Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 46
46 MQRGUNBLAE>H) mUJUPAGUIt.25. ÁGÚST: ,1992 ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ * * -fc * ¥ * * * ★ * * * * * * M ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 350,- Á ALLAR MYNDIR NEMA BÖRN NÁTTÚRUNNAR OGINGALÓ. STEPHEN KING STEPHEN KING STEPHEN KING NATTFARAR S T E P 11« N\ K I N ' S IPIL SAHNKALLADUR SUMARHROLLUR! m NÝJASTA HROLLVEKJA STEPHENS KING. - SKUGGALEG! Sýnd kl. 5, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ OÐURTIL HAFSINS Sýnd kl. 9. b.í. 14. Síðustu sýn. BORN NATTURUNNAR Sýnd kl. 7íA-sal, sýnd kl. 5 f B-sal. ENGLISH SUBTITLE KL.5. ilS Miðaverð kr. 500. HNEFALEIKAKAPPINIU: Sýnd kl. 11.15. b.í. 16. INGALÓ Sýnd kl. 7.05. ENGLISH SUBTITLE ¥ ¥ ¥ ¥ Frönsk fiskisúpa Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Atlantis. Sýnd í Bíóhöllinni. Höfundur: Luc Besson. Tónlist: Eric Serra. Luc Besson er einn af fræg- ustu leikstjórum Frakklands eftir athyglisverða og spenn- andi þrillera á borð við „Subway“ og Nikita, sem bor- ið hafa hróður hans víða. Atl- antis, nýjasta mynd þessa franska stflista hér í bíóunum, er ekki einn af kaldrifjuðu þrillerunum hans heldur er hún frænka neðansjávar- myndarinnar „The Big Blue“, nema núna er allt drama mannanna horfið og dýralífið neðansjávar komið í öndvegi. Atlantis er náttúrulífsmynd úr undirdjúpunum, nk. frönsk fiskisúpa að hætti Bessons. Sumir gætu litið á hana sem óformlegt framhald „The Big Blue“ þar sem undirdjúp- in eru þá séð með augum mannhöfrungsins, sem hvarf í hið djúpa bláa undir lok myndarinnar. Atlantis sýnir a.m.k. að höfundurinn er al- gerlega gagntekinn af undir- djúpunum og því sem þar lifir og myndar það fullur lotning- ar. En náttúrumyndir sem þessar eru skiljanlega sjald- séðar í kvikmyndahúsum og varla nema fyrir sérstaka áhugamenn. Atlantis á auðvitað vel heima í allri þeirri umræðu um umhverfisvemd sem við þekkjum og er greinilega sprottin úr henni. Besson myndar lífríkið í sínu náttúru- lega umhverfi og bregður á leik með samblandi mynda, áhrifshljóða, tónlistar og klippinga á nokkuð áhrifarík- an hátt. Þannig myndar hann sela- torfu frá sjónarhóli selsins, veltir sér í hringi og syndir í torfunni miðri. A einum stað setur hann heila óperu á svið þar sem risaskata er í hlut- verki dívunnar en fiskitorfur leika hlutverk áhorfenda og með fylgja fagnaðaróp og skarkali og mas úr tónleika- húsi. Hákarlarnir fá samsvar- andi ógnandi tónlist og höfr- ungarnir léttleikandi og svo mætti lengi telja. Atlantis er fallegur óður til hafsins. Hún er 70 mínútna löng breiðtjaldsmynd og Bes- son er lagið að filma bæði hið fagra og hið volduga í undir- djúpunum. Myndin býður upp á óvenjulega bíóferð en þeir sem búast við bófahasar og látum ættu að halda sig heima. Morgunblaðið/Kári Hópur norrænna gesta auk Islendinga sem þátt tóku í norrænu íþróttakennaranámskeiði á Laugarvatni. Norrænt íþróttakennaranámskeiö á Laugarvatni _ Island í fararbroddi í íþróttakennslu grunnskóla Laugarvatni. NORRÆNT íþróttakennaranámskeið var haldið á Laugarvatni dagana 10.