Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 26
T' 26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. AGUST 1992 seei tbOoá auoAautðHW fllÍ/IDI3T8A:1 qicuviunuoHOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992 a os 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Þjónustustörfin og stijálbýlið Gjörbreyttir atvinnu- og ' þjóðlífshættir hafa ragkað byggð í landinu, einkum frá lyktum síðari heimsstyijaldar- innar. Tæknibylting í atvinnu- lífinu olli því að hægt var að framleiða meira og meira í land- búnaði og sjávarútvegi með færri og færri starfsmönnum. Árið 1940 störfuðu um þijátíu og tveir af hveijum hundrað vinnandi íslendingum við land- búnað og rúmlega fjórtán við fískveiðar, eða 46 af hundraði við frumframleiðslu. Nú er öldin önnur. Fólk hefur flykkzt af landsbyggðinni, frá frumfram- leiðslunni, til höfuðborgarsvæð- isins og þjónustustarfanna. Eftirspurn eftir hvers konar þjónustu hefur aukizt mjög mikið síðustu áratugina, ekki sízt á sviði menntunar, menn- ingar, heilsugæzlu, öldrunar, dagvistunar barna, samgangna o.sv.frv. Störf í opinberri þjón- ustu og við opinbera stjómsýslu hafa og margfaldast. Árið 1940 störfuðu fjórir af hveijum hundrað vinnandi íslendingum við opinbera þjónustu og rúm- lega einn (1,3%) við opinbera stjómsýslu. Fjörutíu árum síð- ar, árið 1980, var hlutfall ís- lendinga við opinbera þjónustu (14,1%) og stjómsýslu (4,5%), þrefalt hærra. Líkur standa til að rúmlega tuttugu af hveijum hundrað vinnandi íslendingum starfí nú innan eða í jöðrum opinbera geirans. Þessi þróun, ekki sízt sam- dráttur starfa í landbúnaði og sjávarútvegi, hefur leikið lands- byggðina grátt. Landsbyggðin hefur og hvergi nærri haldið í við þéttbýlið um fjölgun starfa í þjónustu. Rúmlega sextíu af hveijum hundrað landsmönnum búa nú á Reykjavíkur-/Reykja- nessvæðinu. Byggðastefna, svokölluð, sem fylgt hefur verið síðustu áratugina, hefur ekki megnað að snúa vöm í sókn. Þvert á móti hefur fólksstreym- ið af landsbyggðinni aldrei ver- ið meira en síðustu tuttugu ár- in. Þó hefur sitthvað áunnizt, máski fyrst og fremst á sviði samgangna, sem var forsenda nánara samstarfs og jafnvel samruna sveitarfélaga á sama atvinnu- og þróunarsvæði í stijálbýli. Stærri og sterkari sveitarfélög eru trúlega áhrifa- ríkasta leið landsbyggðarinnar til að byggja upp þá þjónustu hvers konar í heimabyggð sem svarar kröfum samtímans bæði um almenna aðbúð og fleiri starfstækifæri. Landsbyggðin hefur, þrátt fyrir framansagt, ýmsa og ótví- ræða kosti fram yfír þéttbýlið, sem höfða til ungs fólks á líð- andi stundu. Það kemur glöggt fram í viðtali Morgunblaðsins við þau Þóm Björk Jónsdóttur, skólastjóra gmnnskólans á Hól- um í Hjaltadal, og Allan Morth- ens, framkvæmdastjóra Svæð- isstjómar um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra, en þau em bæði ættuð úr Reykjavík. Þóra Björk sagði m.a.: „Það gerir svo skemmtilegt að búa úti á landi, að maður fínnur að hver einstaklingur hefur gildi fýrir sitt samfélag. Fyrir vikið verða samskipti fólks nánari... í Reykjavík um- gengumst við fólk á líkum aldri með svipuð áhugamál og sams- konar lífsreynslu. Hér er maður í samfélagi við fólk með aðrar skoðanir og á öllum aldri. Á áttræða vini. í Reykjavík mynd- ar maður ekki vináttu við fólk á þeim aldri utan fjölskyldu sinnar. Síðan við fómm úr Reykjavík finnst okkur þessi hraði á öllu hafa aukizt þar eða við fjarlægst hann...