Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 39
8£ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. AGUST 1992 39 Anna K. Sveinbjörns- dóttír - Minning Tengdamóðir mín, Anna Kristín Sveinbjörnsdóttir, ekkja Lárusar G. Jónssonar skókaupmanns, lést á hjúkrunar- og umönnunarheimilinu Skjóli 14. ágúst síðastliðinn. Anna var af breiðfirskum ættum, en fæddist 8. október 1905 á ísafirði við Skutulsijjörð og ólst þar upp með fjórum systrum sínum. Það mun hafa verið fríður flokkur, en fríðleik sínum hélt Anna fram í andlátið. Foreldrar Önnu voru Daníelína Brandsdóttir, fædd á Kollabúðum í Þorskafírði 4. júlí 1877, og Svein- björn Kristjánsson, fæddur að Hól- um í Reykhólasveit 8. ágúst 1874. Leiðir þeirra lágu saman á ísafírði um aldamótin, en þar var Sveinbjöm bátseigandi og stundaði róðra, en Ðaníelína var við nám í fatasaumi. Þau giftust árið 1904. Sveinbjörn vann um tíma sem verkstjóri við Ásgeirsverslun, en setti síðan á stofn verslun í Smiðjugötu 13 og var jafnframt fiskmatsmaður og lengi meðhjálpari við ísafjarðar- kirkju. Þau hjón vom gestrisin svo af bar, mikilsvirt, vinsæl og heimilið í stöðugri snertingu við menning- arstrauma tímans. Þau áttu fimm dætur, sem upp komust: Anna Kristín, sem hér er minnst; Solveig Ingibjörg, fædd 1907, ekkja Lofts Bjarnasonar út- gerðarmanns í Hafnarfirði; Þómnn, fædd 1909, gift Hafliða Halldórs- syni fyrrverandi forstjóra í Reykja- vík; Daníelína, fædd 1913, ekkja Ólafs Ófeigssonar skipstjóra og út- gerðarmanns 1 ReyKjavík; María Viktoria, fædd 1914, gift Ragnari Stefánssyni ofursta og síðar menntaskólakennara, þau eru bæði látin. Tvær systur þeirra dóu í fmm- bernsku. Anna var bráðskörp og flaug með láði gegnum skóla, þar til kom að þvl, að framhaldsskólanum á ísafirði var lokað vegna kolaleysis, því þá geisaði fyrri heimsstyrjöldin og var kolaskömmtun ein af afleiðingum hennar. Þar með lauk reglulegri skólagöngu Önnu. Þegar Anna var 15 ára gömul fór hún hins vegar til Reykjavíkur, dvaldist þar vetrarlangt hjá Gísla Jónssyni vélstjóra og Hlín Þorsteins- dóttur, konu hans. Gísli varð seinna alþingismaður, en sem umsvifamað- ur í viðskipta- og framkvæmdalífi kenndur við Bíldudal. Þann vetur sótti Anna enskunámskeið og handavinnutíma. Gísli var mikill vin- ur foreldra Önnu og heimagangur hjá þeim sem ungur vélstjóri á skip- um fyrir vestan. Anna fór síðan aftur til ísafjarð- ar, en þar fékk Finnur Jónsson póst- meistari og síðar ráðherra hana til að vinna á pósthúsinu vegna hennar frábæru rithandar. Síðan beið henn- Tölvunámskeið 20. ágúst-4. september Windows 3.1 • PC grunnur 26. - 28. ágúst kl. 9:00-12$0 eða 2. - 4. seplember kl. 16:00-19:00 ••• Macintosh fyrir byrjendur Ritvinnsla, gagnasöfnun og stýrikerfi 20. ág - 3. sep. kl. 19:30-22:30 tvisvar í viku eða 24,-28. ágústkl. 13:00-16:00 ••• QuarkXpress umbrot 31. ág. - 4. seg.Jd. 16:00-19:00 Kennarabraut Macintosh Frábært Maeintoshnámskeið fyrir kennara 20. ág ■ 3. sep. kl. 19:30-22:30 tvisvar í viku eða 24. - 28. ágúst kl. 13:00-16:00 ••• Word fyrir Windows s 24,- 28. agústkl. 16:00-19:00 ••• Word 5.0 á Macintosh 24,- 28. ágústkl. 16:00-19:00 eða kvöldnámskeið inán og mið. 26. ág.