Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992 Ríkisendurskoðun telur óeðlilega staðið að kaupum á eignum Sigló Ríkíð tapaði 177 milljónum á að verja 64 milljóna kröfu RÍKISENDURSKOÐUN telur að ekki hafi verið staðið að kaupum ríkissjóðs á eignum Sigló hf. á Siglufirði á eðlilegan hátt. í athuga- semdum stofnunarinnar við ríkisreikning ársins 1990 kemur fram að ríkissjóður tapaði 177 milljónum kr. á kaupum á eignum fyrirtæk- isins. Ráðist var í kaupin með það fyrir augum að tryggja 64 millj- óna kr. krðfu ríkissjóðs í þrotabúið en hún var tryggð með 13. veð- rétti í fasteign fyrirtaekisins. Ríkið tapaði 112,7 milljónum kr. hærri upphæð á þessum viðskiptum en tapast hefði ef ekkert hefði verið aðhafst til að veija kröfuna. Yfirskoðunarmenn ríkisreiknings segja að bæta þurfi vinnubrögð ríkisins við kaup á fasteignum og tækjum. í skýrslu sinni segir Ríkisendur- skoðun m.a. þannig frá þessum við- skiptum: Þann 10. október 1989 keypti ríkissjóður íslands fasteign- ina Norðurgötu 20 á Siglufirði, eign Sigló hf., á nauðungaruppboði fyrir sem aldrei bregst J.S.Helgason Draghálsi 4 S: 68 51 52 m Ný gerð bamabílstóla * Fyrir böm frá fæðingu til 5 ára aldurs. * Þægilegar 5 punkta fest- ingar með axlapúðum. * Stillanlegur. * Stólnum má snúa með béikið fram (->9kg.) eða eiftur (9-18kg.). * Má hafa frístandandi. * Vasi á hlið, fyrir leikföng eða annað. * Auðvelt að taka áklæðið af og þvo það. * Viðurkenndur. * Verðkr. 10.998,- Borgartúni 26 Síml: (91) 62 22 62 Mynds.:(91) 62 22 03 90 milljónir kr. Eignin var keypt með það fyrir augum að tryggja kröfu ríkissjóðs á 13. veðrétti sem á uppboðsdegi nam 64,4 milljónum kr. Yfírtekin lán ríkissjóðs að 13. veðrétti námu 87,4 milljónir kr. og útlagður kostnaður við kaupin nam 5,4 milljónir kr. Ríkissjóður fékk því ekkert upp í kröfu sína á 13. veðrétti og lánið þar með tapað. Ennfremur keypti ríkissjóður vélar og tæki Sigló hf. að fjárhæð 29,7 milljónir kr. Kostnaður ríkissjóðs vegna kaupanna ásamt tapaðri kröfu hans nam því 186,9 milljón- um. 4. september 1990 seldi ríkissjóð- ur þessar eignir með makaskipta- samningi til Ingimundar hf. fyrir 75 milljónir kr. Við makaskiptin var lán að fjárhæð 2,1 milljón afskrif- að. Framlag ríkissjóðs vegna þrota- bús Sigló hf. að frádregnu sölu- verði þess nam þannig 114,1 milljón kr. og var sú fjárhæð færð til gjalda hjá ríkissjóði á árinu 1990. Við makaskiptin keypti ríkissjóð- ur Súðavog 6 í Reykjavík af Ingi- mundi hf. á 117,5 milljónir kr. Sú eign var seld Sláturfélagi Suður- lands í mars 1991 fyrir 54,5 milljón- ir kr. Sölutap ríkissjóðs vegna þeirr- ar eignar nemur því 63 milljónum kr. og heildartap ríkissjóðs vegna Siglómálsins varð 177,1 milljón kr. Að mati Ríkisendurskoðunar var ekki staðið að kaupum ríkissjóðs á eignum Sigló hf. á eðlilegan hátt. „Kaup ríkissjóðs voru gerð með það fyrir augum að tryggja hagsmuni ríkissjóðs þannig að það fengist