Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992 Hafsteinn Bjöms- son — Minning Fæddur 24. apríl 1910 Dáinn 18. ágúst 1992 Elsku afi, Hafsteinn Bjömsson, er dáinn. Ekki er auðvelt að kveðja besta vin okkar. Alltaf var hann til staðar, reiðubúinn að rétta fram hjálparhönd þegar á reyndi og ósk- aði okkur þess besta er lífið hafði upp á að bjóða. Heimili afa og ömmu var okkur alltaf opið og þar var gaman að koma og gott að vera. Þrátt fyrir háan aldur fylgdist afi vel með öllu sem gerðist í kringum hann og þar komum við aldrei að tómum kofun- um. Hann miðlaði okkur af visku sinni og gæsku. Á mannamótum var afí hrókur alls fagnaðar og kom kímnigáfa hans þá oft í ljós, en hann átti auð- velt með að sjá björtu hliðamar á lífínu. Hann var vel hagmæltur og orti margar skemmtilegar tækifær- isvísur. Afí var alltaf önnum kafínn en notaði frístundimar við bóklestur og ættfræðigrúsk. Honum þótti einnig gaman að hlusta á sígilda tónlist. Við minnumst hans gjaman þar sem hann sat í bókaherberginu sínu með bók í hendi og pípuna í munn- vikinu. Við kveðjum elskulegan afa okk- ar með söknuði og munum ávallt minnast hans með gleði og hlýhug. Það er okkur huggun að við þykj- umst vita að honum líði vel á öðm tilverustigi sem hann sjálfur var ekki í nokkmm vafa um að væri til að þessu lífí loknu. Hvíli elsku afí í friði. Bima, María og Ingibjörg Bjömsdætur. í dag fer fram frá Dómkirkjunni í Reylq'avík útför vinar okkar, Haf- steins Bjömssonar, sem lést 18. ágúst sl. Kynni mín af Hafsteini hófust fyrir tæpum 10 ámm er ég kom til starfa'hjá heildverslun Halldórs Jónssonar hf. Hafsteinn var sá maður sem sá um bókhald fyrirtæk- isins og þurftum við því að eiga töluverð samskipti. Var mér ljóst að þar fór mikill nákvæmnismaður með mikla þekkingu og reynslu á því sviði, enda hafði hann séð um bókhald fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1955. Mér eru minnisstæðar ferðimar á Grundarstíginn til Hafsteins. Þá settumst við iðulega niður á skrif- stofu hans, hann kveikti sér í pípu og við ræddum málefni fyrirtækis- ins, en fyrirtækið var Hafsteini mjög kært og vildi hann hag þess sem mestan. Hafsteinn dró sig að mestu í hlé sem aðalbókari fyrirtækisins árið 1985, en fylgdist samt ávallt náið með starfseminni og mætti á alla aðalfundi fyrirtækisins og gegndi þar ritarastörfum, enda rithöndin með afbrigðum falleg. Einn var sá hlutur sem Hafsteinn hafði mjög gaman af, en það var að setja saman vísur við hin ýmsu tækifæri og voru þær ófáar sem sendar vora á milli hans og ýmissa starfsmanna. Eftirfarandi vísu setti Hafsteinn saman á 35 ára afmæli fyrirtækisins og sýnir hún vel vin- áttu og tryggð Hafsteins við fyrir- tækið og ekki síst við ekkju Hall- dórs Jónssonar, frú Ögnu Jónsson. Vinátta endist um aldur á ýmsu hefur gengið sem ber. Lífið er örlaga galdur enginn gleymt hefur mér. Fyrir það öllum ég þakka þó Ögnu mest hér. Þær vora ófáar bækumar sem Hafsteinn hafði bundið inn og átti hann mikið og gott safn fágætra bóka. Ein er sú bók sem er