Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 199^2 47 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 350 Á BEETHOVEN-AÐRAR MYNDIR KR. 300. SIIVII 32075 HRIIMGFERÐ TIL PALM SPRINGS Larry og Steve fá „lánaðan" Rolls Royce til að ieita að draumastelpunni sinni en vita ekki að í skotti Rollsins er fullt af ilia fengnum $$$ og að í Palm Springs er Super Model-keppni. Eldfjörug og skemmtileg mynd. Aðalhlv: Corey Feld- man, Zach Galligan og kynbomban Rowanne Brewer. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Miðaverð kr. 300. Bönnuð innan 12 ára. „Heil sinfónía af gríni, spennu og vandræðum." Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Ath. kl. 5 og 7 í A-sal. TILBOÐ Á POPPI OG KÓKI STOPPEÐAMAMMA HLEYPIRAF Óborganlegt grin og spenna. Sýnd kl.5,7,9og11. Miðaverð kr. 300. REGNBOGINN SÍMI: 19000 I I i I I I I I I t I ístex undirbýr markaðsátak HJÁ ístex hf., sem stofnað var um rekstur ullar- og banddeildar Álafoss hf., er í undirbúningi sérstakt markaðsátak um sölu á handprjónabandi undir nafninu Islensk ull-umhverfisvæn vara. Átakið felst í því að efnt verður til samkeppni meðal íslenskra hönn- uða um 15 handpijónaflíkur úr lopa í náttúrulitum (sauðalitum) undir nafninu íslensk hönnun úr íslenskri ull. Dómnefnd skipuð 2 innlendum og 2 erlendum viðskiptaaðilum ásamt starfsmanni ístex velur úr innsendum hugmyndum og verða verðlaun veitt fyrir þrjárþær bestu. Að samkeppninni lokinni verður gefið út handpijónablað á nokkrum tungumálum og framleidd sýnis- horn af hverri flík fyrir sýningar erlendis, Fýrirhugað er að senda lopa í sauðalitum til rannsóknar á efnainnihaldi og sækja um leyfi fyrir sérmerkingu sem gefi til kynna að varan sé umhverfisvæn. Undirbúningur og framkvæmd verksins er unnin af starfsmönnum ístex hf. með aðstoð markaðsráð- gjafa frá Útflutningsráði íslands, Siw Schalin. ----» » ♦ Kjarvalsstaðir Sýning fjögurra listamanna SÝNING á verkum fjögurra list- manna verður opnuð á Kjarvals- stöðum á laugardag, 29. ágúst, kl. 16. Listamennirnir eru þau íris Frið- riksdóttir, Kristján Steingrímur, Ólafur Gíslason og Ragnar Stefáns- son. Sýning verður opin daglega frá kl. 10-18, en henni lýkur 13. sept- ember. Gæsaveiði hafin GÆSAVEIÐI hefur gengið sæmilega, en veiðitímabilið hófst þann 20. ágúst og stendur til 15. mars. Sverrir Scheving Thorsteinsson, varaformaður Skotveiðifélags íslands, sagði grágæsaveiðar mjög algengar en grágæsina má finna á láglendi. Jafnframt taldi hann meiri og meiri sókn vera að færast í veiðar á heiðagæs en þær veið- ar fara að jafnaði fram á hálendinu. Sverrir sagði að heiðagæsaskytt- ur hefðu fengið slæmt veður í upp- hafi, en annars gengju veiðar sæmi- lega. Hann sagði að áhugamenn um gæsaveiði biðu spenntir eftir að sjá hvernig gæsastofnum hafí reitt af eftir hretið sem gekk yfir landið fyrr í sumar. Líklegt væri að grágæsin hefði spjarað sig vel, en hann kvaðst óttast um afdrif heiðagæsa. „Eins og endranær höf- um við orðið varir við illfleyga unga, sem má að nokkru rekja til síðbúins varps. Hretið gæti einnig hafa haft nokkur áhrif en það er þó mín skoð- un að það hafi ekki haft afgerandi áhrif heldur séu skaðvaldarnir miklu frekar maðurinn, hrafninn og tófan sem gjarnan ganga í egg gæsanna.“ Sverrir lagði á það ríka áherslu að gæsaskyttur færu einatt að lög- um og reglum. Leyfi verði menn ætíð að útvega sér en að endingu hvatti Sverrir alla gæsaveiðimenn til að ganga um landið með virðingu og sæmd. Laxá í Aðaldal er komin yfir tvö þúsund laxa Laxá í Aðaldal er komin yfir 2.000 laxa. í samtali við Orra Vigfússon formann Laxárfélags- ins á sunnudaginn kom fram að það vantaði aðeins 20 laxa í tak- markið og miðað við veiðina síð- ustu daga og stangarfjölda má með góðri vissu segja að talan er komin í 2.000. Venjuleg stangaveiði stendur til mánaða- mótana, en þá tekur við veiði í klak. Sú veiði fer einnig fram með stöng og aflinn fer í veiði- bók þar sem hann er stanga- veiddur. Laxá hefur mjög saxað á forskot Þverár og Kjarrár og spáði Orri því að það myndi ekki muna nema svo sem 100 löxum á ánum er yfir lyki og ljóst væri að þær yrðu í tveimur efstu sætunum. Mikil uppsveifla Orri sagði enn fremur að það hefði verið gaman að fylgjast með þróun veiðinnar í sumar. Allt hefði haldist í hendur, gott árferði og góðar heimtur bæði villtra seiða og gönguseiða sem sleppt var. Lengi framan af var veiðinni reyndar nokkuð misskipt á milli svæða, þannig gáfu Nes- veiðarnar slaka veiði framan af, en ef einungis væri horft á heild- arveiði úr ánni væri hér um af- bragðsgóða vertíð að ræða. Hér og þar... Miðfjarðará er komin í rétt tæplega 1.100 laxa og veiði hef- ur verið þokkaleg að undan- förnu. Að sögn Böðvars á Barði vantar þó rigningu. Efsta svæðið í Austurá gefur enn skot, til dæmis komu þar 5 laxar á land af síðdegisvakt í fyrradag. En það gengur ekki öllum vel á þeim slóðum. Heildarveiðin af því svæði er þó orðin á milli 80 og 90 laxar. Rífandi veiði hefur verið í Álftá á Mýrum síðan að það kom almennilegt vatn í ána upp úr miðjum ágúst. Hafa verið að fást frá 2-4 og upp í 15 laxar á dag á stangimar tvær og nærri 20. ágúst fregnaðist að um 270 laxar væru komnir úr ánni. Veitt er til 20. september og sé miðað við mikið magn fiskjar í ánni má búast við að þetta verði með allra bestu sumrum í Álftá. Af og til hafa einnig komið góð sjó- birtingsskot í ána og hefur margt af þeim físki verið 3 til 4 pund og góð búbót í afla veiðimanna. gg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.