Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐí ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992 SIB Stjórn fiskveiða og stjórnarskrá eftir Sigurð Líndal Stutt svar mitt til Kristins Péturs- sonar framkvæmdastjóra á Bakka- firði við þeirri spumingu hvort 3. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fisk- veiða samrýmist 69. gr. stjómar- skrárinnar sem birtist í Morgunblað- inu 8. ágúst sl. hefur orðið Jónasi Haraldssyni skrifstofustjóra og lög- fræðingi Landssambands íslenzkra útvegsmanna tilefni nokkurra at- hugasemda í blaðinu 13. ágúst sl. Ekki vil ég láta þær eins og vind um eyru þjóta og festi því eftirfar- andi athugasemd á blað. Réttarleg þýðing 69. gr. stjórnarskrárinnar ekki mikil Þessi grein verndar atvinnufrelsi og áskilur lagaboð til að takmarka það. Því hefur oft verið haldið fram — og það gerir Jónas Haraldsson — að hún sé lítið annað en almenn stefnuyfirlýsing sem skipti litlu máli. Sömu skoðanir hafa raunar verið látnar í ljós um nokkur önnur ákvæði stjómarskrárinnar. Sá siður að fylla stjómarskrár og önnur lög marklausum yfírlýsingum er eitt helzta einkenni alræðis- stjórna. Aðalsmerki réttarríkisins er hins. vegar skiimerkileg laga- „Lög eru ekkert leik- fang lýðskrumara og þar eiga marklausar yfirlýsingar ekki heima. Þetta á sérstak- lega við um stjórnar- skrá og þess vegna ber að gera ráð fyrir að hvert ákvæði hafi merkingu og sé mikil- vægt, þannig að það verndi í raun hagsmuni eftir því sem orðin út- vísa.“ ákvæði sem hafa merkingu. Þannig ber að líta á 69. gr. Þess vegna eru engin rök til að umgangast hana fremur en önnur ákvæði stjórnar- skrárinnar af neins konar léttúð. Ástand fiskistofnanna ákvarðar heildaraflann Jónas gefur í skyn að í reynd sé það ástand fískistofnanna sem ákvarði heildaraflann. Nú vita allir að engin óyggjandi aðferð er til sem svarar því nákvæmlega hversu mikla veiði stofnamir þola. Með þessu er ekki gert lítið úr rannsókn- um fiskifræðinga, enda hljóta tillög- ur Hafrannsóknastofnunar að vera mjög þungar á metunum þegar ákvörðun er tekin, en endanlega er hún pólitísk. Löng og athugasemdalaus venja Þá heldur Jónas því fram að löng og athugasemdalaus venja hafi helgað þann hátt að fela sjávarút- vegsráðherra ákvörðun heildarafla. Fastmótaður vilji löggjafans hafi ráðið þrátt fyrir allar væringar í stjómmálum. Hér er það að athuga að ólögleg háttsemi helgar ekki venju — hugtakið óvenja („abusus") er fornt í réttarhefð Vesturlanda. Þegar þetta er metið verður einnig að hafa í huga hversu lítið aðhald unnt er að veita löggjafanum sam- kvæmt íslenzkri stjórnskipan. Leigubílsljóramál í greinargerð minni benti ég á ummæli í dómi meirihluta Hæsta- réttar í svokölluðu leigubílstjóramáli þar sem segir að með orðinu „laga- boð“ í 69. gr. stjórnarskrárinnar sé átt við sett lög frá Alþingi. Reglu- gerðarákvæði nægi ekki ein sér. Þessa ábendingu telur Jónas mikinn Sigurður Líndal fingurbijót því að mál leigubílstjór- ans hafí hér ekkert fordæmisgildi. Alla lagaheimild til takmörkunar atvinnufrelsis hafí skort þar, en í 3. gr. laga um stjórn fískveiða sé hún fyrir hendi. Hann virðist ekki átta sig á því að ég vitnaði einungis í almenn ummæli í dómi Hæstaréttar sem eiga við um öll mál sem