Morgunblaðið - 12.06.1992, Page 23

Morgunblaðið - 12.06.1992, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 23 Réttarhöld yfir meintum stríðsglæpamanni í Israel: Deilt um hvort ívan Dem- janjuk sé „Ivan grimmi“ Jerúsalem. The Daily Telegraph. Vitnaleiðslum í réttarhöldunum yfir John Ivan Demjanjuk er nú lokið fyrir áfrýjunarrétti í Israel, en hann var dæmdur til dauða árið 1988 fyrir fjöldamorð á gyðingum í útrýmingarbúðum nasista í Treblinka í Póllandi. Demjanjuk var sakaður um að hafa verið „Ivan grimmi“, sá sem stjórnaði búðunum af mikilli grimmd, en því vísar veijandi sakborningsins á bug og krefst „algjörrar sýknunar". Rúmlega 800.000 gyðingar og sígaunar voru drepnar í Treblinka í síðari heimsstyijöldinni. Gyðing- ar sem sluppu lifandi úr búðunum segja að Ivan Demjanjuk hafi stjórnað búðunum en þegar sovésk skjalasöfn voru opnuð í fyrra komu fram vísbendingar um að „ívan grimmi“ hefði heitið ívan Marsjenko, ekki Demjanjuk. Sakborningurinn er 72 ára að aldri, fyrrverandi starfsmaður í bílaverksmiðju í Cleveland í Ohio og var framseldur þaðan til Isra- els árið 1986. Bandaríski dóm- stóllinn, sem kvað upp framsals- úrskurðinn, ákvað að taka málið upp að nýju á föstudag þar sem upplýsingarnar úr sovésku skjala- söfnunum bentu til þess að Demj- anjuk hefði verið hafður fyrir rangri sök. Ennfremur hafa komið fram vísbendingar um að Demjanjuk hafi starfað sem vörður í öðrum útrýmingarbúðum, meðal annars Sobibor-búðunum í Póllandi. Veij- andi hans, Yoram Sheftel, hafði hins vegar eftir skjólstæðingi sín- um að hann hefði aðeins verið landbúnaðarverkamaður í grennd við búðirnar. Hann bætti við að þótt sannanir fyndust fyrir því að hann hefði starfað sem vörður í búðunum yrði ekki hægt að sak- fella hann í ísrael nema framsals- úrskurðinum yrði breytt. „Demj- anjuk var ekki framseldur frá Bandaríkjunum vegna aðildar að fjöldamorðum heldur vegna þess að hann væri ívan grimmi, grun- aður um sérstaka glæpi í Tre- blinka,“ sagði hann. Saksóknarinn sagði hins vegar að skjalfestar sannanir fyrir starfi í útrýmingarbúðum nægðu til að dæma menn fyrir aðild að fjölda- morðum. Talið er að allt að 3.000 gyðingar hafi verið drepnir í Sobi- bor-búðunum á degi hveijum. Saksóknarinn reifaði nokkrar kenningar um hver „ívan grimrni" hefði verið. Hann varpaði því með- al annars fram að annaðhvort hefðu tveir „ívanar" stjórnað Tre- blinka-búðunum eða Demjanjuk notað tvö nöfn. Málið er flókið og við réttar- höldin hafa komið fram upplýs- ingar sem veijandanum hefur gengið illa að útskýra. Meðal ann- ars hefur komið í ljós að þegar Demjanjuk sótti um leyfi til að flytjast til Bandaríkjanna árið 1951 greindi hann frá því að hann hefði verið í Sobibor. Síðar hélt John Ivan Demjanjuk hann því fram að hann hefði séð nafnið í landabréfabók og ákveðið að nota það í umsóknina. Hann skrifaði einnig á umsóknareyðu- blað að móðir hans hefði haft eft- imafnið Marsjenko áður en hún gifti sig. Síðar kvaðst hann ekki hafa vitað hvað hún hefði heitið og skrifað fyrsta nafnið sem sér hefði dottið í hug. Ályktanir Ríó-ráðstefnunnar: Tillögur íslend- inga í drögunum TILLÖGUR íslendinga um að auka notkun endurnýjanlegra orku- gjafa komust inn í þau drög, sem allsherjarnefnd umhverfisráð- stefnunnar í Ríó gekk frá í gær. Tillögurnar mættu harðri and- stöðu olíuframleiðsluríkja og er talið líklegt að þau muni reyna að fá þær felldar út þegar þær koma fyrir aðalfund ráðstefnunnar. Allsheijarnefnd ráðstefnunnar lauk í gær störfum og var ályktun um verndun andrúmsloftsins meðal þeirra mála, sem þar var gengið frá. Magnús Jóhannesson, aðstoð- armaður umhverfisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þær breytingatillögur, sem Is- lendingar báru fram við ályktun- ina, hefðu verið inni í drögunum, sem samþykkt voru. Olíufram- leiðsluríkin á ráðstefnunni hefðu beitt sér hart gegn þeim, og búast mætti við, að þau reyndu að fá þær felldar út úr endanlegum texta, sem borin yrði upp á aðal- fundi ráðstefnunnar. Tillögurnar, sem hér um