gersemi fyrir fyrirtæki okkar, en það era annálar fyrirtækisins frá stofnun þess 1955 fram til dagsins í dag. Þökk sé Hafsteini fyrir þá fyrir- hyggjusemi sem hann sýndi við gerð þessara annála. Fyrir hönd Halldórs Jónssonar hf. votta ég frú Ingíbjörgu og fjöl- skyldu þéirra Hafsteins dýpstu samúð. Blessuð sé minningin um Haf- stein Bjömsson. Kristján S. Sigmundsson. í dag verður til moldar borinn elskulegur tengdafaðir minn, Haf- steinn Bjömsson fyrrv. fulltrúi. Hann var fæddur í Reykjavík, einkabam hjónanna Ingveldar Þor- kelsdóttur frá Álfsnesi á Kjalarnesi og Björns Jónssonar sjómanns og netagerðarmeistara frá Bala á Kjal- amesi. Hann gekk í Miðbæjarskólann og síðar Menntaskólann í Reykjavík á árunum 1925-1927. Ekki varð skólagangan lengri vegna krepp- unnar og fátæktar en Hafsteinn nam bókhald hjá Birni Steffensen endurskoðanda og kom það honum vel síðar. Þrátt fyrir að skólagangan yrði ekki lengri var Hafsteinn víð- lesinn og átti mikið safn bóka um margvísleg efni. Áhugamál hans tengdust líka bókum, þar sem vora m.a. bókband og ættfræði. 17. júní 1933 kvæntist hann eft- irlifandi konu sinni, Ingibjörgu Guð- mundsdóttur. Móðir Ingibjargar var Guðrún Egilsdóttir og kjörfaðir hennar Guðmundar Kr. Olafsson skipstjóri í Reykjavík. Hafsteinn sagði oft að Ingibjörg hafí verið hans mesta gæfa í lífínu. Enda var hún stoð hans og stytta í rúmlega 59 ára löngu hjónabandi. Þau reistu bú sitt í Þingholtunum í Reykjavík, lengst af á Grundarstíg 7. Þegar ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna sem tilvonandi tengda- dóttir vöktu fljótt athygli mína þeir eiginleikar í fari Hafsteins er voru natni hans og nákvæmni við allt er hann fékkst við. Hann var sífellt að. Þegar brauðstriti dagsins lauk r:)Á/ notaði hann tímann til að binda inn bækur, sinna ættfræðinni eða skrá bækumar sínar. Ég dáðist alltaf að því hvað hann hafði mikla reglu og nákvæmni á öllu sem hann fékkst við. Hann skráði allar sínar bækur bæði eftir höfundum og heit- um, ljósmyndir sem hann tók mikið af, einkum á yngri áram, voru sam- viskusamlega límdar inn og getið um af hveijum og hvenær teknar ásamt tilheyrandi filmusafni. Haf- steinn átti einnig mikið skrýtlusafn sem hann hafði safnað og bundið inn. Sama reglusemi var þar við- höfð; skotasögur, enskar skrýtlur, franskar skrýtlur, ísl. skopsögur, veiðisögur og svo mætti lengi telja. Enda var alltaf hægt að ganga beint að því sem vanhagaði um í það og það skiptið. Þegar hann svo stóð upp frá skrifborðinu eða ritvél- ini hvíldi hann gjarnan hugann við hlustun sígildrar tónlistar. Mozart, Beethoven, Bach o.fl. vora hans eftirlæti. Annað var það sem vakti aðdáun mína frá byrjun. En þáð var garður- inn þeirra ömmu og afa á „Grandó“, eins og við sögðum gjarnan. Fyrstu blómin byijuðu að stinga kollinum upp úr snjónum snemma vors og eitt tók við af öðra langt fram á haust. Venjulega skartaði hann sínu fegursta á brúðkaupsafmæli þeirra 17. júní. Og alltaf var maður að uppgötva nýja og nýja plöntu sem búið var að koma