Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 Nýútskrifaðir rekstrarfræðingar á útskriftardag. Yfirlitssýning Gests o g Rúnu í Hafnarborg HAFNARBORG, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, stendur fyrir yfirlitssýningu á verkum hafnfirsku listamann- anna Gests Þorgrímssonar og Sigrúnar Guðjónsdóttur. Sýning- in var opnuð si. Iaugardag. Á sýningunni eru verk sem þau hafa unnið að á síðustu árum, en að hluta til verk er spanna Iistferil þeirra í fjóra áratugi. Hér er um að ræða höggmyndir og leirmuni eftir Gest, málverk, teikningar og sýnishorn af bókaskreytingum Rúnu og verk sem þau hafa unnið saman. Einnig er sýnd heimildar- mynd á myndbandi um störf Gests og Rúnu á listasviðinu. Myndin er unnin af Halldóri Árna Sveinssyni fyrir Hafnarfjarðarbæ. Sýningin verður opin frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga fram til 29. júní. Ath. í sumar verða sýningarsalir og kaffistofa Hafnar- borgar opin til kl. 21 á fimmtudög- um. Rekstrarfræðingar utskrifað- ir úr Samvinnuháskólanum SKÓLAHÁTÍÐ Samvinnuháskólans var haldin 23. maí sl. Þar voru útskrifaðir rekstrarhagfræðingar í þriðja sinn frá því að kennsla hófst á háskólastigi á Bifröst. Að þessu sinni útskrifuðust 30 rekstrarhagfræðingar eftir tveggja ára nám. Samtals hefur Sam- vinnuháskólinn þar með útskrifað 100 rekstrarfræðinga. Langbestum námsárangri náði að þessu sinni Kristín Brynja Þor- björnsdóttir og næstbestum Þórir Aðalsteinsson. Til vors stunduðu 88 nemendur nám við skólann, þar af 70 í rekstr- arfræðadeild og 18 í frumgreina- deild. Meðalaldur nemenda í skól- anum var um 30 ár. Fastir kennar- ar og stjórnendur voru 7, en auk þess kenndu 6 stundakennarar við skólann í vetur. Fram kom í ræðu rektors, Vé- steins Benediktssonar, að nýliðið starfsár hefði verið Samvinnuhá- skólanum að mörgu leyti hagstætt, þótt hann færi ekki varhluta af niðurskurði til menntamála. Fram- kvæmdir hófust við byggingu nem- endaíbúða og á lóð skólans fannst heitt vatn, sem um þessar mundir er verið að taka í notkun. Þrátt fyrir erfitt ástand á atvinnumarkaði hafa viðtökur við nemendum skól- ans úti í atvinnulífinu almennt ver- ið mjög góðar. Umsóknir um skólavist næsta vetur eru heldur fleiri en verið hafa undanfarin vor og er því útlit fyrir að einungis verði hægt að taka við um 60% umsækjenda. (Fréttatilkynning) ♦ ♦ ♦ Fimmtán lista- menn sýna á Akranesi í TILEFNI 50 ára afmælis Akra- -SUMARTILBOD Hir er aóoins smá sýnishorn Næstu daga getur þú gert reytarakaup - Við leysum þín heimilistækjamál Kæliskápar - Kæli/trystlskápar - Frystiskápar - Frystikistur Gerð Heiti Kælir Frystir HxBxD Lista- tflðH.- Stoigr.- Lýsing lítror lítrar sm verð kr. verfl Ir. veríkr. ZI-9243 Kæliskópur til innb. 240 18 122 x 56 x 55 56.375 53.556 49.610 Z-616/12 Kæli/frystiskópur - 2 pressur 160 124 166 x 54 x 60 83.272 79.108 73.279 Z-6141 Kæliskópur 140 6 85 x 49 x 57 33.723 32.037 29.676 Z-621/15 Kæliskópur m/2 hurðum 197 153 185 x 60 x 60 91.608 87.028 80.615 Z-6165 Kæliskúpur 160 85 x 55 x 57 41.873 39.779 36.848 Z-622SBS Somb. kæli-/frystiskópur 128 52 82 x 90 x 60 75.867 72.074 66.762 Z-614/4 Kæli/fiystiskápur 140 40 122 x 50 x 60 47.242 44.880 41.573 Z-618/8 Kæli/frystiskápur 180 80 140 x 55 x 60 59.929 56.933 52.738 Z-619/4 Kæli/frystiskápur 190 40 142 x 53 x 60 53.433 50.761 47.021 Z-620VF Frystiskápur 200 125 x 55 x 57 61.118 58.062 53.784 Z-622/9 Kæli/frystiskápur 220 100 175 x 60 x 60 79.722 75.736 70.155 Z-6235C Kæliskápur 240 125 x 55 x 57 51.167 48.609 45.027 Z-300H Frystikista 271 85 x 92 x 65 46.579 44.249 40.989 Z-400H Frystikisto 398 85 x 126 x 65 55.899 53.104 49.191 Eldavélar - Eldavélasett — Stakir ofnar — Helluborð Gerð Heiti Fjöldi Stærð HxBxD Listo- lllorg.