Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPn/IQVZNNUlÍF ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992
Stjórnun
Valdakerfi
íslenskra fynrtækja
Morgunblaðið/KGA
Rannsóknir- ívar og Fannar Jónssynir hafa nýlokið við rann-
sókn á valdakerfi íslenskra fyrirtækja. í bakgrunni er stórfyrirtækið
sem er orðið að ímynd valdasamþjöppunar í íslensku viðskíptalífi, Eim-
skip.
eftir Pál Vilhjálmsson
Tólf einstaklingar ráða yfir meira
en fimmtungi ársverka íslenskra fyr-
irtækja sem hafa 15 starfsmenn eða
þar yfir. Örfá stórfyrirtæki mynda
þungamiðju í íslensku viðskiptalífi
og sterk innbyrðis tengsl eru á milli
stjórna þessara fyrirtælq'a. Þetta er
ein niðurstaða rannsóknar á valda-
kerfi íslenskra fyrirtækja. Rannsókn-
in verður bráðlega gefín út en þar
er reynt að mæla áhrif fjölstjómar-
manna og hvernig valdakerfí ís-
lenskra fyrirtækja er uppbyggt.
Höfundar rannsóknarinnar eru
bræðumir ívar og Fannar Jónssynir.
ívar lauk á síðasta ári doktorsnámi
í félagsfræði frá Bretlandi og Fannar
er í hagfræðinámi í Árósum. Þeir
byrjuðu á verkefninu árið 1988 og
hafa í tvígang, árin 1988 og 1989,
fengið til þess styrk frá Vísindasjóði.
Markmið rannsóknarinnar, sem
verður gefin út undir heitinu Innri
hringurinn og íslensk fyrirtæki,
er annarsvegar að bregða ljósi á
valdakerfi íslenskra fyrirtækja og
sérkenni þess í samanburði við valda-
kerfi fyrirtækja á Vesturlöndum.
Hinsvegar er markmiðið að vinna
gagnagrunn sem gæti nýst til frek-
ari rannsókna.
Síðustu ár hefur í vaxandi mæli
verið fjallað um þróun og stöðu þeirra
íslensku fyrirtækja sem eru í sér-
flokki hvað stærð og umsýslu varð-
ar. Fyrir rúmum tveim árum (mars
1990) greindi tímaritið Þjóðlíf ítar-
lega frá helstu eignaraðilum ís-
lenskra stórfyrirtækja. Bókin Á slóð
kolkrabbans eftir Ómólf Árnason,
sem kom út um jólin 1990; fjallaði
um sama efni. Rannsókn Ivars og
Fannars er viðameiri en áður þekkist
og reynir jafnframt að greina sam-
hengi á milli efnahagsumhverfísins
og valdakerfís fyrirtækjanna.
Yfir 230 fjölsljórnarmenn
Flestar erlendar rannsóknir á
valdakerfum fyrirtækja styðjast við
Vcrk.
Mýtt skrifstofutækninám
Tölvuskóli Reykfavíkur gerlr þér kleift að auka við þekkingu
þína og atvínnumöguleika á skjótan og hagkvæman hátt
Á nýja skrifstofutækninámskeiðinu sem er alls 255 klst. langt eru teknir fyrir eftirtaldir áfangar:
TÖLVUGREINAR, PCTÖLVUR
Almenn tölvufræði
PC-stýrikerfi
- Ritvinnsla
TÖLVUGREINAR MACINTOSH TÖLVUR
Macíntosh-stýrikerfi
- Umbrotstækni
- Ritvinnsla
VIÐSKIPTAGREINAR
Almenn skrifstofutækni
Bókfærsla
Tölvubókhald
- Töflureiknar og óætlanogerð
- Tölvufjarskipti
- Gagnasafnsfræði
- Windows
- Viðskiptagrafík
TUNGUMÁL
íslenska
ÆFINGATÍMAR
Verslunarreikningur
Toll- og verðútreikningar,
innflutningur
Innritun fyrir haustönn er hafin
Valdakjarninn íís-
lensku viðskiptalífi?
