Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 Gestir og fulltrúar við upphaf flokksþings Alþýðuflokksins í gær. Morgunblaðið/KGA Flokksþing Alþýðuflokksins: Fráleitt á dagskrá að hækka skatta - sagði Jón Baldvin Hannibalsson 46. flokksþing Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands var sett í íþróttahúsi Digranesskóla í Kópavogi síðdegis í gær. Um 320 kjörnir þingfulltrúar hafa atkvæðisrétt á þinginu en það er opið öllum flokksbundnum alþýðuflokksmönnum. Jón Baldvin Hannib- alsson formaður Alþýðuflokksins flutti yfirgripsmikla ræðu við upphaf þingsins, þar sem hann bar saman velferðarstefnu í fátækt- arsamfélaginu og velferð í velmegunarþjóðfélagi nútímans, jafnað- arstefnuna, atvinnumál, vanda sjávarútvegsins, árangur stjórnar- samstarfsins og það sem framundan er. Jón Baldvin sagði að mælt á mælikvarða eigna, afkomu og neyslu byggi mikill meirihluti ís- lendinga við lífskjör á borð við það, sem best þekkist í heiminum. „Næstu kynslóðir munu þurfa í vaxandi mæli að borga námslánin sín til baka; fjármagna íbúðakaup á markaðsvöxtum og ala önn fyrir þeim, sem ekki ávöxtuðu lífeyris- sjóði sína. Bara sá reikningur hljóðar í dag upp á 60 milljarða króna, sem lífeyrisréttindi lög- vernduð eru umfram iðgjalda- greiðslur,“ sagði Jón Baldvin og bætti við að sá reikningur myndi gjaldfalla á skattgreiðendur fram- tíðarinnar. Formaðurinn sagði að auðvitað gilti áfram sú meginregla að sameiginleg velferðarþjónusta væri fjármögnuð með sköttum, „En eigum við samt að halda áfram að beina milljarða millifærslum til Umhverfisráðuneyti: Mengfun rannsökuðá Heiðarfjallí Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið að hefja rannsóknir í sumar á hugsanlegri mengun á Heiðarfjalli á Langanesi. Ekki er búist við að hægt verði að hefja rannsóknimar fyrr en í júlí, þar sem aðstæður á fjallinu leyfa það ekki fyrr. Landeigendur á Eiði á Heiðar- fjalli hafa haldið því fram, að veruleg mengun sé í jarðvegi vegna sorphauga bækistöðvar Bandaríkjahers, sem starfrækt var á fjallinu frá 1954-1969. Mengunarrannsóknir hófust { ágúst 1991 og var niðurstaða efnafræðings og jarðfræðings sú, að mengun væri í jarðvegi, þó ekki mældust há gildi. 1991 birtu lándeigendur niðurstöður rannsókna, sem þeir sögðu sanna að um mikla mengun væri að ræða. Umhverfisráðuneytið vé- fengdi niðurstöðumar. manna sem á íslenskan mæli- kvarða eru milljónamæringar, eða til milljliða,... þótt það þýði að að- stoð við það fólk sem raunverulega er þurfandi verði í framtíðinni áfram skorin við nögl? Ég segi nei, hvað segið þið?“ spurði form- aðurinn þingfulltrúa. Jón Baldvin sagði' að sérstakar ástæður væru fyrir því að Islend- ingar gætu ekki lengur skotið því á frest að endurskoða ýmsa grund- vallarþætti þjóðfélagsins. Síðast- liðin fimm ár hefðu íslendingar verið að éta út útsæðið, sem væri útfærsla landhelginnar í 200 mílur og þeim hefði mistekist að koma upp nýjum atvinnugreinum til að auka hagvöxt, þar sem hagvöxtur gæti ekki lengur aukist af auknum afla og hækkandi verðlagi fyrir sjávarafurðir. „Ef þjóðarfram- leiðsla okkar hefði sl. fimm ár vax- ið að meðaltali um 3% á ári til jafnaðar, eins og í grannlöndum, hefðum við nú úr að spila 18 millj- örðum króna í hærri þjóðartekjur. Það eru tæpar 300 þúsund krónur á hveija fjögurra manna fjöl- skyldu.... Það eru allar horfur á því að þjóðarframleiðsla okkar í raunverulegum sambærilegum verðmætum árið 1992 verði að öll- um líkindum ekki nema 87% af því sem hún var 1987.