Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992 35 Stjúpsynirnir eftir Siglíiug Brynleifsson „Fórnarlömb kalda stríðsins voru mun fleiri en áður var talið“ — athugasemd fréttamanns frétta- stofu hljóðvarps Ríkisútvarpsins í 10 fréttum 26. júlí sl. Tilefnið var frétt um að mun fleiri hefðu verið skotnir við Ber- línarmúrinn á dögum Honecker- stjórnarinnar í Austur-Þýskalandi en áður var talið og að sjálfsmorð í fangelsum sömu stjórnar hefðu verið óhugnanlega tíð. Allar tölur hingað til falsaðar. Var ofangreind athugasemd starfsmanns Ríkisút- varpsins gerð til þess að að draga úr eða breiða yfir glæpaferil Honeckers? Voru morðin og sjálfs- morðin ekki þeim dýrðarmanni Honecker og stjóm hans að kenna, heldur „kalda stríðinu" eða í raun Vesturveldunum og Bandaríkja- mönnum? Þessi aðferð er dæmi- gerð aðferð stjúpsona Stasi og trúnaðarmanna KGB. Eins og kunnugt er lét dýrðarmaðurinn Honecker reisa múrinn 1961. Við- horf manna til þeirrar fram- kvæmdar voru mismunandi, en félagarnir þar og hér á landi töldu múrinn mikla nauðsyn; „það var ekki um annað að ræða“, sagði ein félagssystirin í viðtali í Ríkisút- varpinu þegar múrinn féll síðla árs 1989. Nokkur hópur íslenskra náms- manna var sendur til Austur- Þýskalands til náms. Menn voru valdir af flokksforystu Sameining- arflokks alþýðu, Sósíalistaflokks- ins, og síðar Alþýðubandalaginu til náms (María Þorsteinsdóttir: „Skilmálarnir hennar Maríu“, Rvík 1991) og þá hafðir í huga hæfileik- ar og „skilningur" á inntaki marxískra fræða. Þetta lið naut styrks stjórnar Honeckers, það var agað og því innprentuð þa'u sann- indi sem samræmdust heimsmynd sósíalismans. Hluti þessa safnaðar hefur reynst trúr og dyggur sem starfs- menn innan Alþýðubandalagsins við mótun marxískrar hugmynda- fræði og heimsmyndar, ekki síst innan íslenska fræðslukerfisins. Hluti íslenskrar bókaútgáfu er einnig rekinn af sams konar starfskröftum, og nú er komið á daginn að eitt stærsta bókaútgáfu- fyrirtæki landsins naut stuðnings rússneska kommúnistaflokksins þegar að því þrengdi fjárhagslega. En svo er komið að stjúparnir í leppríkjunum og móðurlandinu hafa ajcki notið ávaxtanna af elju- semi stjúpsonanna hér á landi, því þeir eru víðast hvar horfnir af sviðinu sem stjórnendur. Svo að nú verða stjúpbörnin líkast til að stjórna sér sjálf og forystulið Al- þýðubandalagsins að mynda sjálf- stæða mafíu, eins og flokksbræður þeirra hafa gert í fyrrum leppríkj- um og ekki síst í Sovétríkjunum (sbr. Voksberg: The Soviet Mafia, 1991). Þá er það „flokksapparatið" sem tekur að sér leiðbeiningar og mótun starfseminnar. Þeir hafa þegar sterk ítök í íslenska fræðslu- kerfínu, eins og áður segir, hjá fréttastofu og í menningargeira hljóðvarps Ríkisútvarpsins, sem og í ýmsum félagasamtökum. For- ysta kennarasamtakanna og skólameistarafélagsins virðist og höll undir maríxka hugmynda- fræði. Hér getur orðið á breyting með afnámi félagsnauðungar, sbr. nýfallinn úrskurð Mannréttinda- nefndarinnar. Rithöfundasamtök- in og ýmis listamannasamtök önn- ur virðast og fremur velviljuð „apparatinu“. Eins og menn mega vita þá hefur listamönnum fjölgað um 600% síðastliðin ár (heimild dagblaðið Tíminn). Sá meirihluti sem styður stjórn- ir