Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992
JUDO
Þrír fara til
Austurríkis
Þrír íslenskir judomenn taka
þátt í alþjóðlega Austurríska
meistaramótinu í Linz um helg-
ina. Mótið er í A-styrkleikaflokki
og það síðasta fyrir Ólympíuleik-
ana. Þeir sem fara eru Bjami
Friðriksson, Freyr Gauti Sig-
mundsson, sem báðir hafa náð
Qlympíulágmarki ásamt Sigurði
Bergmann og Halldór Hafsteins-
son, sem er rétt við lágmarkið.
Hann hefur 63 punkta af 70 sem
til þarf. Halldór meiddist illa og
var frá æfingum og keppni í rúmt
ár af punktatímabilinu.
Að mótinu loknu munu þeir
ásamt Sigurði Bergmann haida í
Hollands í æfingabúðir.
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA
FOLK
■ KARL Finnbogason sem lék
með Víði á síðasta keppnistímabili
hefur gengið til liðs við IBK og
verður löglegur með liðinu á morg-
un er liðið mætir BÍ á ísafirði. Þá
hefur Valur Sveinbjörnsson einnig
tilkynnt félagaskipti úr Víði. Hann
hyggst leika með Gróttu í sumar.
■ LLOYD Sergent, Bandaríkja-
maðurinn sem lék með UBK i 1.
deildinni í körfuboltanum síðasta
keppnistímabil, verður áfram með
liðinu í úrvalsdeildinni næsta vetur.
Hann mun einnig þjálfa yngri
flokka félagins.
■ ÍVAR Webster, sem lék með
ÍR í 1. deild sl. vetur, hefur ákveð-
ið að gagna til liðs við Breiðablik.
■ SIGURÐUR Hjörleifsson var
fyrir skömmu útnefndur þjálfari
ársins 1991 hjá aðalstjóm Breiða-
bliks. Sigurður þjálfaði meistar-
flokk félagsins í körfuknattleik og
kom liðinu upp í úrvalsdeild.
■ BEN Johnson náði ekki Olymp-
íulagmarkinu í 100 m hlaupi á
fijálsíþróttamóti í Lissabon í fyrra-
kvöld eins og hann ætlaði sér. Hann
hljóp á 10,43 sek, en Ólympíulág-
markið er 10,30 sek. Brasilíumað-
urinn Robson da Silva sigrði í
Lissabon á 10,17 sek., Jason Li-
vingstone, Bretlandi, varð annar
á 10,26 og Femando Botasson frá
"Brasilíu þriðji á 10,38 sekúndum.
■ BEN Johnson sagðist ekki vera
vonsvikinn þrátt fyrir að hafa ekki
náði Ólympíulágmarkinu. Kana-
díska meistaramótið fer fram í
næstu viku og þar gerir hann aðra
tilraun. „Ég á enn möguleika á að
komast til Barcelona þar sem enn
em sjö vikur fram að leikum," sagði
Ben Johnson. Ef hann nær ekki
að tryggja sér þátttökurétt í Barc-
elona sagðist hann hafa áhuga á
að reyna fyrir sér í bandaríska fót-
boltanum. Tvö lið hafa þegar sýnt
honum áhuga.
Ikvöld
Knattspyrna kl. 20.00
1. deild karla:
Vestmannaeyjar: ÍBV - Þór Ak.
