Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 Framkvæmdir í Aðalstræti Verslanir kvarta vegna seinagangs GARÐAR Siggeirsson, kaupmað- ur í Herragarðinum í Aðalstræti, segir að seinkun framkvæmda við Aðalstræti geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir við- skipti í Miðbæjarmarkaðinum og á Fógetanum. Hann segist hafa kvartað yfir seinagangi við borg- aryfirvöld. Samkvæmt heimildum Garðars átti að vera búið að ganga frá götunni 25. júlí. Nú segir hann að menn lofi aðeins að þeim ljúki fyrir áramót. Garðar sagði að verslunareigendur við götuna væru orðnir býsna lang- eygir eftir því að framkvæmdum lyki svo ekki væri meira sagt. Fram- kvæmdimar spilltu fýrir viðskiptum og erfitt væri að gera áætlanir þegar ekki væri vitað hvenær þeim lyki. Skaði miðbæjarins væri einnig tölu- verður þar sem enginn kæmist yfir svæðið nema fuglinn fljúgandi. Hann sagðist vera búinn að tala við borgar- yflrvöld en engu virtist líkara en ad þar á bæ vissi vinstri höndin ektó hvað sú hægri gerði. Hann sagði að Þróunarfélagið hefði sent borgaryfir^ völdum kvörtunarbréf vegna seina- gangs við framkvæmdimar en því hefði ekki borist endanlegt svar. Morgunblaðið/Kristinn Gestir koma til frumsýmngar á mynd Kristínar Jóhannesdóttur í Háskólabíói eftir hádegi í gær. Svo á jörðu sem á himni frumsýnd Kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, Svo á jörðu rún H. Ömólfsdóttir, en meðal annarra leikara má sem á himni, var frumsýnd í Háskólabíói í gær. nefna Sigríði Hagalín, Helga Skúlason, Tinnu Gunn- Myndin fléttar saman sögu ungrar stúlku og fjöl- laugsdóttur, Valdimar Öm Flygenring, Helgu Jóns- skyldu hennar á fjórða áratug aldarinnar og hlið- dóttur og Guðrúnu S. Gísladóttur. stæðu hennar á 14. öld. Ungu stúlkuna leikur Álf- Sjá grein á bls. 18-20. Umfangsmiklar aðgerðir í HI til sparnaðar í rekstri Háskólaráð hefur samþykkt tillögur um umfangsmikinn spamað i rekstri Háskólans sem lýtur að sameiginlegum málefnum skólans. Einn- ig er verið að ræða hugmyndir um sparaað innan hverrar deildar. Bæði kennarar og nemendur eru við þennan muni koma til með að Þær aðgerðir, sem samþykkt var að beita á sameiginlegum granni, voru þríþættar. í fyrsta lagi að auka álag á útsélda þjónustu Háskólans. Jafnhliða því var ákveðið að skipta þeim tekjum sem áður rannu til rann- sóknarsjóðs Háskólans á þann hátt að helmingur rennur nú í sameigin- iegan rekstur. Þá var samþykkt að takmarka verulega námsferðir nem- enda aðrar en þær sem nemendur sjálfír standa straum af. Einnig var ákveðið að fella niður kennsluafslátt kennnara sem náð hafa ákveðnum aldri en það er gert með það í huga að fækka yfirvinnutímum veralega. sammála um að sparnaður á borð bitna harkalega á kennslu. Þessu hefur Féiag háskólakennara mótmælt og telur niðurfellinguna í raun þýða kjaraiýmun. Aðrar tillögur sem ræddar voru á fundi Háskólaráðs nýlega lutu að innri spamaði deildanna. Deildarfor- setar voru hvattir til að leita allra leiða til að halda deildum sínum inn- an ramma fjárlaga. Sá spamaður mun samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins meðal annars felast í fækk- un námskeiða og takmörkun val- greina. Morgunblaðið ræddi við Eggert Briem deildarforseta Raunvísinda- deildar um fyrirhugaðan spamað. „Hjá okkur verður skorið niður í nær öllum greinum," sagði Eggert. „{ fyrsta lagi verður námskeiðum fækk- að veralega en einnig verður þjón- usta við nemendur á borð við dæma- tíma stórlega skorin niður. Þetta er gert til að haida deildinni innan ramma fjárlaga." Aðspurður kvað Eggert spamað munu