Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992
33
Hún kemur óvænt og ávallt ein
og á ekki samleið með neinum.
En skáldið segir einnig:
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Á árunum 1966-68 byggði
Baldur sumarbústað í Eyvindar-
tungulandi er honum hafði verið
úthlutað. Þar dvaldi fjölskyldan síð-
an er færi gafst og þar var hennar
sælureitur. Laugardalurinn var
Baldri einkar kær. 28. maí sl. kom
1 hann þangað í síðasta sinn — veik-
ur. Þá kvaddi hann Laugardalinn
og dalurinn kvaddi hann.
Gógó og fjölskylda. Ég og fjöl-
skylda mín sendum ykkur innilegar
samúðarkveðjur.
Eiríkur Eyvindarson.
Með fáum orðum langar mig til
að minnast vinar míns og mágs,
Baldurs Teitssonar, deildarstjóra
hjá Pósti og síma, en hann lést á
heimili sínu að kvöldi 5. júní, eftir
stutta en stranga legu.
Baldur var fæddur í Eyvindar-
tungu í Laugardal, 28. ágúst 1928,
en foreldrar hans voru þau Sigríður
Jónsdóttir og Teitur Eyjólfsson og
var hann fimmti í röðinni af sjö
börnum þeirra hjóna. Baldur ólst
upp í heimahúsum en að loknu
barnaskólanámi og námi við Hér-
aðsskólann á Laugarvatni, hóf
hann nám í Samvinnuskólanum i
Reykjavík og útskrifaðist þaðan
1948. Að námi loknu kenndi Baldur
bömum í Húnaþingi og á Arnar-
stapa á Snæfellsnesi, sinn veturinn
á hvorum stað, en upp úr því gerð-
ist hann starfsmaður Pósts og
síma, fyrst sem símstöðvarstjóri á
Stokkseyri frá 1. apríl 1951. í
ágústmánuði 1964 fluttist fjöl-
skyldan til Kópavogs, í nýbyggt
hús sem þau byggðu í Hófgerði 18.
Gerðist Baldur starfsmaður eigna-
umsýslu Pósts og síma, sem hann
gegndi til dauðadags. Ekki er nokk-
ur vafi á því að Baldur vann þeirri
stofnun, sem hann starfaði hjá í
41 ár, eins og best var á kosið, en
um það fjalla vafalaust aðrir en ég.
í einkalífi sínu var Baldur gæfu-
maður. Hinn 29. nóvember 1951
giftist hann eftirlifandi eiginkonu
sinni, Sigurveigu Þórarinsdóttur
frá Éyrarbakka. Baldur og Sigur-
veig voru ákaflega sámrýnd hjón,
enda áttu þau svo margt sameigin-
legt. Á þessum árum hófust kynni
okkar Baldurs en þá giftist ég syst-
ur hans. Alla tíð síðan hefur sam-
band okkar verið mjög náið og ein-
staklega gott. Alltaf var mjög gott
að heimsækja þau hjón ög heimili
þeirra stóð ávallt opið gestum, enda
oft á tíðum gestkvæmt. Þau hófu
búskap sinn á Arnarstapa, en þar
kenndi Baldur einn vetur, eins og
áður var vikið að. Fluttist þá með
þeim móðir Sigurveigar, Guðrún
Jóhannsdóttir. Hún varð ung ekkja
og höfðu þær mæðgur alla tíð búið
saman á Eyrarbakka. Guðrún var
einstaklega trygglynd og góð kona.
Var hún alla tíð búsett hjá þeim
Baldri og Sigurveigu á meðan hún
lifði. Gekk hún til allra verka á
heimilinu og tók stóran þátt í upp-
eldi drengjanna. Þeir sem til þekktu
dáðust að kærleik og virðingu sem
hún og Baldur sýndu hvort öðru
alla tíð. Guðrún lést 14. júní 1983.
