Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 36
36 — MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992 .‘•'iUOA -ni: Ji i;;AUUmi!l‘l GUIA.KI/'UlHilf. Keppnissveit akureyrínga endurheimti bikarmeistaratitil Norðurlands sem verður að teljast góð sárabót fyrir bikarmissinn í fótboltanum. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson í fs Bikarmót Norðurlands í hestaíþróttum Akureyriiigar endurheimtu titilimi Erlingur og Stígandi, lengst til vinstri, héldu efsta sætinu í fimmgangi í úrslitum, næstir komu Elvar og Fiðla, Egill og Ljúfur, Sverrir og Tappi og Þór og Meistari. Hestar Valdimar Kristinsson íþróttabandalag Akur- eyrar endurheimti Bikar- meistaratitilinn á Bikarmóti Norðurlands sem haldið var á Lögmannshlíðarvelli á Ak- ureyri um helgina. Hlutu Akureyringar 1.160,83 stig og var sigur þeirra nokkuð öruggur en næst kom Ung- mennasamband Skagafjarð- ar með 1.039,55 stig. Fyrrum bikarmeistarar, Ungmenna- samband Vestur-Húna- vatnssýlu, urðu í þriðja sæti með 971,79 stig. Dómarar urðu kjaftstopp þegar þeim voru færðár veglegar viðurkenningar fyrir störf sín í mótslok en fátítt er að dómurum sé umbunað sérstaklega. Þeir eru frá vinstri talið Einar Örn Grant, Pétur J. Hákonarson, Amundi Sigurðsson, Steinar Steingrimsson, Ásdís Jónsdótt- ir, Aldís Björnsdóttir og Róbert Haraldsson. Héraðssamband Þingeyjarsýslu kom næst með 943,44 stig, B-lið Ungmennasambands Eyjafjarðar varð í fimmta sæti með 892,93 stigj en sveitina skipuðu félagar úr Iþróttadeild Hrings á Dalvík, A-lið Ungmennasambands Eyja- fjarðar rak svo lestina með 820,47 stig, en sveitina skipuðu félagar úr Funa^ í Eyjafirði. Þrátt fyrir að í sveit ÍBA vantaði marga góða keppendur eins og Baldvin Ara Guðlaugsson sem nú sá um að velja liðið, var sigurinn aldrei í hættu. Þau sjö skigti sem bikar- mótið hefur verið haldið hafa ÍBA- menn unnið sex sinnum og Vestur- Húnvetningar einu sinni, en það vantaði sömuleiðis góða menn í lið þeirra og Skagfírðinga. Austur- Húnvetningar mættu ekki til leiks að þessu sinni. Af þessum sökum var keppni ekki eins sterk eins og búast hefði mátt við. Þó sáust ágætis sýningar inn á milli eins og til dæmis í gæðingaskeiði þar sem sjá mátti margan góðan skeiðsprettinn þótt ekki væri keppt við fullkomnar aðstæður í þeirri grein. Auk þess sem keppt var í stigasöfnun keppnissveita var um að ræða ein- staklingskeppni. Var Egill Þórar- insson, UMSS, þar atkvæðamikill á Penna frá Syðstu-Grund en hann sigraði í tölti og fjórgangi og varð þriðji í fímmgangi á Ljúfi frá Gerð- um. í unglingaflokki bar mest á Erlendi Ara Oskarssyni, ÍBA, sem keppti á Stubbi frá Glæsibæ, og Eyþóri Einarssyni, UMSS, sem keppti á Rauðskjóna frá Syðra- Skörðugili. Mótið var haldið á nýfrágengn- um velli Léttis á Akureyri sem staðsettur er við hesthúsahverfið í Lögmannshlíð. Þótt svæðið lofí góðu voru vellirnir ekki upp á það albesta, efnið í vellinum laust í sér þannig að oft þurfti að bregða Verðlaunahafar í tölti frá vinstri Sverrir og Bylur, Stefán og Röðull, Hólmfríður og Kremi, Guðmundur og Andvari og Egill og Penni en þeir sigruðu einnig í fjórgangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.