“ Orð Allans Morthens í viðtal- inu við Morgunblaðið em ekki síður athyglisverð: „Það hlýtur að vera framtíð- arverkefni sveitarfélaga að sameinast. Það er forsenda fyr- ir byggð á landsbyggðinni. Á þessum breytingatímum mun allt splundrast ef við vinnum ekki saman að verkefnunum.“ Góðar og greiðar samgöngur innan þróunarsvæða eru for- senda stærri og sterkari fyrir- tækja og sveitarfélaga. Náið samstarf eða sammni sveitarfé- laga innan þróunarsvæða er forsenda þess að þau ráði við þau þjónustuverkefni, kostnað- arlega, sem fólk horfír til þegar það velur sér framtíðarbúsetu. Náið samstarf eða sammni af þessu tagi styrkir og sam- keppnisstöðu viðkomandi svæða í atvinnulífínu, ekki sízt að því er varðar störf í þjón- ustu, og fjölgar þann veg starfsmöguleikum. Mestu máli skiptir þó máski sá starfs- rammi, sem samfélagið býr framtaki fólks og fyrirtækja, að ógleymdu því jákvæða við- horfí til landsbyggðarinnar, mannlífsins og framtíðarinnar, sem fram kemur hjá þeim ungu Reykvíkingum, sem hér h.efur verið vitnað tií, og sinna þjón- ustustörfum í Skagafirði og á Norðurlandi vestra. Yiðhorf af þessu tagi styrkja vonir um að takast muni að halda landinu öllu í byggð um fyrirsjáanlega framtíð. Tryggingafélagið Hafnia Greiðslustöðvunin hefur ekki áhrif á Skandia Island - segir Gísli Örn Lárusson forstjóri GÍSLI Öm Lárusson, forstjóri Skandia ísland hf., segir að fjárhags- erfiðleikar danska tryggingafélagsins Hafnia hafí engin áhrif á starf- semi Skandia ísland. Skandia í Svíþjóð ætti engin hlutabréf í Hafnia og þar af leiðandi hefði greiðslustöðvun Hafnia engin áhrif á rekstur- inn. í fregnum erlendra fjölmiðla hefur komið fram að fjárhagserfið- leikar Hafnia muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir tryggingafélög- in Baltica í Danmörku, UNI Storebrand í Noregi og Skandia Group Försakrings AB í Svíþjóð en það er móðurfyrirtæki Skandia Island. Talsverð endurtryggingaviðskipti áttu sér stað á milli Brunabótafé- lags íslands og Storebrand í Noregi fyrir nokkrum árum og að sögn Áxels Gíslasonar, forstjóra Vá- tryggingafélags íslands voru nokk- ur tryggingaviðskipti á milli Store- brand og VÍS fyrst eftir stofnun félagsins en hann sagði að þau væru engin í dag. Afleiðingar af greiðslustöðvun Hafnia fyrir UNI Storebrand hefðu því engin áhrif á starfsemi VÍS. Gísli Öm sagði að Skandia Island væri íslenskt vátryggingafélag og félli í einu og öllu undir íslensk lög. Atburðir erlendis hefðu því ekki áhrif á starfsemi þess og þótt Skan- dia í Svíþjóð ætti meirihluta í Skan- dia Island, starfaði það algerlega sjálfstætt. Miklar sviptingar hafa átt sér stað á tryggingamarkaði á Norður- löndunum. Síðast liðinn vetur stóðu Hafnia og UNI Storebrand að mikl- um hlutafjárkaupum í Skandia og stefndu að yfírtöku í félaginu. Hafn- ia hefur einnig keypt stóran hlut í Baltica og eru þessi hlutafjárkaup talin aðalástæðan fyrir þeim fjár- hagserfíðleikum sem Hafnia og UNI Storebrand eiga nú í. Síðastliðið vor hugðist Skandia í Svíþjóð hins veg- ar kaupa Hafnia og náði samkomu- lagi um það við stjóm félagsins og ætlaði að greiða fyrir það með hluta- bréfum UNI Storebrand f Skandia en á móti átti norska félagið að fá hluta af endurtryggingastarfsemi Skandia. Sameinuð hefðu þessi