1. deild kvenna:
Egilsstaðir. Höttur - KR
Akranes: ÍA - Stjaman
Valsvöllun Valur - Breiðablik
2. deild karla:
ísafjarðarvöllun BÍ - ÍBK
Fylkisvöllur Fylkir - Grindavík
Garðsvöllun Víðir - Stjaman
Þróttarvöllur. Þróttur R. - ÍR
Selfossvöllur: Selfoss - Leiftur
3. deild karla:
Grenivíkurvöllur: Magni - Völsungur
Valhúsavöllur: Grótta - Skallagrímur
Sauðárkróksv.: Tindastóll - Dalvík
4. deild:
Njarðvíkurvöllur: UMFN - Emir
Varmárv.: Afturelding - Hvatberar
Valbjamarv.: Leiknir - Bolungarvík
Hof8Ósvöllun Neisti - Hvöt
Reyðarfjarðarvöllur: Valur Rf. - KSH
2. deild kvenna:
Hvaleyrarholtsvöllur. Haukar - BÍ
Keflavíkurvöllur: ÍBK - Týr
FIUÁLSÍÞRÓITIR:
Vormót HSK fer fram á Hvolsvelli í
kvöld.
Hollendingar brosa aftur
TVEIR leikir eru á dagskrá Evr-
ópukeppni landsliða í dag. Evr-
ópumeistarar Hollendinga
hefja titilvörn sína gegn Skot-
um klukkan 15:15, og kl. 18:15
mæta heimsmeistarar Þjóð-
vera liði Samvelda sjálfstæðra
ríkja.
Flestir spá Hollendingum mikilli
velgengni í keppninni og flest-
ir þeirra sterkustu menn em í topp-
formi um þessar mundir. Þjálfari
þeirra, Rinus Michels, stýrði þeim
til sigurs í keppninni fyrir fjóram
ámm en hætti með liðið eftir það.
Hann tók síðan við því aftur eftir
slakt gengi í HM 1990. Haft er á
orði í Svíþjóð þessa dagana, að
Michels hafi tekist hið nær ófram-
kvæmanlega; að fá Hollendinga til
að brosa aftur. Hann hefur náð að
sameina liðið, og ljóst er að Skotar
eiga ákaflega erfiðan leik gegn
sameinuðum og brosandi Hollend-
ingum. „Michels veit að hann verð-
ur að gefa Hollendingi frelsi og
hann veit að við emm ekki hrifnir
af því að hafa undirbúninginn of
skipulagðan," sagði fyrirliði Hol-
lendinga Ruud Gullit og bætti við:
„Þar að auki hefur hann mjög mikla
kímnigáfu."
Skotar hafa tekið þátt í síðustu
fimm úrslitakeppnum HM, en aldrei
komist lengra en í fyrstu umferð.
Þeir em taldir vera með slakasta
liðið í úrslitakeppni EM nú, a.m.k
í sínum riðli, sem telur auk þeirra
núverandi Evrópumeistara og
heimsmeistara auk liðs fyrrum Sov-
étríkja. Meiðsli hafa þar að auki
hijáð lykilmenn í liðinu eins og
Gordon Strachan, sem tekur ekki
þátt í úrslitakeppninni.
Þjóðverjar geta náð
einstæðum árangri
íjóðveijar eiga möguleika á því
að verða fyrstu handhafar heims-
meistaratitils til að bæta Evrópu-
meistaratitli í safnið. Þeir mæta
Samveldismönnum í fyrsta leiknum,
og eiga eflaust erfiðan leik fyrir
höndum. Erfiðasta vandamálið sem
Berti Vogts, þjálfari Þjóðvetja,
stendur frammi fyrir, er að fylla
það skarð sem Lothar Mattháus
skildi eftir sig, en hann er meidd-
ur.
Lið Samveldis sjálfstæðra ríkja
leikur í keppninni við mjög svo
. óvenjulegar aðstæður. Liðið veit að
það mun ekki leika aftur saman í
annarri stórri keppni, því lið SSR
var aldrei hugsað sem annað en
bráðabirgðalausn; það á einungis
að ljúka þeim keppnum sem Sovét-
menn voru þátttakendur í áður en
Sovétríkin liðu undir lok. Spurning-
in er hvort liðið hafi metnað til að
gera jafn vel og í síðustu keppni,
en þá léku Sovétmenn til úrslita á
móti Hollendingum.
