Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 19
 sér sumarhús í landi Svignaskarð og þar naut hann sín. Hann ræktaði landið og naut útivistar og sveitasæl- unnar. Örlögin hafa hagað því svo að leiðir okkar Björns hafa legið saman aftur og aftur. Vináttu okkar verður bezt lýst með orðum móður minnar þegar ég sagði henni andlát Bjöms: „Villi minn; þið Bjöm vorað svo góðir vin- ir.“ Eg get engu við það bætt. Ég leit við hjá Birni tvisvar í síð- ustu viku. Við kvöddumst innilegar en nokkra sinni fyrr. En það var feigðin sem ég skynjaði ekki. Bjöm var ekki einn. Ungur gekk hann að eiga Sigríði Theódóra Ár- mann balletmeistara. Hún er einn af forgöngumönnum dansmenntar á íslandi. Bjöm tók virkan þátt í störf- um hennar og áhugamálum. Saman ferðuðust þau og nutu þess bezta, sem erlendar borgir hafa að bjóða. Þau vorq nýkomin úr einni ferð til Portúgal. Bjöm naut þess að segja frá ferðum sínum. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Og eplin falla ekki langt frá eikunum. Sigbjöm sonur þeirra er búfræðikandidat og bóndi á Lundum í Stafholtstungum, kvæntur Rögnu J. Sigurðardóttur. Dætumar eru báð- ar balletkennarar. Þær era Ásta, gift Guðna B. Guðnasyni og Pálína, sem enn er í foreldrahúsum. Einn son, Björn Valdimar, misstu þau í æsku. Bamabörnin era orðin 2. Að leiðarlokum eram við Auður María þakklát forsjóninni fyrir að færa okkur Björn Hjartarson að vini. Megi góður guð styrkja Sigríði Ármann, böm þeirra og Ástu móður Bjöms í sorg. Góður drengur er fall- inn og fari hann í friði. Guð geymi Björn Hjartarson. Viltyálmur Bjarnason. Sumir fremur en aðrir virðast endalaust geta gefíð af sér, beitt töfrasprota sínum látlaust, nálgast hlutina með öðra hugarfari, sjá haf og jörð í öðru ljósi. Með töfrasprota sínum deila þeir fegurðinni með mönnum og dýrum, fá smæstu mó- fugla til að syngja og gleðjast, glæða umhverfið nýju lífi, grös og blóm MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 19 verða fegurri, jörðin angar sem ný. Silfurtær lækurinn hoppar stall af stalli. Vaðfuglar og varpendur gjóta spuralum augum til mannanna. Þeim er óhætt, töfrasproti Björns glæðir allt lífi. Hugurinn vill fanga augnablikið, fylgja flugi fuglanna, dveljast andar- tak í þyngdarleysinu. Töfrasprotinn er þarna, hann er ekki hvíldur þegar svona stendur á. Bjöm gekk ungur í raðir okkar skíðamanna í KR. Páskadvöl í gamla skálanum í Skálafelli varð fastur lið- ur. Kynntumst við þar músíkgáfum Bjöms og skáldlegum innblæstri. Textar er hann samdi við ýmis al- geng lög vora sungnir í skálanum árum saman. Það er oft sagt að menn lendi á réttri hillu í lífínu. Ekki veit ég hvort einhver sannleikur fylgir slíku tali, en eitt er víst að þeir sem áttu er- indi við útibúið á Laugavegi 105 fannst Bjöm vera réttur maður á réttum stað, en þar var hans starfs- vettvangur í 33 ár. Stór hópur við- skiptamanna hafa haldið tryggð við útibúið frá stofnun þess. Bjöm hafði fengið góða undirstöðu þegar hann hóf störf í Útvegsbank- anum, lokið stúdeiitsprófi, verið við nám í Þýskalandi og síðast en ekki síst ólst hann upp við störf í