koma harðast niður á 1. árs nemum. „Þar er kennt í stóram hóp- um og í mörgum tilfellum er um að ræða 2-300 manna hópa. Áður var kennt í skiptum hópum þar sem 25 vora að jafnaði í hópum." Afleiðing- amar telur Eggert verða þær að nemendur útskrifíst verr undirbúnir fyrir framhaldsnám eftir að hafa hlotið lítt fjölbreytt nám. Eggert bendir á í því samhengi að mörgum valnámskeiðum, sem hingað til hafi Efdrmál kosninga í þingflokki Alþýðubandalagsins Svavar segir andstöðu Olafs- Raguars við sig sér óskiljanlega SVAVAR Gestsson alþingismaður telur að Ólafur Ragnar Grimsson formaður Alþýðubandalagsins hafi ef til vill misst af gullnu tækifæri til að inn- sigla sættir í Alþýðubandalaginu með því að styðja sig ekki til formennsku í þingflokki Alþýðubanda- lagsins. Þetta kemur fram í viðtali við Svavar í Tímanum í gær. Svavar segist ekki skilja hvers vegna Ólafur Ragnar hafi unnið gegn sér þar sem milli þeirra hafi tekist gott samstarf um þingstörf- in og málefnaágreiningur innan flokksins hafi verið að hverfa. Ólafur Ragnar vildi ekki tjá sig um þetta viðtal þegar Morgunblaðið hafði sam- band við hann í gær. í viðtalinu segir Svavar Gestsson að þeir Ólafur Ragnar Grímsson hafí átt mjög gott samstarf um þingstörfin á undanfömum misseram. Þá hafi mál- efnaágreiningur milli þeirra verið að hverfa og Svav- ar segist hafa talið það myndu innsigla þessa sam- stöðu ef hann yrði valinn formaður þingflokks með stuðningi Ólafs Ragnars. Af þessum ástæðum segist Svavar ekki geta skilið hvers vegna Ólafur Ragnar lagði svo mikla áherslu á að hann yrði ekki formaður þingflokksins. Svavar segir að í grófum dráttum hafi tekist vel að sameina flokkinn eftir þau gríðarlegu átök sem urðu í kringum kosningu Ólafs Ragnars sem for- manns Alþýðubandalagsins 1987. „Eg hélt satt að segja að búið væri _að skera niður þennan fortíðar- draug ágreinings. Ég segi alveg eins og er, að ég var alveg grandalaus og áttaði mig ekki á því að þetta gæti komið upp með þessum hætti núna. Það bendir til þess að það eimi meira eftir af þessum deilum hjá ákveðnum aðilum en ég hélt að væri. Eftir að búið er að jafna pólitískan ágreining í öllum meginatriðum er þetta þeim mun sérkennilegra," seg- ir Svavar í viðtalinu. Hann segist hafa orðið var við að mikil óánægja sé innan flokksfélaga úti á landi með þetta mál, fyrst og fremst vegna þess að andstæðingum flokksins sé gefinn kostur á að geta sér til um hluti sem eigi sér kannski enga stoð í veraleikanum. „Bent hefur verið á að Ólafur Ragnar hafi í raun sleppt gullnu tækifæri til þess að innsigla með varan- legum hætti þá góðu samstöðu sem tekist hefur að rækta á undanförnum áram innan flokksins. Vonandi kemur það tækifæri einhvem tímann aftur, en það er alltaf hætt við því að svona atburðir valdi erfiðleik- um, kannski ekki hjá mér, en meðal flokksmanna og stuðningsmanna um allt land,“ segir Svavar í viðtal- inu. þótt sjálfsagt að bjóða upp á, falli nú niður. „Við felldum svo dæmi sé tekið niður 5 valnámskeið á þriðja ári og það á eftir að koma illa við nemendur." Hann benti sérstaklega á að kostnaður við rekstur Háskóla íslands væri langtum minni en sam- svarandi kostnaður í háskólum ytra. ---------» ♦ «---- Dansk-íslenska orðabókin 100 krón- ur eintakið Upplýsingar um minni prentkostnað í Belgíu dregnar í efa PRENTSMIÐJAN Oddi gerði til- boð í prentun nýju dönsk-íslensku orðabókarinnar frá ísafold sem hljóðaði upp á um 600 krónur hvert eintak. Forsvarsmenn Odda segja því með ólíkindum að prent- un bókarinnar skuli geta verið 500 krónum ódýrari í