Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992
Yfirskoðunarmenn ríkisreiknings
Reiknuð verði
leiga af öllu hús-
næði ríkisins
YFIRSKOÐUNARMENN ríkisreiknings telja skynsamlegt að
reikna eðlilegan arð af öllu húsnæði í eigu ríkisins með hliðsjón
af húsaleigu á markaði og gera ríkisstofnunum að greiða slíka
reiknaða leigu. Það fjármagn sem þannig skapaðist telja þeir rétt
að nota til að kosta rekstur og skipulegt viðhald á húsnæði ríkisins.
í skýrslu sinni um endurskoðun
ríkisreiknings 1990 minna yfirskoð-
unarmenn á margendurteknar kröf-
ur sínar um að gerð verði skrá yfir
eignir ríkisins. Fagna þeir útkomu
ritsins Eignaskrá ríkisins 1991 sem
Hvolsvöllur
Fótbrotinn
eftir um-
ferðarslys
UNGLINGUR á Hvolsvelli fót-
brotnaði í umferðarslysi í bænum
síðdegis í gær. Var hann fluttur
með sjúkrabíl á Selfoss og mun
líðan hans eftir atvikum góð.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni varð slysið á Nýbýlavegi
um klukkan 18.30. Unglingurinn
ók á léttu bifhjóli utan í bifreið í
götunni með fyrrgreindum afleið-
ingum.
hefur að geyma yfirlit yfir húseign-
ir, lóðir og jarðir í eigu og umsjá
ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja.
Láta þeir jafnframt í ljóst von um
að verki þessu verði haldið áfram
og unnið að gerð skrár yfir aðrar
eignir ríkisins.
í framhaldi af útkomu Eigna-
skrár telja yfirskoðunarmenn brýnt
að komið verði á fastari og betur
samræmdri skipan á rekstur og
nýtingu fasteigna í eigu ríkisins
þannig að eðlilegur arður fáist jafn-
an af þeim. Jafnframt verði ævin-
lega reynt að tryggja að í eigu ríkis-
ins séu ekki aðrar eignir en þær
sem þörf er fyrir í þágu ríkisstofn-
ana eða ríkisfyrirtækja á hveijum
tíma en öðrum eignum jafnóðum
komið í verð og fjárbinding þannig
lágmörkuð. Lýsa yfirskoðunarmenn
þeirri skoðun sinni að samræma
þurfi yfirstjóm á öllum húsakosti
ríkisins á vegum aðila sem hefði
það verkefni að sjá ríkisstofnunum
fyrir hentugu húsnæði, hvort heldur
væri til eignar eða leigu. Kemur til
álita að dómi yfirskoðunarmanna
að endurskoða starfsemi Húsa-
meistara ríkisins eða Fasteigna
ríkissjóðs í þessu skyni.
Fundum Alþingis
sjónvarpað áfram
SJÓNVARPSSTÖÐIn Sýn mun sjónvarpa frá fundum Alþingis í
vetur eins og gert var síðasta vetur. Sigurveig Jónsdóttir er aðstoð-
armaður útvarpsstjóra og sér um framkvæmdaatriði Sýnar. Hún
segpr að engin ákvörðun hafi verið tekin í sambandi við helgarút-
sendingar stöðvarinnar, en tilraunaútsendingar hafa staðið yfir í
sumar.
Sigurveig sagði að á meðan ekki
væri víst hvemig fjáröflun stöðvar-
innar yrði, sérstaklega hvað varðaði
myndlykla, væri ekki hægt að auka
efni Sýnar. Auk þess væri stöðin
samningsbundin til að láta allt ann-
að efni víkja fyrir útsendingum frá
Alþingi á meðan fundir stæðu yfír.
Hún sagði ennfremur að ekki væri
búið að kortleggja hvar sendingar
næðust vel og hvar illa og sumstað-
ar, þar sem búist hefði verið við að
sendingar næðust vel, væri kvartað
yfir lélegum móttökuskilyrðum. Síð-
ar í haust verður væntanlega tekin
ákvörðun um hvemig málum stöðv-
arinnar verður háttað.
