Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 25 Barnakór í Hallgrímskirkj u fyrir vonbrigðum, þegar ég kom fyrst inn í húsið, bjóst við einhverju stórkostlegu miðað við allan kostnaðinn. Hugsið ykkur bara, að byggingin skuli hafa valdið fyrsta taprekstri hjá Hitaveitu Reykjavíkur," segir hann. Gullið í Öskjuhlíð Já, við sitjum hér á orkugjafa Reykvíkinga, heitavatnsgeymun- um. Fyrir útlendinga hljómar það eins og þjóðsaga, að húsin í Reykja- vík skuli fá upphitun frá heitu vatni neðanjarðar. Vissulega ævintýra- legt. Heita vatnið er gullforðabúrið okkar. Allt frá upphafi íslandsbyggðar hafa þjóðsaga og hugarflúg spunn- ið dularblæ yfir íslenskar hæðir og hóla. Sagnir greina frá leyndum sjóð Óla nokkurs kaupmanns í Óskjuhlíð. Og 1. apríl 1905 varð uppi fótur og fit í Reykjavík, þegar við borun eftir vatni í Öskjuhlíð, birtust skyndilega gylltar rákir á nöfrum. Islendingur se'm unnið hafði að gullgreftri í Klondyke, full- yrti að hér væri um gull að ræða! Gullfréttin barst eins og eldur í sinu um byggðir landsins. Og bresk- ur togari sem staddur var í Reykja- vík, sigldi þegar út með fréttina. Nú mátti búast við fjölda erlendra gulleitarmanna. Bæjarstjórnin fundaði og skipaði GULLNEFND. Hlutafélagið MÁLMUR var stofn- að. Gullgrafari ráðinn og borvélar keyptar. Reykjavík var að verða gullgrafaraborg! Einar H. Kvaran skáldar skemmtilega í kringum andrúms- loftið í smásögu sinni GULL, þar sem segir: „Löngunin eftir fasteign- um varð að æði ... og gullólgan barst út um sveitirnar ... fátækleg- ir sveitabæir urðu að dýflissum ... óþreyjufyllstu mönnum héldu engin bönd. Til Reykjavíkur urðu þeir að fara.“ En. Loforð um 100 þús. kr. hlutafé í MÁLM stóðust misjafn- lega, þegar áhugi og gullvon tóku að dofna. Útilegumenn og álfabyggð Öskjuhlíðin á dulmagnaða sögu. Útilegumenn hafa gist hlíðina bæði að fornu og nýju. Í bókinni segir frá Guðmundi kíki sem svo hét eft- ir að hafa stolið kíki einum. Hann hélst við í helli í Öskjuhlíð sem nú er horfinn. Perlan eykur á dulúð Öskjuhlíð- ar. Þegar sólinni þóknast að skína, stirnir hún á bláleitu hvolfþaki, sem hverfist aftur inn í þungbúið himin- hvolf, svo vart má greina skil á milli. Úr fjarlægð má ímynda sér, að Perlan sé aðeins efsti hluti álfa- byggðar í hlíðinni og öskjulagaði hóllinn sé allur sundurgrafinn. Slík byggingalist, sem fellur inn í nátt- úru og eykur á hugarflug og þjóð- sagnir, á ávallt rétt á sér. Þó lengi megi deila um alla þá skattpeninga sem Perlan tók til sín. Trúlega hefur Jóhannes Kjarval séð fyrir sér einskonar náttúru- musteri, þegar hann varpaði fram hugmynd að listahúsi á Óskjuhlíð. Jóhannes segir um hugmynd þessa í Grjóti: „... húsið sjálft átti að svara birtu dagsins og táknum næturinn- ar ... á öllum holtum og melum átti að byggja musteri og hallar- garða úr grjóti, handa nýrri tísku og útlægum öndum fortíðarinnar." Öskjuhlíðin er okkar eign. Ómet- anlegt að eiga grænan lund í miðri borg, þar sem kræki- og bláberja- lyng vaxa. Að geta leitað þangað að