Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 • • > Oryggi Islands — Evrógubandalagið - NATÓ - Bandaríkin eftir Guðmund H. Garðarsson í lok maí sl. mætti utanríkisráð- herra, Jón Baldvin Hannibalsson, á fundi JC í Keflavík. Samkvæmt fréttum mun hann hafa fjallað um stöðu íslands í alþjóðamálum með sérstöku tilliti til Evrópuband- alagsins, EES og tengslanna við Norðurlöndin. Skoðun utanríkisráðherra Utanríkisráðherra mun hafa orðið tíðrætt um hugsanlega ein- angrun íslands gagnvart Evrópu, ef ísland stæði eitt sér utan EB og mátti af fréttum skilja, að ís- land myndi í þeirri stöðu jafnvel einangrast gagnvart Bandaríkjun- um. í stuttu máli sagt: íslendingar yrðu afskiptir og einangraðir á norðurhjara heims, ef þeir tækju ekki að hugleiða, þegar að stað- festum EES-samningi að fylgja hinum Norðurlöndunum inn í EB. Hæpin niðurstaða Utanríkisráðherra boðar hér vissulega alvarleg tíðindi, ef rétt eru. Spursmálið er: Hvernig komst ráðherrann að þessari niðurstöðu? Hver segir, að félags- og menning- arleg tengsl Islands við hin Norður- löndin hljóti að breytast, þótt þó verði öll í EB, að Islandi undan- skildu? Danir hafa verið aðilar að EB síðan 1972. Ekki hafa sam- skipti íslands og Danmerkur versnað við það. Trúir fólk því að þótt Danir, Norðmenn, Svíar og Finnar verði aðilar að EB muni þeir setja 160.000 manna samfélag á íslandi í félags- og menningar- lega einangrun, þótt íslendingar standi utan Evrópubandalagsins? Auðvitað gerist það ekki. Nægir í því sambandi að vísa til ummæla menntamálaráðherra Danmerkur sl. vetur, þar sem hann lagði áherslu á að Islendingar myndu hafa áfram sem hingað til greiðan aðgang að dönsku menntakerfi. A félagslega sviðinu verður eng- in sú grundvallarbreyting frá því sem nú er á samskiptum þessara þjóða eða innan vébanda Evrópu- samtaka launþega og vinnuveit- enda, sem útilokar íslendinga frá eðlilegri þátttöku í framtíðinni. Hætta á einangrun! Ekki er heldur hætta á við- skiptalegri einangrun frá Evrópu. Það vita allir sem til þekkja, að Evrópubúar hafa mikla þörf fyrir sjávarafurðir, sérstaklega fisk sem veiddur er í Norður-Atlantshafi. Evrópuþjóðir hafa í aldaraðir notið sjávarafla af íslandsmiðum og eru nú enn háðar fisköflun þaðan, þar sem flest helstu fiskimið innan fiskveiðilögsögu ríkja EB eru annaðhvort uppurin eða mjög illa leikin vegna ofveiði. í fjöldamörg ár hefur verið mikill skortur á fiski á helstu fiskmörkuðum Evrópu, sérstaklega gæðafiski eins og ís- lendingar hafa uppá að bjóða, enda verðlag verið hátt. Miðað við verð í erlendri mynt reiknað hafa verð- hækkanir síðustu ára verið marg- falt meiri en fyrirhugaðar lækkan- ir á tollum samkvæmt EES- samningnum. Þess vegna er það misskilningur að halda að EES- samningurinn ráði úrslitum fyrir íslenskan sjávarútveg. Gildi samkeppnismarkaða Hin frjálsa verðmyndun sam- keppnismarkaða Evrópu, framboð og eftirspurn, samfara gæðum og öruggri þjónustu, ráða úrslituin í þessum efnum. Þessi skilyrði eru þegar fyrir hendi. EES breytir ekki þessum grundvallaratriðum og sérhver hindun sem kynni að verða sett upp til að torvelda þessi viðskipti, ef Island stæði utan EB eða ef íslendingar höfnuðu EES- samningnum, væri andstætt hagsmunum neytenda EB-ríkj- anna. Þetta vita valdamennirnir í Brussel. Þess vegna er lítil hætta á einangrun á sviði viðskipta og verslunar. ísland og Norður-Ameríka En þá kemur að stóru spurning- unni varðandi samskipti Islands og Norður-Ameríku; Bandaríkin og Kanda. Hvað gefur utanríkis- ráðherra, Jóni Baldvin Hannibals- syni tilefni til að fullyrða að Banda- ríkjamenn og Kanadamenn myndu fjarlægjast Island, ef það gerðist ekki aðili að Evrópubandalaginu? Allir vita að ein nánustu samskipti íslendinga við þessar þjóðir hafa verið á