Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992
Háskóli íslands er eini skólinn sem
hefur komið upp sérstökum skrif-
stofum til þess að sinna alþjóðasam-
skiptum og hefur tekið að sér ýmis
verkefni á þessu sviði fyrir íslands
hönd og fyrir aðra hérlenda skóla
að beiðni menntamálaráðuneytis-
ins. En sá hængur hefur verið á
að verkefnunum hafa ekki fylgt
fjárveitingar að sama skapi. Nú
verður vonandi úr þessu bætt þar
sem nýverið var ákveðið að mennta-
málaráðuneytið og Háskólinn geri
með sér samning um rekstur AI-
þjóðaskrifstofu háskólastigsins.
Einnig er starfandi nefnd sem
menntamálaráðherra skipaði í apríl
sl. sem er að fjalla um á hvem
hátt best verði staðið að þátttöku
íslands í alþjóðasamstarfi á sviði
menntamála í náinni framtíð.
Nefndin á að skila tillögum sínum
til ráðherra í október."
HORFT TIL EVRÓPU
Stærstu áætlanirnar í mennta-
málum sem ísland hefur gerst aðili
að eru norrænu verkefnin
NORDPLUS og NORDTEK,
ERASMUS-áætlun Evrópubanda-
lagsins, en fyrstu nemendurnir á
hennar vegum fara út í haust, svo
og COMETT II, sem er samstarfs-
verkefni atvinnulífs og skóla. Um
15-20 nemar frá HÍ fara út á veg-
um NORDPLUS á hvetju misseri
og straumurinn hingað er að auk-
ast. Nokkrir verkræðinemendur
fara út á vegum NORDTEK á ári
og 1-2 koma hingað. Rúmlega 50
styrkjum hefur enn sem komið er
verið úthlutað til íslendinga á veg-
um ERASMUS. Um 15 nemendur
í starfsþjálfum fara út á vegum
COMETT og reynt er að taka við
svipuðum fjölda evrópskra nem-
enda í starfsþjálfun í íslenskum
fyrirtækjum. Erlendir skiptinemar
við HÍ nú á haustmisseri verða um
eftir Urði Gunnorsdóttur myndskreyting Halldór Boldursson
ÍSLENSKIR námsmenn hafa um langan aldur sótt menntun
sína, og þá sér í lagi framhaldsmenntun, til útlanda. Lengi
vel hýsti Kaupmannahafnarháskóli lungann úr hópnum en
á síðari árum hafa orðið gífurlegar breytingar hér á. Einn
angi af sókn íslendinga til náms erlendis er þátttaka í
nemendaskiptum ýmiss konar í samvinnu við erlenda há-
skóla. Með þátttöku í nemendaskiptum gefst íslenskum
stúdentum kostur á að stunda tímabundið nám við erlend-
an háskóla, fá til þess styrki og fá námið metið sém hluta
af náminu hér heima. Möguleikarnir og tækifærin eru
óþrjótandi.
að er Alþjóðaskrifstofa Háskóla
Islands sem sér um fyrirgreiðslu
vegna nemendaskipta íslenskra há-
skólanema. Að sögn Þóru Magn-
úsdóttur, framkvæmdastjóra Al-
þjóðaskrifstofunnar, og deildar-
stjóranna Kristínar A. Ámadóttur
og Oddfríðar Höllu Þorsteinsdóttur,,
er gert ráð fyrir að hægt verði að
styrkja á annað hundrað nemendur
til náms og verkefnavinnu á vegum
nemendaskiptaáætlana á þessu
skólaári, en hins vegar er ekki víst
að takist að fá nægilega marga
þátttakendur. Svo ör hefur þróunin
verið í alþjóðasamskiptum á þessu
sviði að fólk virðist varla enn hafa
áttað sig á því hvað er í boði.