fyrir á smekkleg- an hátt. Hafsteinn kallaði garðinn reyndar Ingibjargargarð því hún hafði mestan veg og vanda af hon- um. Ófáar era gleðistundirnar sem Hafsteinn og fjölskyldan öll naut innan um blóma og litadýrðina. Þegar aldurinn færðist yfír og Ingi- björg varð ekki eins létt á fæti, gikt og stirðleiki hijáðu á stundum, rétti hann konu sinni hjálparhönd við að hreinsa og hirða garðinn. Ég minnist mörgu ferðanna okk- ar hjónanna, með þeim Ingibjörgu og Hafsteini, á vit íslenskrar nátt- úra. Oft var farið á Snæfellsnesið, lækur og bali fundin, tjaldað og umhverfið kannað. Búðir, Lón- . drangar, Einarslón og Dritvík; allt voru þetta staðir sem Hafsteinn hafði mætur á og ótal fleiri. Þessar ferðir voru mikil fróðleiksupp- spretta fyrir okkur ungu hjónin því Hafsteinn var óþreytandi við að fræða okkur um sögufræga staði, örnefni og annað sem máli skipti. Alltaf tók hann með sér bækur sem fjölluðu um sögu og staðhætti á hveijum stað til þess að kynnast sem best umhverfínu. Hafsteinn starfaði við verslun og bókhald alla sína starfsævi. Síðast hjá fyrirtækinu Halldóri Jónssyni hf., þar sem hann sá um bókhaldið um 30 ára skeið frá stofnun þess árið 1955. Starfí sínu sinnti hann af stakri trúmennsku og samvisku- semi. Hann mat mikils að fá að njóta einlægrar vináttu þeirra hjóna, Halldórs Jónssonar, er lést 1977, og konu hans, frú Ögnu Jóns- son svo og alls starfsfólks þeirra. Hafsteinn og Ingibjörg eignuðust fjögur böm og era þijú þeirra á lífí. Þau eru: Björg ritari, fædd 1934, gift Halldóri Halldórssyni skip- stjóra; Grétar framreiðslumeistari, fæddur 1937, en hann lést 23. júlí 1985, var kvæntur undirritaðri; Bjöm deildarstjori, fæddur 1945, kvæntur Kristínu Eggertsdóttur húsmóður; Gunnar deildarstjóri, fæddur 1947, kvæntur Anne Helen Lindsey sölustjóra. Barnaböm era 12 og barnabarnabörn 9. Ég hygg að flest barnabömin hafí verið í pössun hjá ömmu og afa á „Grundó" um lengri eða skemmri tíma. Enda voru þaú mjög hænd að þeim. Það átti við um bömin mín. Það var alltaf svo gott að leita til afa t.d. ef vanhagaði um bók, sitja í kyrrðinni með lær- dómsbækurnar og lesa undir próf eða skella höfuðtóli á kollinn og hlusta á fallegu tónlistina sem afí átti. Amma var heldur aldrei langt undan með góðgæti til að hressa sig á. Hafsteinn var trúaður maður og vel lesinn í trúarbragðasögu og guðspeki. Hann var viss um að nýir heimar tækju við er þessum sleppti. Eitt af því síðasta sem hann sagði við mig var að hann væri til- búinn að heíja ferðina síðustu. Að leiðarlokum viljum ég og börnin mín þakka honum þá ást og vináttu sem hann auðsýndi okkur alla tíð. Ég gleðst með honum að langri vegferð lokinni að kanna nú víðar lendur eilífðarinnar. „Hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífs- ins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ (Kahlil Gibran). Ég bið góðan guð að blessa og styrkja Ingibjörgu sem nú á um sárt að binda svo og alla aðra ást- vini Hafsteins Bjömssonar. Ragnheiður Guðnadóttir. Minning Guðbjörg Pálsdóttir Fædd 