fé- lög myndað stærsta tryggingafyrir- tæki á Norðurlöndunum. Dýrtíðar- sjóður dönsku launþegahreyfíngar- innar, sem er hluthafi í Hafnia, kom hins vegar í veg fyrir samrunann. Frá Patreksfirði. Oddvítí Patrekshrepps um hlutafjárframlag í Útgerðarfélagið Aðgerðalausir hefðum við misst Látravík og kvótann Fulltrúi Sjálfstæðisflokks segir að með þessu sé verið að efna til bæjarútgerðar BJÖRN Gíslason oddviti Patrekshrepps og framkvæmdastjóri Út- gerðarfélags Patreksfjarðar hf. segir að plássið hefði misst togskip- ið Látravík BA og kvóta þess ef hreppsnefnd Patrekshrepps hefði ekki ákveðið að leggja 42,5 mO(jóna kr. hlutafé i fyrirtækið. Þarna hefði verið um það að ræða að duga eða drepast. Stefán Skarphéð- insson, hreppsnefndarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem greiddi atkvæði á móti hlutafjárkaupum hreppsins, segir vafamál hvort rétt sé að efna tíl bæjarútgerðar á Patreksfirði með kaupum hreppsins á meirihluta hlutafjár og hann efast um að rekstur skipsins borgi sig. Bjöm segir að Patrekshreppur hefði neytt forkaupsréttar á Vigdísi BA þegar átt hefði að selja bátinn frá Patreksfírði, í þeim tiigangi að koma í veg fyrir ad kvótinn færi í burtu. Báturinn hefði verið seldur kvótalaus, en kvótinn færður yfír á Látravík sem verið hefði kvótalítill. Hreppurinn hefði verið í ábyrgð fyrir þessum viðskiptum og hefði átt að greiða kvótakaupin með hlutafé fískvinnslufyrirtækjanna Odda og Straumness sem stóðu að stofnun Útgerðarfélagsins. Hluta- Deildarstjóra bifreiðaprófa greiddar bætur vegna frávikningar Var vikið úr starfí en fékk fnll laun og biðlaun RÍKISSJÓÐUR hefur samið við fyrrum deildarstjóra þjá Bifreiðapróf- um ríkisins, sem vikið var frá störfum í mars 1990 og mál hans send til lögreglurannsóknar vegna þess að hann hefði ekki skilað vaxtatekj- um af meiraprófsgjöldum til ríkissjóðs. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að ekki væri tilefni til málshöfðunar gegn manninum og ríkis- sjóður hefur nú greitt honum um 1,5 milljónir króna, að sögn Gunn- ars Jóhanns Birgissonar, hdl., lögmanns mannsins. Greiðslurnar úr ríkissjóði eru fyrir það sem á vantaði að maðurinn nyti fullra launa frá þeim tíma er hann var leystur frá störfum og til þess tíma er starfrækslu Bifreiðaprófa ríkisins var hætt nýlega og auk þess 6 mánaða biðlaun vegna þess að starf hans var lagt niður. Maðurinn á enn í viðræðum við ríkissjóð um greiðslur orlofsfjár og skaðabóta vegna útlagðs kostnaðar hans við lögfræðiaðstoð. Maður þessi var ráðinn deildar- stjóri við Bifreiðapróf ríkisins árið 1984 og hafði sem slíkur meðal annars umsjón með meiraprófsnám- skeiðum og hafði með höndum fjár- reiður vegna þeirra. Námskeiðis- gjöldum vegna meiraprófsnám- skeiða var skilað til ríkissjóðs tvisv- ar á ári án vaxta, en að sögn lög- manns mannsins var það sama að- ferð og fyrrirennari hans I starfi hafði notað. Vaxtatekjumar námu um 1 millj- ón króna á tímabilinu frá 1984 til 1990. Að sögn lögmannsins hafði hluta þeirra verið varið til þarfa starfseminnar og einnig til að styrkja þing norrænna bifreiðaeftir- litsmanna árið 1985 og til að greiða hluta kostnaðar vegna samkomu- halds starfsmanna. Þorri fjárhæðar- innar hafí hins vegar verið óhreyfð- ur á reikningnum og verið skilað í ríkissjóð eftir að athugasemdir komu fram. Að sögn Gunnars Jóhanns Birgis- sonar