greitt upp í þær kröfur sem hvíldu á þrotabúinu. Kaupverð eigna Sigló hf. hlaut því að byggjast á mati um væntanlegt söluverð þeirra. I þessu tilviki tapaði ríkissjóður ekki einungis kröfu sinni í þrotabúið heldur lagði út í kostnað sem fékkst ekki bættur við sölu eignanna. Rík- isendurskoðun telur að það eigi að vera meginreglan í tilvikum sem þessum að boðið sé í eignir í þeim tilgangi að tryggja hagsmuni ríkis- sjóðs fyrst og fremst. Ef það er hins vegar ætlun stjómvalda að styrkja atvinnulíf á viðkomandi stað er eðlilegra að slíkt framlag til fyrir- tækja eða atvinnuvega sé ákvarðað í fjárlögum viðkomandi fjárlaga- árs,“ segir í athugasemdum Ríkis- endurskoðunar. Yfirskoðunarmenn ríkisreiknings vekja sérstaka athygli á þessu máli í skýrslu sinni og telja, í ljósi þessa tilviks, að bæta þurfi vinnubrögð vegna kaupa og sölu ríkissjóðs á fasteignum, vélum og tækjum. 10. október 1989 IRíkissjóður kaupir Norðurgötu 20 á Siglufirði á nauðungaruppboði fyrir 90 mkr. til að tryggja 64,4 mkr. kröfu á 13. veðrétti. 2Ríkið yfirtekur lán á 1 .-12. veðrétti samtals 87,4 millj. kr að viðbættum kostnaði, 5,4 millj. kr., alls 92,8 millj. kr. Krafa ríkissjóðs tapast. i Ríkið kaupir vélar og tæki SIGLÓ á 129,7 millj. kr. 64,4 millj. kr. 92,8 millj. kr. 29,7 millj. kr. KOSTNAÐUR RÍKISINS: 186,9 millj. kr. 4. september 1990 4Ríkið selur Ingimundi hf. Norður- götu 20 í makaskiptum á 75 millj. kr. (lán að fjárhæð 2,1 millj. kr. afskrifað) 75,0 millj. kr. SRíkið kaupir Súðarvog 6 í R.vík. í makaskiptum við Ingímund hf. á 117,5 millj. kr. 27. mars 1991 #1 Ríkið selur Sláturfélagi Suðurlands 11 Súðarvog 6 á 54,5 millj. kr. Sölutap: 63 millj. kr. HEILDARTAP RÍKISINS: 17,5 millj. kr. Dýptarmælir fyrir skurðgröfur - ný íslensk uppfinning Tækið getur aukið afköst skurðgrafa um allt að 10% - segir hönnuður mælisins, Kristján Ingvarsson HANNAÐUR hefur verið sér- stakur dýptarmælir sem er hugs- aður til notkunar í skurðgröfum. Uppfinningin er alíslensk og er hönnuðurínn Kristján Ingvars- son verkfræðingur. Hugmyndina að dýptarmælinum fékk hann við nám í Bandaríkjunum en hann lauk hönnun tækisins í ágústbyrj- un. Hann hefur notið aðstoðar nokkurra manna, þar á meðal tveggja sona sinna. Tækið hefur nú verið reynt og hafa væntingar faríð fram úr björtustu vonum. Tækið er hagkvæmt að mati Kristjáns og getur það í ákveðn- um tilfellum aukið afköst um tíu prósent. Kristján Ingvarsson er verkfræð- ingur og nam fyrst fræði sín við Háskóla íslands. Hann fór því næst í framhaldsnám bæði í Svíþjóð og Bandaríkjunum. í Bandaríkjunum lagði hann stund á læknisfræðilega verkfræði, „biomedical engineer- ing“, og frá því hann kom heim til íslands hefur hann starfað við háls-, nef- og eymalækningadeild Land- spítalans, sem sérfræðingur í jafn- vægismælingum. Fékk hugmyndina árið 1978 „Ég fékk hugmyndina að tækinu á þeim árum þegar ég var við nám í