snerta at- vinnufrelsi, en hafði hvorki orð um að atvik væru nákvæmlega eins né heldur að dómurinn hefði fordæmis- gildi. Hitt er annað mál að ekki verður séð að á því sé neinn gagnger mun- ur hvort ákvæði skortir með öllu eða Alþingi veiti ráðherra berum orðum nánast óskorað vald til að skerða atvinnufrelsi og víki sér þannig und: an stjórnskipulegri skyldu sinni. í báðum tilfellum standa reglugerð- Opið bréf til stjórnar Lögmannafélags Islands frá Tómasi Gunnarssyni Ég leita til stjómar Lögmannafé- lagsins vegna frumvarps ríkisstjóm- arinnar, sem lagt hefur verið fyrir Aþingi og miðar að staðfestingu á EES-samningnum svonefnda og fylgiskjölum með honum. Óska ég eftir að stjórn Lögmannafélagsins athugi EES-málið eftir því sem tök eru á, kynni það lögmönnum og aI- menningi og geri viðeigandi ráðstaf- anir. Slj órnar skrárbr ot Frumvarpið, sem er 1. mál á 1. þingskj. 116. löggjafarþings Alþing- is, er almennt lagafrumvarp, og hef- ur að mínu áliti í för með sér víðtæk og alvarleg brot á íslensku stjórnar- skránni, gr. 33/1944, verði það sam- þykkt. Vil ég nefna 1. gr. stjórnarskrár- innar. Ekki verður unnt að tala um þingbundna íslenska stjórn, ef veiga- miklir þættir allsheijarvaldsins era í höndum erlendra aðila, sem íslend- ingar hafa Iítið sem ekkert yfir að segja. EES-samningurinn brýtur einnig gegn 2. gr. stjórnarskrárinn- ar. Endanlegt löggjafarvald verður að hluta til í höndum erlendra aðila, einnig framkvæmdavald og æðsta dómsvaldið. Þá gera ákv. 14. og 20. gr. stjórnarskrárinnar um ráðherra- ábyrgð og veitingu og lausn frá embættum ekki ráð fyrir EES-skip- aninni. Óhjákvæmilegt virðist að brotið verði gegn 27. gr. stjórnar- skrárinnar um birtingu laga. Laga- texti er að mínu mati svo vandþýdd- ur og -túlkaður að það er ekki á færi nema ákaflega góðra mála- manna, sem auk þess hafa sérþekk- ingu á yiðkomandi sviðum lögfræð- innar. Ég þekki enga íslenska lög- fræðinga sem hafa þessa sérþekk- ingu. Frelsi alþingismanna til að bera upp mál til breytinga á Evrópuréttin- um er mjög skert og brýtur það í bága við ákv. 54. gr. stjómarskrár- innar. Þá vil ég nefna jafnréttisá- kvæðin í 78. gr. stjórnarskrárinnar. Með staðfestingu á EES-samningn- um tel ég að erlendum aðilum, bæði stofnunum og einstaklingum, verði veitt raunveraleg forréttindi umfram isienskar stofnanir og einstaklinga hér á landi. Hvað íslenska lögmenn varðar og þá sem stunda nám við lagadeild Háskólans, er ljóst að nám þeirra er ekki sérhæft og miðað við Evrópurétt. Að því leyti sem hann gildir á íslandi 1. janúar 1993 hafa evrópskir lögmenn skyndilega yfir- burði yfir íslenska i sérhæfðu námi og starfsreynslu í Evrópurétti, sem meta má sem forréttindi vegna að- stöðu manna hér á landi. Þá vil ég láta það álit í ljós, að samþykkt EES-frumvarpsins og fylgiframvarpa, sem hefði framan- greind stjómarskrárbrot i för með sér, mun leiða til mjög alvarlegrar réttaróvissu hér á landi með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Að því er Evrópuréttinn varðar er Ijóst að leita verður til erlendra lög- fræðinga um traustar upplýsingar þar um. Hvað snertir önnur réttar- svið er Ijóst að meint alvarleg stjórn- arskrárbrot tengd EES-samningnum koma til með að valda stórfelldri