Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 13 Árangur Norðurlandaþjóða í lestri Samkvæmt alþjóðakönnun ó læsi, útg. í júlí 1992 LESTUR ER EITT ÞAÐ ERFIDASTA SEM VIÐ LÆRUM MATTHILDUR Guðmundsdóttir, kcnnslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, kveðst telja að lestarkennslu beri að flétta meira inn í aðra kennslu en nú er gert. Kveðst hún hafa gert tilraun með slíkt, sem hafi gefist vel. Auk þess hafi á undanförnum árum orðið mikil- vægar viðhorfsbreytingar á lestrarkennslu — til dæmis sé ekki leng- ur talið óæskilegt að börn séu læs áður en þau setjist í sex ára bekk. Lestrarkennsla hefur breyst talsvert undanfarin ár. Áður var hljóðlestraraðferðin ríkj- andi, samkvæmt kerfi ísaks Jóns- sonar. Hún var mjög vel sett fram og skipuleg, og að loknu kenn- aranámi höfðum við, sem hana lærðum, aðferð- ina á valdi okk- ar. En þjóðfé- lagið breytist og þessi vinnu- aðferð breytist með því. Nú byggjum við lestrarkennslu í auknum mæli á talmáli, og gef- um því meiri gaum að því að kynna sögur fyrir börnum.“ Matthildur kvað hljóðlestrarað- ferðina enn vera algengasta, þótt hún sé ekki lengur í upprunalegu formi. Það hafi verið aukið við hana og henni breytt með því að taka inn fleiri aðferðir. „Lestrarkennsla hefst í sex ára bekkjum með undirbúningi. Það er talað við börnin, lesið fyrir þau og rætt við þau um daglegt líf og orða- forðinn aukinn. Við höfum einnig notað aðferð sem kölluð er mark- viss málöi’vun, sem byggir á eflingu orðaforða og umræðum um helstu einkenni málsins." „Það er einnig góður undirbún- ingur að leyfa börnunum að búa til sínar eigin sögur þótt þau kunni ekki að lesa. Þá geta til dæmis for- eldrar skrifað fyrir þau og leyft börnunum að myndskreyta söguna fyrirfram eða eftirá. Þetta hefur mikil áhrif, og er mjög víða farið að nota í skólum,“ sagði Matthildur. - Hveijar hafa verið helstu við- horfsbreytingar í lestrarkennslu? „Til dæmis eru í mjög mörgum sex ára bekkjum krakkar, sem þeg- ar eru farnir að lesa þegar þeir koma í skólann. Það er bara til góðs, því við búum í lesandi heimi. Hver einstaklingur á rétt til að læra það sem hann vill á þeim tíma sem hann vill. Að barn sem vill læra að lesa geri það heima án þess að neinn viti liverriig, er auðvit- að hið besta mál,“ sagði Matthild- ur. „Ég er þó svolítið hrædd við að sum þessara lesandi barna fái ekki það sem þau þarfnast þegar þau koma svo inn í skólann, þótt það sé auðvitað misjafnt. Hættan er sú, Þoé á elcki aó kenna stafina sem stagl eitt og sér, heldur láta þá koma inn af þörf til aó koma ein- hverju í ritaó mál að sumir kennarar kanni ekki strax hvort einhver börn séu farin að lesa og þau sitji þá undir frumkennsl- unni án þess að þurfa þess með.“ - Hverju lýsir þú eftir í framtíð- inni? „Ég vil að lestrarkennslan verði sem fjöl- breyttust, og að hún verði ekki eins mikil hóp- kennsla og verið hefur. Það er betur hægt að koma til móts við þarfir ein- staklinganna í minni hópum, bæði þeirra sem kunna að lesa og hinna. Lest- ur er eitt af því erfiðasta sem við lærum á námsferlinum og það verð- ur að virða, að það tekur börn mi- slangan tíma.“ „Ég sé fyrir mér í framtíðinni, að kenna megi lestur um leið og aðrar námsgreinar í skólanum. Það er hægt að leiða lesturinn inn í þessa kennslu eins og sjálfsagðan hlut.