þessara félagasamtaka virðist haldinn hinni einu sönnu hug- myndafræði. Forystuliðið vitnar gjarnan í stjórnmálaástandið í Kína og Kúbu sem fýrirmyndir og sumir virðast vona að kommún- ista-mafíurnar nái e.t.v. fyrri völd- um sínum sem ríkis-mafíur í fóst- urríkjum stjúpsonanna. Reynslan er sú að þar sem marxistar hafa náð völdum og stjórnað í 40 til 70 ár, hafa afleið- ingarnar alls staðar orðið niður- koðnun manneskjunnar á lægsta stig mannlegrar niðurlægingar, efnahagslegrar, andlegrar og sið- ferðilegrar. Þegar blæjum hræsni og lyga er svipt af þessum ömur- legu samfélögum þá reyna félagar þeirra íslenskir að beija í brestina, slá úr og í og drepa umræðum á dreif með samanburðarfræðum og tali um t.d. að alþýðubandalags- menn hafi ekki einir farið til Moskvu, líka framsóknarmenn, og með hugtökum eins og vitnað er til í upphafi þessara skrifa, og samkynja samlíkingum fréttastofu hljóðvarps. Höfundur er rithöfundur. Byggung, Kópavogi Framhaldsaðalfundur bsf. Byggung, Kópa- vogi, verður haldinn í Hamraborg 1, 3. hæð, þriðjudaginn 25. ágúst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. st/órn/n. smá FERÐAFÉLAG ISLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Miðvikudagur 26. ágúst kl. 08 - Þórsmörk (dagsferð) - Verð kr. 2.600,-. Ath. tilboð okkar ð dvöl í Þórsmörk. Helgarferðir 28.-29. ágúst: 1) Óvissuferð. Leiðin liggur um fáfarnar slóðir - spennandi ferð út í óvissuna. Gist i svefnpoka- plássi. 2) Þórsmörk. Gönguferðir um stórbrotið landslag Þórsmerkur. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Brottför í ferðirnar er kl. 20. föstu- dag. Upplýsingar og farmiöasala á skrifstofu F.l. Mörkinni 6. Landmannalaugar - Þórs- mörk (gönguferðir): Enn er möguleiki að ganga „Laugaveginn" meé Feröafélag- inu, brottför kl. 08 miövikudag- inn 26. ágúst og kl. 20 föstudag- inn 28. ágúst. Nokkursæti laus. Ferðafélag Islands. ÁRNAÐ HEILLA Mynd Hafnarfirði. HJÓNABAND. Gefin voru saman 18. júlí sl. Jóhannes Helgi Guð- mundsson og Sigurbjörg Stella Guðmundsdóttir í Víðistaðakirkju af sr. Braga Friðrikssyni. Þau eru til heimilis að Miðvangi 8, Hafnar- firði. Ljósmynd: Ljjósmyndastofa Reykjavíkur HJÓNABAND. Gefín voru saman 11. júlí sl. John O’Neill og Elísabet Árnadóttir af sr. Valgeiri Ástráðs- syni í Fríkirkjunni í Reykjavík. Heimili þeirra er í Bandaríkjunum. Ljósmynd: Ljósmyndarinn Þór Gíslason. HJÓNABAND. Gefin voru saman hinn 11. júlí Stella Marta Jónsdótt- ir og Per Chr. Christiansen af sr. Pálma Matthíassyni í Bústaða-. kirkju. Þau eru til heimilis í Skov- gardsvej 13, 2920 Charlottenlund, Danmörku. Pttvu flisar : T7 1 ( J 1 M —————1—— Stórhöfða 17, við Gullinbrú, simi 67 48 44 GOLFÐUKARGOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKAR 3 ; 3 : S «i O: O Hj I O: o: at 5 ÍÓO' E KJARAN Gólf búnaður SÍÐUMÚLA 14 • SÍMI (91) 813022 GOLFDUKARG^LFDUKARGOLFDÚKARGOLFDUKARGOLFDUKAR Sálfræóistöóin Námskeið Sjálfsþekking - Sjálfsöryggi Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Innritun oo nánari upplýsingar í símuin Sállræðistöðvarinnar: 62 30 75 og 21118 kl. 11-12. Gervigœsir Skotfari FTO ÚTÍLÍF" --■ f-yl GLÆSIBÆ • SÍMI 812922 - svxnanooavxnadnoouvNoaáioí)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.