Samveldisstjörn-
ur ekki með gegn
Islandi í HM
Eftir Evrópukeppnina í Svíþjóð
verður kveðjustund hjá lands-
liðsmönnum Samveldanna, en leik-
menn frá Úkraínu og Georgíu leika
ekki framar undir merkjum Samveld-
anna. Margir mjög sterkir leikmenn
leika því ekki með liði Samveldanna
gegn Islendingum í undankeppni HM,
en íslendingar leika í Moskvu 14.
október.
Frægasti leikmaðurinn er Alexej
Mikhailichenko, miðvallarleikmaður,
sem leikur með Glasgow Rangers.
Hann er 29 ára og hefur leikið 38
landsleiki fyrir Sovétríkin/Samveldið
- og lék hann í EM í Þýskalandi
1988, ÓL í Seoul 1988 og HM á
Ítalíu 1990. Aðrir frægir Ukraínu-
menn em Andrej Kanchelski, Man.
Utd., Oleg Kuznetsov, Glasgow Ran-
gers, Sergej Juran, Benfica og Oleg
Protasov, Olympiakos. Einn leikmað-
ur frá Georgíu er í Svíþjóð - Akhrik
Tsveiba, Dynamo Kiev og einn frá
Moldova, Igor Dobrovolski, Servetta.
Aðrir leikmenn í liðinu koma nær
allir frá Rússlandi.
Sex áðumefndir leikmenn leika
með SSR gegn Þjóðveijum í dag.
Kuznetsov (númer 5) leikur í stöðu
aftasta vamarleikmanns. Tsveiba (4)
er vamarleikmaður. Mikhailicenko
(7) og Kanchelski (8) leika lykilhlut-
verk á miðjunni og Juran (11) og
Dobrovolski (10) era sóknarleikmenn.
KORFUKNATTLEIKUR
Ingvar þjátfar Hauka
John Rhodes verðuráfram með liðinu
Íngvar Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Hauka í
karlaflokki í körfuknattleik. Þá verður Bandaríkjamaðurinn John
Rhodes áfram með liðinu. Gengið var frá þessu á stjórnarfundi í gær-
kvöldi. Ingvar þjálfaði meistaraflokk kvenna á síðasta keppnistímabili
og náði mjög góðum árangri. Hann hefur þjálfað yngri flokka hjá
Haukum í mörg ár, og margoft náð mjög svo ágætum árangri. Ingv-
ar Kristinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Hauka, sagði að Ingv-
ar Jónsson tæki við af Ólafí Rafnssyni. „Við væntum mikils af Ing-
vari, en hann hefur alltaf skilað að minnsta kosti einum titli til félags-
ins á hveiju ári. Við vonum að það verði engin breyting á því,“ sagði
Ingvar. Þess má geta að tveir synir Ingvars Jónssonar, þeir Jón Amar
og Pétur, leika báðir með meistaraflokki Hauka.
Alexej Mlkhallichenko ekki með gegn Islandi í HM.
FRJALSIÞROTTIR
Birgir eftiriits-
dómari í Svíþjóð
Primo Nebiolo, forseti Alþjóða
frjálsíþróttasambandsins, IA-
AF, hefur óskað eftir því að Birgir
Guðjónsson, formaður laganefndar
Frjálsíþróttasambands íslands,
verði eftirlitsdómari á stigamóti
(Grand prix) í Stokkhólmi í Svíþjóð
2. júlí n.k. og hefur Birgir orðið við
beiðninni.
Birgir verður helsti fulltrúi IAAF
í keppninni og kemur til með að
hafa yfírumsjón með dómgæslu og
auglýsingum. Einnig var óskað eft-
ir að hann yrði jafnframt lyfjaeftir-
litsmaður, en Birgir baðst undan
því, sagði að einn maður gæti ekki
sinnt öllum verkefnum svo vel væri.
