Morgunblaðið - 12.06.1992, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992
Minning:
María Hannesdóttir
Fædd 5. maí 1902
Dáin 4. júní 1992
Hin látna heiðurskona María
Hannesdóttir, var ein af ágætis
konum þeim er hófu merki slysa-
vama til vegs og virðingar hér í
borg. í mörg ár starfaði hún við
hlið stallsystra sinna við að auka
og efla þátt íslenskra kvenna í fé-
lagsmálum, slysavamarkonur um
allt land hafa eins og vera ber fylkt
sér fast saman og haldið merkinu
hátt á lofti. Mundi nú þykja mikið
skarð í vamarmúrana ef óunnið
væri allt það er þær hafa af höndum
innt frá öndverðu, og kvennadeild-
irnar ekki verið til. María Hannes-
dóttir starfaði mikið fyrir Slysa-
vamardeild kvenna í hlutaveltu,
kaffisölu og merkjasölunefndum og
öðm félagsstarfí.
Þær konur sem starfað hafa í
fjáröflunamefndum, hafa fómað
miklum tíma og lagt á sig mikið
erfíði, því leiðarljós þeirra hefur
alltaf verið, að því meira sem inn
kemur af reiðufé, því meira er
hægt að leggja af mörkum til slysa-
vama. María Hannesdóttir var gerð
að heiðursfélaga á 50 ára afmæli
deildarinnar 28. apríl 1980 og henni
þökkuð giftudijúg störf í þágu
slysavama á landinu.
F.h. slysavamadeildar kvenna í
Reykjavík
Birna Björnsdóttir formaður.
Þegar dauðsfall er tilkynnt
bregst fólk misjafnlega við, en öll
verðum við þó að horfast í augu
við staðreyndir lífsins. Svo varð
mér og minni fjölskyldu við þegar
við fréttum andlát Maríu Hannes-
dóttir, en þó var hægt að horfa á
það mildum augum. María var búin
að vera veik sl. þijá mánuði, og
liggja á sjúkrahúsi samfara því.
Veikindi höfðu áður háð henni, en
alltaf reif hún sig upp hvemig sem
henni leið. Ákveðnin og dugnaður
skyldi ráða í þeim efnum, til að
komast heim í Meðalholtið. En nú
varð hún undan að láta. María var
fædd í Stykkishólmi ein af átta
bömum, sem nú em öll látin, hjón-
anna Hannesar Andréssonar skip-
stjóra og Jóhönnu Þórunnar Jónas-
dóttur frá Helgafelli. Ung missti
María móður sína og föður sinn
nokkmm áram seinna. Árið 25.
september 1919 kom María til
Reykjavíkur og bjó hún þar mest-
alla sína ævi. Fljótlega eftir Reykja-
víkurkomu kynntist María fyrri
manni sínum, Jóni Guðmundssyni
frá Bakka í Ölfusi. Bjuggu þau fyrst
í Reykjavík, en síðan á Bakka. Árið
1926 varð María ekkja með 2 ung
böm. Þá flyst hún til Reykjavíkur
og erfið var lífsbarátta hennar þar
með bömin en lengi hafði hún fram-
færslu sína og sinna af pijónaskap.
Árið 1937 giftist María seinni
manni sínum, Ingimar M. Bjöms-
syni jámsmið, og bjuggu þau í sam-
býli við systur Maríu og mág, á
sitt hvorri hæðinni í Meðalholti 9,
í 26 ár, eða þar til Ingimar lést
1967. En síðan bjó María þar til
dauðadags. María var heiðursfélagi
kvennadeildar Slysavarnafélags ís-
lands og átti þann heiður svo sann-
arlega skilið, því mörg þau spor og
handtök framlögð í þágu þess fé-
lagsskapar gegnum tíðina. Frænd-
garð sinn ræktaði Maríu vel og
gott var að eiga þar hauk í homi,
ef til hennar var leitað. Ekki var
ég há í loftinu þegar farið var „nið-
ur til Mæju og Inga,“ og þar hafði
ég mitt annað heimili ef með þurfti
fyrir litla stúlku, þegar foreldrar
unnu úti. Eftir að móðir mín og
María urðu ekkjur, þá urðu sam-
skipti þeirra enn nánari á ævi-
kvöldi. Margar ferðir átti ég og
mín fjölskylda til Mæju ömmu í
Meðó, bæði til spjalls, aðstoðar, og
tiJ að fá sér kaffísopa því í þeim
efnum var María sérlega gestrisin.
