Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992
25
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ideildar Landspítalans. Við tækið
sor, Ólafur Kjartansson sérfræð-
jðingur.
Matthías Bjarnason um tillögur um niðurskurð á þorskafla:
Meiri áhætta fólgin í að fara eft-
ir tillögunum en gera það ekki
Vill hefja hvalveiðar aftur í sumar
MATTHIAS Bjarnason alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegs-
ráðherra telur að meiri áhætta sé í því fólgin fyrir íslendinga að
fara eftir tillögum fiskifræðinga um 40% samdrátt í þorskveiðum á
næsta ári en að gera það ekki, þar sem með því yrði atvinnulífið lagt
í rúst. Hann segir nauðsynlegt að nýta betur þær auðlindir sem
íslendingar hafi yfir að ráða, meðal annars sé löngu tímabært að
hefja hvalveiðar, og gagnrýnir stjórnvöld fyrir úrræðaleysi.
Sigrún Helgadóttir, formaður
Orðanefndar Skýrslutæknifélags
Islands.
annars er hætt við að hún verði
annars flokks mál. Ég vil fá að
nota íslensku þegar ég tala eða
skrifa um tölvutækni. Mér finnst
líka að almenningur eigi heimtingu
á að geta kynnt sér ýmsa tækni,
meðal annars tölvutækni, á móður-
máli sínu. Af þeim sökum þarf sí-
fellt að auka við og endurbæta orða-
forðann á þessu sviði en óhjákvæmi-
lega kostar það peninga," sagði
Sigrún Helgadóttir að lokum.
„Þessar tillögur hafa ekki sann-
fært mig,“ sagði Matthías Bjartta-
son þegar undir hann voru bornar
tillögur ráðgjafarnefndar Alþjóða
hafrannsóknaráðsins um 40% sam-
drátt þorskveiða á íslandsmiðum á
næsta ári. „Þótt ég geti ekki rök-
stutt að tillögurnar séu rangar hef-
ur svo margt gerst í þessu sem
maður dregur ályktanir af. Til
dæmis lögðu fískifræðingar til á
tímabilinu 1984 til 1990, að veiddar
yrðu 1.850 þúsund lestir af þorski
en veiðin varð 2.413 þúsund lestir,
eða 30% umfram tillögur fískifræð-
inga. Það er sérstaklega eftirtekt-
arvert að árið 1986 lögðu fiskifræð-
ingar til 300 þúsund lesta þorsk-
veiði en veiðin fór í 366 þúsund
lestir. Þrátt fyrir það var aftur til-
laga um 300 þúsund lestir árið eft-
ir og þá varð veiðin 90 þúsund lest-
ir framyfir. í fjögur ár í röð lögðu
fískifræðingar til 300 þúsund lesta
veiði, allt fram til ársins 1990 þeg-
ar þeir lækkuðu sig um 250 þúsund
lestir.
Þetta gerir það að verkum að
maður spyr oft sjálfan sig: Eru
þetta vísindalegar staðreyndir? Nú
kippast allir við þegar nýjasta
skýrslan kemur, og flestir segja:
Við eigum að fara eftir þeim tillög-
um sem fram koma. En ég sé ekk-
ert um það talað hvort þessi þjóð
getur lifað ef þessi skerðing heldur
svona viðstöðulaust áfram,“ sagði
Matthías og sagðist aðspurður telja
að ef fara ætti eftir tillögum um
40% niðurskurð þorskveiða væri
verið að leggja atvinnulíf þjóðarinn-
ar í rúst.
Matthías benti einnig á, að ís-
lendingar hefðu stjórnað fískveið-
um hér við land með þeim hætti
að friða hvali sem hefðu mun meiri
áhrif á lífkeðjuna en allar fískveiðar
mannsins. „Eigum við að halda
áfram að stækka þennan hvala-
stofn, þannig að engin fleyta fari
hér á sjó? Vitáskuld verðum við að
taka mið af því sem er að gerast
í kringum okkur. En það er ekki
nóg að taka mið af því hvað snert-
ir niðurskurð og verðar. Við verðum
að nýta betur þann afla sem kemur
á land, og við eigum einnig að
sporna við því að lífkeðjan brengl-
ist. Stórkostleg fjölgun þessara
stóru dýra hefur veigamiklar afleið-
ingar fyrir íslenskt efnahagslíf og
búsetu fólks vítt og breitt um land-
ið,“ sagði Matthías og bætti við að
hiklaust ætti að leyfa hvalveiðar í
sumar og raunar hefði löngu átt
að vera búið að leyfa veiðar á
hrefnu á ný.