hafði maðurinn skriflega gert Qármálaráðuneytinu grein fyrir uppgjörsaðferðinni árið 1988 og komu aldrei fram athugasemdir við hana fyrr en hann var leystur frá störfum og sviptur helmingi launa í mars 1990, skömmu eftir jrfír- mannaskipti hjá stofnuninni. Mál mannsins var síðan fengið ríkissaksóknara til opinberrar rann- sóknar vegna meints fjárdráttar. Maðurinn setti einnig fram ósk um opinbera rannsókn málsins, þar sem hann taldi sig saklausan hrakinn úr starfí. Málið var síðan til með- ferðar hjá RLR, ríkissaksóknara, ríkisendurskoðun og dómsmála- ráðuneyti, þar til í apríl á þessu ári að ríkissaksóknari gaf út yfirlýsingu um að ákæruvaldið sæi ekki tileftii til aðgerða eða málshöfðunar gegn manninum. Á grundvelli þess hafa manninum síðan verið greidd þau hálfu laun sem hann hafði verið sviptur er hann var settur af og auk þess 6 mánaða biðlaun, en stofnun sú sem hann hafði unnið hjá var nýlega lögð niður með breytingu á skipu- lagi ökuprófa í landinu. féð hefði hins vegar ekki skilað sér og því hefði verið ákveðið að Pat- rekshreppur kæmi þama til skjal- anna. Bjöm sat ekki fund hreppsnefnd- ar þegar meirihluti Alþýðuflokks og Framsóknarflokks ákvað hluta- fíárkaupin þar sem hann er tengdur málinu sem framkvæmdastjóri Út- gerðarfélagsins. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn hlutafíár- kaupunum. Stefán Skarphéðinsson, annar hreppsnefndarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, sagði í gær að á sérstök- um aukafundi hreppsnefndarinnar um málið hefði meirihlutinn hafnað ósk minnihlutans um frest á af- greiðslu svo hægt yrði að skoða málið betur. Hann sagði vafamál hvort rétt væri að efna til bæjarút- gerðar eins og þama virtist stefna í. Þegar sveitarfélagið væri orðið meirihlutaeigandi í útgerðarfélag- inu hlyti það að teljast bæjarút- gerð. Þá sagðist Stefán telja að hreppurinn hefði ekki efni á því að leggja þessa fjármuni fram. Eins vildi hann kanna betur hvort rekst- ur þessa skips gæti gengið, sagðist raunar telja það vafamál miðað við þær miklu skuldir sem á útgerðinni hvfldu en komið hefur fram að þær em orðnar um 200 milljónir kr. Vélstjórar samþykkja samning VÉLSTJÓRAFÉLAG íslands hefur samþykkt kjarasamn- ing þann, ásamt bókunum, sem gengið var frá þjá ríkis- sáttasemjara þann 16. júlí s.l. Alls tóku 69 af 120 félögum i Vélstjórafélaginu þátt í at- kvæðagreiðslu um samning- mn. Atkvæði féllu þannig að já sögðu 40 eða 58% en nei sögðu 29 eða 42% af þeim sem at- kvæði greiddu. Aðspurður hvort Patrekshreppur hefði efni á hlutafjárkaupunum sagði Bjöm að vissulega væri þetta blóðtaka en þarna hefði verið um það að ræða að duga eða drepast. Skipið hefði annars farið og tekjur sveitarfélagsins minnkað. Þá benti hann á að tekið yrði lán vegna hlutafjárframlagsins sem greitt yrði á nokkram áram. Patrekshreppur lagði 30 milljóna kr. hlutafé í Odda hf. þegar það keypti frystihús Hrað- frystihúss Patreksfjarðar. Bjöm sagði að á síðasta ári hefði tekist að lækka skuldir Patrekshrepps um 20 milljónir kr. og á þessu ári hefði verið unnið að því sama en hluta- fíárkaupin settu vissulega strik í reikninginn. Bjöm Gíslason sagði að Útgerð- arfélagið væri rekið með tapi. Hins vegar stæði til að breyta Látravík og gera hana út á rækjufrystingu en selja botnfískveiðiheimildir þess, sem vora um 1.000 þorskígildistonn