-8. sep, Tölvu- og verkfræðiþjónustan Grensásvegi 16 • stolnuð 1. mars 1986 Sími 68 80 90 ar vinna hjá „Hinum sameinuðu ís- lensku verslunum" á ísafirði, en tveim árum síðar bauð apótekarinn, Niels Juul, henni starf í apótekinu, hvað hún þáði, en Niels og kona hans Thyra urðu kærir vinir henn- ar. Vinahópur hennar að vestan og í Reykjavík var stór og ríkti þar gagnkvæm ræktarsemi og tryggð. I apótekinu vann Anna til 1926, en þá hafði útþráin yfirhöndina, hún kvaddi ísaijörð, fór til Reykjavíkur og bjó enn hjá Gísla og Hlín, en þau hjón taldi hún til sinna bestu vina og mat allt þeirra fólk mikils. Þrátt fyrir erfiða tíma fékk Anna brátt vinnu við afgreiðslustörf I Laugavegs apóteki og kom sér þar vel sem annars staðar. Hún starfaði þar þó ekki nema í eitt ár, því árið 1927 trúlofaðist hún Lárusi G. Jóns- syni og fór enn vestur, nú í Hús- mæðraskólann á ísafirði, „til þess að verða gjaldgeng húsmóðir“, eins og hún orðaði það sjálf. Góð hús- móðir varð hún og það varð hennar ævistarf. Nutu allir góðs af því. Þau Lárus giftust svo árið 1928 og hjónaband þeirra entist til ævi- loka Lárusar, en hann lést I nóvem- ber 1991. Anna og Lárus hófu búskap sinn í húsi númer 11 við Þingholtsstræti og bjuggu þar í sex ár. Það hús áleit Anna vera gæfuhús og athygl- isvert, að enginn hafði látist í því húsi síðan það var byggt, þó það væri meðal elstu húsa I Reykjavík. Hús þetta er nú friðlýst og rétt í þessu er einmitt verið að færa það í upprunalegt horf. Lárus G. Jónsson var verslunar- maður við verslun íjölskyldunnar, „Skóverslun Lárusar G. Lúðvígsson- ar“, en hún var fyrsta skóverslun í Reykjavík, stofnuð 1877 af Lárusi G. Lúðvígssyni við skósmíðaverk- stæði hans í húsunum Ingólfsstræti 3 og 5. Verslun þessi varð að flestra áliti ein veglegasta skóverslun á Norðurlöndum eftir að synir hans reistu henni stórhýsið I Bankastræti 5 árið 1929. Að föður sínum, Jóni, og bræðrum hans, Lúðvíg og Ósk- ari, látnum, tók Lárus að fullu við rekstri verslunarinnar, þar til hún var lögð niður og húsið selt Verslun- arbanka íslands. Anna og Lárus eignuðust þijú böm, sem öll eru á lífi. Þau eru: Hrefna, gift undirrituðum, Ragnari G. Kvaran flugstjóra; Anna Mar- grét, gift Jónasi Hallgrímssyni pró- fessor við Háskóla íslands; Jón verslunarmaður, kvæntur Sigríði Guðjónsdóttur aðalgjaldkera. Bamabörn Önnu og Lárusar eru sjö og barnabarnabörnin tólf. Ég bar gæfu til að kvænast Hrefnu dóttur Önnu og Lárusar fyrir hartnær hálfri öld og hafði ætíð mikinn og góðan samgang við þau hjón. Því get ég borið vitni um, hversu glæsileik þeirra hjóna var viðbrugðið og til þess tekið, til dæm- is hve vel þau sómdu sér á dansgólf- inu. Einnig þótti umtalsvert, hversu vel Anna bar íslenska búninginn, sem hún hélt tryggð við lengur en flestar jafnöldrur hennar I Reykja- vík. Erfidrykkjur (ílæsilég kaffi- hlacihorð íalleiiir O salir og mjög góð l'ijóiuista. Upplýsingar í síma 2 23 22 FLUGLEIDIR L0FTLEI8IR Anna heimsótti okkur Hrefnu í útlöndum að minnsta kosti einu sinni á ári síðastliðið 21 ár, síðast á sumrinu 1991. Okkur og fjöl- skyldu okkar í Lúxemborg var það alltaf tilhlökkunarefni er hennar var von, svo var einnig með Láms, meðan heilsa hans leyfði. Anna