Á Stokkseyrarárum þeirra Baldurs
og Sigurveigar fylgdumst við hjón-
in með fæðingu og uppvexti þriggja
sona þeirra og síðar með námi
þeirra og störfum. Elstur er Þórar-
inn, heilsugæslulæknir á Sel-
tjarnarnesi, þá Sigurður, heilsu-
gæslulæknir í Ólafsvík, og yngstur
er Gunnar, jarðfræðingur og kenn-
ari við Framhaldsskólann á Húsa-
vík. Allir eru þeir kvæntir, eiga
góðar eiginkonur og myndarleg
börn. Það leyndi sér ekki að Baldur
hafði mikið yndi af sonabörnum
sínum og fylgdist mjög náið með
uppvexti þeirra og þroska.
Baldri var margt til lista lagt.
Hann átti gott bókasafn og var
víðlesinn, kunni góð skil á sögu
lands og þjóðar og hafði yndi af
myndlist. Hann var mikill náttúru-
unnandi, þekkti alla fugla, plöntur,
tré og runna. Hann fylgdist vel
með ástandi Laugarvatns og hafði
forgöngu um stofnun félags sem
hafði það að markmiði að fylgjast
með viðgangi silungs í vatninu.
Fyrir um 30 árum ánöfnuðu þau
Sigríður og Teitur í Eyvindartungu
börnum sínum landsvæði niður við
Laugarvatn, sem síðar var skipu-
lagt fyrir sumarhúsabyggð. Við
Baldur urðum fyrstir til að byggja
okkur hvor sitt húsið og höfum við
og fjölskyldur okkar átt þar marg-
ar góðar samverustundir. Oft á tíð-
um er ákaflega morgunfagurt við
Laugarvatn. Mikil kyrrð ríkir og
vatnið er eins og spegill. Þá dugði
það okkur að veifa á milli hús-
anna, svo ekki þyrfti að rjúfa þögn-
ina né fuglasönginn. Ég veit að
dvölin í sumarbústaðnum með fjöl-
skyldunni var Baldri mikils virði,
enda var hann þar eins oft og kost-
ur var á. Hann unni þessum stað
frá barnæsku. Trjám var plantað
þanni£ að útsýn spilltist ekki til
vatnsins eða heim að Eyvind-
artungu. Hann hugsaði mikið um
framtíðina. Síðast þegar ég heim-
sótti hann 8. maí sl. talaði hann
um það við mig hve ánægjulegt
það gæti orðið, að gera allt landið
í Eyvindartungu að skógræktar-
landi og samfelldum sælureit. Taldi
hann það í anda föður síns, en
þeir sem þekktu Teit vita að hann
var mikill áhugamaður um skóg-
rækt.
Baldur Teitsson var hlýr og ljúf-
ur persónuleiki. Jafnframt var hann
einstaklega kurteis maður og
samúðarfullur þegar það átti við.
Lá hann ekki á liði sínu ef hann
gat leyst vanda einhvers. Það er
unun að vera samferða slíkum
manni, og gott að vera í návist
hans og finna hjartahlýjuna sem
streymdi frá honum. Við fráfall
Baldurs er sár harmur kveðinn að
Sigurveigu konu hans og sonum
þeirra og fjölskyldum.
Elsku Gógó, við Halla og börnin
okkar sendum þér og fjölskyldu
þinni innilegar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Baldurs Teits-
sonar.
Helgi Jónsson.