Fjölskyldu minni, þá sérstaklega
bömum mínum, reyndist María
huglæg og senda þau innilegustu
þakkir og kveðjur. Bömum sínum
og bamabömum var Maríu mjög
annt um alla tíð. Böm hennar og
Jóns Guðmundssonar em: Hannes
Jónsson fv. sendiherra kvæntur
Karen Waag Hjálmarsdóttur og em
börn þeirra, Hjálmar, María Inga,
Jón Halldór, Kristín Hanna, Jakob
Bragi, Karen Elísabet og Guðmund-
ur Hannes. Herdís Jónsdóttir kenn-
ari, var gift Haraldi Ámasyni ráðu-
naut og era böm þeirra, Ámi Bjöm,
Jón Ingi, Svanbjörg Helga og Hildi-
gunnur. Böm Maríu og Ingimars
M. Bjömssonar: Ingimar Bragi, f.
9. desember 1939 d. 24. desember
1950 og Jóhanna Þórunn kennari,
gift Steingrími Hálfdánarsyni loft-
skeytamanni og em dætur þeirra
María Hlín og Hanna Steinunn. Að
leiðarlokum vil ég og flölskylda mín
þakka Maríu móðursystur minni
allan þann tíma sem við áttum sam-
an á lífsleiðinni í skilningi og ástúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt
(V. Briem.)
Hafdís, Stefán
og fjölskylda.
Þegar árin líða og litið er yfír
farinn veg verður manni ljóst, að
margir veigaminni atburðir liðinna
tíma em að mestu horfnir í móðu
minninganna, eða hafa lítil eða eng-
in áhrif lengur. Hins vegar em sum-
ar minningar sígildar og ógleyman-
legar, venjulega em þær tengdar
horfnum kæmm ættingjum eða vin-
um.
Líklega er það jafnan svo, að per-
sónur sem einstaklingurinn hefur
haft nánust kynni af í æsku verða
honum minnisstæðastar ævina út.
Bamssálin er næm og traustir og
góðir samferðamenn eiga auðvelt
með að móta hana. Ég tel mig láns-
ama að hafa átt þess kost, að alast
upp í nánd við móðursystur mína,
Maríu Hannesdóttur.
^ Mæju frænku dáði ég og mat alla
tíð mikils, vegna hennar kjarkmiklu
afstöðu til lífsins, þrátt fyrir þau
miklu áföll, sem hún varð fyrir á
langri ævi.
María var af traustum breiðfírsk-
um ættum komin, fædd í Stykkis-
hólmi. Foreldrar hennar vora sæmd-
arhjónin Hannes Kristján Andrésson
skipstjóri í Stykkishólmi og kona
hans, Jóhanna Þómnn Jónasdóttir
frá Helgafelli. Ævi Maríu hefur oft
verið harmi þmngin. Móður sína
missti hún aðeins 10 ára gömul og
föður sinn þegar hún var 17 ára.
Systkini hennar sem upp komust
vora: Gunnar, f. 1899 d. 1934, Al-
fons, f. 1900 d. 1977, Sigríður, f.
1905 d. 1987 og Ástríður, f. 1907
d. 1988. Mjög kært var með þeim
systkinum og reyndist Mæja yngri
systkinum sínum alla tíð hin styrka
stoð.
Til Reykjavíkur fluttist María árið
1919 og réðst í vist til Hauks Thors.
Árið 1922 giftist hún Jóni Guð-
mundssyni bónda á Bakka í Ölfusi.