verslun föður síns á Bræðraborgarstíg 1. Hann kynntist atvinnulífinu í gegn- ' um sveitastörf sem unglingur í Svignaskarði og við síldveiðar á sum- ram. Þessi undirstaða var honum það veganesti er reyndist best. Á vinnustað hafði Bjöm traust allra. Hann hafði meiri yfirsýn og nánari tengsl við starfsfólk og við- skiptamenn en almennt gerist. Hollr- áð hans, glettnin undir niðri og lífsfí- lósofía var meira en hversdagslegt rabb. Bjöm tók ástfóstri við Borgar- fjörðinn. Dvöl hans í Svignaskarði hafði varanleg áhrif. Síðar eignaðist hann spildu úr landi Svignaskarðs og byggði þar bústað eins og sagt var um landnámsmenn. Sá staður varð unaðsreitur fjölskyldunnar. Með hveiju ári fyöigaði tijám og plöntum og gróður óx með hjálp græðandi handa. Við bakka Norðurár undi hann sér vel. Hraun og syllur fengu nýja merkingu. Skarðsheiðin, Baula og Hvassafellið hátt yfir allt hafið, jökl- ar og dalir í dularfullri birtu, Lax- foss og Glanni ögrandi eins og óbeisl- aðir fákar. Björn átti sína uppáhalds- staði við ána. Þar beið hann þess að hinn silfraði konungar árinnar ætti leið um, beið þess að gælt yrði við línuna; hlustaði í þögnina, hlustaði á niðinn. Að endingu verður niður ár- innar að þögn. Ungur kynntist Bjöm lífsföranaut sínum, Sigríði Ármann ballettkenn- ara. Þau eignuðust fjögur börn, Björn Valdimar er dó í æsku en hin öll bera ættarmót og mannkosti foreldr- anna. Sigurbjöm Björnsson búfræð- ingur og bóndi að Lundum í Staf- holtstungum, kvæntur Rögnu Sigurðardóttur, Ásta ballettdansari og kennari eins og móðir hennar, gift Guðna Guðnasyni tölvufræðingi og Pálína nemi í háskólanum, í for- eldrahúsum. Foreldrar Björns voru Hjörtur Hjartarson kaupmaður og Ásta Bjömsdóttir frá Ánanaustum. Hún sér nú á eftir elsta syni sínum. Björn fylgdist af áhuga með starfi konu sinnar og síðar er Ásta dóttir þeirra hóf ballettkennslu við skólann. Sigríður Ármann var ein af fyrstu ballettdönsuram landsins og skóli hennar ávallt í forystuhlutverki, enda Bjöm ávallt mjög stoltur er rætt var um störf mæðgnanna. Að leiðarlokum er ekki annað eft- ir en að þakka forsjóninni fyrir kynn- in við Björn og hans fyölskyldu. Vin- ir hans drúpa höfði og skynja hvern- ig saxast hefur á sálina. Þó að ævi Bjöms hafi endað allt of skjótt þá spannaði hún samt þijár kynslóðir. Ástvinum Björns era færðar inni- legar samúðarkveðjur. Þórir Jónsson. Það voru þungbær tíðindi sem bárust 4. júní sl. í Bankastrætis- útibú íslandsbanka, að Björn Hjart- arson væri horfinn á braut. SJÁ SÍÐU 30 SJÓMANNA DAGURINN í HAFNARFIRÐÍ stendurfyrir Sjómannadagshófi í Súlnasal Hótel Sögu á Sjómannadaginn 14. júní. Fordrykkur Veislukvöldverður Skemmtiatriði Landsliðið í spaugi teygir hláturstaugar gestanna Húsið opnað kl. 19.00 Að loknu borðhaldi kl. 23.00 -éíM hefst dansleikur með hinni vinsœlu * hljómsveit Stefáns P. Verð á dansleik kr. 850.- - lofar góðu! EGILL OLAFSSON SÍÐAN SKEIN SÓL BJÖRGVIN HALLDÓRSSON LADDI, SVERRIR STORMSKER ANNA MJÖLL RÚNARÞÓR LOÐIN ROTTA GUNNAR ÞÓRÐARSON SILFURTÓNAR GEIRI SÆM LIPSTICK LOVERS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.