“ Matthildur kvaðst hafa prófað þessa aðferð með mjög góðum árangri fyrir tveimur árum, er hún kenndi sex ára börnum lestur alfar- ið í tengslum við aðrar námsgrein- ar. „Ég byggði kennsluna á þema- verkefnum yfir allan veturinn og kenndi ákveðna stafi í tengslum við hvert viðfangsefni. Til dæmis byij- aði ég á að kenna „f“, þótt venjan hafi verið að bytja á „a“ eða „i“. Við tókum fyrir allt sem flýgur; fíðr- ildi, flugur, fugla og fólk í flugvél- um. Lesandi börnin mín, sem voru Morgunblaðið/Árni Sæberg Matthildur Guðmundsdóttir fjögur í bekknum, þurftu ekki að fylgjast með þegar ég var að kenna þeim, sem ekki þekktu f-ið, heldur gátu þau verið að lesa um þemað og auka vitneskju sína.“ „Það á ekki að kenna stafina sem stagl eitt og sér, heldur láta þá koma inn af þörf til að koma ein- hveiju í ritað mál. Við erum að tala, og talmálið verður að ritmáli ef við ætlum að muna það. Það er mín framtíðarsýn í lestrarkennslu, að hún verði hluti af almennri kennslu og lífinu í kringum okkur.“ - En hvað um þau börn, sem þegar eru orðin læs? „Við eigum að færa nútímann inn í kennslustofuna til þeirra. Við get- um til dæmis leyft þeim að kanna hvernig unnt er að ferðast milli staða með því að skoða flugáætlan- ir, strætisvagna- og rútuáætlanir, skipaferðir, kostnað við leigubíla og fleira. Þetta er nútíminn, og þetta er ákveðin tegund af lestri, sem við erum sífellt að fást við. Það kemur til dæmis fram í fjölþjóða- könnun á læsi að þennan þátt vant- ar í kennsluna. Þetta ákveðna dæmi er svo sterkt sambland af lestri og stærðfræði að það er í raun óað- skiljanlegt, og þá erum við komin aftur að því að lestrarkennslunni verður að blanda saman við aðrar námsgreinar. En þrátt fyrir allt tal um nýbreytni í lestrarkennslu má ekki gleyma þætti bókmenntanna, sem er og verður mjög mikilvægur hluti hennar.“ LESTUR ER AÐ BUA SÉR TIL ÞEKKINGU GUÐMUNDUR B. Kristmundsson, lektor við Kennaraháskóla ís- lands, kvaðst telja nokkur atriði standa uppúr, sem vinna mætti að í lestrarkennslu á Islandi í framtíðinni. Væri þar fyrst að nefna að lestrarkennsla er ekki eingöngu mál skólanna, heldur gegni foreldrar jafnt sem fjölmiðl- ar mikilvægu hlutverki. Efla þurfi rannsóknir á móðurmálskennslu og bæta kennslu kennaraefna. Þá verði að auka framboð af nám- skeiðum og efni fyrir framhalds- menntun kennara og efla mark- viss vinnubrögð og samskipti milli skóla. Þ að má segja að í munni þjóðar- innar hafi skilgreiningin á læsi verið sú, að sá væri orð- inn læs, sem gæti reiprennandi lesið texta við hæfi. Nú hallast menn hins vegar meira að því að skilgreina læsi sem hæfileikann til að skilja og nota það form ritaðs máls sem þjóð- félagið krefst og hefur gildi fyrir einstaklinginn. Raunar ganga sumir enn lengra og segja að menn ættu einnig að geta miðlað öðrum af þeim upplýsingum sem þeir afla sér. Það er af þessum sökum, sem hinar svo- kölluðu vel menntuðu þjóðir telja sig eiga við æ meiri lestrarvanda að etja.“ Guðmundur telur lestur í skólum hluta af móðurmálskennslu; að lestur og ritun séu greinar á sama meiði, sem er læsi. „Við erum ekki bara að kenna bami að lesa, við erum að fást við móð- urmálið í allri sinni dýrð. Við erum að fást við orðaforða, flókna setning- arfræði, blæ- brigði máls og það að túlka, skilja og lesa milli lína. Þess vegna legg ég mikla áherslu á að við segjum ekki lestrar- kennslu lokið af því barnið er orð- ið læst 8 eða 9 ára gamalt." - Hveijar tel- ur þú hafa verið aðaláherslurnar í lestrarkennslu hingað til og hveiju myndir þú vilja breyta? „Sú stefna sem kom út í náms- skrá 1989 gefur línu sem væri ákaf- lega farsæl ef hægt væri að koma henni áleiðis. Þar er