“ Þegar Jón Baldvin ræddi um atvinnuástandið og horfur í atvinn- umálum sagði hann: „Það setur að okkur alvarlegan ugg þegar Iagðar eru á borðið skýrslur um það að slysatryggðum vinnuvikum í formi mannára hafí fækkað um 14 þúsund starfsígildi á þessum fimm árum. Það er engum blöðum um það að fletta, að það er alvara á ferðum....“ Þegar formaðurinn ræddi þau verkefni sem framundan væru, sagði hann m.a.: „Stærsta verkefn- ið að mínu mati er vafalaust að freista þess að ná sátt og samkom- ulagi, ekki einasta milli stjórn- arflokkanna, heldur í þjóðfélaginu um það, hvemig arðinum af nýt- ingu auðlinda sjávar verði skilað til eigenda sinna, íslensku þjóðar- innar. Um það verður aldrei þjóðar- sátt að meginauðlind þjóðarinnar, í ræðu sinni Jón Baldvin Hannibaisson, for- maður Alþýðuflokksins flytur flokksþinginu ræðu sína. fiskimiðin kringum landið, sem eru að lögum sameign þjóðarinnar allr- ar, verði lögvarin séreign fáeinna útvalinna.“ Er Jón Baldvin ræddi vanda sjávarútvegsins og hvaða aðgerðir kæmu til álita sagði hann m.a. að herða þyrfti aðgerðir til að vernda hrygningar- og uppeldisstöðvar helstu nytjastofna; beina bæri út- gerðum öflugustu skipa á djúpslóð og fjarlæg mið; að leita eftir veiði- heimildum fyrir íslensk skip í lög- sögu annarra ríkja; að draga úr útflutningi á óunnum fiski í gám- um og með siglingum skipa; og að hefja hvalveiðar á ný. Þegar formaðurinn ræddi skatt- amál sagði hann m.a.: „Við þau skilyrði sem okkur eru nú búin í efnahags- og atvinnumálum, er fráleitt á dagskrá að hækka skatta, hvort heldur er á heimilin eða at- vinnulífið í landinu. Reyndar var það krafa verkalýðshreyfingarínn- ar í seinustu kjarasamningum, að skattar yrðu ekki hækkaðir á samningstímanum. Sama máli gegnir um hækkun skattfrelsismarka, hækkun milli- færanlegs persónuafsláttar í tekjú- skattskerfínu, lengingu fæðingar- orlofs, aukin lánsréttindi vegna íbúðakaupa og önnur mál af sama tagi, sem hafa í för með sér veru- legan útgjaldaauka fyrir ríkissjóð. Svarið er einfalt. Þessir peningar eru ekki til og við ætlum ekki að taka erlend lán til þess að veita okkur þetta, á kostnað afkomenda okkar og framtíðarinnar." Agreiningur um stj ómmálaályktun Jón Baldvin Hannibalsson samdi drögin einn EKKI náðist samkomulag í starfshópi Alþýðuflokksins sem átti að semja drög að sljórnmálaályktun flokksþings Alþýðuflokksins og því var það að Jón Baidvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins samdi drögin einn og afhenti forseta flokksþingsins í gærkveldi. Asgeir Jó- hannesson forseti flokksþingsins ákvað að bíða með að leggja drögin fyrir þingfulltrúa, þar til ályktanir starfshópa hafa verið afgreiddar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins má búast við miklum átökum um orðalag stjórnmálaályktunarinnar. Jón Baldvin sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi að hann hefði samið drögin að ályktuninni einn, vegna þess að ritstjórnarhópn- um sem stýra hefði átt verkinu hefði ekki tekist að ljúka verkinu í tíma. „Ég taldi með öllu óviðunandi að koma til flokksþings, án þess að fyrir lægju drög að stjórnmálaálykt- un, og setti því saman drög að álykt- un eftir bestu samvisku," sagði Jón Baldvin. Það orðalag sem styrrinn stendur um er samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins þetta: „Það er stefna jafnaðarmanna að velferðar- þjónustu eigi í aðalatriðum að fjár- magna með skattheimtu. Hinsvegar eiga þjónustu- og notendagjöld rétt á sér, til að efla kostnaðarvitund almennings og koma í veg fyrir sóun í opinberum rekstri, þar sem eftir- spurn er mikil.