Belgíu. í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Leó Löve framkvæmdastjóra ísafoldar að við verðkönnun sem for- lagið gerði vegna prentunar orðabók- arinnar hafi komið í Ijós að prentun og band hefði orðið 500 krónum dýrara á eintak hérlendis en hjá belg- íska fyrirtækinu OPDA sem á endan- um prentaði bókina. Morgunblaðið bar þetta undir Knút Sigmarsson hjá Odda og hvað ylli þessum mun á prentkostnaði hér á erlendis. Knútur sagði að Oddi hefði gert tilboð í þetta verk í maí sl. sem fól í sér útskot, alla plötuvinnu, prentun, pappír og bókband. Miðað hafi verið við 1120 bls. verk í alls 6 þúsund eintökum og tilboðið hafi hljóðað upp á 3,6 milljónir króna eða um 600 krónur á hvert eintak. Knútur sagði að miðað við upplýsingar isafoldar og að tilboðin væra sambærileg þá þýddi það að forlagið hafi fengið hvert eintak orðabókarinnar frá belg- íska fyrirtækinu á um 100 krónur og væri það með ólíkindum. EFNI ►Ávinningur Bush frá flokksþing- inu er horfinn á viku. Er forsetinn að kasta frá sér embætti, sem virt- ist gulltryggt fyrir ári? / 10 Lesturog læsiáís- landi ►í upphafi nýs skólaárs leiða menn hugann að lestrarkunnáttu íslenskra bama, ekki síst í ljósi niðurstaðna álþjóðlegrar könnunar á læsi ergerðvar meðal 31 þjóðar fyrr í sumar. íslendingar lentu þar í 10. sæti. Morgunblaðið innti tvo lestrarsérfræðinga álits á ástandi kennslumála hér á landi auk þess sem fjallað er nánar um ýmsa þætti þessa máls./ 12 Tveir heimar ►Kvikmyndin Svo ájörðu sem á himni var frumsýnd í gær, laugar- dag, og af þvf tilefni ræddi Morg- unblaðið við hjónin Kristínu Jó- hannesdóttur leikstjóra og Sigurð Pálsson framleiðanda, en þetta er ein viðamesta kvikmynd sem gerð hefur verið hér á landi./ 18 Náttúruperla í miöri höfuðborg ►Gengið um Öskjuhlíð í fylgd með Ingibjörgu MöllerogKristjáni Sig- fússyni, sem nýlega hafa gefið út kennslubókina Öskjuhlíð frá ýms- um hliðum./24 Fjölmiðlaumræða get- ur skaðað börnin ►Rætt við Gunnar Sandholt fram- kvæmdastjóra Bamavemdar- nefndar Reykjavíkur./26 Batvinna/rað og SMÁAUGLÝSINGAR FASTEIGNIR ► 1-24 GJígXgL ► 1-28 I Martröð í Mogadishu ►Stjómleysi er fræðilegt hugtak í félagsvísindum, en í Mogadishu er það eins áþreifanlegt og hvít- kölkuð húsin og rykið í monsún- vindinum. Það birtist í tólf ára guttum sem standa vörð með hríð- skotariffla við hrófatildur sem eiga að vera vegatálmar. Hér er ekkert rafmagn, enginn sími, engin lög og nær enginn matur nema það sem erlendar hjálparstofnanir koma með með sér. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins urðu vitni að hörmungum þessum og lýsa þeim hér í áhrifaríkri frá- sögn með einstæðum myndum./l og 8,9,10,11 Kynjakveðskapur kvisast út í hrímið ►í heimsókn hjá Hjörleifi á Gils- bakka, skáldkettinum og hundin- um Snata./2 Á Línuveginum ►Sagt frá ferðalagi með Þorgeiri J. Andréssyni verkfræðingi og söngvara./4 Af spjöldum glæpa- sögunnar ►íslensa glæpasagan Valtýr á grænni treyju erein af perlum þjóðsagnanna. í áratugi var hún talin dagsönn. Hún hefur aldrei verið afsönnuð og er nú talin byggð á ævagamalli sögn um Valtý nokk- um sem tekin var af lífi á Austur- landi. Hún gæti þó verið sannari en margur hyggur./ 16 ► FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari Helgispjall Reykjavíkurbréf 22 Minningar íþróttir Fólk í fréttum Útvarp/sjónvarp 40 Gárur 43 Kvikmyndir 12c INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4 Dægurtónlist Myndasögur Brids Stjömuspá Skák Bíó/dans Bréf til blaðsins 24c Velvakandi 24c Samsafnið 26c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.