Morgunblaðið - 12.06.1992, Side 44

Morgunblaðið - 12.06.1992, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 > UMFI minnir á um- hverfisverkefnin Umhverfisverkefnið „Fósturbörnin" sem Ungmennafélag ís- lands efndi til á síðasta ári stendur í þijú ár. Laugardagurinn 13. júní næstkomandi var valinn til þess að minna ungmennafélaga og aðra umhverfisverndarsinna á mikilvægi þess að halda verkinu áfram og nema ekki staðar. Um er að ræða hverskonar hreinsun, heftingu foks, gróður- setningu, landgræðslu eða hvað annað sem kemur landinu til góða. Ræktunarstarf hefur alltaf verið stór þáttur í starfi ungmennafé- laga og það var einmitt þess vegna sem yfir 200 félög tóku í fyrra að sér um 250 fósturbörn. Land- græðsla ríkisins studdu þau mynd- arlega við verkefnið og svo verður einnig nú. Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til þess að hlúa að fóst- urbörnunum sínum og þeim, sem ekki létu verða af því að taka fóst- urbarn á síðasta ári, er bent á að því fyrr sem byijað er, því betra. Ef við ætlum að búa í þessu landi okkar, íslandi, verðum við að sjá svo um að menn, dýr og gróður geti lifað saman í sátt og samlyndi. Landið kallar á okkur öll til starfa. (Fréttatilkynning) Bíórokk í Laug'ardalshöll HELSTU rokktónleikar íslenskra sveita á þessu ári verða í tengsl- um við Listahátíð í Laugardalshöll næstkomandi þriðjudag, 16. júní, en þá leika fimm af helstu og tvær af efnilegustu rokksveit- um og listamönnum landsins í Laugardalshöll. Tónleikarnir verða undir heitinu Bíórokk ’92, enda stendur til að mynd- og hljóðrita þá sem hluta af kvikmyndinni Stuttur frakki. Fram koma á tón- leikunum Sálin hans Jóns míns, Bubbi Morthens, Síðan skein sól, Todmobile, Nýdönsk, Sororicide og Kolrassa krókriðandi. Það er kvikmyndafélagið Art- fílm sem stendur fyrir uppákom- unni, en ætlunin er að mynda alla tónleikana og velja síðan úr atriði til notkunar í umræddri mynd. Myndin fjallar um franskan um- boðsmann hljómplötufyrirtækis sem kemur hingað til lands að velja íslenska hljómsveit fyrir út- gáfu erlendis, og lendir i ýmsu meðfram hljómsveitarleitinni. Leikstjóri myndarinnar er Gísli Snær Erlingsson, sem menntaður er í kvikmyndagerð í Frakklandi, en framleiðendur myndarinnar eru Kristinn Þórðarson og Bjami Þór Þórhallsson. Handrit myndar- innar skrifaði Friðrik Erlingsson. Kvikmyndataka í Höllinni verður unnin af 40 manna tökuliði undir. stjóm Ágústs Jakobssonar, sem hefur mikla reynslu í slíku. Tónleikamir hefjast kl. hálf átta og standa fram á nótt. Samantekt Árni Matthíasson Todmobile. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Innanhússarkitekt ráðleggur viðskiptavinum Metró Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt.FHÍ, verður í versluninni Metró fimmtudag og föstudag kl. 14-18 og laugardag ki. 11-14, og veitir viðskiptavinum ráðleggingu um val á málningu. Verið velkomin í Metró og þiggið ókeypis ráðgjöf. M METRO í MJÓDD Álfabakka 16 • Reykjavík • Sími 670050 Evrópusamband sjúkra- liða fundar hérlendis Sálin. Nýdönsk. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Kolrassa krókríðandi. DAGANA 15.-16. júní nk. heldur Evrópusamband sjúkraliða (European Council of Enrolled Nurses, skammstafað EEN) aðal- fund samtakanna hér á íslandi. Forseti Evrópusambandsins er Kristín Á. Guðmundsdóttir, sjúkraliði, formaður Sjúkraliða- félags íslands. Samtökin voru stofnuð í Helsinki 1980. EEN er opið öllum sjúkraliðafélögum í Evrópu. Hlutverk EEN er að vinna að samvinnu sjúkraliða í öllum löndum og eflingu sameig- inlegra hagsmunamála í tengsl- um við menntun, starfsvettvang og starfsskilyrði. EEN vinnur án tillits til kynþátta, trúarbragða eða stjórnmála. Markmið sam- takanna er m.a. að uppfylla markmið Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, WHO, um „Heil- brigði fyrir alla árið 2000“. Samhliða aðalfundi samtakanna verður haldin ráðstefna með fulltrú- um og framsögumönnum frá fjöl- mörgum þjóðlöndum. Á dagskránni eru mörg áhugaverð erindi félags- leg, fagleg og síðast en ekki síðst þjóðleg m.t.t. nánara samstarfs Evrópuþjóðanna með tilkomu eða samþykkt EES-samningsins, um frjálsari flutning vinnuafls milli landa og gagnkvæmri viðurkenn- ingu áunninna starfsréttinda. Benda má á ýmis áhugaverð er- indi á dagskránni sem höfða til fleiri en fagstétta einna. Til dæmis erindi Pálma Matthíassonar um „Sorg og sorgarviðbrögð" og erindi þeirra Magnúsar Ólafssonar, geðhjúkrun- arfræðings, Eydísar Sveinbjarna- dóttur, lektors við HÍ, Þorvaldar K. Helgasonar, forstöðumanns fjöl- skylduþjónustu kirkjunnar, og Randi Aasheim Legesse, sjúkraliða, um „Samskipti, kærleika og um- hyggju“. Úr myndinni „Stefnumót við Venus“ „Stefnumót við Venus“ BÍÓBORGIN hefur hafið sýning- ar á kvikmyndinni „Stefnumót við Venus“Myndin er framleidd af David Puttnam. Leikstjóri er Istvan Szabo. í aðalhlutverkum eru Glen Close og Niels Arestrup. Myndin segir frá því er listamenn víðs vegar að hittast í París til þess að setja upp óperu aldarinnar, sam- vinnan gengur ekki sem best og upp koma ýmis óvænt atvik. Bubbi l.jósrnynd/Björg Sveinsdóttir Morthens. Síðan skein sól. Ljósmynd/Bjötg Sveinsdóttir Sororicide. ' Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Ráðstefnustaður er í Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðinni 4. hæð). Þátttakendur verða liðlega 200. Ráðstefnustjóri verður Björn Arn- órsson, hagfræðingur BSRB. Allar ræður og umræður verða þýddar jafnharðan á Norðurlanda- mál og frönsku. Barysnikov og Hackman í hlut- verkum sínum. Saga bíó: „Njósnabrell- ur“ með Gene Hackman SAGA BÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni „Njósnabrellur", en myndin er framleidd af Ste- ven Charles Jaffe, leiksljóri er Nicholas Meyer og í aðalhlut- verkum eru Gene Hackman og Mikhail Barysnikov. Myndin segir frá tveimur njósn- urum, Rússa og Bandaríkjamanni, sem fá nóg af leynimakkinu, ákveða að taka höndum saman og siiúá á báða aðila, CIA og KGB, en síðan að skella sér saman í sumarfrí. Fyrir börnin Full búð af fallegum fötum fyrir 17. júní. Komið og gerið góð kaup. Staðgreiðslu-, ömmu- og afaafsláttur. Opið laugardag kl. 10-16. x & z barnafataverslun, Skólavörðustíg 6b, gegnt Iðnaðarhúsinu, sími 62 16 82.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.