var bókhneigð, hafði góða sjón og var sílesandi fram á síðustu stund. Því var hún furðu vel að sér í ýmsum greinum og fljót að átta sig, minnið frábært, jafnt lang- og skammtímaminni. Hún var því mjög vinsæl meðal ungra sem aldinna og eftirtektarvert, að á ferðalögum komst hún stundum í kynni við ungt fólk, sem síðan hélt tryggð við hana og heimsótti árum saman. En þrátt fyrir það að hún gæti samlag- ast yngra fólki lét hún ekki nútím- ann setja sig út af þeirri rás, sem hún hafði markað sér ung. Mér er minnisstætt, hvað Önnu leið vel f sumarbústað þeirra hjóna við Álftavatn. Lá við að hún teldi þar vera helgan stað. Þangað söfn- uðu þau að sér börnum og öðrum gestum, skyldum og óskyldum. Síðustu fjögur árin var tengda- móðir mín til heimilis í „Skjóli" við Kleppsveg, því hún tók þann kostinn að fylgja manni sínum veikum. Það taldi hún hafa verið gæfuspor og sagði oft að sig skorti orð til þess að lýsa dálæti sínu á þeirri stofnun og starfsfólki þar. Ég held að hún myndi virða það við mig, að ég þakka hér, fyrir henn- ar hönd, því afbragðs fólki, sem þar starfar og hún taldi til vina sinna. Blessuð sé minning hennar. Ragnar Kvaran. BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opiö alla daga frá kl. 9-22. Sími689070. Styrkir til norrænnar vísindamenntunar NorFA, Nordisk Forskerutdanningsakademi, gefur norrænum vísindamönnum kost á að sækja um styrki, fyrir 1. október, til: ★ vísindaráðstefna og vinnufunda ★ vísindaferða ★ stuttra dvala ★ samskipta ★ norrænnar þátttöku í vísindanámskeiðum ★ norrænna eða ekki norrænna gestakennara/leiðbeinenda ★ skipulagningarfunda Umsóknarfrestur: 1. október 1992. Upplýsingabækling með umsóknareyðublöðum má fá í háskólum, rann- sóknastofnunum og rannsóknaráðum á Norðurlöndum eða hjá skrifstofu NorFA, sem einnig veitir allar nánari upplýsingar. NHiA Nordisk Forskerutdanningsakademi Sandakerveien 99, N-0483 Oslo. Sími: +47 2 15 70 12. Símbréf: +47 2 22 11 58. NorFA var stofnuð 1. janúar 1991 af Norrænu ráðherranefndinni. Á árinu 1993 mun NorFA ráðstafa rúmlega 28 milljónum NOK til styrkja til þjálfunar vísindamanna og til að stuðla að hreyfanleika vísindamanna á Norðurlöndum. m ...a heLLn- dögum okkar í vor Erlingur Gíslason, lcikari „Jákvætt og uppbyggilegt! Eitthvað sem ætti að vera á árlegri dagskrá allra. Rétt eins og maður fer með bílinn í skoðun ogyfirhalningu, þá þarf líkami og sál þess einnig." Anna María Pétursdóttir, kennari, flugfreyja „...að geta verið í nokkra daga í algjörri slökun og vellíðan, fara í sund og sauna, jóga, spila tennis, fáyndislegt slök- unarnudd og borða hollar kræsingar er íyrir mér hreinasti draumur." Sveinn Geir Guðjónsson, vélstjóri „Ég hélt við fengjum bara gras og gulrætur að borða, en ekki aldeilis. Það var veisla á hverjum degi. Þessir heilsudagar eru ekki síður fyrir karlmenn en konur.“ Valgerður Matthíasdóttir, arkitekt og dagskrárgerðarmaður „Ég á hreint ekki til nógu sterk lýsingarorð yFir heilsudagana. Fólk verður bara að reyna þetta sjálft.“ HeLLiadagarnir hejjadtá ný 30. ági'ut HOTEL ORK Paradút -rétt banðan viðbacðina HVERAGORÐI - S.: 98-34700 - FAX: 98-34775

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.