til dæmis kveð- ið á um að lestrarkennslu skuli ekki lokið þegar byijendakennslu í lestri lýkur,“ sagði Guðmundur. Hann kvað óljósara hvernig þetta yrði í fram- kvæmd, en það þyrfti að gera rann- sóknir og athuganir til að sjá hvað reyndist vel. „Það verður að veita skólunum þjónustu í sambandi við ráðleggingar um lestrarkennslu. Það verður að vera hægt að segja að þessi aðferð, textar eða viðfangsefni hafi reynst vel, þannig að kennarar þurfi ekki alltaf að vinna allt frá grunni. Við verðum að efla mark- vissa lestrarkennslu. Hún er mark- viss meðan verið er að kenna börnun- um að lesa, en fer meira á flot þeg- ar fram í sækir." Guðmundur B, Morgunblaðið/Emilía Kristmundsson Samkeppnin er höró í þessum heimi. Ef vió ætl- um aó halda þeim lif sgæóum er vió búum vió á ís- landi er læsi þaó af I sem vió þurf- um aó virkja. Eftir fjallgönguna settust þau niður í notalegri stofunni við ylinn frá arninum. Pær fengu sér kaffi og töluðu saman en þeir lásu blöðin. Dæmi um spurningu í lestrarkönnun meðal 10 og 11 ára barna, hefur gengist fyrir tvö síðastliðin skólaár. Hvaða mynd passar við sem fræðsluskrifstofa Reykjavíkur textann? - Hvar er það þá helst, sem úr- bóta er þörf? „Við getum haldið áfram með lestrartækni, sem felst í því að kenna mönnum að lesa á mismunandi hátt; að lesa hægt og hratt, nákvæmlega, ná aðalatriðum, vinna með margs- konar texta og læra í raun að vinna sér þekkingu. Það sem við verðum að kenna mönnum í nútímaþjóðfélagi er, að þekkingin fæst ekki fyrirhafn- arlaust. Menn trúa ekki lengur öllu, sem á prenti stendur, og þess vegna verða menn að öðlast þann hæfileika að tína saman þekking- armola úr margskonar gagnabrunnum, með það mark- mið að búa sér til þá þekkingu sem menn sækj- ast eftir.“ Guðmundur sagði að nauð- synlegt væri að menn settu sér markmið með lestri texta. „Þetta er tækni, sem felst í því að kenna mönn- um að vinna markvisst og faglega í að afla sér þekkingar. En svo er hitt, hvernig texti er lesinn og skilinn. Hvernig textinn hangir saman málfræðilega, hvað höfundur- inn er raunverulega að segja, hvort lesandinn er sammála, hvað orðin þýða í raun, í munni þess er skrifar.“ - Hvemig er hægt að ná þessum markmiðum? „Ég held að sumum þeirra sé til- tölulega auðvelt að ná. Við þurfum að efla þær stofnanir sem annast kennaramenntun og menntun barna. Við þurfum að fara út í markvissa rannsóknarvinnu á því sem við teljum að sé gott, og koma því í fram- kvæmd,“ sagði Guðmundur. Hann benti einnig á, að íslendingar eru ekki einir í þessu sambandi, því stöð- ugt sé verið að rannsaka þessa hluti um allan heim. „Það á ekki sifellt að þurfa að finna upp hjólið á Is- landi. íslenska lestrarfélagið, sem varð til upp úr ári læsis, er til dæmis í sambandi við Alþjóðlegu lestrar- samtökin í Evrópu. Eins eru góð tengsl við Bandaríkin, þar sem höf- uðstöðvar lestrarsamtakanna eru.“ Guðmundur segir Bandaríkjamenn um þessar mundir vera að leggja stórfé í lestrarkennslu, og ástæðan sé að þeir telji sig ekki geta sinnt forystuhlutverki sínu í iðnaði og menntun án þessara grundvallaratr- iða. „Við stöndum okkur ekki illa, en við megum ekki slaka á,“ sagði hann. „Samkeppnin er tiörð í þessum heimi. Ef við ætlum að halda þeim lífsgæðum er við búum við á íslandi er læsi það afl sem við þurfum að virkja. Það þýðir ekki að tala um að flytja út hugvit og tæknivæða sjávar- útveginn ef við sinnum ekki þessu grundvall aratriði. “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.