-14. ágúst sl. Námskeiðið sóttu um 110 íþróttakennarar, þar af 34 frá hinum Norðurlöndunum. Þar kom fram að timafjöldi til íþrótta- kennslu í grunnskólum á íslandi er með því mesta sem gerist á Norður- löndunum, en með minnsta móti í framhaldsskólunum. Þetta er í fyrsta skipti sem íslend- ingar taka að sér að halda samnor- rænt íþróttakennaranámskeið en þau fara fram á þriggja ára fresti á Norð- urlöndunum til skiptis. íþróttakenn- arafélag íslands, íþróttakennara- skólinn, Kennaraháskólinn og menntamálaráðuneytið stóðu sam- eiginlega að námskeiðshaldinu að þessu sinni sem var sniðið fyrir fram- Evrópumeistaramótið í skák Sigurður Daði í 20. sæti AÐ SJO umferðum loknum á Evrópumeistaramótinu í skák í Sas von Gent í Hollandi hefur Sigurður Daði Sigfússon 3 vinninga og er í 20. sæti. Sigurður tapaði fyrir Rúmenanum Ceteras í 7. umferð. í efsta sæti á mótinu eru nú Alex- með 5 vinninga. Ekki liggur ljóst androv frá Hvíta-Rússlandi, Rasik fyrir hvem Sigurður Daði fær sem frá Téekkóslóvakíu, Nalbandisn frá andstæðing í 8. umferð í dag vegna Armeníu og Reinderman frá Hollandi fjölda biðskáka. haldsskólakennara í íþróttum. Meðal efnis var fyrirlestur um „fólk í fyrir- rúmi“ þar sem fjallað var um þróun, skipulag og breytingar innan fram- haldsskólans sl. tvö ár og áframhald þeirra. Borin var saman staða Norð- urlandaþjóðanna hvað varðar tíma- fjölda í íþróttakennslu á hveiju skóla- stigi. Kom fram að ísland stendur nokkuð vel hvað varðar yngstu nem- enduma en aftur verr þegar kemur að framhaldsskólunum. Á námskeiðinu var einnig farið í notkun þolprófa í skólum og fyrir almenning, fyrirlestur var haldinn um íþróttameiðsl, sundnám í íslensk- um skólum var kynnt ásamt sund- leikfimi og nýrri bók eftir Sólveigu Þráinsdóttur fyrir íþróttakennslu í efstu bekkjum grunnskólans. Nor- rænu gestimir fengu auk þess að reyna sig á hestbaki, baka hvera- brauð og borða íslenskan mat og mæltist það vel fyrir. - Kári Norræn umhverfis- ráðstefna í Sevilla NORRÆN umhverfisráðstefna á vegum Norrænu ráðherranefnd- arinnar fór fram á Heimssýningunni í Sevilla á Spáni í gær, mánu- dag. Á ráðstefnunni voru flutt tvö erindi frá hveiju Norðurlandanna. Norðmenn fjölluðu um loftslag, Finnar um líffræðilega fjölbreyti- leika, íslendingar um mengun sjáv- ar, Svíar um súrt regn og Danir um þátttöku almennings í um- hverfismálum. Eiður Guðnason, umhverfisráð- herra, setti ráðstefnuna og flutti erindi fyrir hönd íslands um norr- æn sjónarmið og stefnu varðandi vemdun sjávar gegn mengun. Dav- íð Egilsson, deildarstjóri Meng- unardeildar Siglingamálastofnun- ar, fjallaði um mengun sjávar. Ráðstefnan hefur verið kynnt víða erlendis og höfðu 200 þátttak- endur skráð þátttöku sína fyrir helgi. Þar af eru 40 blaða- og fréttamenn. Sparísjóðir og Iðnnemasamband semja Emil Emilsson, markaðsstjóri sparisjóðanna, og Ólafur Þ. Þórðars- son, formaður Iðnnemasambands íslands, skrifuðu undir samkomu- lag um sérkjör iðnnema í viðskiptum við sparisjóðina föstudaginn 21. ágúst. Samkomulagið gerir ráð fyrir að umfram venjulega þjón- ustu fái iðnenmar ýmis fríðindi, sérstök námsyfirdráttarlán, sem nemi a.m.k. 90% af áætlaðri mánaðarlegri lánveitingu frá LÍN, fjármálaráðgjöf og aðra sérþjónustu. Sparisjóðirnir munu styrkja ýmsa starfsemi á vegum iðnnema og koma á fót sérstökum styrkt- arsjóði nemenda innan Iðnnemasambandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.