Böm þeirra em dr. Hannes fyrrv.
sendiherra, kvæntur Karen Waag,
eiga þau 7 böm, og Herdís sérkenn-
ari, var gift Haraldi Árnasyni þau
skildu, eiga þau 4 börn. Jón mann
sinn missti María eftir aðeins fjög-
urra ára sambúð. Hófust þá erfiðir
tímar og fluttist ekkjan unga til
Reykjavíkur með börnin sín, en upp-
gjöf og barlómur var nokkuð sem
frænka mín þekkti ekki. Hún vann
í fískvinnu hjá Kveldúlfí en jafnframt
stundaði hún pijónaskap, eftir að
hafa aurað saman fyrir pijónavél.
Dugnaður, þrifnaður og samvisku-
semi vom alltaf hennar aðalsmerki.
Árið 1937 giftist María seinni
manni sínum, öðlingnum Ingimar
Magnúsi Bjömssyni vélstjóra, var
heimili þeirra lengst af í Meðalholti
9. Eignuðust þau tvö bom, Ingimar
Braga, sem lést aðeins 11 ára gam-
all, og Jóhönnu Þómnni kennara,
er hún gift Steingrími Hálfdánarsyni
loftskeytamanni og eiga þau tvær
dætur.
Upp í hugann koma myndir frá
löngu liðinni tíð. Þær em frá lítilli
íbúð á Hverfisgötu 60, allt er svo
hreint og fágað, gólfíð hvítskúrað,
kolaofninn og eldavélin svartgljá-
andi, eldhúskraninn og messingiistar
skínandi fægðir. Inni í stofu situr
Mæja frænka og spilar á orgel. Þeg-
ar ég kem vil ég fá að syngja, þá
eru að sjálfsögðu spiluð lög, sem ég
kann og er vísast að Mæja hafi kennt
mér þau. Einnig eru myndir úr Með-
alholtinu, þegar hlaupið var á milli
hæða, en Sigríður systir Maríu og
Hannes Pálsson maður hennar
bjuggu á efri hæðinni. Alls staðar
sama snyrtimennskan hvert sem lit-
ið var. Þrátt fyrir mikla vinnu og
andstreymi gaf María sér alltaf tíma
til að spila á orgelið sitt, sem hún
af sínum einstaka dugnaðir keypti
sér.
Til Mæju frænku var alltaf gott
að koma hvort heldur var í hennar
ógleymanlegu jólaboð, afmælisveisl-
ur eða bara að koma og fá kaffí og
bleytt.
I mörg ár vann María mikið og
óeigingjamt starf fyrir Slysavama-
félag Islands. „Eitt sinn skal hver
deyja" kvað Þórir Jökull. Þá er gott
að geta kvatt með sæmd eftir lang-
an og vammlausan starfsdag.
Nú þegar ég kveð mína kæmstu
frænku er mér efst í huga þakklæti
fyrir samfylgdina og bið Guð að
blessa góða konu. Ég votta bömum
hennar, tengdabörnum og öðram
ættingjum samúð mína og fjölskyldu
minnar.
Helga Guðmars.
Mín mynd af ömmu, áður en ég
fæddist, en samsett úr fáum molum,
sem raðast í einfalda mynd. Hún
var hamingjusöm lítil stelpa í Hólm-
inum. Mamma hennar dó frá þeim
systkinum ungum. Þá kom stjúpan
til sögunnar og var það eins og í
ævintýmnum kuldi milli hennar og
barnanna. Þegar amma var enn ung
dó pabbi hennar. Þær systur,
amma, Sigga frænka og Ásta
frænka og einnig Alfons bróðir
þeirra fluttu til Reykjavíkur, en
Gunnar bróðir þeirra bjó áfram á
Snæfellsnesi. Amma giftist Jóni afa
og þau reistu sér bú í Ölfusinu.
Hún varð komung ekkja með tvö
lítil böm, mömmu og Hannes. Hún
flutti í bæinn og vann fyrir þeim
með pijónaskap. Ingi afí kom inn
í líf hennar, þau giftust og eignuð-
ust tvö böm, Braga og Jóhönnu.