Fyrir um 14 árum ákvað ég að
bjóða Pósti og síma þjónustu mína,
sem er á sviði hreingerninga. Þá
hitti ég fyrst Þorgeir K. Þorgeirs-
son, framkvæmdastjóra. Jlann tók
mér vel þegar ég hafði skýrt frá
því sem ég hafði fram að bjóða og
sagði: Já, Ólafur, mér lýst vel á
það sem þú hfur sagt mér um
starfssemi þína og því vil ég að þú
hittir hæfasta manninn sem ég hef
í Fasteignadeildinni. Það er ekkert
það svið sem lítur að aðbúnaði og
hollustu starfsfólks sem hann vill
ekki bæta og auka. Til þessa manns
lá svo leið mín, en hann hét Baldur
Teitsson, deildarstjóri á Fasteigna-
deild. Baldur hafði að baki langan
og farsælan starfsferil hjá Póst og
síma og tók hann mér vel eins og
hans var von og vísa. Hann fór
yfir hugmyndir mínar, taldi þær
góðar fyrir stofnunina og þar með
byijaði ég að þjóna Pósti og síma
undir stjórn Baldurs. í Baldri fann
ég ekki einungis góðan og ráðvand-
an mann, heldur þróaðist samstarf
okkar í góða vináttu. Þar var ég
meiri þiggjandi, en það lét Baldur
mig engan veginn finna. Baldur
var þannig maður að fólk leitaði
til hans, ekki einungis um erindi
sem við komu vinnunni, heldur leit-
aði það ráða og uppörvunar þegar
svo stóð á og fór af fundi hans
sáttara og bjartsýnna á framtíðina,
en þegar það kom. Þessi eiginleiki
í fari Baldurs gerði það að hann
var farsæll í lífi og starfi. Störf
Baldurs hjá Pósti og síma voru það
fjölþætt og margbrotin að það er
ekki á mínu færi að skilgreina þau,
en það veit ég a hann bar virðingu
fyrir starfi sínu og yfirmönnum.
Sömuleiðis þurftu þeir verktakar
sem unnu verk fyrir Póst og síma
sem heyrðu undir deild Baldurs,
ekki að kvarta ef þeir unnu verk
sín eins og um var samið. Verk
Baldurs voru svo margþætt að
hann þurfti að hafa samskipti við
fólk í öllum stöðum og alls staðar
var Baldur virtur fyrir mannkosti
og þekkingu sína á þeim málums
em voru til úrlausnar hveiju sinni.
Ekki er hægt að minnast á frammi-
stöðu Baldurs í starfi án þess að
geta konu hans, Sigurveigar Þór-
arinsdóttur, sem var stoð hans og
stytta. Hún bjó ásamt Baldri, eitt
það hlýlegasta og vinalegasta
heimili sem ég hef komið á. Þau
eignuðust þrjá syni sem voru og
eru það dýrmætasta sem þau áttu.
Þegar þeir síðan giftust og stofn-
uðu sín eigin heimili var æskuheim-
ili þeirra góður griðastaður þangað
sem þeir sóttu með fjölskyldur sín-
ar. Baldur sagði oft við mig að lífs-
lán þeirra hjóna væri að hafa alla
fjölskyldu sína hjá sér, sjá afa- og
ömmubörnin fæðast og þroskast,
vaxa úr grasi og verða nýtir þegn-
ar í landi okkar. En nú þegar Bald-
ur hefur verið kallaður yfir móðuna
miklu svo skyndilega, þá hugsa ég
að Guð hafi ákveðinn tilgang með
þessu skyndilega kalli. Með þá
vissu í huga kveð ég vin minn, í
þeirri trú að Almættið styðji og
styrki eftirlifandi konu hans, syni
og fjölskyldur þeirra.
Ólafur S. Alexandersson.
Ágætur samstarfsmaður og
góður félagi er látinn langt fýrir
aldur fram. Baldur Teitsson deild-
arstjóri fasteignadeildar Póst og
síma lést að heimili sínu, Hófgerði
18 í Kópavogi, 5. júní sl. á 64.
aldursmári. Baldur var fæddur 28.
ágúst 1928 að Eyvindartungu í
Laugardal. Foreldrar hans voru
hjónin Teitur Eyjólfsson og Sigríð-
ur Jónsdóttir er þar bjuggu. Baldur
fór í Samvinnuskólann og lauk
þaðan prófi 1948. Gerðist Baldur
þá kennari og vann við kennslu-
störf, bæði í V-Húnavatnssýslu og
á Snæfellsnesi, næstu árin á eftir.