Þóra segir að í samanburði við
aðra háskóla í nágrannalöndunum
hafi snemma verið farið að huga
að því að byggja upp erlend sam-
skipti Háskólans. Arið 1986 var
skipuð alþjóðasamskiptanefnd í
þeim tilgangi og Upplýsingastofa
um nám erlendis var sett á laggirn-
ar árið 1988. Eftir sem áður eru
óformleg tengsl við erlenda háskóla
gróskumikil við Háskóla íslands.
Fyrsti formlegi samningur Há-
skóla íslands um nemendaskipti var
undirritaður fyrir 10 árum en slíkir
samningar skipta nú tugum. Þessi
samningur var við Minnesotahá-
skóla og felur m.a. í sér að einn
nemandi fari utan á ári og annar
komi hingað. Samningurinn var
nýlega endurnýjaður til næstu fimm
ára. Þóra segir samstarfið við Min-
nesota í nokkurri hættu, Háskóli
íslands hefur hingað til stutt nem-
endur frá Minnesotaháskóla fjár-
hagslega til dvalarinnar hér en leit-
ar nú til aðila utan skólans með
fjármagn í þessu skyni.
Alþjóðaskrifstofa Háskólans er
námsmönnum og kennurum til að-
stoðar og leiðbeiningar. Hún þjónar
ekki aðeins Háskóla íslands, starfs-
menn hennar hafa einnig leitast við
að sinna öðrum skólum á háskóla-
stigi hérlendis en þeir eru þrettán
talsins. Það sama gildir um Upplýs-
ingastofu um nám erlendis sem
þjónar öllu landinu. „Okkar hlut-
verk er að reyna að vekja áhuga
og athygli á þeim kostum sem bjóð-
ast í alþjóðasamstarfi í menntamál-
um, um leið og við greiðum götu
erlendra stúdenta og fræðimanna.
GLÍMT VID
LEIÐ hans hefur legið fra byggðum Norðmanna í Banda-
ríkjunum til Islands, með millilendingu í Noregi. Hér hefur
hann glímt við erfitt mál og átt samskipti við kurteisa en
lokaða íslendinga. Skiptineminn Charles Pederson tók sér
hlé frá námi við Minnesota til að leggja stund á íslensku
fyrir erlenda stúdenta við Háskóla íslands. Hann er brátt
á förum til síns heima eftir ársdvöl. allnokkru fróðari um
landið, þjóðina og sjálfan sig.
Afi og amma Charles Peder-
sons yfirgáfu heimaland
sitt Noreg rétt fyrir síðustu
aldamót í von um betri lífsafkomu
og settust að í Minnesota, rétt eins
og fjölmargir landar þeirra. Þau
voru gestir í nýju landi, en börn
þeirra, eins og raunar annarra Norð-
manna, fæddust og ólust upp sem
bandarískir þegnar. Þau hirtu lítt
um uppruna sinn, afneituðu honum
jafnvel, breyttu nöfnum sínum og
töluðu ekki málið. Þrátt fyrir að fjöl-
skyldan norska byggi í þorpi þar sem
yfir helmingur íbúa var af norskum
ættum leiddi Charles Pederson
sjaidnast hugann að uppruna sínum
fyrr en leið hans lá til Noregs fyrir
tilviljun. „Tæp 20 ár eru síðan ég
fór fyrst til Noregs til að kenna á
gítar og lútu og leika endurreisnar-
og barroktónlist með norskum kvint-
ett. Ég fór ekki til Noregs til að
leita upprunans og því kom það mér
þægilega á óvart hvað það var mér
mikils virði að vera af norskum ætt-
um. í Noregi dvaldist ég í eitt ár
og áður en ég fór þaðan keypti ég
mér kennslubók í íslensku, því mér
lék hugur á að kynna mér rætur
norskunnar."
Þegar Charles sneri heim til
Bandaríkjanna gerðist hann smiðui;.
Eftir 10 ára starf venti hann sínp
kvæði í kross og hóf háskólanám.
Við háskólann í Minnesota er norræn
deild, þar sem kennd eru norræn
mál, saga Norðurlanda og landa-