á síðasta ári, til annarra skipa á staðnum. Taldi hann að með slíkum breytingum myndi útgerðin ganga betur. FIKNIEFNAMAL Aætlað að hald sé lagt á 4% alls kannabisefnis TALIÐ er að lögregla og tollgæsla geri um 4% alls kannabisefnis sem smyglað er til landsins upptækt. Ekki er að finna upplýsingar um hlutfall svonefndra hvitra efna, þ.e. amfetamíns og kókaíns, sem yfirvöld leggja hald á. Hákon Sigurjónsson, yfirmaður tækni- deildar fíkniefnalögreglunnar, segir að Island sé opið land og lít- ið mál sé að stunda smygl til landsins. Hann segir að til þess að koma málum í ákjósanlegt horf þyrfti að hafa virkt eftirlit með hverri tollhöfn á landinu. Hákon sagði að tiltölulega lítill hluti þess magns fíkniefna sem flutt era inn í landið væra gerð upptæk af yfirvöldum. Höfum dregist aftur úr „Fyrir nokkrum árum töldum við okkur standa jafnfætis öðrum Norðurlöndum hvað varðaði áæti- að prósentumagn, en ég tel að við höfum dregist veralega aftur úr á seinni áram. Við heyram að svo og svo mikið efni sé í umferð og það koma lægðir og toppar í það, eins og allt annað, en ég held að toppamir hafí verið ansi háir síð- ustu 3-4 ár. Það var talið að við hefðum stöðvað 4-5% af þeildar- magni kannabisefna. Ágiskun okkar hefur alltaf verið miðuð út frá kannabisefnum, því „hvítu efn- in“ [amfetamín og kókain] hafa alltaf verið okkur hulinn heimur. Það er miklu erfíðara að meta hve mikið við stöðvum af hvítu efnun- um. Sá heimur er eins og efnin, hann er miklu harðari. Við höfum þó séð það á seinni áram að hvítu efnin era alltaf að verða algengari samfara kannabisefnum hjá smærri neytendum sem teknir eru á götunni. Hvítu efnin era bara hrein aukning. Eitt árið, er okkur fannst að amfetamínneysla væri að aukast, var varla undantekning á því að við fyndum hvítt efni á smáneytanda. Nú er svo komið að við eram famir að sjá kókaín æ meiri meðal þessara neytenda samfara amfetamíni og kannabis- efnum. Á því getum við merkt það að þessi efni era almennt meira í umferð en var áður,“ sagði Hákon. Þyrfti hasshund í hverri tollhöfn Fíkniefnadeildin hefur yfír þremur hasshundum að ráða og að sögn Hákons era þeir mikið hjálpartæki. Allur gangur er á því hvort hundarnir eru látnir þefa af pósti sem berst til landsins eða farangri komufarþega til landsins. Aðspurður um hvort nóg væri að hafa þijá hunda í þjónustu fíkni- efnadeildarinnar sagði Hákon: „Við segjum alltaf að það sé aldr- ei nóg. En þetta er opið land og ef þú ert að spyija um landið allt þá er þetta engan veginn nægur fjöldi hunda til að sinna allri þeirri löggæslu. Það þyrfti að hafa hund í hverri tollhöfn ef vel ætti að vera. En það er alls ekki víst að það yrði einhver allsheijarlausn. Það þarf að breyta svo miklu því landið er svo opið á alla vegu að minnsta mál er að koma með inn í landið fíkniefni eða hvað sem er. Það þyrfti að breyta öllu fyrir- komulaginu í löggæslu og toll- gæslu ef það ætti að dekka alla þá staði sém mögulegir eru til að koma með óæskilega hluti á bak við tjöldin inn í landið,“ sagði Hákon. Hann sagði að ekki væri gert ráð fyrir slíkri löggæslu hér á landi. Bæði þyrfti mannafla og tæki til að loka innflutningsleiðum fyrir smyglara og nefndi hann flugvélar, skip og báta. „Það kom fram í máli dómsmálaráðherra um daginn að við hefðum hlutfallslega jafnmikinn mannskap í fíkniefna- lögreglunni