4. desember 1915 Dáin 15. ágúst 1992 Guðbjörg Pálsdóttir, mágkona mín, andaðist laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn á sjötugasta og sjöunda aldursári. Hún var fædd í Reykjavík, dóttir Páls Magnússon- ar jámsmíðameistara og konu hans, Guðfínnu Einarsdóttur. Páll Magnússon var úr Mosfells- sveit, fædduA877, sonur Magnús- ar Pálssonar bónda í Lambhaga og konu hans, Guðbjargar Jónsdóttur frá Helgafelli. Meðan Páll var enn í bemsku dó móðir hans frá stóram bamahópi. Sökum fátæktar leystist heimilið þá upp og var bömunum dreift til ættingja eða vandalausra. það urðu örlög margra bama hér á landi fyrr á áram. Páll ólst upp hjá Guðna Guðnasyni bónda á Keld- um, en þegar hann hafði aldur til réðst hann í læri til Þorsteins Tóm- assonar jámsmiðs í Reykjavík. Þor- steinn hafði smiðju sína í Lækjar- götu 10, hjá íbúðarhúsi sem hann reisti sér. Páll var athafnasamur jám- smíðameistari í Reykjavík og kunn- ur fyrir hagleik, vandvirkni og áreiðanleik. Vildu því margir eiga viðskipti við hann, ekki síst opin- berar stofnanir. Meðal verkefna hans var járnsmíði við hús Land- bókasafnsins við Hverfisgötu. Það var reist á áranum 1906-7 og markaði á ýmsan hátt tímamót í byggingarsögu Reykjavíkur. Eftir það var Páll eitt ár í Kaupmanna- höfn við framhaldsnám í járnsmíði. Með vinnu og reglusemi tókst hon- um að koma fótum undir góðan efnahag. Guðfínna Einarsdóttir, kona Páls, var fædd 1888, dóttir Einars Einarssonar organista, söngkenn- ara og smiðs í Hafnarfírði, og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur. Þau hjón voru bæði úr Hreppum, hann frá Laxárdal, en hún frá Hörgsholti. Einar var annálaður hagleiksmað- ur, smíðaði m.a. 16 orgel, flest fyrir kirkjur, og jafnvel saumavél handa konu sinni. Hann andaðist er hann var innan við fertugt. Heimili þeirra leystist þá upp og börnunum þeirra ungum komið í fóstur, en Guðfinna fylgdi þó móð- ur sinni um skeið, uns hún fór unglingur til frænku sinnar Guð- rúnar, konu Magnúsar Blöndal tré- smíðameistara í Lækjargötu 6 í Reykjavík. í Lækjargötu lágu leiðir þeirra Guðfínnu og Páls Magnús- sonar saman. Þau gengu í hjóna- band árið 1912. Páll reisti sér íbúðarhús og járn- smiðju á Bergstaðastræti 4, á horni Bergstaðastrætis og Skólavörðu- stígs. Þar stóð heimili þeirra Guð- finnu alla tíð. Börn þeirra urðu átta: Sigríður, gift Hauki Gröndal, Einar, kvæntur Guðlaugu Valdi- mars, Guðbjörg, gift Áma Tryggvasyni, Kristín, gift Einari B. Pálssyni, Guðrún, gift Ame Ull- stein í Svíþjóð, Brynhildur, ógift, Magnús, kvæntur Kristrúnu Hreið- arsdóttur, og Jóhann, kvæntur Hrafnhildi Jónsdóttur. Börnum þeirra Páls og Guðfinnu var í blóð borin verklagni og listfengi. Af þeim eru nú Sigríður, Einar, Guð- björg og Magnús látin. Guðfinna andaðist árið 1950, en Páll 1960. Guðbjörg Pálsdóttir var hið þriðja af börnum Páls og Guðfinnu, fædd 4. desember 1915. Hún ólst upp á traustu, mannmörgu heimili í glaðværam systkinahópi. Þá voru komnir aðrir tímar en þegar æsku- heimili beggja foreldra hennar voru