Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 Morgunblaðið/KGA Slegið í bleytunni Gróður sunnanlands og vestan hefur fengið svo góða vökvun að undanförnu að sumum finnst nóg um. Bleytan tefur tii dæmis garð- eigendur og borgarstarfsmenn við slátt og umhirðu garða. Gusurnar gengur í allar áttir frá þessum starfsmanni borgarinnar sem var að slá grasblett í Hljómskálagarðinum í vikunni. Sólarflug aflýsir samningl og semur við Flugleiðir: Ekki fjárhagslegt áfall en óeðlileg vinnubrögð - segir Halldór Sigurðsson framkvæmdastj óri Atlantsflugs hf. EINAR Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að með samningi fyrirtækisins við Sólarflug sé einfaldlega verið að selja þessari ferða- skrifstofu sæti eins og öðrum í áætlunarflugvélum.JUm er að ræða samning um kaup á sætum sem seld voru í forsölu. Onnur sæti verð- ur ferðaskrifstofan að greiða á gildandi markaðsverði hverju sinni. Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Atlantsflugs hf., segir að málið sé fyrst og fremst áfall vegna óeðlilegra vinnubragða. Einar sagði að leitað hefði verið eftir því að fyrirtækið seldi ferða- skrifstofunni um 3.000 sæti til tveggja áfangastaða í Evrópu í sumar. Um væri að ræða stuttan tíma á næstunni og ljóst væri hvaða sæti væru laus. „Þannig töldum við okkur geta komið flestum af þess- um farþegum fyrir í áætlunarflugi núna í sumar,“ sagði Einar. Aðspurður sagði Einar að þau sæti sem um væri að ræða væru úr forsölu Sólarflugs sem nú væri lokið eins og reyndar forsölu Flug- leiða. Hann sagði að önnur sæti en forsölusæti þyrfti ferðaskrifstofan að greiða á gildandi markaðsverði. Einar sagði að sá sætafjöldi sem samið hefði verið um við Sólarflug til London og Kaupmannahafnar væri 5-6% af sætaframboði Flug- leiða til þessara staða og 1% af Evrópuflugi fyrirtæksins og væri þá miðað við sumarið. Ennfremur sagði hann að fyrirtækið hefði ein- ungis selt Sólarflugi sæti á þeim dögum þegar laust væri. Ef við- skiptavinur Sólarflugs yrðu fyrir óþægindum vegna þessa skyldu þeir snúa sér til ferðaskrifstofunn- ar. Halldór Sigurðsson, framkvæmd- astjóri Atlantsflugs, sagði að samn- ingi Sólarflugs við fyrirtækið hefði verið aflýst með símbréfi kl. 11.45 á miðvikudagskvöld. Sjálfur segist hann hafa fengið fréttirnar í Morgunblaðinu í gærmorgun. Hann sagði að riftunin væri ekki meiri- háttar fjárhagslegt áfall fyrir fyrir- tækið vegna þess að eftir síðustu uppákomu hefði verið hætt að gera Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar formanns Dýraverndunarnefndar telur nefndin aðbúnað dýranna við- unandi og að hægt sé að hugsa vel um þau í þann tæpa mánuð sem sýningunni er ætlað að standa. Nefndin undirstrikar þó að til lengri tíma geti aðbúnaðurinn ekki talist nægilega góður fyrir dýrin. Dýraverndunarnefnd starfar í ráð fyrir viðskiptum við Sólarflug að öðru leyti en sem aukagetu. Aftur á móti sagði hann að það væri fyrst og fremst áfall fyrir sig að verða vitni að jafn frámunanlega óeðlilegum vinnubrögðum, eins og hann orðaði það. Guðni Þórðarsson, forstjóri Sól- arflugs, sagði að forsölu sæta til áfangastaða í Evrópu hefði lokið um síðustu helgi og nú væru ferðir seldar samkvæmt verðlista. Hann sagði að meðal ástæðna fýrir því að ákveðið hefði verið að skipta við Flugleiðir væri að hægt væri að bæta við nýjum áfangastöðum í Evrópu í sumar og nefndi hann þar Amsterdam, París og Vínarborg. umboði umhverfisráðuneytisins sem einnig skilar umsögn tií skrifstofu lögreglustjóra. Þórður H. Ólafsson skrifstofustjóri í umhverfisráðuneyt- inu segist ekki sjá neitt sem mæli á móti því að leyfi verði veitt. „Ég á því von á því að umsögn umhverfís- ráðuneytisins verði jákvæð.“ Búist er við því að umsögn ráðuneytisins fari til skrifstofu lögreglustjóra í dag. Dýraverndunarnefnd og Umhverfisráðuneytið: Sæljónasýning líklega leyfð DÝRAVERNDUNARNEFND ríkisins skilaði í gær jákvæðri umsögn um aðbúnað þeirra þriggja sæljóna sem flutt hafa verið til landins á vegum fjölleikahúss sem starfrækt verður í sumar. Skrifstofa lögreglu- stjóra mun væntanlega taka ákvörðun í dag um hvort sýningar verða heimilaðar en líklegt þykir að svo verði. Maílorca og Benidorm TVEIR S0LSKINSSTAÐIR, N FERÐ EKKFRT VFRÐ" Cala d'Or á Mallorca og Benidorm á „Hvftu strönd" Spánar eru tveir af alvinsælustu sólskinsstöðum íslendinga og margir eiga erfitt með að gera upp á milli þeirra. Til að létta þeim lífið bjóðum við nú 17 daga ferð 22. júní þar sem tækifæri gefst til að njóta beggja staðanna á hreint ótrúlegu verði! Við dveljum fyrst í 10 daga áfcala d'Or þar sem við njótum alls þess sem þessi frábæra ferðamannaparadís hefur upp á að bjóða. Að þeim tíma liðnum hleypum við tilbreytingu í sólarlíf okkar og bregðum okkur til Benidorm þar sem við dveljum í eina viku. OG EKKI SPILLIR VERÐIÐ GLEÐINNI! ÞESS117 DAGA FERÐ KOSTAR AÐEINS: 49.500 kr. fyrir fullorðna. Barnaafsláttur er 10.000 kr. Við þetta verð bætast flugvallargjöld og skattar 3.450 kr. fyrir fullorðna og 2.225 kr. fyrir börn. Sam vianulerm7- L anús ýn Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Söqu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Símbréf 96 - 2 40 87 10 70 Símbréf 91 - 62 24 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.