Þetta er í fjórða sinn á jafnmörg-
um ámm, sem Birgi er falin yfirum-
sjón þessara málaflokka á vegum
IAAF. í Stokkhólmi verður m.a.
keppt í spjótkasti og er gert ráð
fyrir að bestu spjótkastarar íslands
verði á meðal þátttakenda.
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
Portland jafnaði
Portland Trail Blazers sigraði
Chicago Bulls 93:88 í fjórða
leik liðanna í úrslitum um NBA-titil-
inn í fyrrinótt og
Frá Gunnari jafnaði þar með
Valgeirssyni metin 2:2. Chicago
/ Bandaríkjunum hafði undirtökin
mest allan tímann
en góður endasprettur heimamanna
tryggði sigurinn.
Chicago gerði fyrstu 10 stigin í
leiknum og komst í 18:5 og virtist
hafa leikinn í hendi sér. En Port-
land náði að saxa jafnt og þétt á
forskotið o g komst yfir í fyrsta sinn
í leiknum 83:82 þegar aðeins rúmar
þijár mínútur vom til leiksloka. Á
lokamínútunum gekk ekkert upp
hjá Jordan og félögum og Portland
nýtti sér það og vann með fímm
stiga mun, 93:88, eftir að staðan í
hálfleik hafði verið 45:48 fyrir
Chicago.
Leikurinn var ekki vel spilaður,
mikið um mistök á gáða bóga. Jord-
an var stigahæstur í liði Chicago
með 32 stig, en náði ekki að skora
síðustu 10 mínúturnar. Scottie Pip-
pen kom næstur í liði meistaranna
með 17 stig. Clyde Drexler og Je-
rome Kersey vom atkvæðamestir í
liði heimamanna með 21 stig hvor
og Cliff Robinson kom næstur með
17.
„Við gáfumst aldrei upp þrátt
fyrir að hafa byijað illa. Það var
fyrst og fremst baráttan sem færði
okkur sigurinn. Við getum leikið
betur en í þessum leik og eigum
eftir að ná toppleik gegn Chcicago,"
sagði Clyde Drexler, fyrirliði Port-
land. „Við vissum að þetta yrði erf-
iðara í ár en í fyrra. Það lítur ein-
faldlega út fyrir að við þurfum að
hafa meira fyrir þessu í næstu leikj-
um,“ sagði Jordan á blaðamanna-
fundi eftir leikinn og virtist ekki
hafa miklar áhyggjur af tapinu.
Fimmti leikur liðanna fer fram
aðfaranótt laugardags í Portland
og síðan verður leijcið í Chicago á
sunnudagskvöld kl, 24.00 að ís-
lenskum tima. Ef til sjöunda leiks
kemur verður hann einnig í
Chicago.
Fríða Run
Í11.sæti
Fríða Rún Þórðardóttir,
hlaupakona sem er við nám
í Georgíu, komst í úrslit í 3.000
metra hlaupi á bandaríska há-
skólameistaramótinu sem fram
fór í Texas um síðustu helgi.
Hún hljóp á 9.50 mínútum og
hafnaði í 11. sæti.
Fríða Rún sagði að aðstæður
hafi verið mjög erifðar þar sem
hitastigið var vel yfír 30 gráð-
ur. „Ég var hálfri mínútu frá
mínum besta tíma eins og reynd-
ar flestar aðrar stúlkur ( hlaup-
inu. Sígurvegarinn í hlaupinu
hljóp á 9,24 mfnútum sem verð-
ur að teljast frekar hægt. Það
var mikill heiður fyrir mig og
góð reynsla að hafa fengið áð
taka þátt í þessu móti,“ sagði
Fríða Rún.
Hún sagðist hafa bætt sig
veralega frá því í fyrra og að
þjálfarinn væri mjög ánægður
með framfarirnar. Fríða Rún
kemur heim til íslands á laugar-
dag og verður meðal þátttak-
enda á Meistaramóti íslands.