Morgunblaðið - 12.06.1992, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992
31
skilning hennar og umhyggju. Það
er ekki gott þegar fólk hverfur úr.
lífí manns án þess að færi gefist á
að kveðja það. Mér gafst tækifæri
til og notfærði mér að vera hjá afa
mínum skömmu fyrr andlát hans
og það er meðal annars fyrir þær
sakir að ég sætti mig betur við lát
hans.
Órjúfanlegur hluti af minning-
unni um afa minn, Vilhelm Stein-
sen, eru þær stundir sem við frænd-
systkinin áttum á heimili hans og
ömmu minnar. Helgamar sem við
barnabörnin áttum saman hjá
ömmu og afa voru ævintýri, þar sem
mætt var á föstudagskvöldi með
hnút í maganum af einskærri til-
hlökkun. Við hertókum heimilið og
húsráðendur á þann hátt sem
ömmu- og afabörnum einum er lag-
ið og undir væng þeirra lékum við
okkur, rifumst, fómm í fýlu og
sættumst. Það var amma sem miðl-
aði málum, en þegar málamiðlun
náðist ekki tók afí af skarið og var
hæstiréttur okkar, þaðan sem mál-
um varð ekki áfrýjað. Fyrir kom
að ekki vom allir ánægðir með
málalyktir en urðu þó að láta sér
lynda. Það var ekki verra að vera
búinn að kynnast því ferli.
Afi minn var barn síns tíma.
Hann var vinnusamur maður, af
kynslóð sem sá miklar breytingar
á aðbúnaði fólks, betra húsnæði,
meiri mat, fjárhagslegt sjálfstæði
sem fylgir atvinnu og aukin félags-
leg réttindi. Mér er sem ég heyri
hann segja „það fæst ekkert nema
með vinnu, karlinn minn,“ þar sem
hann situr í eldhúsinu í Hjálmholt-
inu um leið og hann þrumar hnefan-
um í eldhúsborðið og fær sér síðan
ríflega í nefíð, en það var gott „því
þá fær maður aldrei kvef, karlinn
minn“.
Afi var strangur karl, en hann
var sanngjarn og hann var góður.
Hann lifði í hjónabandi með ömmu
minni í meira en hálfa öld og ég
man eftir atviki einu sinni sem oft-
ar. Ég var nýbúinn að fá mér bita
í eldhúsinu og gekk inn í herbergið
hans afa til að líta í bók. Þar lá afí
á dívaninum og amma sat hjá hon-
um og þau héldust í hendur. Það
var friður yfír þeim þá og það er
friður yfír minningunni um þau
núna.
Vinimir hverfa einn og einn
á óðfluga leið til grafar.
Fellur úr bergi steinn og steinn
stend ég að lokum eftir einn
við endastöð ystu nafar.
(Ríkharður Jónsson myndhöggvari.)
Vilhelm Steinsen yngri.
minnir á náttúrulýsingar í bókum
eftir Hamsun, þessi magnan og
þetta samspil.
Stundum á leið upp í berangrið
og einskismannslandið sunnan og
ofan við Seljabyggðina, varð manni
litið í áttina að húsi heiðursmanns-
ins hans Björns. Hann var einmitt
einn þeirra, sem líta á heimili sitt
eins og Bretar gera: „Heimili mitt
er kastali minn“ („My home is my
castle"). Það stafaði lífsbirtu af
þessu húsi, sem mun vara áfram
þrátt fyrir að Bjöm sé horfínn sjón-
um vorum. Eftir lifir mynd af hon-
um, glögg mynd af þessum grand
signor, sem fegraði mannlíf í kring-
um sig.
Votta konu hans og börnum sam-
úð ásamt með fyrirbæn.
p.t. Munaðarnesi,
Steingrímur St.Th. Sigurðsson.
Fleiri minningargreinar um
Björn Hjartarson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
Vilhjálmur Hjálmars-
son - Minning
Fæddur 13. júní 1921
Dáinn 5. júni 1992
Mig langar að minnast Villa heit-
ins, eins og hann var alltaf kallað-
ur, með fáum orðum, sem fór svo
skyndilega frá okkur. Sem korna-
barn missti hann foreldra sína. Hann
ólst upp hjá hálfsystur sinni, Sigur-
línu, og Jóni, manni hennar. Þau
bjuggu í Tungu í Fljótunum. Síðar
flutti hann til Siglufjarðar og þaðan
til Reykjavíkur.
Hann giftist eftirlifandi eiginkonu
sinni, Fjólu Björgvinsdóttur, árið
1949. Saman ættleiddu þau stúlku-
barn er þau nefndu Ellý, fædda
1958. Hann átti fyrir dótturina,
Rósmary, fædda 1944, og ólst hún
upp hjá móður sinni. Lengst af starf-
aði Vilhjálmur hjá Vefaranum _við
dúklagningar og teppalögn. Árið
1975 fór hann til sjós og starfaði á
Hofsjökli, basði gamla og nýja, til
ársins 1990. Ég man eftir Villa sem
yndislegum og hressum manni úr
heimagötu minni í Heiðargerðinu.
Oft áttum við skemmtilegar stundir
saman í garðinum á sumrin, ég og
dóttir hans Ellý, ásamt honum og
konu hans. Ekki má gleyma góðu
stundunum yfír kaffíbolla á heimili
þeirra. Hann hafði yndi af því að
safna spilum frá ýmsum löndum, og
átti orðið gott spilasafn. Það kom
fyrir að hann spáði í spilin fyrir mig
og Ellý dóttur sína og hafði gaman
af, það vantaði ekki kímnina hjá
honum. Þau hjónin studdu dóttur
sína Ellý af kostgæfni, því hún eign-
aðist ung að aldri soninn Vilhjálm
sem þau ólu upp. Og veit ég að hún
er þeim innilega þakklát fyrir. Ég
sendi Fjólu, Ellý, Villa, Halla, Guð-
rúnu og Söru mínar innilegustu
samúðarkveðjur á þessari erfíðu
stundu og bið ég Guð að blessa þau
og styrkja í þeirra miklu sorg.
Ottast þú eigi, því að ég er með þér. Lát
eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. Ég
styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með
hægri hendi réttlætis míns.
(Jesaja 41:10)
Bryndís Guðmundsdóttir.
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
GLÆSILEGAR TILBOÐ
NÚ BORGA
SNAR í
PARIS GLÖS | 6 stk.): Kr. 495.-
Há glös ( 6stk. ): Kr. 495-
Lág glös ( 6 stk.): Kr. 495-
ÓKEYPIS BÍLASTÆDI!
Við greidum 2ja klukku-
stunda bílageimslu á
Bergstödum, á horni
Skólavördustígs og Berg-
staðastrætis, fyrir þá sem
versla í HABITAT.
HEREFORD BORÐ ( m / vidarplotu ): Kr. 34.485.- stgr.
( m / marmaraplötu ): Kr. 40.755.- stgr.
habitat
LAUGAVEG113 - SÍMI (91) - 625870
Opid virka daga fré
kl.10.00ti! 18.00
Opid laugardaga frá
kl.10.00 til 14.00
Verið velkomin!
EINT ÓTRÚLEGU VERDI
'NGUM!
AÐ VERA
NICKY FELLISTÓL ( járnstóll ): Margir litir,
kr. 995-
KIMBERLY-tágasófi ( grœnn ): Kr.19.800.- stgr.
KIMBERLY-tágastóll ( grœnn ): Kr. 9.215.- stgr.
( Sófi og tveir stólar: Kr. 39.985- stgr. )