Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 21 leikstjórn við franskan skóla sem nefnist C.L.C.F. (Conservatoire Libre du Cinéma Francais), en hef verið að mestu upptekinn við ann- að, skriftir, þýðingar og framleiðslu. Hlutirnir hafa æxlast á þann hátt að ég hef ekki leikstýrt nema sjón- varpsmyndum. Ég vil líka halda mig á báðum þessum stöðum; rit- velli og myndvelli. Hins vegar lenti ég ósjálfrátt í skólanum í öllum hlut- verkum framleiðslunnar, og not- færði mér til dæmis að menn töldu sér í trú um að ég gæti leikið, þrátt fyrir ég hefði ítrekað reynt að leið- rétta þann misskilning. En þar lenti ég líka fljótlega í stól upptökustjór- ans og framleiðandans, enda var lögð áhersla á gerð fjárhagsáætlana og sérstaklega að þær stæðust. Allir kveinkuðu sér en einn aðal- kennarinn barði í borðið og sagði að þetta yrðum við að kunna þegar alvara lífsins tæki við. Þetta reynd- ist hárrétt hjá honum. Framleiðsla kvikmyndar eins og Svo á jörðu sem á himni er flókið samspil sem fólst meðal annars í að samhæfa 8 þátt- takendur framleiðslunnar sem eru staðsettir í 6 löndum, hafa yfírsýn yfir málið og ganga frá samningum - í heildina má lýsa verksviðinu sem yfírstjóm alls þess er snertir fjár- hagslega, tæknilega og listræna framvindu verkefnisins. Starfíð krefst þess að maður hafi í höfðinu alla þætti og sjái án tafar ef áætlun- in ertekin að skekkjast. Kostnað- aráætlunin er tölvuunnin með öllum smæstu smáatriðum, en hættan í jafn viðamiklu verkefni getur samt verið að týna þér í smáatriðum. Ef þér tekst að forðast slíkar gildrur, getur púlið við að þroska minnið á tölur og staðreyndir gefíð mikið til baka. Að þroska yfírsýn er skap- andi.“ Þwí þitt er ríkió, mátturinn og dýrðin Myndskynjun Kristínar og næmi fyrir byggingu og jafnvægi þykir mér heillandi, hún hefur auga mál- arans þó pensillinn sé myndavél. Leitar hún innblásturs í smiðju meistaranna? „Ég sæki hugmyndir jöfnum höndum í myndlist, tónlist og bók- menntir eins og kvikmyndir. Ekkert sprettur upp af engu, og það verður að næra það sem upp rís. í þrjá áratugi hef ég hangið inn á söfnum og galleríum og hámað í mig mynd- list, smjattað á litum og formum sem þar er að fínna auk þeirra sögu- legu heimilda sem felast í málverk- um. Þau ljóstra upp um klæðnað fólks, hvemig þ_að snertist og hvem- ig lífí það lifði. Ég á ógrynni af texta í fómm mínum auk þess að hafa fengist við myndlist, en þetta tvennt veitti mér ekki sömu full- nægju og vinna við kvikmyndagerð. Mér fínnst ekkert endanlegt nema það sem ég geri með fílmuna í huga. Snar þáttur í þessu er líklega að á þeim vettvangi fæ ég að koma inn á öll sviðin; texta, myndlist, tónlist o.s.frv., en einnig skipar þetta ritú- el sem ferð í kvikmyndahús er háan sess í huga mér. Fátt nær manni jafn kröftuglega á sitt vald og að sitja í myrku kvikmyndahúsi og hverfa til fjarlægra heima ásamt öðmm bíógestum, en vera samt einsamall. Sjónvarpið í stofunni og kvikmyndahús verða ekki lögð að jöfnu, þessir miðlar em jafn ólíkir og að horfa á dropa detta úr eldhús- vaskinum hjá þér og standa við Dettifoss. Ferð í kvikmyndahús gef- ur auk þess gífurlega