Þjóðleikhúsið
Tólf leikrit sýnd í vetur
Þar af þijú ný íslensk verk
FYRSTA frumsýning vetrarins hjá Þjóðleikhúsinu verður 19. septem-
ber á nýju leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar. Búið er að skipu-
leggja sýningar á tólf leikritum, sem verða sýnd á Stóra sviðinu,
Litla sviðinu og Smíðaverkstæðinu. Einnig- mun Þjóðleikhúsið hafa
samstarf við Gísla Rúnar Jónsson og Eddu Björgvinsdóttur um leik-
þátt til kynningar á sambandi leikarans og áhorfandans og mun
hann jafnframt þjóna sem kynning á verkum leikhússins. Mun leik-
þátturinn bera nafnið Ahorfandinn í aðalhlutverki og er hann hugsað-
ur til flutnings á vinnustöðum, í skólum og hjá félagasamtökum.
Leikritið Kæra Jelena eftir
Ljudmilu Razumovskaju var sýnt
128 sinnum í fyrra og verður sýn-
ingum haldið áfram á þessu leik-
ári. Leikritið fjallar um fjögur ung-
menni, sem heimsækja kennslu-
konu sína á afmælisdegi hennar
með afdrifaríkum afleiðingum.
Einnig verður haldið áfram að sýna
Emil í Kattholti eftir Astrid Lind-
gren og Georg Riedel. Sýningarnar
urðu 60 í fyrra og í haust verða
örfáar sýningar, sem hefjast í lok
september._
Leikrit Ólafs Hauks heitir Hafið
og gerist í íslensku sjávarplássi. Þar
blasir við gjaldþrot útgerðarfyrir-
tækisins, sem hingað til hefur verið
burðarás samfélagsins. Fjölskylda
útgerðarkóngsins Þórðar þykir nú
tímabært að senda hann í þjónustu-
íbúð fyrir aldraða í Reykjavík en
það vill Þórður síst af öllu.
I byijun október verður frumsýnt
á Litla sviðinu leikritið Ríta gengur
menntaveginn eftir Willy Russell.
Leikritið fjallar um samband kenn-
ara og hárgreiðslukonunnar Rítu,
sem fer að sækja bókmenntatíma
hjá honum. Lejkritið er í þýðingu
Karls Ágústs Úlfssonar.
I byijun október verður einnig
frumsýnt á Smíðaverkstæðinu leik-
ritið Stræti eftir Jim Cartwright í
þýðingu Árna Ibsen. Sögusviðið er
ein nótt í fátækrahverfi og áhorf-
andinn er leiddur um strætið og
kynntur fyrir íbúum þess af
drykkjusvolanum og gleðimannin-
um Scullery. Gerð var sjónvarps-
mynd eftir Stræti og var hún valin
besta sjónvarpsmyndin á Monte
Carlo sjónvarpshátíðinni.
I byijun nóvember verða svo
Dýrin í Hálsaskógi frumsýnd á
Stóra sviðinu. Sextán ár eru síðan
þetta leikrit eftir Thorbjörn Egner
var sýnt síðast en það er í þýðingu
Huldu Valtýsdóttur.
Á öðrum í jólum verður My Fair
Lady frumsýnt á Stóra sviðinu. My
Fair Lady er söngleikur byggður á
leikritinu Pygmalion eftir Berndard
Shaw. Þjóðleikhúsið hefur einu
sinni áður sýnt þennan söngleik,
árið 1962 og fy'allar hann um alþýð-
ustúlkuna Elísu Doolitle. Málvís-
indaprófessorinn og piparsveinninn
Henry Higgins veðjar við kunningja
sinn að hann geti gert úr henni
hefðarkonu á stuttum tíma.
Eftir áramót verður frumsýnt
nýtt leikrit eftir Odd Björnsson, sem
heitir Þrettánda krossferðin. Þetta
leikrit hefur verið í smíðum í rúman
áratug og fjallar um þijá hermenn,
sem leggja upp í krossferð í leit að
„stríðinu". Þeir ferðast í gegnum
tíma og rúm og eiga samskipti við
menn allt frá fomgrískum heim-
spekingum til íslenskra trölla.