Nafn Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins Ársverk 367
Indriði Pálsson, stjórn- arformaður Skeljungs 363
Halldór H. Jónsson, stjómarformaður Eim- skips, (látinn) 331
Benedikt Sveinsson, stjómarformaður Sjóvá-Almennra 274
Árni Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Islands 215
Thor Ó. Thors, for- stjóri Aðalverktaka 199
Þorvaldur Guðmunds- son, forstjóri í Síld og físk 172
Einar Sveinsson, for- stjóri Sjóvá-Almennra 168
Haraldur Gíslason, framkvæmdastjóri Fiskmjölsverksmiðj- unnar Ve., 160
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda 157
Sigurður Gils Björg- vinsson, fjármálastjóri Sambandsins 154
Haraldur Sumarliða- son, húsasmiður 150
Stjómaseta
ísl. sjávarafurðir, Aðalverktakar,
ísl. skinnamiðstöðin, Mikligarður,
Samskip, Samvinnuferðir Landsýn.
Eimskip, Flugleiðir, íslandsbanki,
Sigurplast, Skeljungur, Úrval/Út-
sýn
Eimskip, Flugleiðir, Aðalverktakar,
Skeljungur.
Eimskip, Flugleiðir, Grandi, Sjóvá-
Almennar.
Flugleiðir, Faxamjöl, Grandi,
Hampiðjan, Hvalur, Kassagerð
Reykjavíkur.
Eimskip, Aðalverktakar, Skeljung-
ur.
Rekstur á eigin nafni, Glitnir, Is-
landsbanki.
Bifreiðaskoðun íslands, íslands-
banki, Nesskip.
Fiskiðjan, Vinnslustöðin, Oddi
(prentsmiðja).
Faxamarkaðurinn, Faxamjöl, ís-
landsbanki, Sindrastál.
Mikligarður, Samskip.
Rekstúr í eigin nafni, íslandsbanki.
Miðað er við upplýsingar frá árinu 1991 og fyrirtæki sem
telja 15 ársverk eða meira. Völd stjórnenda eru metin sem
summa af summum ársverka hvers fyrirtækis, deilt með fjölda
aðalstjórnarmanna viðkomandi fyrirtækja.
úrtak, til dæmis 250 stærstu fyrir-
tækin í viðkomandi þjóðfélagi. ívar
og Fannar tóku þann kostinn að
miða rannsókn sína við öll fyrirtæki
þar sem skráð ársverk voru 15 eða
fleiri, en ársverk eru skilgreind þann-
ig að deilt er með 52 upp í slysa-
tryggðar vinnuvikur hvers fyrirtæk-
is. Ivar og Fannar unnu upp gagna-
grunn sem miðaði við árið 1991. Þá
var eftir að komast að raun um
hvernig, og í hve miklum mæii, fyrir-
tækin tengdust hvert öðru.
Erlendis er algengt að athuga
valdakerfi fyrirtæka með því að
kanna hvernig hlutafjáreign þeirra
er háttað, hvort þau eiga hlutafé
hvert í öðru og hversu víða einstakir
hluthafar koma við sögu. Erfítt er
að fá þessháttar upplýsingar um inn-
byrðis tengsl íslenskra fyrirtækja og
kemur hvorttveggja til að hlutabréfa-
markaðurinn hér er vanþróaður og
ákvæði um upplýsingaskyldu fá og
óljós.
Þeir Fannar og ívar ákváðu að
kanna tengslin sem myndast í gegn-
um fjölstjómarmenn en slíkar rann-
sóknir hafa verið gerðar víða erlend-
is. Fjölstjórnarmenn eru þeir sem
eiga sæti í aðalstjórnum tveggja eða
fleiri fyrirtækja. AIls eru það rúm-
lega 230 einstaklingar sem eiga
sæti í aðalstjórnum tveggja eða fleiri
fyrirtækja sem hafa 15 eða fleiri
ársverk.