orku, og ég er hissa á að fólk noti þau ekki meira sem orkustöð en raun ber vitni, einkum nú þegar orku er þörf. Fólk getur ekki endalaust verið upp á Snæfellsjökli eða á Homströndum til að svelgja í sig endurnæringu, en auðvelt að staldra við í bíósal í tvo tíma og leyfa kvikmynd að umvefja skilningarvitin. Það em að vísu ekki margar myndir sem þú fínnur lykt af, en ég hef séð eina, meistaraverkið „Le sang des Bétes" eða „Blóð dýranna" eftir Georges Franju, er fjallar um sláturhús í París. Sjálfa langar mig til að gera kvikmynd sem skapar svo sterk áhrif að fólk fínni lyktina af því sem er að gerast átjaldinu, áskorunin verður ekki meiri." Samkoma og kaffi- sala í Kaldárseli ALMENN samkoma verður haldm í sumarbúðunum í Kaldárseli ofan Hafnarfjarðar sunnudaginn 30. ágúst kl. 14.30. Ræðumaður verður Benedikt Arnkelsson guðfræðingur sem lengi hefur starfað meðal drengjanna í sumarbúðunum. Að samkomu lokinni hefst kaffisala og stendur hún yfir til kl. 22 um kvöldið og eru allir velkomnir. Starfinu í Kaldárseli er nýlega lokið. Alls dvöldust þar um 260 böm að þessu sinni, flest á aldrinum 7-10 ára, í níu dvalarflokkum. Sum bömin hafa komið ár eftir ár. Skálinn í Kaldárseli er elsti sum- arbúðaskáli KFUM og K á landinu. Hann var byggður árið 1925. Síðan hefur hann verið stækkaður og að- staðan bætt. Þó er enn margt ógert, bæði innan dyra og utan, og rennur ágóðinn af kaffísölunni til fram- kvæmda á staðnum. Þess má geta að í sumar var byrjað að gróðursetja trjáplöntur í Kaldárseli. Sauðfé hefur löngum gengið laust um svæðið en svo er ekki lengur. Hugsa Kaldæingar gott til framtíðarinnar þegar trjá- gróður tekur að prýða umhverfíð. Ungir drengir að leik í Kaldánni sem Kaldársel stendur við. HEIMSKIUBBUR INGÓLFS KYNNIR ÞAD BESTA í AFRÍKU FEGI JRI )0 GFI JRDl JRAFI RÍKI Landið er ríkara en flest önnur af öllu, sem ferðalangur getur óskað sér. Hvergi fínnurðu aðra eins fjölbreytni og litadýrð í ríki náttúrunnar, nærri 300 tegundir villtra dýra, þ. á m. fíla, gíraffa, ljón, hlébarða, zebra, nashym- inga, visunda, ótal yndisfagrar antilópu- og gazelluteg- undir, 500 tegundir fugla og 24.000 tegundir blóm- strandi trjáa og jurta í blóma vorsins á suðurhveli. Fólk er orðlaust af undrun og f ögnuði og f innst engin skemmt- un jafnast á við að njóta þessara töfra i ríki náttúrunnar. Ferðin er full af spennandi ævintýrum og sterkari upp- Iifun náttúrunnar en þig hefur órað fyrir, þú verður þátttakandi í þessu stórkostlega sjónarspili, rétt eins og í kvikmynd. Alls þessa nýturðu við beztu skilyrði, vega- kerfíð er gott eins og farartækin, hótelin glæsileg og matur og vin með þvi bezta, sem þekkist í heiminum á verði, sem er lægra en viðast annars staðar, loftið tært, hitastig hæfilegt, um 25°C, heilnæmasta veðurfar i heimi er talið vera i Höfðaborg. m ' - ' 3 1 JvrisDRSS*' w1 P \ V FERÐA TILHÖGUN: Flogið er til London og áfram samdæg- urs til JÓHANNESARBORGAR og gist á hinu glæsilega JOHANNESBURG SUN & TOWERS með fullkomna þjónustu og fjölda veitingasala. Heimsókn í GOLD REEF CITY, gaxnla gullgrafarabæinn og daginn eftir dagsferð til höfuðborg- arinnar PRETORIA