“ Sigurður Pétursson formaður Sambands ungra jafnaðarmanna ávarpaði flokksþingið í gær og sagði m.a.: „Ungir jafnaðarmenn hafa varað við því að gengið verði lengra í þá átt að innheimta þjónustugjöld í undirstöðuþáttum velferðarkerfis- ins, til dæmis skólum og sjúkrahús- um. Þjónustugjöld eru nefskattur, þar sem ekkert tillit er tekið til að- stæðna eða tekna viðkomandi aðila. Þau eru í eðli sínu gagnstæð mark- miðum jafnaðarmanna. Þess vegna eigum við að hafna gjöldum fyrir þá þjónustu sem nauðsynlegt er að hver einasti einstaklingur í samfé- laginu eigi skilyrðislausan aðgang að.“ Flokksþingið ákvað í gærkveldi með 89 atkvæðum gegn 65 að loka þinginu á morgun fyrir fréttamönn- um þegar almennar umræður fara fram. Jón Baldvin sagði um þá ákvörðun að margir flokksmenn vildu einfaldlega fá að ræða sín innri flokksmál fjarri -kastljósi fjölmiðl- anna. „Það má segja að þingið vilji með þessu eiga svolítið einkamál við sjálft sig,“ sagði Jón Baldvin. Ólympíuskákmótið á Filippseyjum; + # Island í 8. sæti eftir tap gegn Bosníu-Herzegovínu ÍSLAND tapaði fyrir Bosníu-Herzegovínu, l'/i—2‘/j, í 4. umferð Ólymp- iuskákmótsins á Filippseyjum á fimmtudag og er í 8.—18. sæti á mót- inu með 11 vinninga. Fyrr i gær fékk Island l'/j vinning úr tveimur biðskákum gegn Perú. Rússar Ieiða mótið með 13 vinningum. Aðeins fjórir af sex liðsmönnum Bosníu-Herzegovínu komust til Filippseyja en hinir tveir eru innilok- aðir í borginni Sarajevo sem hersveit- ir Serba sitja nú um. í viðureign ís- lands og Bosníu tapaði Jóhann Hjart- arson með svörtu á fyrsta borði fyr- ir Predrag Nicolic. Jóhann fékk þrönga stöðu í byijuninni en reyndi samt sókn sem Nicolic náði að veij- ast og skipta upp í auðunnið enda- tafl. Margeir Pétursson vann Ivan Sokolov á öðru borði en Sokolov er með 2.630 skákstig eins og Nicolic. Helgi tapaði á þriðja borði fyrir Kurajuca. Helgi virtist ná að jafna taflið en tók áhættu og veikti kóngs- stöðu sína til að reyna að knýja fram vinning en yfírsást snjallur leikur andstæðingsins og tapaði í 45 leikj- um. Jón L. Árnason virtist ekki fínna rétta svarið gegn heimabrugguðu afbrigði Dizdarevics í Sikileyjarvörn og þeir sömdu jafntefli þegar tímS- hrak var yfirvofandi hjá báðum. Fyrr um morguninn vann Hannes Hlífar Stefánsson biðskák sína gegn Perúmanninum Reyes úr annarri umferð mótsins en Þröstur Þórhalls- son gerði jafntefli í sinni biðskák úr sömu umferð. Við það komust íslend- ingar í 3. sæti mótsins fyrir fjórðu umferðina. Rússar unnu Króata 3—1 í 4. umferð og leiða mótið með 13 vinn- ingum. Með 12 vinninga eru Lettar sem unnu Litháa, 2V2—V/2, Englend- ingar sem unnu Slóvena 3—1, og Uzbekistar sem unnu Búlgari 2'h— Vh. í 5.-7. sæti eru Bosnía- Herzegovína, Holland og Argentína með IV/2 vinning og íslendingar eru í 8.—18. sæti ásamt Bandaríkja- mönnum, Ungveijum, Armenum, Króötum. Úkraínumönnum og fleiri þjóðum. í dag er frídagur á mótinu en fimmta umferð verður tefld á laugar- dag. Jón Pétur Jónsson forstjóri látinn JÓN Pétur Jónsson, forstjóri í Gamla kompaníinu, er látinn 69 ára að aldri. Hann fæddist 21. ágúst 1922, sonur hjónanna Margrétar Jónsdóttur og Jóns Magnússonar skipstjóra. Jón Pétur útskrifaðist úr Versl- unarskóla Islands árið 1941 og starfaði eftir það í nokkur ár við verslunarstörf m.a. hjá Hvann- bergsbræðrum. Fljótlega tók hann við starfí hjá Gamla kompaníinu, gerðist þar meðeigandi og síðar eini eigand- inn. Hann rak fyrirtækið til dauða- dags. Eftirlifandi eiginkona hans er Gróa Jóelsdóttir. Þau eiga þijú uppkomin böm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.