- Sliðgr,- Lýsing hellna ofns 1. sm verð kr. verú kr. verð Ir. BNW-31 Innb. ofn m/bl., hvítur 65 59 x 59 x 55 39.132 35.219 33.262 Z-9441B Helluborð, 4 hraðsuðuhellur 4 4 x 58 x 51 28.219 25.397 23.986 EMS 600. 13W Helluborð m/rofo 4 4x77x51 24.290 23.076 21.861 EEB-610-W Innb. ofn m/bl. 63 59 x 59 x 55 42.822 40.681 38.540 EKS600.00W Keramik helluborð m/rofum 4 4x58x51 40.836 38.794 36.752 EH-540-WN Eldavél frístondondi 4 58 85 x 50 x 60 41.517 39.441 37.365 EH-640-WN Eldavél frístandondi 4 65 85 x 60 x 60 47.351 44.983 42.616 A 40 B Rafho eldavél 2jo ób. 4 63 85 x 60 x 60 54.702 51.967 49.232 Þvottavélar - Þurrkarar - Upppvottavélar - Þeytivindur Gerð Heiti Fjöldi Vindu- HxBxD Listo- llkorg.- StoOgr.- lýsing volk. hraði sm verð kr. verð tr. veri kr. Z-700 x G Þvottavél 16 700 85 x 60 x 60 59.653 56.670 53.688 ZF-840 Þvottovél 18 800 85 x 60 x 60 65.077 61.823 58.569 ZF-1240 Þvottovél 18 85 x 60 x 60 81.287 77.223 73.158 ZD-100C Þurrkori 120 min 85 x 60 x 60 35.504 33.729 31.954 ZD-320 Þurrkari m/rokaskynjaro 85 x 60 x 60 55.262 52.499 49.736 Z-710 Þeytivinda 1400 19.561 18.583 17.605 ZW-1067 Uppþvottavél hvít 12 p. 4 85 x 60 x 60 61.928 58.832 55.735 ID-5020W Uppþvottavél innb. 12 p. 7 85 x 60 x 60 63.288 60.124 56.959 Þvottavélarnar eru með ryðfríum belg og tromlu. Örbylgiuofnar - Eldhúsviftur - Ryksugur - Pottar - Pönnur - 0. fl. Útsöluverð er miðað við staðgreiðslu. Opið er sem hér segir: Laugardaga frá kl. 9.00 til kl. 16.00 í Hafnarfirði og frá kl. 10.00 til kl. 13.00 í Reykjavík. Alla virka daga til kl. 18.00. Frí tenging - 3ja ára ábyrgð á þvottavélum. Okkar frábæru greiðslukjör! Útborgun aðeins 25% og eftirstöðvar í allt að 12 mánuði. Verslun Rafha, Lækjargötu 22, Hafnarfirði, sími 50022. Borgartúni 26, Reykjavík, sími 620100. 20% afsl. af pottum og pönnum neskaupstaðar hefur Akranes- bær boðið 15 myndlistamönnum búsettum á Akranesi þátttöku í samsýningu. Sýningin sem er haldin í nýju húsnæði tónlistarskólans að Þjóð- braut 13, verður opin daglega frá kl. 14-21 dagana 12. júní til 5. júlí. Á sýningunni eru málverk, skúlp- túrar, vefnaður, útskurður og fleira. Halldórs- stefna form- lega sett HALLDÓRSSTEFNA verð- ur sett í Háskólabíó í kvöld kl. 21.00. Stofnun Sigurðar Nordal stendur fyrir þessari alþjóðlegu ráðstefnu um rit- störf Halldórs Laxness í til- efni af níræðisafmæli hans þann 23. apríl 1992. Þessa ráðstefnu sækja bæði íslenskir og erlendir rithöfund- ar og bókmenntafræðingar til þess að ijalla um og njóta verka Halldórs. Ráðstefnan hefst með sam- komu þar sem Árni Berg- mann, Steinunn Sigurðardótt- ir, og Peter Hallberg tala um skáldskap Halldórs og kynni sín af honum. Einnig verður lesið upp úr verkum skáldsins og flutt tónlist í tengslum vð þau. Ráðstefnan, sem er haldin í tengslum við Listahátíð í Reykjavík, er öllum opin og fer fram í Háskólabíói, sal 2, dagana 12. til 14. júní. Losaði sig við lekt sýruhylki TALIÐ er að hylki með ókenni- legri sýru hafi verið komið fyrir á athafnasvæði Isaga á Breið- höfða þar sem réttur eigandi þess hafi ekki kunnað önnur ráð til að losna við það. Slökkviliðið í Reykjavík var kall- að á staðinn um kl. 20.30 á þriðju- dagskvöld, þegar starfsmenn ísaga veittu því athygli, að innan um önnur hylki á svæðinu var eitt, sem virtist leka, enda með mjög tærðum tappa. Slökkviliðið komst að þeirri niðurstöðu, að í hylkinu væri ein- hvers konar sýra og var henni eytt með lút. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Reykjavík könnuðust starfs- menn ísaga ekki við hyikið og töldu líklegast, að einhver hefði komið því fyrir innan um hylki fyrirtækis- ins til að losna við það á fyrirhafnar- lítinn og ódýran hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.