Árið 1951 varð hann stöðvarstjóri
Pósts og síma á Stokkseyri og er
þar til hausts 1964 er hann flytur
í Kópavoginn ásamt konu sinni
Sigurveigu Þórarinsdóttur frá Eyr-
arbakka og þremur ungum sonum.
Þar fluttu þau inn í nýtt og fallegt
hús, sem þau voru búin að koma
sér upp við Hófgerði og var þar
heimili hans til dauðadags.
Synir þeirra eru Þórarinn, fædd-
ur 7. ágúst 1951, læknir við heilsu-
gæslustöðina á Seltjarnarnesi,
kona hans er María Loftsdóttir;
Sigurður, fæddur 30. september
1952, læknir við heilsugæslustöð-
ina á Ólafsvík, kona hans er Jó-
hanna Ingvarsdóttir; Gunnar,
fæddur 11. september 1953, kenn-
ari við framhaldsskólann á Húsa-
vík, kona hans er Guðrún Reynis-
dóttir. Bamabörnin eru orðin ell-
efu.
Þegar Baldur flytur frá Stokks-
eyri verður hann starfsmaður
símatæknideildar og starfar þar
að byggingamálum. Árið 1976,
þegar umsýsludeildin er stofnuð,
era bygginga- og fasteignamál
flutt í þá deild og hef ég átt því
láni að fagna að starfa með Baldri
að þeim málum meðan kraftar
hans entust. Ég fann fljótt hvað
hann hafði mikla þekkingu á þessu
sviði og góða yfirsýn. Hann var
samvinnulipur með afbrigðum en
fastur fyrir ef honum fannst á hlut
sinn gengið.
Vegna starfsins ferðuðumst við
talsvert saman, og var Baldur góð-
ur ferðafélagi, skemmtilegur og
fróður um margt.
Hans er nú sárt saknað af sam-
starfsfólki og ekki síst fjölskyld-
unni, sem hann unni svo heitt og
átti svo góðar stundir með, bæði
heima og í sumarhúsinu við Laug-
arvatn.
Að leiðarlokum sendum við Elín
fjölskyldu hans okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé minn-
ing Baldurs Teitssonar.
Þorgeir K. Þorgeirsson.
Okkur, starfsfólkið á Teiknistof-
unni hf., langar í örfáum línum
að minnast Baldurs Teitssonar,
deildarstjóra fasteignadeildar
Pósts og síma.
Fráfall Baldurs kom okkur ekki
á óvart. Undanfarið hafði hann
barist við einn skæðasta sjúkdóm
okkar tíma, en hann kvartaði aldrei
og vann hörðum höndum að sínum
málum fram á síðustu daga.
Okkur var það mikið happ og
ánægja að fá tækifæri til að starfa
með Baldri Teitssyni um margra
ára skeið við framkvæmdir Póst-
og símamálastofnunarinnar um
land allt. Aldrei bar skugga á þá
góðu samvinnu. Baldur var prúð-
menni í allri framkomu og kom
ávallt fram af stakri kurteisi.
Hann var úrræðagóður og fljót-
ur að taka réttar ákvarðanir þegar
mikið lá við. Baldur hafði það ávallt
að leiðarljósi að ekkert verkefni
væri svo lítilfjörlegt að ekki bæri
að vinna það af ítrastu vandvirkni.
Við sendum fjölskyldu hans okk-
ar hugheilu samúðarkveðjur.
Starfsfólk Teiknistofunnar hf.,
Ármúla 6.
ÞETTA RÖR ER NÍÐSTERKT, TÆRIST EKKI OG RYÐGAR EKKI
REYKIALUNDUR
MEÐ VATNIÐ A HREINU!