Bandaríkjunum, “ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið. „Ég var þar ásamt félaga mfnum Einari Bachmann sem var í bygginga- bransanum og við veltum því fyrir okkur hvort ekki væri hægt að hanna tæki sem mældi þá dýpt sem gröfur græfu. Þetta gerðist árið 1978 þannig að upprunalega hug- myndin er ekki ný af nálinni." Morgunblaðið/KGA Kristján Ingvarsson hönnuður dýptarmælisins sést hér sýna stjórn- anda gröfu hvemig nota eigi mælinn. Skurðgrafa þessi er sú fyrsta sinnar tegundar, sem búin er tækinu. Fmmgerð tækisins hannaði Krist- ján árið 1979 og var hún prófuð það ár og hið næsta. Hún var sett á 10 gröfur en reynslan gaf ekki góða raun að mati Kristjáns. „Skynjararnir voru ekki góðir og tölvan, sem notuð var hvergi nærri nógu nákvæm. Ég hef því áætlað að fullþróað tækið eins og það lítur út í dag sé að minnsta kosti 100% nákvæmara." Þráðurinn tekinn upp að nýju Það var ekki fyrr en árið 1988 að Kristján fór aftur að hanna tæk-n ið af fullum krafti. „Ég hugsaði með mér að það væri heldur annar- legt að vera með einkaleyfi á hug- mynd í Bandaríkjunum og Kanada til ársins 2002 og aðhafast ekkert í málinu. Ég einsetti mér því að. klára þetta og fékk til liðs við mig syni mína. Það var svo loks nú í, ágústbyijun að við lukum hönnun tækisins að fullu og settum það svo í prufu í kjölfarið. Og satt best að segja gekk sú prófun vonum fram- ar. Ekki nóg með að það virkaði heldur reyndust notkunarmöguleik- ar fjölbreyttari en við gerðum ráð fyrir." Það eru fjórir menn sem hafa átt þátt í hönnun tækisins. Þáttur Einars Bachmann er áður nefndur en synir Kristjáns, verkfræðinem- arnir Trausti og Arnar, hafa einnig aðstoðað föður sinn. Trausti á heið- urinn af því að hafa útbúið forritið , að mælinum en að sögn Kristjáns hefur sú vinna tekið þijú sumur. Loks var Snorri Kristjánsson, vél- búnaðarhönnuður, fenginn til að smíða sjálft tækið og örgjörvann. Mikilvægt að ná markaði fijótt í máli Kristjáns kom fram að markaður fyrir þetta tæki er galop- inn. Ekkert tæki er til sem vinnur | á sama hátt og því leyfir Kristján , sér að vera bjartsýnn. Hann segir skurðgröfur vera að minnsta kosti . um 2 milljónir að tölu í heiminum og ekki skipti máli hvort grafan sé gömul eða ný. „Við höfum hugsað okkur að einbeita okkur að íslensk- um markaði fyrst um sinn. Það er . erfitt og dýrt að koma vöru á mark- ( að í útlöndum.“ - , Það að eiga hugmynd segir Krist- , ján vera tölulega ódýrt. „í grófri [ einföldun má segja að ef hugmynd kostar 1 krónu þá muni kosta um 10 krónur að útbúa fyrsta tækið og jafnframt 100 krónur að setja tækið á markaðinn. Nú erum við , búin að hanna tækið og það eru , 10 krónur en núna vantar okkur 4 90 krónurnar!" 4 Aðpurður kvað Kristján nokkra 4 kynningu hafa farið fram bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann hafi farið á sýningu í Flórída þar sem vel hafi verið tekið á móti hug-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.