Þau eignuðust heimili í Meðalholti
9. Enn barði dauðinn á dyr, og þau
misstu Braga son sinn ungan.
Ég er fjögurra ára. Við systurnar
emm I pössun í Meðalholtinu. Við
getum farið á róló og jafnvel alla
leið út á Miklatún. Þar em svo
háar njólabreiður að ég þarf bara
aðeins að beygja mig, þá hverf ég,
mér fínnst Svana systir stór og
Jóhanna móðursystir mín voða stór.
Við komum inn, afí er kominn heim
úr vinnunni, hann situr í stólnum í
hominu og les blaðið. Amma lagar
mat sem maður fær hvergi annars
staðar. Fiskur með steiktum höms-
um eða bestu kótilettur í bænum.
Það er rólegt andrúmsloft, þau geta
þagað saman, þau geta talað sam-
an, hún getur tuðað svolítið og ljúfl-
ingurinn hann Ingi afi er alltaf jafn
rólegur. Það er allt eins og það á
að vera. Mér fínnst amma og afí
vera orðin gömul, en hún var þó
bara 56 ára þá og afí enn yngri.
Amma vippar sér léttilega upp á
eldhúsborðið, og þá fáum við syst-
urnar súkkulaði úr efri skápnum.
Ég er í 8. bekk. Kennarinn spyr
mig fyrir framan allan bekkinn,
hvort ég heiti eitthvað meira en
Hildigunnur. Ég fer svolítið hjá
mér, en mig langar bara svo að
heita María líka eins og amma. Ég
ákveð, að ef ég eignist einhvem
tíma stelpu, verði hún skírð María.
Einhvem tíma varð mér á að segja
ömmu að Maja litia væru nú svolít-
ið frek. Hún verður að vera það til
að standa undir nafni, sagði amma.
Sunnudagar í Meðalholtinu, við
hjá ömmu og Inga afa í marengs-
tertu. Frændsystkinin hjá Siggu og
Hannesi á loftinu. Amma sker svo
stórar sneiðar handa okkur, meira
að segja strákarnir fá nógu stóra
sneiðar. Fullt hús af fólki, allir
ánægðir.
Þetta ljúfa tímabil í lífi ömmu tók
allt of fljótt enda. Afí dó. Þó að hún
hafi svo oft orðið að taka ótímabær-
um dauða vorum við krakkamir að
kynnast dauðanum í fyrsta sinn.
Amma breyttist mikið, hún var ekki
eins glöð og létt og áður. Sagt er
að tíminn lækni öll sár. Vissulega
dofnaði sorgin, en ég held að hún
hafí aldrei sætt sig við að missa
Braga og Inga líka.
Á unglingsámm mínum fór
mamma til útlanda í nám. Ég
skrapp oft til ömmu, og hún veitti
mér mikinn stuðning. Og ef maður
var óánægður með sjálfan sig stóð
ekki á svarinu: „Þið erað alveg eins-
tök.“
Örfáum ámm síðar, ung kona,
gift og farin að búa. Mamma og
systkinin í burtu. Amma var alltaf
til staðar, ekki bara sem stoð og
stytta, líka vinkona fyrir lífstíð. Við
ræðum saman, um lífíð og tilver-
una, hamingjuna. Hún er glöð fyrir
mína hönd.
Systumar þijár vom svo tengd-
ar, að ég get ekki minnst ömmu
án þess að geta Siggu og Ástu líka.
Þær vom samt svo ólíkar. Amma
var elst, smávaxin, dugleg, lífleg
og ákveðin, enda stóð hún undir
nafni. Amma vann að félagsmálum
hjá slysavarnafélaginu. Sigga var
stór og sinnti ötullega verkalýðs-
og féiagsmálum. Ásta, smá eins og
amma, ennþá fíngerðari, dulræn.