óvissu um alla íslenska lagafram- kvæmd. Staða íslenskra lögmanna Mál horfa þannig við mér, verði EES-samningurinn og fylgifrumvörp staðfest, að íslenskir lögmenn, þeir sem nú lifa, geti fæstir og ekki nema á löngum tíma, nokkrum áratugum, tileinkað sér hluta af rúmlega tíu þúsund blaðsíðna lagatexta þannig að það sé sambærilegt við það sem best gerist í Evrópubandalagslönd- um. Hér kann mönnum að þykja mikið sagt og án raka. Ég leyfí mér að upplýsa að ég hóf íslenskt laganám tvítugur árið 1957 og fékk lög- mannsréttindi fyrir Hæstarétti tutt- ugu og fjórum árum síðar. Ég tel mig enn, árið 1992, þijátíu og fimm áram eftir að ég hóf laganám, vera að ná betri tökum á lögfræðinni. Ég hef síst ástæður til að ætla að ég hefði verið fljótari að tiieinka mér Evrópurétt og tel að svipað gildi um aðra. - Ljóst er, að dómarar í dómstóli Evrópubandalagsins og aðrir úr- skurðaraðilar á vegum þess og EES- stofnana muni ekki nota hinn ís- lenska texta Evrópureglnanna. Eigi íslenskir lögmenn að standa jafnfæt- is, t.d. enskum eða lögmönnum ann- arra stórþjóða Evrópubandalagsins verða þeir að hafa ákaflega góð tök á a.m.k. einu stórþjóðamáli. Og ég tel víst, þegar vafaatriði koma upp um túlkun lagatexta, sem oft gerist, að skilningur á helstu þjóðtungum Evrópu, svo sem þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku, auk enskunnar, geti skipt máli. Auk málakunnáttunnar þarf mjög sérhæft laganám og sérhæfða starfs- reynslu til að geta veitt lögmanns- þjónustu í Evrópurétti. Ljóst er að sérhæfða námið og starfsreynsluna verður að sækja til útlanda. Verði EES-samningurinn staðfestur og verði Evrópubandalagið langlíft, tel ég að einu íslendingamir sem hafa sæmilegar forsendur til að verða jafnokar erlendra lögmanna, verði þeir, sem nema og starfa erlendis. Þeir munu sjaldan koma til íslands, nema helst í fríum og sem eftirlauna- menn. (Ég vil einnig geta þess, að ég tel engar líkur á því að Evrópu- bandalagið verði langlíft. Ég tel það raunar þegar í fjörbrotum. Útilokað er að miðstýringarvald, sem hefur einn æðsta dómstól í veigamiklum málaflokkum en tólf eða átján aðra æðstu dómstóla í öðrum málum, geti verið virkt og sjálfu sér samkvæmt. Það er líka úrelt að ýmsu öðru leyti. Það leggur litla áherslu á mannrétt- indi, nema að því leyti sem það gagn- ast fjölþjóðafyrirtækjum, sinnir tak- markað náttúravernd og Evrópu- bandalagið lokar sig af á alþjóðavett- vangi með tollmúrum og miklum opinberam fjárstyrkjum til aðila inn- an vébanda þess.) Verði EES-samningurinn sam- þykktur verður staða íslenskra lög- manna í stuttu máli sú, að þeim ber af faglegum ástæðum að benda við- skiptamönnum sínum á erlenda starfsbræður til að fá skástu og traustustu lögmannsþjónustuna í Evrópurétti. Hvað varðar önnur svið lögfræðinnar, er hætt við þegar kem- ur að stærri og margþættari málum, að íslenskir lögmenn verði í veruleg- um mæli að leita aðstoðar erlendra starfsbræðra. Þetta veikir stöðu þéirra faglega, félagslega og fjár- hagslega. Samfélagsleg áhrif EES-samningsins Samfélagsleg áhrif af lögfestingu EES-samningsins og stofnun EES, ef af henni verður, hljóta að verða mikil og margvísleg. Lagafram- kvæmd hlýtur að breytast og Iög- mannsþjónusta að færast úr landinu. Miðað