Eftir áramót verður einnig frum-
sýnt á Litla sviðinu Stund gaupunn-
ar eftir Per Olov Enquist í þýðingu
Þórarins Eldjám. Leikritið gerist á
einu kvöldi á geðsjúkrahúsi. Þar
segir af ungum pilti, sem búið er
að loka inni fyrir lífstíð, kvenpresti
og ungri konu, sem er meðferðar-
sérfræðingur.
í febrúar verður frumsýnt á
Stóra sviðinu leikritið Dansað á
haustvöku eftir Brian Friel í þýð-
ingu Sveinbjörns I. Baldvinssonar.
Leikritið gerist í sveit á írlandi árið
1936, þar sem líf fimm fátækra
systra breytist þegar bróðir þeirra
kemur mikið breyttur heim eftir
langa dvöl í burtu. Undarlegir at-
burðir eiga sér stað og þær verða
smátt og smátt fyrir fordómum
bæjarbúa.
í febrúarlok verður fmmsýnt á
Smíðaverkstæðinu leikritið Ferða-
lok eftir Steinunni Jóhannesdóttur.
í leikritinu er fjallað um vetrardvöl
stúlkunnar Þóru í Kaupmannahöfn.
Hún ætlar að skrifa þar ritgerð um
síðustu daga Jónasar Hallgrímsson-
ar og kvæði hans Ferðalok. Þóra
hittir fyrrverandi kærasta sinn, sem
heitir Jónas og virðast þau ætla að
taka upp samband á ný en málin
flækjast þegar kennari hennar úr
Háskóla Islands, sem hún hefur átt
í sambandi við, kemur út eftir henni.
í apríl verður framsýnt á Stóra
sviðinu leikritið Kjaftagangur eftir
Neil Simon í þýðingu og staðfærslu
Þórarins Eldjárn. Leikritið er farsi,
sem Neil Simon lætur gerast í New
York, en hjá Þjóðleikhúsinu fer at-
burðarrásin fram í Reykjavík. Þegar
hver einasti gestur í fínni veislu er
flæktur í sinn eigin lygavef fer að
verða tvísýnt um hvemig hægt
verður að greiða úr flækjunni án
þess að glæsilegur væntanlegur
stjórnmálaferill hljóti skaða af.
SA/tYO
VIDEOTÆKIÁ VERÐISEM
KEMUR ÞÉR í GOTT SKAP!
msrmr sta«t >n nn 9W.
U--MXW f 'l ii ' ■l ~t :*«***«**.
1 U* f J*L .J : « — 1
&A&Y& ■ SS »
Komdu og kynntu þér þetta
einstaka videotæki.
Tæknilega vel útbúið
en þó á frábæru verði!
Pantanlr og upplýslngar í síma 687720
Kristján Ragnarsson
Misráðið að mið-
stýra styrkjum með
opinberri kröfugerð
KRISTJÁN Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegs-
manna, segir það mjög misráðið ef til standi að miðstýra styrktarað-
gerðum til sjávarútvegsins til að jafna áhrifin af skerðingu veiðiheim-
ilda með opinberri kröfugerð á hendur útgerðinni um ráðstöfun afla.
Ásmundur Stefánsson forseti
ASÍ sagði í frétt Morgunblaðsins á
sunnudag að ef tillögur Byggða-
stofnunar ættu að koma að gagni
yrði að setja tvö skilyrði, annars
vegar um að útgerð, sem sæki um
styrk, Iandi til vinnslu a.m.k. sama
hlutfalli af afla á komandi kvótaári
og því síðasta og ennfremur að
styrkurinn verði aðeins notaður til
kaupa á viðbótarkvóta sem fari all-
ur til vinnslu í landi. Þessar hug-
myndir hafa m.a. komið til umræðu
í atvinnumálanefnd aðila vinnu-
markaðar og ríkisvaldsins.
Kristján sagði að engar upplýs-
ingar hefðu enn komið fram um
hvernig ætti að fjármagna aðgerð-
irnar og auk þess hefði forsætisráð-
herra lýst yfir að veita ætti styrkina
án skuldbindinga um ráðstöfun
þeirra. Kristján sagði einnig að sala
á ferskum fiski á erlendum mörkuð-
um hefði dregist mikið saman og
ekki væru horfur á að útflutningur-
in myndi aukast á næstunni.