sviði varnar- og öryggis- mála. Er utanríksráðherra að boða það, að ef við viljum ekki ganga í EB eins og hin Norðurlöndin eða samþykkja EES-samninginn eins og hann liggur nú fyrir, hljóti Bandaríkin að drága úr samskipt- um sínum við ísland í varnar- og öryggismálum? Spurningin er: Hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir við utanríkisráðherra að mál muni þróast með þessum hætti? Varnar- og öryggismál Utanríkisráðherra skorast væntanlega ekki undan því að svara þessari spurningu undan- bragðalaust. Ef hann gerir það ekki hljóta íslendingar, sem leggja mikla áherslu á náið samstarf við Norður-Ameríkuríkm, Bandaríkin og Kanada, sérstaklega í varnar- og öryggismálum að óska eftir því við stjórnvöld fyrir vestan að þau svari því, hvort tvíhliða samningar íslands og Bandaríkjanna í þessum málum verði í nokkurri hættu hvað afstöðu þeirra áhrærir, þótt ísland gerist ekki aðili að Evrópubanda- laginu eða gangi því ekki á hönd með þeim hætti sem EES-samn- ingurinn gerir ráð fyrir. Staða íslands best tryggð Stærsti hluti þess hóps sem hef- ur haft forystu fyrir málefnalegri baráttu okkar um aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu á liðnum árum gerir sér grein fyrir, að ör- yggishagsmunum íslands er best borgið innan varnar- og öryggi- skerfis Norður-Ameríkuríkjanna, en ekki í nýju hernaðarkerfi Evr- ...alltaf til að •O try^jaatvmnu PAKKAR ASTRO- tjaldvagnar SUMARHUSGOGN TRÉHÚSGÖGN MIKIÐ ÚRVAL 50 þus. ut, icst n 24 mán. Vönduð regnföt PVC húðað nylonefni Sendum í póstkröfu OPtB LAUQARDAQ 10 -16 og SUNNUOAQ 14 - 17 BYLTING I TJALDVÖGNUM BREMSUBÚNAÐUR 13" FELGUR STERK GALVANISERUÐ STÁLGRIND MÁ BREYTA í BÍLAKERRU EINFÖLD UPPSETNING SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLÓÐ 7 • REYKJAVÍK • S. 91 - 621780 Guðmundur H. Garðarsson „Stærsti hluti þess hóps sem hefur haft forystu fyrir málefnalegri bar- áttu okkar um aðild Is- lands að Atlantshafs- bandalaginu á liðnum árum gerir sér grein fyrir, að öryggishags- munum íslands er best borgið innan varnar- og öryggiskerfis Norður- Ameríkuríkjanna, en ekki í nýju hernaðar- kerfi Evrópuríkjanna.“ ópuríkjanna. Fyrir því liggja mörg rök m.a. söguleg, sem eru öllum ljós, er eitthvað hafa kynnt sér þessi mal. Nægir í þessum sam- bandi að minna á óheilindi Frakka innan NATO í gegnum tíðina. Þá er ólíklegt að Bretar muni nokkru sinni taka þátt í myndun sameigin- legs Evrópuhers og fórna sterkri samstöðu Evrópuríkjanna innan NATO með slíkri tvískiptingu í ákvörðunartöku og framkvæmd í öryggismálum. Frakkar hafa ekk- ert farið dult með þá afstöðu sína að þeir vilji minnandi áhrif Banda- ríkjanna í varnar- og öryggismál- um Evrópu, og ýmsir áhrifamiklir sósíal-demokratar (jafnaðarmenn) í Evrópu hafa oft haft blendnar tilfinningar til NATO og jafnan verið reiðubúnir að fylla flokk gagnrýnenda á miklum áhrifum Bandaríkjamanna í bandalaginu. En sem betur fer hafa hinir rót- grónu forystumenn jafnaðar- mannaflokka Vestur-Evrópu, lýð- ræðisjafnaðarmenn, jafnan haft yfirhöndina og stutt NATO dyggi- lega og munu væntanlega gera það áfram um ókomna tíð. Öryggisleysið í Evrópu Bandaríkjamenn hafa ekki farið dult með þá skoðun að þeir telji það ekki til farsældar að EB sé með sérstakt varnar- og öryggi- skerfi við hlið Atlantshafsband- alagsins. Þótt Bandaríkjamenn dragi herafla sinn saman í Evrópu vegna breyttra og lýðræðislegri aðstæðna í Austur-Evrópu þýðir það ekki að varnar- og öryggi- skerfið á Norður-Atlantshafi (Norður-Ameríka, Grænland, Is- EEsVAPLEXs TREFJAGIPSPLÖTUR ÁVEGGI, LOFTOGGÓLF KANTSKURÐUR SEM EGG ÖRUGGTNAGLHALD ABRUNAFLOKKUR VIÐURKENNT AF ELDVARNA- EFTIRLITI RÍKISINS HOLLENSK GÆÐAVARA Þ. ÞORGRÍMSSON & C0 ÁRMÚLA29, SÍMI 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.