við takmarkaða reynslu af kostnaði við lögmannsþjónustu er- lendis verður aðeins á færi fárra ís- lenskra fyrirtækja að greiða slíkan kostnað. Miklu erfiðara verður að koma nýjum atvinnurekstri á fót hér á landi. Erlendum stórfyrirtækjum verður sköpuð forréttindaaðstaða í formi lagaþekkingar og reynslu til viðbótar við séraðstöðu vegna fag- þekkingar, fjármagns og sambanda. Mér virðist að EES-samningnum muni fylgja miklar breytingar á öll- um viðskiptaháttum þjóðarinnar. Ég óttast að íslenskum viðskiptaaðilum og atvinnurekendum muni vegna lít- ið betur á erlendum vettvangi en þeim hefur gert til þessa. Þar verður þróun hæg, en vonandi á rétta átt. Erlendar reglur um rekstur íslend- inga í Evrópu hafa ekki verið þröng- ar og menn hafa haft tækifæri en ekki getað nýtt þau, m.a. vegna mik- arákvæði í reynd ein sér. Munurinn er sá helztur að vöntun á laga- ákvæði kann að stafa af gáleysi, en visvitandi óheft valdframsal ber merki ásetnings — og ekki er það betra. Framsal valds Rétt er að víðtækt valdframsal hefur viðgengizt, en ekki er þar með sagt að svo verði um alla fram- tíð. Ofvöxtur hleypur í það sem upphaflega kann að hafa þótt nauð- synlegt og þá verður að spyrna við fótum ef ekki á illa að fara. Þannig hefur farið um ríkisafskipti af at- vinnulífi, vöxt velferðarkerfisins o.s.frv. Framan af þessari öld urðu miklar breytingar á þjóðfélaginu, stjórnarskrárákvæði fyrri aldar voru túlkuð nokkuð fijálslega og þannig komið til móts við öfl sem náð höfðu meirihluta á þjóðþingum. Nú bendir margt til þess að í óefni stefni ef fram fer sem horfír og því má vænta breytinga. Þetta á meðal annars við um valdframsal. Enginn dregur í efa að rétt sé að fela framkvæmdavaldi nokkurt svigrúm til að setja reglur, einkum um lagaframkvæmd, en of langt mál yrði að ræða það hér. En þegar löggjafinn framselur ráðherra vald til að setja reglu um það hversu mikið megi veiða á hveiju fiskveiði- ári og það kallað „lagaframkvæmd" eins og Jónas Haraldsson gerir er farið að togna meira en lítið á merk- ingu orðanna. Hér verða menn að hafa í huga að þetta er einhver mikilvægasta og afdrifaríkasta ákvörðun sem tekin er ár hvert. Dómstólar hafa túlkað valdsvið sitt þröngt eins og alkunna er. En Hæstiréttur hefur þó tekið afstöðu til valdframsals og sett því mörk. Fyrst má nefna svokallaðan þunga- skattsdóm. Ráðherra var í lögum m.a. heimilað að ákveða sérstakt Tómas Gunnarson „Hvað íslenska lög- menn varðar og þá sem stunda nám við laga- deild Háskólans, er ljóst að nám þeirra er ekki sérhæft og miðað við Evrópurétt. Að því leyti sem hann gildir á ís- landi 1. janúar 1993 hafa evrópskir lög- menn skyndilega yfir- burði yfir íslenska í sér- hæfðu námi og starfs- reynslu í Evrópurétti, sem meta má sem for- réttindi vegna aðstöðu manna hér á landi.“ illar miðstýringar og ofstjómar stjórnvalda hér á landi. Það eru ekki mörg ár síðan íslenskar reglur kváðu á um fjörutíu sterlingspunda gjald- eyrisyfirfærslu að hámarki. Öðru máli gegnir um innlend við- skipti og inn- og útflutning frá land- inu. Með EES-samningnum verða útlendingar forréttindamenn hér á landi eins og áður segir. Og ástæða til að ætla að útlendingar noti sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.