að sundrast. Minning um þá tíma var rík á fyrri hluta þessarar aldar. Að loknu skólanámi í Reykjavík sigldi Guðbjörg til Danmerkur árið 1934 til náms í hússtjórnarskólan- um í Soro. Þangað fóru margar íslenskar stúlkur á þeim áram. í Danmörku kynntist hún lögfræði- stúdenti, Áma Tryggvasyni. Þau gengu í hjónaband sumarið 1936, er hann hafði lokið lögfræðiprófí í Háskóla ísland. Árni Tryggvason var fæddur í Reykjavík árið 1911, sonur Tryggva Árnasonar trésmiðs og konu hans, Arndísar Jónsdóttur. Hann var bekkjarbróðir minn og vinur úr Menntaskólanum í Reykja- vík. Árni var mikill námsmaður og listfengur. Hann varð fulltrúi lög- mannsins í Reykjavík 1936, borg- ardómari í Reykjavík 1944, hæsta- réttardómari 1945, sendiherra ís- lands í Svíþjóð 1964 og síðan i mörgum öðram löndum. 'Hann and- aðist árið 1985. Þau Guðbjörg og Árni komu sér upp fögra heimili í nýbyggðu húsi, Sóleyjagötu 23. Mér er minnisstætt er ég kom gestur á heimili þeirra og kynntist Guðbjörgu. Ég var þá reyndar að stíga í vænginn við systur hennar. Mér fannst mikið til um, hvað Árni bekkjarbróðir minn hafði eignast glæsilega konu og um þann myndarskap og gest- risni, sem einkenndi húsmóðurina. En tíminn leið og svo fór að þau Guðbjörg og Árni slitu samvistum árið 1945. Guðbjörg bjó þó áfram á Sóleyjargötu með börn sín. Á næstu árum kom vel í ljós kjarkur hennar, hugkvæmni og dugnaður. Hún tók að sér margvísleg störf, hafði mötuneyti og fór jafnvel eitt sumarið til tilbreytingar í síldarsölt- un norður á Raufarhöfn. Einna drýgst mun það hafa orðið Guð- björgu, þegar hún tók að sér að sauma gluggatjöld á vegum versl- ana á því sviði. Þar nýttist vel frá- bært handbragð hennar og verks- vit, og var mikil eftirspurn eftir vinnu hennar. Hún hafði sérstaka ánægju af tækninýjungum og beitti þeim, hvenær sem færi gafst. Guðbjörg bjó allmörg ár á Sóleyj- argötu, en fluttist þá í hentugra húsnæði í Stóragerði, síðan í Foss- vojgshverfi og loks í Hraunbæ 114 í Arbæjarhverfí. Heimili hennar var alltaf jafnfagurt, hvar sem það var. Böm Guðbjargar og Árna Tryggvasonar era Tryggvi, fæddur 1936, og Arndís Sigríður, fædd 1940. Tryggvi er framkvæmdastjóri og myndlistamaður. Kona hans er Erla Gunnarsdóttir snyrtimeistari. Arndís Sigríður er innanhússhönn- uður og jafnframt bókasafnsfræð- ingur í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Maður hennar er Jón E. Böðvarsson verkfræðingur. Árið 1949 eignaðist Guðbjörg dóttur, Björgu Friðriksdóttur, með Friðriki Bertelsen. stórkaupmanni. Björg ólst upp hjá móður sinni. Maður hennar er Haukur Ólafsson. Þau hjón bjuggu í Bandaríkjunum i nokkur ár, en stunda nú veitinga- og verslunarrekstur hér á landi. Öll börn Guðbjargar hafa fengið í vöggugjöf verkhyggni og list- fengi. Bamabörn hennar era orðin tíu að tölu. Guðbjörg Pálsdóttir hélt gjörvi- leika sínum og reisn til hinstu stundar. Ég votta aðstandendum hennar samúð og kveð mágkonu mína með þökk í huga fyrir vináttu hennar. Einar B. Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.