Hann benti einnig á að íslending-
ar hefðu haldið áfram að stækka
fiskveiðiflotann og stæðu núna
frammi fyrir því að atvinnulífi væri
ákaflega hætt komið víðast hvar
út um land. „Það hefur komið einna
minnst við þéttbýlið en það varir
aðeins örstuttan tíma; þjónustu-
svæðin verða ekki síður hárt úti en
önnur. Mér fínnst því í raun ekki
eyðandi tíma eða þýðingum í samn-
ing um Evrópska efnahagssvæðið,
hvað þá áhuga á að ganga í Evrópu-
bandalagið, þegar við höfum úr sí-
fellt minna að spila.“
y Eilíft barlómskjaftæði
Matthías sagðist telja það helst
til ráða svo bregðast mætti við
minnkandi afla, að hagnýta hann
betur hér heima og nýta þau iðn-
fyrirtæki sem fyrir eru. „Það þótti
ekki góð hagfræði hjá nýlendu-
þjóðunum hér fyrr á árum að selja
hráefnið frá sér óunnið til iðnríkj-
anna. En þetta höfum við gert í
vaxandi mæli, að flytja óunninn
fisk úr landi, og hluti af þessum
físki fór til að skapa vinnu í öðrum
löndum á okkar kostnað.
Þegar horft er á uppbyggingu
Bjarni Finnsson formaður Kaupmannasamtakanna:
*
I fyrirtækjum þar sem vel
gengur er borgað yfír taxta
BJARNI Finnsson formaður Kaupmannasamtaka íslands segir yfir-
borganir yfir taxta rnjög almennar í verslunar- og skrifstofustörfum
og telur erfitt að koma í veg fyrir yfirborganir. Eins og fram hefur
komið sýnir könnun kjararannsóknarnefndar að verulegur munur er
á launum karla og kvenna í nokkrum starfsstéttum, ekki síst meðal
verslunarfólks. „Ef einhver starfsgrein gengur betur en önnur, þá
borgar hún betur,“ segir Bjarni.
Kjararannsóknarnefnd kynnti í
síðustu viku niðurstöður könnunar
sem hún gerði á launum karla og
kvenna meðal verkafólks, skrifstofu-
fólks og afgreiðslufólks. Niðurstöð-
urnar sýndu að konur fengu 37-42%
lægri vikulaun en karlar. Vikukaup
afgreiðslukvenna var 42% lægra en
vikukaup afgreiðslukarla. Lægst
væri tímakaupið í dagvöruverslunum
þar sem konur væru í miklum meiri-
hluta.
Magnús L. Sveinsson formaður
VR benti á í frétt í blaðinu síðastlið-
inn sunnudag að enn væru karlar
fjölmennari í stjórnunarstöðum og
að yfirborganir vinnuveitenda til
karla sem eina helstu ástæðuna á
launamuninum.
Bjarni Finnsson formaður kaup-
mannasamtakanna sagðist í samtali
við Morgunblaðið telja mjög ofsagt
að karlmenn réðust í verslunarstörf
án yfírborgana. Þegar sótt væru um
auglýst störf, þá sæktu karlar einnig
um. Bjarni sagði að í versluninni
væru fjölmennar stéttir sem væru á
tiltölulega lágum launum en þarna
störfuðu líka Iðnlærðir og faglærðir
menn. Þeirra laun tækju mið af þeim
launum sem gerðust í þeirra iðn-
grein. Þama væri einhver hluti skýr-
ingarinnar. Bjarni sagði að þar sem
hann þekkti best til í verslun með
blóm, plöntur og garðyrkjuvörur,
væru konur jafnlaunaðar körlum í
sömu stöðum og störfum og nytu
ekki síður yfirborgana.
Bjarni sagði alla vita að yfirborg-
anir yfír taxta væru mjög almennar
í verslunar- og skrifstofustörfum.
Og það var deginum ljósara að þær
Matthías Bjarnason
fískiskipastólsins sést að við
byggjum nær ekkert hér innanlands
heldur flytjum inn skip frá öðrum
þjóðum á þeirri forsendu að þar séu
skipasmíðar niðurgreiddar og þetta
sér því ódýrara fyrir
sjávarútveginn. Ég segi: Hvers
vegna á að láta skipasmíða-
stöðvarnar hér vera verkefnalausar
og fara meira að segja með hluta
af viðhaldinu til annarra landa?
Eiga stjómvöld ekki að bregðast
við þegar hér er vaxandi
atvinnuleysi með því að fella niður
virðisaukaskatt af skipabygging-
um, skipaviðgerðum og jafnvel gefa
stöðvunum skattaafslætti til að
þjóðfélagið fái tekjur af vinnu
þeirra sem við þetta starfa, í stað
þess að greiða þeim atvinnuleysis-
bætur í vaxandi mæli? Til þess að
þetta gangi upp þarf að grípa til
sterkra og ákveðinna ráðstafana.
Við getum ekki verið svo miklar
læpur að við látum aðrar þjóðir
segja okkur fyrir ár eftir ár, á
meðan við erum að drepast útaf
og kvartandi og kveinandi hver upp
í annan. Við höfum alveg nægjan-
legar auðlindir til að lifa ef við vilj-
um og þorum, og við þurfum ekki
þetta eilífa barlómskjaftæði í
stjórnarherrunum sem sjá ekkert
nema svart framundan. Við höfðum
ríkisstjórn á undan sem var handó-
nýt. Svo kemur þessi og hún predik-
ar sífellt yfir okkur að við þurfum
að skera og skera. (
Það sem ég er að segja er ekki
ásökun á fámennan hóp heídur
ásökun á okkur öll. Það má víða
skera niður, það eru víða óhóflegar
framkvæmdir í þessu landi sem við
þurfum ekkert á að halda. Hins
vegar er því haldið niðri sem nauð-
synlegt er að gera,“ sagði Matthías
Bjarnason.
