Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992 25 Átök íRostock MÖRG hundruð ungir hægriöfgamenn réðust á laugardag og sunnu- dag til atlögu gegn lögreglumönnum sem gættu byggingar þar sem um tvö hundruð flóttamenn, aðallega rúmenskir gyðingar, hafast við í borginni Rostock í austurhluta Þýskalands. Þúsundir borgarbúa hvöttu öfgamennina, sem komið höfðu til Rostock víðs vegar að úr Þýska- landi, áfram þegar þeir tókust á við lögregluna. Athyg’lin beinist að „ástarsímtali Díönu“ Lundúnum. Reuter. ENN eitt hneykslismálið í tengslum við bresku konungsfjölskylduna virtist í uppsiglingu í gær er æsifréttablöð birtu útdrátt úr símasam- tali konu, sem sögð er vera Díana prinsessa, við elskhuga sinn. Samtalið er 20 mínútna langt og Konan vísar til samræðna við Fergie, nafn konunnar kemur þar ekki fram. Hún talar um einsemd sína og óham- ingju og kvartar yfir því að eiginmað- ur hennar hafi gert líf hennar að „algjöru kvalræði“. Þau smella koss- um hvort til annars, ákveða að eiga leynilegt stefnumót og maðurinn ját- ar konunni ást sína nokkrum sinnum. eins og mágkona Díönu, Sarah Ferguson, er kölluð, og gerir hlé á samtalinu til að tala við einhvern sem nefnist Harry, en svo heitir sonur Díönu og Karls Bretaprins. Æsifréttablaðið Sun birti „ástar- símtal Díönu“ á fimm blaðsíðum, þótt ritstjórar blaðsins viðurkenndu EES-umræðan hafín fyrir alvöru í Sviss Þjóðaratkvæðagreiðsla 6. desember ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SVISSNESKU stjórnarflokkarnir komu til móts við ríkisstjórn lands- ins í gær og samþykktu að þjóðaratkvæðagreiðslan um aðild Sviss að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) verði haldin 6. desember. Háværar raddir í flokkunum telja tímann fram að atkvæða- greiðslu knappan til að upplýsa þjóðina um samninginn og sannfæra hana um ágæti hans en ríkisstjórnin vill ekki að Svisslendingar tefji fyrir fyrirhugaðri gildistöku samningsins um áramót. Svissneska þjóðþingið kom saman að gerð samningsins.fyrir hönd Sviss á tveggja vikna aukaþingi í gær til að ljalla um samninginn. Ríkisstjórn- in féllst á að hugsanleg aðild Sviss að Evrópubandalaginu (EB) yrði einnig rædd undir lok þingsins en hún hefði frekar kosið að halda umræðunum um EES og EB alveg aðskildum. Ríkisstjórnin hefur einnig fallist á að það verði hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um laga- ákvæði sem EES hefur í för með sér eftir á en hún vildi að beint lýðræði þjóðarinnar myndi ekki ná til laga- breytinga sem EES krefst. Svissnesku ráðherramir sem stóðu og aðrir stuðningsmenn EES eru komnir úr sumarfríi og baráttan um framtíð þjóðarinnar í Evrópu er haf- in fyrir alvöru. Þingforseti lýsti yfir í upphafi þings að þingmenn mættu taka af sér bindin í hita dagsins og umræðunnar. Hluti þingmanna reif strax af sér bindin en ræðumenn hnýtta þau á sig aftur áður en þeir stigu í ræðustól. Þingumræðum var sjónvarpað beint og útvarp og sjón- varp eru með sérstakar útsendingar um Sviss og EES á meðan á þinginu stendur. að ekki væri öruggt að umrædd kona væri Díana prinsessa. Að sögn þeirra notaði parið farsíma og samtal þeirra var tekið upp með fjarskiptaskanna á gamlárskvöld 1989. Talsmaður Bretadrottningar sagði að upptakan tengdist á engan hátt Díönu prins- essu og ekki væri hægt að taka frétt- ina alvarlega. Áður höfðu bresk æsifréttablöð birt myndir af Fergie kyssa og láta vel að bandaríska fjármálamanninum John Bryan. Fergie fór í leiguíbúð sína í grennd við Lundúni á sunnu- dag eftir að hafa verið með fjöl- skyldu Bretadrottningar í Balmoral- kastala í Skotlandi. Talið er að mynd- birtingamar verði til þess að Fergie hitti ekki fjölskylduna framar. Blaðið Sun gekk svo langt að það skeytti saman andlitsmynd af Fergie og mynd af naktri fyrirsætu og birti á blaðsíðu 3, þar sem lesendur blaðsins geta gengið að nektarmyndum af ungum stúlkum. SKÓUV SKÁPURIN N ..v'lNSÆjLT LÉTTUR - ÞÉHUR -STERKUR Skemmtilega skólataskan með hólfum og hillu - allt á vísum stað. FÆST í ÖLLUM HELSTU BÓKA- 0G RITFANGAVERSLUNUM Námsmenn komast lengra á Menntabraut! Á Menntabraut íslandsbanka eru nýir og spennandi möguleikar fyrir námsmenn. Athafnastyrkir eru veittir námsmönnum árlega sem hafa nýjar hugmyndir um nýsköpun í atvinnulífinu. Námsstyrkir eru veittir sjö námsmönnum á ári. Vönduö íslensk skipulagsbók sem er afhent ásamt penna viö skráningu á Menntabraut auöveldar námsmönnum aö gera áœtlanir og skipuleggja tíma sinn. Tékkareikningur meö 50.000 króna yfirdráttarheimild. Námsmannakort Menntabrautar veitir aögang aö 95.000 hraöbönkum víöa um heim. Aö loknu námi eiga námsmenn kost á langtímaláni. Margir aörir kostir eru í boöi á Menntabraut. Komiö og fáiö nánari upplýsingar hjá þjónustufulltrúum íslandsbanka. Þeir hafa sérhæft sig í málefnum námsfólks. fK,pULAGSBÓ vman u r ^’yfarrn"tier, ' ‘•"'WU/./WM, g,m Menntabraut Islandsbanka - frá menntun til framtíöar! 1ENNTABRAUT ámsmannaþjónusta íslandsbanka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.