ræðir, lutu að því að notkun endurnýjan- legra orkugjafa, sem hefðu lítil mengunaráhrif, yrði aukin, iðnþró- un yrði beint til svæða þar sem slíka orkugjafa væri að finna og lögð yrði áhersla á útflutning orku frá þeim svæðum. Saarland: Vantrauststil- laga gegn Oskar Lafontaine felld Bonn. Reuter. ÞINGIÐ í Saarlandi í Þýskalandi felldi í gær vantraustsyfirlýsingu gegn Oskar Lafontaine, forsætisráðherra Saarlands og varafor- manni þýska jafnaðarmannaflokksins (SPD). Þingmenn Kristilega demó- krataflokksins, flokks Helmuts Kohls kanslara, báru vantrauststil- löguna fram og þingmenn fijálsra demókrata (FDP) studdu hana. í tillögunni var. þess krafist að Lafontaine segði af sér vegna upp- ljóstrana um að hann hefði þegið eftirlaun fyrir borgarstjórastarf í Saarbrucken eftir að hann byijaði að taka við föstum launum sem forsætisráðherra Saarlands. Þannig hækkaði mánaðarkaup Lafontaines, sem er aðeins 48 ára, um 5.000 mörk, jafnvirði 180 þús. ÍSK, í 26.000 mörk eða eða 936.000 ÍSK. Lafontaine vísar því á bug að um græðgi hafi verið að ræða og segir að um lögmæltar greiðslur hafi verið að ræða. And- stæðingar Lafontaines saka hann um siðleysi. Vart höfðu fjölmiðlar greint frá þessum greiðslum til hans er Lafontaine hét því að gefa jafnvirði eftirlaunanna sem hann hefði þannig komist yfir til góð- gerðarstarfsemi. Nemur upphæðin nú um 100.000 mörkum eða 3,6 milljónum ÍSK. Mál þetta hefur orðið til að draga enn frekar úr tiltrú þýskra kjósenda á stjórnmálamönnum. Hafa þeir aldrei notið minna trausts en nú, samkvæmt skoðana- könnun Allensbach-stofnunarinnar sem birtist í gær í dagblaðinú Frankfurter Allgemeine. Þar kem- ur fram að 60% kjósenda í vestur- hluta landsins taka ekkert mark á orðum þingmanna og einungis 27% segjast treysta þeim. I austurhluta landsins sögðust 64% aðspurðra ekkert traust bera til stjórnmála- manna. Sætún 8,125 Reykjavík. Sími 6 24 000 !50kr. Afsláttur á lkg. lengjumi Þessi miði veitir þér 50 kr. afslátt þegar þú kaupi 1 kg. af Ríó kafTi ! eða Diletto kaffi eða Colombia kaffi. Það eina sem þú þarfl að gera | er að merkja við hvaða kaffi þú kaupir og skrifa nafn þitt og g heimilisfang á miðann. Síðan afhendir þú miðanum við kassann i einhverri af neðangreindum verslunum. Eg vel: □ Ríó Kaffi □ Diletto Kaffi | | Colombia Kaffi Nafn:„ Heimilisfang: Sími: ________ Tilboð gildir aðeins ef útfylltum miða er framvisað í einhverri neðangreindra verslana. Tilboð gildir frá 11. júni til 25. júní. Tilboð gildir aðeins ef keypt er 1. kg. lengja afÓJ&K kaffi. Tilboð gildir í eftirtöldum verslunum: REYKJAVIK: Hagkaup (allar verslanir), Bónus (allar verslanir), Nóatún (allar verslanir), 10:10 Vogaveri, 10:10 Norðurbrún, Matvörubúðin Grímsbæ, Hagabúðin, Melabúðin, Kársnerskjör, Sunnukjör, Matvörubersl. Austurveri,Kjöthöllin,Júllabúð,Versl. Rangá, Kjötmiðstiiðin, Vinberiö, Laugameskjör, Breiðholtskjör, Plúsmarkaðurinn Straumnes, Kjöt & Fiskur. KÓPAVOGUR: Brekkuval, Borgarbúðin, Sækjör, Hvammsval, Versl. Vogur HAFNAFJÖRÐUR: Bónus, Versl. Amarhraun, Versl. Þórðar Þórðarsonar MOSFELLSBÆR: Nóatún, Kaupf. Kjalamesþings AKRANES: Skagaver, Versl. Einars Ólafsson. AKUREYRI: Matvörumarkaðurinn. BÍLDUDALUR: Edinborg. BLÖNDUÓS: Vísir. BORGARNES: Versl. Jón & Stéfan, Vöruhús Vesturlands. BOLUNGARVÍK: Versl. Einars Guðfinnssonar. BÚÐARDALUR: Dalakjör. DJÚPIVOGUR: KASK. FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Viðarsbúð GRUNDARFJÖRÐUR: Ásakjör, Versl. Grund. GRINDAVÍK: Staðarkjör. HELLA: Höfn/Þríhyrningur, HELLISSANDUR: Kjörbúðin. HÓLMAVÍK: Kaupf. Steingríms- fjanlar. HÚSAVÍK: Kaupf. Þingeyinga, Kjarabót. HÖFN: KASK (Vestmbraut & Hafnarbraut). ÍSAFJÖRÐUR: Vömval, Kaupf. Isfirðinga, Björnsbúð. KEFLAVÍK: Stórmarkaðurinn, Versl. Hólmgarður, Miðbær. ÓLAFSFJÖRÐUR: Versl. Valberg. ÓLAFSVÍK: Kassinn, Hvammur. RIF: Virkið. SELFOSS: Höfn/ Þríhymingur, Vömhús K.Á. STYKKISHÓLMUR: Hólmkjör. VESTMANNAEYJAR: Tanginn, Eyjakaup, K.Á. Goðahrauni, Eyjakjör, Betri Bónus

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.