Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA / PÆJUMÓTIÐ í KNATTSPYRNU VESTMANNAEYJUM Mikið fjö r á Pæjumótinu - þrátt fyrir nær stanslausa rigningu í Eyjum á meðan að mótinu stóð. Sigfús G. Guömundsson skrifarfrá Vestamanna- eyjum PÆJUMÓT Þórs og RC var sett síðastliðið fimmtudagskvöld með tilkomumikilli f lugelda- sýningu. Þetta er fjórða mótið á síðastliðnum fjórum árum og segja má að mikil rigning hafi sett svip sinn á mótið. Liðin hófu strax að leika á fimmtudagskvöldið og léku síðan næstu daga frá morgni til kvölds allt fram á sunnudag og þá lauk mótinu með lokahófi þar sem verðlaunaafhending fór fram og tók hún um tvær klukkustundir. Það voru tólf félög sem mættu til Eyja með um 700 stúlkur sem kepptu í 2.-5. flokki. Leikið var í tveimur riðlum í 5., 4. og 3. flokki en einum í 2. flokki, síðan léku efstu lið úr hvorum riðli til úrslita um sigurlaunin á mótinu. ÍA náði í flest gull, þær sigruðu í þremur aldursflokkum 5. flokki A-liða, 4. flokki B-liða og 3. flokki B-liða. Týrarar frá Vestmannaeyj- um héldu uppi merki Eyjamanna, og sigruðu þær í 2. flokki. Það var ýmislegt fleira gert en að leika knattspyrnu, til dæmis var haldin grillveisla í Heijólfsdal, kvöldvaka í íþróttamiðstöðinni, þar sem liðin komu með heimatilbúin skemmtiatriði og liðin fóru í báts- ferð kringum eyjuna. Veðrið lék ekki við þá 700 þátt- takendur sem voru með í mótinu, nær stanslaus rigning var allan tím- ann og var það til þess að nokkrir leikir voru færðir af grasi, en til stóð að leika alla leiki á grasi og voru þeir færðir á malarvöll þeirra eyjamanna og þær yngstu í 5. ald- ursflokki kláruðu sína leiki inni í íþróttamiðstöð, enda voru vellirnir orðnir mjög þungir. Á lokahófi mótsins var liðum og liðsmönnum síðan veittar ýmsar viðurkenningar. Sigurliðin fengu bikar og leikmenn gullpening, lið í 2. og 3. sæti fengu silfur og og bronspeninga. Einnig voru valdir bestu markmenn hvers flokks A- og B-liða. Bestu leikmenn, prúðasti leikmaður og markahæstu leikmenn fengu einnig viðurkenningar sem og prúðustu lið hvers flokks. Það var Samúel Örn Erlingsson sem stjórnaði lokahófi og fékk hann sér fulltingis við verðlaunaafhending- una nokkrar kunnar landsliðskonur úr knattspymu. Það voru Þór og Ölgerð Egils Skallagrímssonar sem stóðu fyrir mótinu sem aldrei hefur verið jafn fjölmennt eins og nú. Aðalheiður Sigfúsdóttir, Hauk- um. Ein Týsstúlka reynir markskot í leik liðsins við Hauka í fimmta flokki. Ætla að reyna að komast í landsliðið - segir Aðalheiður Sigfúsdóttir, besti leikmaður 5. flokks Morgunblaöið / Sigfús Gunnar Guðmundsson „ÉG er búin að æfa fótbolta í 3.-4. ár og ætla að reyna að komast í landsliðið þegar ég eldist," segir Aðalheiður Sigf- úsdóttir úr Haukum sem valin var best í fimmta flokki b-liða. Fótbolti er ekki bara fyrir stráka," segir Aðalheiður en Haukamir höfnuðu í 2. sæti í flokknum eftir tap gegn Breiðablik 1:0 í úrslitaleiknum. Þær fengu viðurkenningu t 5. flokki A. Lilja Arngrímsdóttir Þór var val- in besti markvörðurinn, Guðrún Jakobsdóttir besti leikmaður, Karitas Þórarins- dóttir Tý sá prúðasti og Elfa Erlingsdóttir skoraði sex mörk og varð markahæst. Liija Arngrímsdóttir, Þór VE: „Ég er búin að æfa fótboita í þijú ár með Þór. Okkur gekk ,ágætlega á mótinu og urðum í 4. sæti en við ætlum að reyna að vinna þetta á næsta ári,“ sagði Lilja sem valin var besti markvörður a-liða 5. flokks. „Við höfum mjög fínan þjálfara, hann Nökkva, og ef hann verður að þjálfa okkur á næsta ári er ég viss um að við getum unnið.