með fagrar bygg- ingar, minnismerki og blómstrandi tijá- göng. Jóhannesarborg er nýtízkuleg með fíölda fagurra bygginga og glæsi- verzlana, borgin sem reis á gulli, en þar fundust auðugustu gullnámur heims fyr- ir 100 árum. Ekið norður um fijósamar lendur TRANSVAAL í KRUGER-ÞJÓÐGAM)- INN, stærsta friðaða svæði villidýra í heimi, i safari-ferðina miklu og gist 2 nætur i Safari Lodge við jaðar villidýra- svæðisins og lágskógarins „bushweld“, fullt fæði, sundlaug og frábær aðbúnað- ur. Ekið suður í DREKAFJÖLL og gist 2 nætur á lúxushótelinu DRAKENS- BERG SUN í hrífandi umhverfi „Hring- leikahússins" svonefnda, farið þaðan í safariferðir. Þaðan liggur leiðin til DUR- BAN, stærsta baðstaðar Afriku, gist á fimmstjörnuhótelinu MAHARANI á strönd Indlandshafsins, 3 nætur. Flogið tU PORT ELIZABETH, en þaðan hefst þriggja daga ferðalag eftir „blómaleið- inni“, GARDEN ROUTE, til HÖFÐA- BORGAR með viðkomu á mörgum heill- andi stöðum eins og OUTSHORN og WILDERNESS. Gist á nýjasta lúxushót- eli CAPE TOWN í einni af fegurstu borgum veraldar í 4 nætur og farið í ferðir á „Borðfjallið" fræga, GÓÐRAR- VONARHÖFÐA og í VÍNLÖNDIN, þar sem sum beztu vín heimsins eru fram- leidd. Hægt að framlengja í Höfðaborg. Flogið þaðan um London heim. .Við höfum víða ferðast, en oð okkor mati eftir þrjár heimsreisur bero ferðir tngótfs af öltu, sem við höfum kynnst á ferðalögum. Allt hefur staðist, sem auglýst var og vol á gististöð- um og allri þjónustu í sérflokki. Yfir ferðunum hefur verið ákveðinn blær menningar og fullkomnunar, sem við höfum ekki fundið annars staðar. Auk þess hafa ferðimar reynst ódýror. “ Guðrún og Boldur Bergsteinsson, byggingomeistari. HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS AUSnjRSTRATI 17,4. Ui 101 REYKJAVÍK-SÍMI 620400*1« 626564 REYNSLA FARÞEGA: „Afríkuferðin var samfellt ævintýri. Hver einstakur dagur var ferðarinnar virði. Ég sagði við Sigriði kvöldið sem við komum frá Chobe að ég mundi hafa keypt ferðina fyrir þennan eina dag. Mér flnnst ólíklegt að ég eigi eftir að fara jafn skemmtiiega ferð og þessa, þó ég voni, að ég komist í ferð síðar, sem nálgist þessa. Glaðværðin, sem ríkti í allri ferðinni og hve allir urðu góðir vinir, tel ég líka einn bezta mæli- kvarðann á hrifningu og ánægju þátttakenda. Beztu þakkir. Björn Traustnson, byggingameistari. Heimsreisufarar í Höfða- borg. Borðfjallið í baksýn. LÖNDMORGUNRODANS Filippseyjar - Japoit - Taiwan - Tkailond Stórkostleg ferð um Austurlönd fjær ó mjög hog- stæðu verði, bestu hótel heimsins, fjórir ólikir menningarheimor, dulormögn og litríkt monnlíf. Siðasti pöntunardagur á morgun. TÖFRAR MALAYSIll Heillandi ferð, Austurlönd í hnotskurn. Kuala Lumpur - Bomeo - Singapore - Penang. FERÐAKYNNING Ingólfur Guðbrandsson kynnir ferðina í A-sal Hótel Sögu og sýnir fegurð londsins í fjölbreyttri myndo- sýningu miðvikud. 2. sept. kl. 20.30. Einhver mest hrífandi upplifun ævinnor ó ferða- logi. Munið að myndasýningor og ferðakynningor Ingólfs eru svo vinsælor oð oft komost færri oð en vilja. Aðgongur ókeypis. Koffiveitingar seldar við inngang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.