Hún vissi alltaf hvað maður hugs-
aði, jafnvel löngu áður en maður
vissi það sjálfur. Varaði mig við
ýmsu, sem gerðist mörgum ámm
síðar. Tengsl systranna gerðu það
að verkum að maður kynntist
frændfólkinu betur en ella, og var
það ómetanlegt.
Sigga og Ásta létust með stuttu
millibili. Skömmu síðar lagðist
amma á spítala. Ég hélt að hún
væri alvarlega veik, en þegar ég
kom til hennar gerði hún grín að
þessu öllu. Hún ætlaði sko ekki að
láta það spyijast, að það væri svo
veikt í þeim systram að þær fæm
allar á einu ári.
Hún átti eftir að lifa þó nokkur
ár og rísa oft úr rekkju eftir alvar-
leg veikindi. Hún naut oft dvalar
hjá Jóhönnu, en fór alltaf í Meðal-
holtið strax og heilsan leyfði. Fór
hún þá frekar á viljanum einum en
hreystinni. Ég er þakklát fyrir að
hafa átt góða ömmu og þrátt fyrir
söknuð verðum við að hugga okkur
við að hún var ferðinni fegin.
Hildigunnur Haraldsdóttir.
íslenska aldamótakynslóðin var
alin upp í íslensku samfélagi eins og
það hafði verið næsta óbreytt í þús-
und ár. Hún lagði síðan gmnninn
að nútímaþjóðfélaginu og upplifði
mestu breytingar, sem nokkur kyn-
slóð íslendinga hefur reynt. Lífsvið-
horf aldamótakynslóðarinnar þurfa
að varða veg aflcomendanna áfram.
Vinnusemi, drengskapur, nýtni og
að vilja vinna landi og þjóð af fremsta
megni eru meðal gmndvallargilda
aldamótakynslóðarinnar. Þeim gild-
um ber okkur skylda til að miðla
bömum okkar og bamabömum.
í dag er til moldar borin verðugur
fulltrúi þessarar kynslóðar, amma
mín, María Hannesdóttir, sem fædd-
ist í Stykkishólmi 5. apríl 1902. Hún
lést 4 þ.m. Hún missti móður sína
tíu ára gömul og föður sinn sautján
ára. Tvisvar varð hún ekkja. Hún
missti son, er hann var aðeins ellefu
ára og hún var síðust átta systkina
til að kveðja þetta jarðlíf. Þá fór hún
ekki varhluta af ýmsum veikindum,
sumum alvarlegum. Samt var ávallt
styrk að sækja til hennar, þrekið
enda þannig, að með ólíkindum var.
Þessi lágvaxna og kankvlsa kona var
mesti dugnaðarforkur í augum
þeirra, sem henni kynntust. Þótt lík-
amlegt þrek hafí dvínað var hið and-
lega jafnsterkt fram að því að hún
fékk slag, sem kom í veg fyrir af-
mælisveislu í tilefni af 90 ára afmæl-
inu.
Með fyrri manni sínum, Jóni
Guðmundssyni, sjómanni í Reykjavík
og síðar bónda að Bakka í Ölfusi,
eignaðist amma tvö böm, Hannes
sendiherra, og Herdísi kennara.
Mann sinn missti hún í janúar 1926,
er bömin vom tveggja og þriggja
ára. Ungu hjónin höfðu gift sig í
maí 1922. Ef frá er talinn sá stutti
tími, er hún bjó að Bakka, átti amma
sitt heimili í Reykjavík frá 17 ára
aldri, að hún réðst í \óst, m.a. á heim-
ili Christians Nielsens, framkvæmda-
stjóra Eimskips, og á heimili Rík-
harðs Thors. Tæplega r tuttiígu og
flögurra ára flytur hún sem tveggja
bama móðir aftur á mölina frá
Bakka. Hún sagði síðar, að á Bakka
hefði henni aldrei liðið nógu vel.
Hófst nú fyrirvinnustarf ekkjunnar
ungu í Reykjavík. Fyrst þannig, að
hún vann í fískverkun hjá Kveldúlfí.