“ Elfa Björk Erlingsdóttin „Þetta er þriðja árið sem ég æfi fótbolta og alltaf verið með Stjöm- unni. Ég æfi með tveimum flokkum og hef bara frí á sunnudögum og miðvikudögum en æfi alla hina dag- ana og finnst þetta rosalega gaman," sagði Elfa sem varð markakóngur i fimmta flokki A með sex mörk. Hulda Kristín Hlöðversdóttir: „Ég komst í unglingalandsliðið U-16 1991, fékk reyndar ekki að spila mikið og tókst ekki að skora með því, en á næstu dögum skýrist hvort ég kemst í liðið fýrir NM í þessum mánuði," sagði Hulda. Og það er aldrei að vita nema Hulda sem skoraði tíu mörk fyrir Hauka og varð markakóngur nái að hrella markverði Norðurlandanna í lok júní. Tinna Karen Gunnarsdóttir: Tinna sagðist vera búin að æfa fótbolta í sex ár eða frá því hún var sex ára. „Þá dreif ég mig á fótbolta- Morgunblaðið / Sigfús G. Gunnarsson Þær bestu fengu viðurkenningar Eftirtaldar stúlkur hlutu verðlaunagripi fyrir góða frammistöðu á Pæju- móti en veitt voru verðlaun tíl besta leikmanns, besta markvarðar, prúðasta leikmanns og þess markahæsta, markaíjöldi er innan sviga. 2. flokkur: Helga Osk Hannesdóttir Val, Elísabet Stefánsdóttir Tý, Jenný Knútsdóttir Víði, Hulda Kristín Hlöðversdóttir Haukum (6 mörk). 3. flokkur A: Edda Garðarsdóttir KR, Erla H. Viðarsdóttir Val, Kristín Inga Grímsdóttir Þór, Ragna Ragnarsd. (15) og Guðrún B. Sigursteinsdótt- ir (15). . . 3. flokkur B: Gréta Rún Arnadóttir Haukum, Tinna Magnúsdóttir Hauk- um, Hildur Sævarsdóttir Haukum, Bergrún Finnsd. Tý (6). 4. flokkur A: Tinna Karen Gunnarsdóttir Val, Ragnheiður Á. Jónsdóttir UBK, Elín Heiður Gunnarsdóttir Fjölni, Anna Björg Bjarnadóttir Val (11). 4. flokkur B: Guðrún Ólafsdóttir KR, María Anna Arnardóttir Haukum, Tinna Eyjólfsdóttir Stjörnunni, Irma Dögg Sigurðardóttir (21). 5. flokkur A: Guðrún Jakobsdóttir ÍA, Lilja Arngrímsdóttir Þór, Karitas Þórarinsdóttir Tý, Elfa B. Erlingsdóttir Stjömunni (6). 5. flokkur B: Aðalheiður Sigfúsdóttir Haukum, Tinna Guðjónsdóttir Stjöm- unni, Rakel Hrafnsdóttir UMFG, Guðrún Helga Ingvadóttir UBK (4). Tlnna Guðjónsdóttfr, Stjörn- unni. Gréta Rún Árnadóttlr, Haukum. æfingar hjá Val, en bróðir minn var einnig að æfa með þeim og ég byrj- aði strax að æfa með 3. flokki. Ég leik í vöminni en tókst samt að gera fjögur mörk, eitt úr víti, og svo áttí4- ég að bmna upp kantinn og skjóta og það gekk ágætlega, ég náði að skora þijú mörk þannig," sagði Tinna sem valin var besti leikmaður íjórða flokks. Gréta Rún Árnadóttir: „Ég er að koma hingað í annað mótið mitt, við náðum að sigra í fýrra en núna urðum við í 2. sæti þannig að það hefur gengið ágætlega og við erum ákveðnar að mæta næsta ár og endurheimta titilinn. Ég byijaði ekki að æfa fyrr en ég var þrettán ára og þetta er annað árið mitt, vin- konurnar byijuðu líka svona seint og drógu mig með, sagði Gréta besti leikmaður í 3. flokki B en hún lék með Haukum. Tinna Guðjónsd., 5. flokki B: „Núna er ég búin að finna mér stöðu á vellinum og ætla að halda áfram að æfa mark og reyna að verða landsliðsmarkvörður," sagði Tinna sem er nýbyrjuð að æfa mark með Stjömunni og var valin best í sinni stöðu í 5. flokki b. LOKASTAÐA 5. FLOKKUR A 1. ÍA, 2. Stjarnan, 3. Týr, 4. Þór. 5. FLOKKUR B 1. UBK, 2. Haukar, 3. Fjölnir, 4. Þór. 4. FLOKKUR A 1. Valur, 2. Haukar, 3. lA, 4. Týr. 4. FLOKKUR B 1. ÍA, 2. Týr, 3. UBK, 4. Valur. 3. FLOKKUR a 1. KR, 2. ÍA, 3. UMFA, 4. Týr. 3. FLOKKUR B 1. ÍA, 2. Haukar, 3. UBK, 4. Týr. 2. FLOKKUR 1. Týr, 2. Haukar, 3. Valur, 4. Þór, 5. Víðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.