og á hinum Norður- löndunum. Það má vel vera að það sé rétt. Tækjabúnaður okkar hefur batnað þótt ennþá skorti töluvert á. En það sem skortir fyrst og fremst er fjármagn til þessara hluta. Öðruvísi hefst það ekki að standa jafnvígis öðram þjóðum. Á hinum Norðurlöndunum er þessi málaflokkur með ákveðið fjár- magn til sinnar starfsemi sem er á allt öðram' granni en hjá okkur. Þar er hlutfallið miklu hærri og ef við værum með sama hlutfall gætum við betur unað við okkar hlut. Það er virkilega slæmt að fjármagn til löggæslunnar skuli allt vera í einum potti. Það þarf mun meiri skiptingu niður á ákveðna þætti og verksvið og síð- ast en ekki síst þarf að setja hlut- ina í forgangsröð. Hún virðist ekki vera til staðar," sagði Hákon. ísland sem umflutningsstöð Hákon kvaðst ekki telja óliklegt að ísland sé umflutningsstöð á eiturlyfjum frá Bandaríkjunum til Evrópu. „Mér finnst það ekki ólík- legt. Landlega býður upp á það. Flutningurinn getur átt sér stað með venjulegum ferðamönnum, í flugi og með skipaferðum." Hann sagði að smyglaðferðir tækju sí- felldum breytingum. „Um leið og þeir sem smygla lenda í vandræð- um með aðferðir þá fínna þeir upp á nýjum á alveg sama hátt og við reynum að fínna nýjar aðferðir til að hafa upp á efnum." Hákon sagði að eiturlyfjasmyglarar hefðu í mörg ár fengið menn sem ekki væra undir smásjá fíkniefnalög- reglunnar til að flytja fyrir sig efni inn í landið. „Það er ekkert tæmandi í þessum málum. Ef þú nefnir einhveija aðferð getur þú verið viss um að hún hefur verið reynd,“ sagði Hákon. Ýmsar aðferðir eru notaðar við að smygla fíkniefnum til landsins. Þessi sakleysislegi bangsi reyndist til dæmis úttroðinn af hassi. Ríkisendurskoðun um Atvinnuley sistryggingasj óð Fækka þarf úthlutunar- nefndum atvinnuleysisbóta Veruleg hagræðing getur náðst ef úthlutunarnefndunum er fækkað í ATHUGUN þeirri sem Ríkisendurskoðun hefur gert á Atvinnuleys- istryggingasjóði kemur m.a. fram að Ríkisendurskoðun telur úthlut- unarnefndir þær sem fjalla um atvinnuleysisbætur alltof margar. Kemur fram að með því að fækka þeim töluvert náist veruleg hag- ræðing í rekstri þessa kerfis. Ríkisendurskoðun telur að endur- skoða beri kaflann um úthlutunar- nefndir í lögum um atvinnuleysis- tryggingar með það að markmiði að fækka nefndunum jafnt á höfuð- borgarsvæðinu sem á landsbyggð- inni. Úthlutunarnefndir era nú 119 á öllu landinu og þar af 40 í Reykja- vík. í reglugerð um vinnumiðlun er landinu skipt í sjö atvinnusvæði. Ríkisendurskoðun segir að ætla megi að á nokkrum þessara at- vinnusvæða nægi að hafa eina sam- eiginlega úthlutunarnefnd. í því sambandi megi benda á að ein út- hlutunarnefnd er í Suður-Þingeyj- arsýslu með aðsetri á Húsavík. Ríkisendurskoðun telur brýnt að stjórn sjóðsins láti úthlutunarnefnd- um í té útdrátt úr úrskurðum sínum varðandi þau ágreiningsmál sem til hennar er vísað þannig að túlkun stjórnarinnar komi fram. Og jafn- brýnt að kannaður verði sá mögu- leiki að bæta upplýsingum um dag- vinnustundafjölda launþega á skila- grein atvinnurekenda með stað- greiðslu opinberra gjalda launa- manna. Hefði sjóðurinn aðgang að þessum upplýsingum gætu þær komið í stað þeirra vinnuveitenda- vottorða sem umsækjendum um bætur ber að skila og réttur þeirra til atvinnuleysisbóta byggist á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.