Til að mæla áhrif fjölstjómar-
manna var ársverkunum deilt þannig
niður að stjórnarmaður hefur áhrif
í hlutfalli við hversu víða hann situr
í stjóm, hversu fjölmennar stómirnar
eru. og hve mörg ársverk em skráð
á hvert fyrirtæki. Þannig myndi
stjórnarmaður ráða yfír 20 ársverk-
um ef hann sæti í 5 manna stjóm
fyrirtækis sem teldi 100 ársverk.
Þeir ívar og Fannar benda á að
þetta er grófur mælikvarði, fyrst og
fremst fallinn til að gefa vísbendingu
um einkenni valdakerfis fyrirtækja.
ítarlegri framhaldsrannsóknir þyrftu
meðal annars að taka tillit til þess
að valdastaða í sumum fyrirtækjum
hefur meira vægi en í öðrum. Banka-
ráðsmenn hafa til dæmis áhrif og
völd umfram marga aðra vegna þess
að þeir stjóma fjármagnsfyrir-
greiðslu til annarra fyrirtækja.
Þeir 12 einstaklingar (sjá töflu)
sem ráða yfír um 23 prósent ársverk-
anna eru aðeins lítið brot af þeim
fjölstjórnarmönnum sem til athugun-
ar em, í rannsókninni eða rúm 5
prósent. Þessi hópur sker sig nokkuð
úr og hefur sterk ítök í nokkrum
fyrirtækum sem mynda ákveðna
þungamiðju, Eimskip, Islenskir aðal-
verktakar, Flugleiðir, Sjóvá-
Almennar, íslandsbanki og Skeljung-
ur. Efst á lista 12 menninganna trón-
ir Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sam-
bandsins, og er hann þar í krafti
setu sinnar í stjómum gömlu Sam-
bandsfyrirtækjanna.
Annað er uppi á teningnum þegar
þessum fámenna hópi sleppir og fjöl-
stjórnartengsl milli smærri fyrir-
tækja em fátíð. Erlendis er megin-
reglan sú að því stærri sem fyrirtæk-
in eru því sterkari fjölstjómartengsl
eru á milli þeirra. Fæst íslensk fyrir-
tæki komast nálægt því að teljast
til meðalstóma fyrirtækja. Hitt er
líkt með íslenskum fjölstjórnarmönn-
um og erlendum kollegum þeirra að
fjölstjómarmenn eru líklegri en aðrir
að taka sæti í samtökum atvinnurek-
enda, til dæmis Vinnuveitendasam-
bandinu og Verslunarráði íslands.
Þriðja heims einkenni Islands
Örfá stórfyrirtæki og fámennur
valdahópur einstaklinga sem eiga
víða ítök í stjórnum fyrirtækja er
eitt einkenni íslensks efnahagslífs.
Annað einkenni er mikill fjöldi
smárra fyrirtækja sem starfa einkum
við útflutningsframleiðslu og flytja
út lítt unnið hráefni, og er útgerð
og fiskvinnsla skýrasta dæmið um
það. Þriðja einkennið er hversu lítið
fjármagn er látið renna til rannsókna
og þróunar og afleiðingin af því er
lítil nýsköpun í atvinnulífinu. Islend-
ingar leggja þjóða minnst af fjár-
magni í rannsóknar- og þróunar-
verkefni, eða innan við 1 prósent
þjóðartekna. Af löndum Efnahags-
og framfarastofnunarinnar (OECD)
em það aðeins Tyrkir sem veija lægri
hlutfalli þjóðartekna til rannsóknar-
og þróunarverkefna.
Að þessu leyti er íslenskt efna-
hagslíf hliðsætt því sem tíðkast í ríkj-
um þriðja heimsins. Á meðan þessi
einkenni em ráðandi búa íslendingar
við aðrar og verri aðstæður en flest-
ar vestrænar þjóðir til að auka hag-
vöxt. Um þessi atriði er fjallað í rann-
sókn ívars og Fannars og þar segir
meðal annars: „Rannsóknir á for-
sendum hagvaxtar á Vesturlöndum
á þensluskeiði eftir seinni heimsstyij-
öldina hafa sýnt að ólíkt því sem
hefðbundnir hagfræðingar eða ný-
klassískir hagfræðingar halda fram,