friði og kyrrð eftir annasaman vinnudag. En maður horfðu þér nær. Öskjuhlíðin er ekki ósnortin náttúruperla. Og byggingarþrengja sér smátt og smátt upp eftir hlíð- inni. Nú er komin bensínstöð í miðri hlíð. Keiluhöll stendur ofan r stríðs- minjum. Bílastæði og jarðhýsi á háhæð. Margir óttast og spyrja hver annan: „Hvar er nú komið með umhverfisvernd í Reykjavík," þegar Ráðhúsið yfirgnæfir litlu Tjörnina okkar og Arnarhóll ekki lengur ósnortinn? Vissulega er af hinu góða að leggja skokkstíga, merktar göngubrautir og íþróttaað- stöðu í hlíðinni, eins og skipulag frá ’72 gerir ráð fyrir. En friðum Öskju- hlíðina fyrir frekari byggingum. FYRIRHUGAÐ er að hefja starf- semi barnakórs við Hallgríms- kirkju á ný nú í haust. Kórinn verður skipaður börnum á aldr- inum 9-12 ára. Til að byija með verður æft tvo eftirmiðdaga í viku, einn og hálfan tíma í senn. Nánari upplýsingar um kórstarfið fást í Hallgrímskirkju dagana 1.-4. september kl. 14-15. Viðtöl vegna inntöku kórfélaga verður þriðjudaginn 8. september kl. 15.30-17.30. Stjórnandi kórsins verður Kristín Sigfúsdóttir tónmenntakennari. Undanfarin ár hefur hún starfað við Grunnskólann í Hveragerði og m.a. starfrækt þar barnakór. Hún hefur einnig langa reynslu í barna- og unglingastarfi innan kirkjunnar. Kristín hefur verið félagi í Mót- ettukór Hallgrímskirkju undanfarin ár og stundar nú nám við Söngskól- ann í Reykjavík.. Auk þess að stjórna Bamakór Hallgrímskirkju (Fréttatilkynning) Hallgrímskirkja mun hún hafa umsjón með barna- og unglingastarfí kirkjunnar í vet- ur. Dregið í DAS 80 í fyrstasinn ÞANN 8. þessa mánaðar var dreg- ið í DAS 80 happdrætti Dval- arheimilis aldraðra sjómanna í fyrsta sinn, en þetta happdrætti er nokkurs konar aukabúgrein heimilisins auk hins hefðbundna happdrættis DAS. Vinningar voru um 300 talsins, og var aðalvinningur Nissan Patrol jeppabifreið. í frétt frá happdrætti DAS kemur fram, að með tilkomu DAS 80 hafi salan í happdrættinu aukist töluvert. NúfierskáHnii aðbyria Dún-vendiúlpa Kr. 5.990,-1 Kr. 5*990,"1 í'SM. kr 6.990," UTSOLUSTAÐIR: Reykjavík: Hjartað, Kringlunni, Hverafold 1-3 Verslunin Bella, Laugavegi 62 Verslunin Rut, Glæsibæ Hummelbúðin, Ármúla 40 Verslunin Sporið, Grímsbæ Einu sinni var, Laugavegi 12a Kópavogur: Verslunin Rut, Hamraborg 7 Garðabær: H. búðin, Hrísmóum 2 Hafnarfjörður: Verslunin Embla, Strandgötu 29 Akranes: Verslunin Ósk Borgarnes: Borgarsport Patreksfjörður: Verslunin Höggið ísafjörður: Leggur & Skel Hvammstangi: Kaupf. V-Húnvetninga Blönduós: Kaupf. Húnvetninga Sauðárkrókur: Kaupf. Skagfirðinga Akureyri: Verslun Sig. Guðmundssonar Eyfjörð Húsavík: Kaupf. Þingeyinga Mývatnssvelt: Verslunin Sel Vopnafjörður: Kaupf. Vopnfirðlnga Egilsstaðir: Verslunarfélag Austurlands Eskifjörður: Sportvöruverslun Hákonar Fáskrúðsfjörður: B.B. búðin Hornafjörður: Kaupf. A-Skaftfellinga Vestmannaeyjar: Verslunin Mozart Selfoss: Verslunin Múli Sandgerði: Verslunin Aldan Keflavík: Verslunin Aldan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.