hlaðvarpan- um, á Næstu grösum, á Kaffí splitt, á Púlsinum og í Galleríi. Ingólfs- stræti á homi Bankastrætis og Ing- ólfsstrætis. Þar verður og klassísk tónlistardagskrá flesta dagana, þar sem fram munu koma margir af þekktustu einieikurum, söngvurum og tónskáidum landsins. í Borgarleikhúsinu verða frum- sýnd sex dansverk eftir innlenda og erlenda danshöfunda. í MÍR-salnum við Vatnsstíg verða sýndar allar kvikmyndir Eis- ensteins, auk allra mynda Friðriks Þórs Friðrikssonar. Sönghópurinn Vocis Thulis verður með sumarsól- ■ LAUGARDAGINN 13. júní kl. 14.00 heldur Málfundafélag al- þjóðasinna opinberan fund undir yfírskriftinni „Kreppan í Svíþjóð og átökin um verslun og viðskipti í Evrópu“. Frummælandi er Carl- Erik Isacsson, baráttusinni úr verkalýðshreyfíngunni í Svíþjóð. Að lokinni framsögu Carl-Eriks verða fijálsar umræður. Fundurinn fer fram í aðsetri málfundafélagsins á Klapparstíg 26, 2. hæð og er öllum ópinn. (Fréttatilkynning) stöðutónleika þann 21. í Fossvogs- kirkju þar sem sungin verður mið- aldatónlist. Enginn af þeim listamönnum sem fram koma á hátíðinni þiggur laun fyrir vinnu sína, en eitt af markmið- um hátíðarinnar er að sýna fram á nauðsyn þess að listamenn í Reykja- vík eignist sitt eigið fyjöllistahús og er ljóst að þörfín er fyrir hendi. Gefínn hefur verið út ítarlegur dagskrárbæklingur sem dreift er ókeypis. Miðaverð á hátíðina er mismunandi. Aðgangur er ókeypis á allar myndlistarsýningar og í MÍR-salinn, en annars staðar er aðgangseyri haldið í lágmarki. Seld- ir verða 200 forsölumiðar á hátíðina og munu þeir gilda á alla dag- skrána nema í Borgarleikhúsið. Miðamir verða til sölu á Kaffí 22 við Laugaveg alla daga milli kl. 14 og 1"6. Hátíðin verður opnuð 13. júní kl. 14 í öllum galleríunum samtímis og verða óvæntar uppákomur á öll- um stöðunum. Opnunarhátíðinni verður framhaldið í Héðinshúsinu um kvöldið. (Fréttatilkynning) Tóvinna á baðstofuloftinu í Árbænum. Arbæjarsafn: Heimilisiðnaðardagur SUNNUDAGINN 14. júní verð- ur haldinn heimilisiðnaðardag- ur á Árbæjarsafni. Sýndar verða ýmsar tegundir af vefn- aði ásamt aðferðinni við að lita ull og spinna úr hrosshári. Sýnt verður hvemig bönd voru ofín og brugðin með ýmsum að- ferðum, spjaldofín, fótofín eða kríluð. Frá fornu fari hafa íslendingar klæðst mest fötum í sauðalitun- um. Þó er saga jurtalitunar jafngömul þjóðinni og sömu grös- in notuð til litunar þá og nú, svo sem sortulyng, beitilyng, fjall- drapi og litunarskóf. Á baðstofuloftinu í Árbænum verður tóvinna í fullum gangi, ullin kembd, spunnin, pijónuð og sýnt verður hvernig hrosshár er spunið. Til að auka á stemmning- una verða kveðnar rímur. í eldhúsinu verður sýnt hvemig ijóminn er skilinn frá mjólkinni í skilvindu og síðan strokkaður í smjöri. Jafnframt fá gestir að kynnast osta- og skyrgerð. Þá verða hinar vinsælu grautarl- ummur bakaðar og sýnt hvemig kaffí var brennt og malað. Hinn síkáti Jón físksali mætir á staðinn með fískvagninn sinn og selur harðfísk. Ef þetta mettar ekki fólk er krambúðin opin og auðvitað Dillonshús með sínar frá- bæru