Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 49
49 Söör T8uí)Á ,ðíí HUDAaUUIIÍM <HUA,lít/;UOyiOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992 yósmynd/Ólafur Kr.Magnússon DÖGUN íslenskaþjóð Frá Arna Helgasyni: ÞAÐ LÍÐUR varla sá dagur að við séum ekki minnt á hversu alvarlegt afhroð menn gjalda bæði á sál og líkama af völdum bjórs, áfengis og annar eiturefna. Þó að allir séu að kvarta um allt og alls konar, bæði efnahag og atvinnuleysi, þá virðist alltaf vera nóg fé til þegar vímuefni eru annars vegar. Þá er ekki verið að horfa í peningana og þetta er orðið svo almennt að í dag verður varla með tölum talinn kostnaður við allan þann ófamað sem af þessari neyslu leiðir. Þær tölur sem við höf- um frá Áfengisverlsuninni, segja lítið miðað við allt smyglið, bruggið og neyslu erlendis. Ef hægt væri að bæta því við þá væri þessi neysla svimandi há. En hvað um Ijármuni, þegar litið er til alls þess andlega t-jóns, sem af þessu hlýst. Og allur sá kostnaður sem þjóðfélagið verður að axla af meðferð vímunnar verður aldrei með tölu talinn. Allar þessar meðferðastofnanir sem eiga að þurrka upp þetta böl virðast litlu áorka nema þær sem byggðar eru upp á trúnni á Drottinn vom Jésum Krist og unnar í hans nafni. Það eru ljósu blettirnir og dásamlegt að vera vitni að því hvem- ig Kristur reisir upp fallinn mann. Það er talað um lækningu en í raun g veru er engin á móti því að hafna allri vímu frá upphafi, vera bindind- is- og reglumaður alla sína ævi. Það eru miki! sérréttindi og verðmæti og get ég talað af eigin reynslu. Þá væri hægt að nota allt það fé sem fer til vímuefnakaupa og fer alger- lega í súginn til að byggja upp gró- andi þjóðlíf. Byggja manninn sjálfan upp til átaka fyrir fóstuijörðina. Þannig að hann verði stólpi í stað bagga á þjóðfélaginu. Svona einfalt er þetta. Það er orðið svo í íslensku þjóðlífí að það er eins og mönum sé hætt að bregða þegar fréttimar greina frá öllum þessum slysum og afleiðingum þeirra, að maður leiði ekki hugann að öllum þeim sjálfsvíg- um sem varla nokkurt hérað sleppur við. Ég hef þá trú að sé hægt að laga hugarfar landsmanna, bæði að fara vel með hluti og lifa heilbrigðu skemmtilegu lífí, þá væri mikið unn- ið. Þá kæmi meira af sólskini ínn í mannlífið og veitir ekki af. En eitt er það sem ég skil ekki; að menn skuli hafa ánægju og lifi- brauð af því að dreifa út í þjóðfélag- ið alls konar eitri sem gerir fólk bæði sjúkt og andvaralaust. Oft hvarflar það' að mér, hvort þessir eiturlyfjasalar séu nokkuð betri, en þeir sem vega menn út um öll lönd, hvort þetta sé bara dulbúið morð. Við verðum að fara að stinga við fótum á þessari leið okkar gegnum lífið. Snúa við af braut villimenns- kunnar og vímunnar og byggja hvem einstakling upp á sannri lífstrú í anda guðsríkis og boðskapar frelsar- ans. Og þökk sé þeim félögum og samtökum sem boða samhjálp og fagnaðarboðskapinn ómengaðan. ís- landi allt var kjörorð ungmennafé- laganna í gamla daga. Hvað með þessi orð í dag? ÁRNI HELGASON VELVAKANDI KETTLINGAR Fjórir Síam-angórakettlingar fást gefins. Kettlingarnir eru níu vikna og kassavanir. Þeir eru afskaplega ljúfir enda mamman einstök. Upplýsingar gefur Margrét í síma 16515 eftir kl. 19. LEIÐRÉTTING Nafn mis- ritaðist Þau mistök urðu við vinnslu Morg- unblaðsins síðastliðinn sunnudag að nafn höfundar Kaupmannahafn- arbréfs misritaðist. Höfundur greinarinnar er Sigrún Davíðsdótt- ir. Eru hlutaðeigendur beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Pennavinir Þrítugur bandarískur frímerkja- og myntsafnari með áhuga á ferða- lögum og ljósmyndun: Michael Rasmussen, 4022 45th Avenue, Kenosha, Wisconsin 53144, U.S.A. Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á íþróttum, kvikmyndum og teiknimyndasögum: Nana Suzuki, 1-4-1 Kubirl, YokoSuka-shi, Kanagawa-kew, 239 Japan. Einhleyp 28 ára Ghanastúlka með áhuga á ferðalögum, tónlist, ljósmyndun, íþróttum o.fl.: Aba Mefful, P.O. Box 1012, Oguaa, Ghana. Vinnlngstötur laugardaginn 00. ^29^3 22. áaúst ’92 3) (j3_) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA ; 1. 5af5 0 2.494.587 áL. 4af SSr 1 433.186 3» 4af5 93 8.034 4. 3af5 3.388 514 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.416.367 kr. upplýsingaR:SImsvari91 -681511LUKKUUNA991002 Gæsaskytlur! Veíðifotnoður Gervigœsir Skotfieri útiufi OUÍSIMÆ • SÍMI812922 BOSCH' VERKSTÆÐI Lágmúla 9 sími 3 88 20 • Vélastillingar • Smurþjónusta • Rafviðgerðir • Ljósastillingar tífil ÖKmsSöNHF • Díselverkstæði k A Skrifstofutækni • INNRITUN HAFIN • Við leggjum áherslu á vandað nám sem sniðið er að kröfum vinnumarkaðarins og nýtisf þér í atvinnuleit. Kenndar eru eftirtaldar námsgreinar: § Bókfærsla § Ritvinnsla § Verslunarreikningur § Tölvubókhald § Töflureiknir § Tollskýrslugerð § Gagnagrunnur § Windows og stýrikerfi Athugið okkar hagstæðu greiðslukjör, kr. 5000 á mánuði til tveggja ára eða 15% staðgreiðsluafsláttur. Tölvuskóli íslands sími 67 14 66 • opið til kl.22 Húsgagnahollin BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍMl 91-681199

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.