Tókst henni að safna sér fyrir pijóna-
vél. Brátt vann hún sér þann orðstír
sem pqonakona, að hún gat stundað
pijónaskapinn einvörðungu á heimili,
sem hún bjó sér og bömunum tveim-
ur, fyrst áLindargötu 7 og síðar
Hverfísgötu 50. Þetta vom að vonum
erfíð ár, en pijónles Maríu Hannes-
dóttur varð eftirsótt vara í Reykja-
vík. Almannatryggingamar komu
ekki til sögunnar fyrr en 1936, svo
sem kunnugt er. Hver og einn varð
fyrst og fremst að treysta á sína
eigin getu. Ég hef talað við fólk, sem
man vel eftir ömmu á þessum ámm
og lýsir það henni með mikilli aðdáun
fyrir dugnaðinn og myndarskapinn.
Þessi ár settu hinsvegar eins og for-
eldramissirinn áður sitt mark á hana.
Hún gerði alla tíð geysimiklar kröfur
til sjálfrar sín, en átti það til að vera
dómhörð um suma, sem ekki stóðu
sig sem skyldi. Leti og sjálfsvorkunn
vom alvarlegir lestir að hennar mati.
Þá var hún ekki að skafa utanaf
hlutunum ef einhver pólitíkusinn
gerði einhveija bölvaða vitleysuna
eins og hún sagði. Það vom afger-
andi dómar og skemmtilegir. Hún
fylgdist alla tíð með pólitíkinni og
þjóðmálaumræðunni allri. Var mikill
einstaklingshyggjumaður, en mátti
aldrei neitt aumt sjá.
Árið 1937 gekk amma að eiga
seinni mann sinn, Ingimar M. Bjöms-
son, sem þá var kyndari á toguram
Alliance-félagsins, en síðar lengst
vélvirki í Héðni. Hann var einstakur
öðlingsmaður, sem öllum bömum
þótti ofurvænt um. Farsælt hjóna-
band þeirra stóð í 30 ár, en hann
lést snemma árs 1967 og varð hann
hveijum manni harmdauði. Mest
saknaði þó amma hans. Hún sagði
mér síðar, að með honum hefði hún
átt sínar bestu stundir. Heimili þeirra
var lengst af í Meðalholti 9 í snoturri
íbúð á neðri hæð í verkamannabú-
stað. Þar bjó amma til dauðadags. Á
efri hæðinni bjó Sigríður, verkalýðs-
frömuður og systir ömmu, með fjöl-
skyldu sinni.
Amma og Ingimar eignuðust tvö
böm, Ingimar Braga árið 1939 og
Jóhönnu Þómnni, kennara, árið
1947. Braga misstu þau á aðfanga-
dag 1950, ellefu ára gamlan. Þann
missi áttu allir erfítt með að sætta
sig við, en foreldramir þó erfiðast,
eins og gefur að skilja. í minning-
unni er hann elskulegur frændi að
leik.
Segja má sem svo, að því geti
stundum fylgt nokkur forréttindi að
vera elsta bamabarn. Að fæðast þar
að auki á afmælisdegi ömmu sinnar
innsiglaði þau í mínu tilfelli. Ég man
varla eftir afmælisdegi i æsku og
lengi vel, að ekki væri haldið upp á
afmælin saman í Meðalholtinu, enda
kynslóðabilið fundið upp af öðmm
en aldamótakynslóðinni. Þá var
mannþröng í Meðalholti, því fáir
kunnu jafnvel að veita gestum sínum
en amma og Ingimar á meðan hans
naut við. Þar fóru saman hjartahlýja,
gestrisni og mikil kunnátta. Mar-
engstertan hennar ömmu í Meðal-
holti er t.d. heimsfræg í okkar hópi.
Þurfti raunar alls ekkert tilefni til
að koma við hjá ömmu í litla eldhús-
ið þar sem pláss var fyrir þijá kolla
við lítið borð. Hamingjan felst ekki
í fermetrafjölda. Veislu fyrir einn var
strax slegið upp. Alltaf var sama