veitingar. Þar skemmtir líka Karl Jónatansson gestum með harmóníkuleik. Þá verður unnið í aldamóta- prenstsmiðjunni og húsdýrin verða á sínum stað. (Fréttatilkynning) R AÐ AUGL YSINGAR Bifreiðastjórar Okkur vantar bifreiðastjóra til afleysinga í sumarleyfum. Þurfa að hafa réttindi til akst- urs strætisvagna. Upplýsingar hjá verkstjóra okkar í Skógar- hlíð 10, símar 13792 og 20720. Norðurleið - Landleiðir hf. Alhliða skrifstofustarf Félagasamtök í Hafnarfirði óska eftir starfs- krafti í hálft starf með vinnutíma eftir há- degi. Starfið er fólgið í tölvuvinnslu og al- mennum skrifstofustörfum. Umsækjandi verður að geta hafið störf strax! Umsóknir, með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. júní, merktar: „Vön manneskja - 9699“. Laugavegur Til leigu mjög gott ca 117 fm verslunarhús- næði á götuhæð við Laugaveg neðan.Frakka- stígs. Stórir gluggar. Laust fljótlega. Upplýsingar í síma 670179 (á kvöldin). Garðplöntusala ísleifs Sumarliðasonar, Bjarkarholti 2, Mosfellsbæ, auglýsir tré, runna, rösir, garð- skálaplöntur, skógarplöntur, sumarblóm og fjölærar plöntur. Fjallarifs kr. 150, blátoppur kr. 175, gljámispill kr. 135. Opið daglega frá kl. 10-20. Sími 66 73 15. Aðalfundur Látravíkur hf. verður haldinn fimmtudaginn 18. júní nk. kl. 17.00 í fundarsal S.V.F.R., Háaleitisbraut 68, 2. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Vanefndauppboð Vanefndauppboft á fasteigninni nr. 4 við Egilsbraut í Neskaupstað, þinglesinn eigandi þb. Ness hf., fer fram á eigninni sjálfri ménudag- inn 15. júní 1992 kl. 14.00. Uppboösbeiðandi vanefndauppboös: Lifeyrissjóður Austurlands. Aðrir uppboðsbeiöendur: Atvinnutryggingasjóður útflutningsgreina, Byggðastofnun, Bæjarsjóður Neskaupstaðar, innheimtumaður ríkis- sjóðs, þb. Rekstrartækni hf. og Sveinn Valdimarsson. Bæjarfógetinn i Neskaupstaö. Tákn og undur Samkoma með Paul Hansen í kvöld kl. 20.30. ÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 614330. Dagsfer&irsunnud. 14. júní Kl. 9.30 Kirkjugangan loka- áfangi. Hítardalur, kirkjan í Staðarhrauni. Skrifstofan er opin frá kl. 9-17. Sjáumst í Útivistarferð! Útivist. ISLENSKI ALPAKLÚBBURINN Jöklanámskeið í Kerlingarfjöllum Helgina 20.-21. júni verður hald- ið námskeið í sprungubjörgun og undirstöðuatriðum jökla- ferða. Áhugasamir hafi sam- band við Torfa í vinnusíma 668067 eða heimasíma 667094. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Ferðir F.í. um næstu helgi: Helgarferð til Þórsmerkur 12.-14. júli. Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. Gönguferðir um Mörkina með fararstjóra. Við hefjum miðvikudagsferðir til Þórsmerkur 24. júní nk. Laugardagurinn 13. júní - Söguslóðir Njálu - Staldrað við á helstu sögustöð- um Njálssögu og sagan rifjuð upp. Fræðandi og skemmtileg ferð. Brottför kl. 9.00 frá Um- feröarmiðstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. Verð kr. 2.000.-. Fararstjóri: Árni Björnsson. Munið raðgönguna á sunnu- daginn - áfangar 4a og 4b - komið með i hressandi göngu- ferðir. Ferðafélag islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.