Rit gefið út til heiðurs
Magnúsi Stefánssyni
ÚT ER komið ritið Yfir íslandsála með tíu greinum í miðaldafræðum
eftir jafnmarga höfunda. Ritið er gefið út til heiðurs Magnúsi Stefáns-
syni, kennara í sagnfræði við Björgvinjarháskóla í Noregi. Höfundarn-
ir hafa allir nema einn verið við nám og störf í Björgvin.
Magnús Stefánsson varð sextugur
í desember sl. og er það tilefni útgáf-
unnar. Höfundar og efni eru sem hér
segir:
Agnes Siggerður Amórsdóttir:
Þankar um konur og stjórnmál á
þjóðveldisöld. Björn Teitsson: Eyði-
býli. Samnorrænar rannsóknir á
byggðasögu 14.-16. aldar. Böðvar
Guðmundsson: En norsk klerk fast
for de 400 aar forleden.
Gunnar Karlsson: Að ná íslenskum
lögum. Um lagaákvæði Gamla sátt-
mála og löggjafarvald á íslandi í
veldi Noregskonungs. Helga Kress:
Gægur er þér í augum. Konur í sjón-
máli íslendingasagna. Helgi Þorláks-
son: Sauðafell. Um leiðir og völd í
Dölum við lok þjóðveldis. Jón Viðar
Sigurðsson: Börn og gamalmenni á
þjóðveldisöld. Kolbrún Haraldsdóttir:
Hvenær var Egilssaga rituð? Már
Jónsson: Sautján konur. Forboðnir
liðir í kristinrétti Árna Þorlákssonar
1275. Tryggvi Gíslason: Hörgamir í
Hörgárdal.
Sex greinanna em um sagnfræði,
þrjár um bókmenntir og ein um ör-
nefnafræði. Ritið er 177 síður. Um-
sjón með útgáfu höfðu Gunnar Karls-
son og Helgi Þorláksson. Dreifíngu
annast Sögufélag, Fishersundi 3,101
Reykjavík.
(Fréttatilkynning)
væru mjög mismunandi eftir grein-
um. En það væri ljóst að ef einhver
grein verslunarinnar stæði betur en
önnur, þá greiddi hún betri laun en
önnur. Bjarni taldi ýmis tormerki á
því að koma í veg fyrir að vinnuveit-
endur notuðu yfirborgunarkerfi, eins
9g Magnús L. Sveinsson talar um.
I einu orðinu væm talað um nauðsyn
þess að koma upp afkastahvetjandi
launakerfum. Með yfírborgunum yfír
táxta væri væntanlega verið að verð-
launa fólk.
Bjarni Finnsson taldi ákaflega
erfitt í framkvæmd að gera sérstaka
starfsgreinasamninga eins og Magn-
ús L. Sveinsson hefur hvatt til. Það
væri mjög óvarlegt, að stíga þar
nokkur skref núna eins viðkvæmt
og ástandið í launa- og efnahagsmál-
um væri. Við slíkar aðstæður væri
mjög varhugavert að vera með ein-
hveija tilraunastarfsemi. Hann vildi
þó alls ekki útloka að hægt reyndist
að nálgast hveija starfsgrein á þann
háft í skrefum en það væri ekki efni
til að fara of geyst eins og ástandið
væri núna.
„Erum sáttir“
„Þetta var 21 lax á einum og
hálfum degi, allt vænn fiskur, frá
7 pundum og upp í þó nokkra 13
punda. Við erum mjög sáttir við
þetta, því skilyrðin hafa verið erf-
ið. Þau fara hins vegar batnandi,
áin er óðum að sjatna og þá ætti
veiðin að ganga enn betur,“ sagði
Ámi Baldursson einn leigutaka
Laxár í Kjós í gærdag, en Laxá
á vinninginn fyrir bestu opnunina
það sem af er í laxveiðinni. Árni
sagði erfítt að meta laxamagnið
í ánni vegna þess hve mikið vatn
hefði verið í henni og skolað í
þokkabót. Menn væm þó hæfilega
bjartsýnir á framhaldið og margt
benti til þess að talsvert af laxi
væri á ferðinni.
Lélegt í Elliðaánum
Veiðin hefur byrjað með af-
brigðum illa í Elliðaánum og á
hádegi í gær höfðu aðeins þrír
laxar verið dregnir á þurrt, eða
einn á vakt. Aðeins sex laxar
höfðu gengið um teljarann um
miðjan dag í gær, sem þykir nán-
ast ördeyða, en samt hafði einn
veiðimaður fyrir því að eltast við
þá fyrir ofan og ná einum 7,5
punda í Skáfossum. Hinir tveir
veiddust á Breiðunni, annar fískur
borgarritara úr opnuninni og hinn
glæsilegur 13 punda hængur sem
var dreginn á flugu eftir hádegið
í fyrradag. Það er eitthvað af laxi,
en eins og tölurnar segja, hann
tekur illa.